Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. í FREMSTU RÖÐ Það er óneitanlega athyglisvert að sjá, hvað íslenzkir óperusöngvarar hafa náð langt á alþjóðlegum vett- vangi á allmörgum undanförnum árum. í fyrrakvöld voru lokatónleikar Listahátíðar. Þar komu fram tveir íslenzkir óperusöngvarar, þeir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson, sem báðir hafa sungið og syngja í beztu óperuhúsum heims auk tveggja óperu- söngkvenna, sem báðar hafa sungið sig inn í hjörtu ís- lenzku þjóðarinnar, þær Sigrún Hjálmtýsdóttir og Rannveig Fríða Bragadóttir, en hin síðarnefnda hefur raunar lengi starfað erlendis og hlotið verðskuldaða viðurkenningu þar. Islendingar geta hins vegar seint fullþakkað Sigrúnu Hjálmtýsdóttur að hafa haslað sér völl hér heima. Hún hefur auðgað tónlistarlíf okkar með þeim hætti, sem henni einni er lagið. I Morgunblaðinu í gær var jafnframt viðtal við Gunn- ar Guðbjörnsson óperusöngvara, sem nú er búsettur í Berlín og syngur í Staatsoper, sem er eitt hinna stóru óperuhúsa í Þýzkalandi. Gunnar Guðbjörnsson er um þessar mundir að syngja undir stjórn hins heimskunna píanóleikara og stjórnanda, Daníels Barenboim, sem okkur íslendingum er að góðu kunnur frá fyrstu árum Listahátíðar. Auk þeirra óperusöngvara, sem hér hafa verið nefnd- ir hafa fleiri íslenzkir óperusöngvarar hlotið viðurkenn- ingu erlendis á undanförnum árum. Það er umhugsunarefni hvað veldur því, að íslenzkir óperusöngvarar eru að ná svo langt á alþjóða vettvangi, sem raun ber vitni um. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Ekki fer á milli mála, að söngmenning á sér djúpar ræt- ur meðal Islendinga og er Kristján Jóhannsson m.a. sprottinn úr þeim jarðvegi, en fjölskylda hans hefur komið mjög við sögu í söngmenningu á íslandi. Sá mikli fjöldi kóra, sem hér starfar hefur haft mikil áhrif. Þá er líka ljóst, að mikil rækt hefur verið lögð við þennan þátt í tónlistarlífi okkar íslendinga á undan- förnum áratugum og má þar ekki sízt nefna frumherja- starf Ingólfs Guðbrandssonar við uppbyggingu Pólýfón- kórsins á sínum tíma. Loks má fullyrða, að gæði tónlistarkennslu eru mikil hér. Sennilega býr tónlistarkennslan að þeim hörðu kröfum, sem gerðar voru til tónlistarnámSj þegar það var byggt upp í árdaga. Tónlistarskólar á íslandi hafa alltaf gert miklar kröfur til nemenda sinna og í sumum tilvikum er um frábærar menntastofnanir að ræða. Ekki er ósennilegt að við séum að uppskera nú eins og til var sáð fyrir langa löngu og að mikið og merkilegt starf við tónlistarkennslu sé að skila sér í árangri ís- lenzkra tónlistarmanna á erlendri grund. Einn þeirra manna, sem við stöndum í þakkarskuld við í þessum efnum og átti mikinn þátt í að leggja grunn að tónlistar- kennslu fyrir meira en hálfri öld var dr. Wolfgang Edel- stein, sem gerði miklar kröfur til nemenda sinna en vakti jafnframt hjá þeim ást og virðingu á tónlist og sætti sig ekki við meðalmennsku. Stundum er talað um, að ungt fólk nú á tímum þurfi á fyrirmyndum að halda, sem verði nýjum kynslóðum hvatning til þess að gera betur og ná langt á sínu sviði. Hinir íslenzku óperusöngvarar, sem hafa náð því marki að syngja í fremstu óperuhúsum heims og standa þar jafnfætis helztu listamönnum veraldar á þessu sviði eru slík fyrirmynd. En jafnframt ætti þessi árangur að verða þjóðinni hvatning til að efla tónlistarkennslu eins og kostur er. Hún er nú þegar mjög fjölbreytt. Foreldrar eru dugleg- ir við að koma börnum sínum í tónlistarnám. En það er ástæða til að hvetja aðra foreldra til þess að veita börn- um sínum tækifæri til að stunda tónlistarnám. Markm- iðið með því námi þarf ekki endilega að vera starfsferill í heimi tónlistarinnar heldur hefur tónlistarnám mikið menningariegt gildi fyrir börn, unglinga og ungt fólk, sem býr að því alla ævi með einum eða öðrum hætti. Þótt mikið sé rætt um mennta- og skólamál á opin- berum vettvangi hefur lítið farið fyrir almennum um- ræðum um tónlistarskólana. Takmarkaðar umræður hafa þó ekki orðið til þess að draga úr því merkilega starfi, sem þar er unnið. Fáar listgreinar standa með jafn miklum blóma á Is- landi um þessar mundir og tónlistin. Þar gildir einu, hvort um er að ræða skapandi eða túlkandi listamenn. Við höfum eignast á þessari öld merk tónskáld, sem hafa skapað hér merkilegan tónlistararf. Við eigum að leggja rækt við tónlistarlífið og búa vel að tónlistar- mönnum okkar. Baðfélag Mývatnssveitar ehf. hyggst efla ferða Hugmyndin er að nýta affallsvatn frá umhverfisvænum iðnaði á svæðinu og Aform uppi uu heilsulind í Bj a Mývetningar hyggjast renna fleiri stoðum undir atvinnulíf sveitar- innar með því að reisa heilsulind í Bjarnarflagi. Áætlað er að hún kosti 200 milljónir króna og verði tilbúin árið 2001. Baðstöðvar verða víðsvegar á háhitasvæðinu og er hugmyndin m.a. að bjóða 1 BAÐFÉLAG Mývatnssveitar ehf. hyggst starfrækja heilsulind við háhitasvæðið Bjarnarflag vestan Náma- skarðs í Mývatnssveit. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar og forseti Baðfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að verið væri að vinna að deiliskipulagi á svæðinu og fjárhagsáætlun. Hann sagði að ef allt gengi að óskum myndu framkvæmdir hefjast næsta vor og þá ætti að vera hægt að hefja starfsemi á hluta svæðisins næsta sumar. Hann sagði að áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna væri um 200 milljónir króna. „Við sjáum þarna vaxtabrodd og tækifæri til að skjóta fleiri stoðum undir þá starfsemi sem er hérna fyr- ir,“ sagði Pétur. „Hér er nægilegt framboð af bæði gistirými og veit- ingasölu fyrir fólk sem vill koma hingað og stunda heilsuböð. Einnig værum við með þessu að búa okkur til nýjan árstíma í ferðaþjónustu.“ Pétur sagði að Baðfélagið, sem er í eigu einstaklinga og félaga í Mý- vatnssveit, væri búið að vera með til- raunarekstur á gufuböðum í Bjarnar- flagi frá árinu 1996. „Félagið hefur það á sinni stefnu- skrá að reyna að nýta þessa auðlind, það er jarðböðin, gjáböðin og lónböð- in, og er byggt á þeim baðhefðum sem hér hafa verið frá fornu fari.“ Pétur sagði að aðstaðan sem væri á svæðinu núna væri mjög frumstæð. „Við settum upp aðstöðu þarna fyrst og fremst til að kanna hvort mönnum yrði nokkuð meint af því að baða sig í gufunni og það hefur komið í ljós að þetta virkar fínt - mátulegur hiti á þessu og fínn raki.“ Ekki í samkeppni við Bláa lónið Að sögn Péturs eru það fyrst og fremst heimamenn sem nota aðstöð- una í dag. „Einn og einn ferðamaður álpast í þetta, en þetta hefur ekkert verið kynnt eða auglýst, enda er þetta svo lítið í dag - ekki nema tíu manna bað.“ Aðspurður um það hvort aðstaðan í Bjarnarflagi yrði eitthvað svipuð að- stöðunni við Bláa lónið, svaraði Pétur því til að ekki væri rétt að bera þessa tvo staði saman. „Við höfum engan veginn hugsað Bjarnar- flag BJARNARFLAG er jarð- hitasvæði í S-Þingeyjarsýslu, sem staðsett er vestan Náma- skarðs í Mývatnssveit og norð- an og austan Jarðbaðshóla. f Bjarnarflagi eru margir gufu- og Ieirhverir. Þar urðu elds- umbrot á árunum 1725 til 1728, en árið 1977 urðu þar miklar jarðhræringar í tengsl- um við gliðnun og eidgos í eldstöðvakerfi Kröflu, sem hófust í árslok 1975. Kartöflurækt hófst í volg- um jarðveginum árið 1930 en lagðist af vegna hnúðorma. Árið 1939 var hús reist til vinnslu brennisteins, en það brann áður en sú vinnsla hófst. Borað hefur verið fyrir gufu í Bjarnarflagi og árið 1968 var reist þar íyrsta gufu- knúna rafstöð Islands (2,27 MW). Gufan er einnig nýtt í kísiliðjunni. okkur að fara að keppa eitthvað við Bláa lónið, hins vegar sjáum við þetta gjarnan sem viðbót við það sem þar er í boði. Okkar möguleikar felast í því að við höfum þessa hreinu jarð- gufu, sem menn geta baðað sig í. Yfir- leitt er þessi gufa mjög brennisteins- rík og ef þú ferð að baða þig í henni þá sofnar þú mjög fljótlega og vaknar sjálfsagt ekkert meira. Þessi gufa sem við erum með hérna er hins veg- ar alveg brennisteinslaus, hún er al- veg hrein, bara eins og hreint vatn sem er soðið í potti.“ Hefur góð áhrif á liðagigt og astma Pétur sagði að Mývatnssveit væri eitt af fáum svæðum í heiminum þar sem gufan væri svona hrein. „Það eru uppi kenningar um það að í gjallinu séu hitakærar örverur sem að éti úr henni brennisteininn." Komið hefur í ljós að kísillinn og bláþörungarnir í Bláa lóninu hafa góð áhrif á psoriasis-sjúklinga. Pétur sagði að þó engir bláþörungar væru í Bjarnarflagi bentu rannsóknir til þess að gufan þar hefði góð áhrif á fólk með liðagigt og asma og því gerðu menn sér vonir um að staður- inn yrði valkostur innan heilsugeir- ans. Hann sagði að Baðfélagið hefði verið í samstarfi við lækna hjá Heil- brigðisstofnun Þingeyinga og Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og að þeir kæmu að verkefninu sem ráð- gjafar. Pétur sagðist gera ráð fyrir því að þessi hugmynd yrði að veruleika ef nægjanlegt fjármagn fengist, en benti þó á þá staðreynd að félagið þyrfti að fá leyfi frá Náttúruvernd ríkisins, vegna laganna um verndun Laxár og Mývatns. „Það er vandamál hér á þessu svæði að hér má ekkert gera nema með leyfi Náttúruverndar ríkisins og það mun verða okkar stærsti þrösk- uldur að fara yfir að fá þá stofnun til að samþykkja þessar framkvæmdir." Ungur arkitekt gerði lokaverk- efni ura hönnun baðgarðs Pétur sagði að Baðfélagið hefði verið í samstarfi við unga arkitekta um að gera tillögur að hönnun mann- virkja á svæðinu. Olga Guðrún Sig- fúsdóttir, nýútskrifaður arkitekt frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.