Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Tj aldvagnaleiga í Stykkishólmi Stykkishólmi. Morgunblaðið. AGNAR Jónasson hefur hafið rekstur tjaldvagnaleigu í Stykkis- hólmi. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði fyrr hér í bæ. Agnar hefur til umráða 5 tjald- vagna og eru 3 af þeim nýir frá í vor. Þessi hugmynd fæddist í vetur hjá honum og varð að veruleika fyrir u.þ.b mánuði síðan. Hann hef- ur leigt 2 vagna til verkalýðsfélaga og komnar eru pantanir fyrir hina £ sumar. Hann er bjartsýnn miðað við þær viðtökur sem hann hefur fengið. Hann segir að ef ferðafólk vilji leigja taldvagn meðan það dvelur í Stykkishólmi, þá sé það sjálfsagt og mun hann mæta með vagninn á tjaldsvæðið og gera hann tilbúinn til notkunar áður en gest- irnir eru mættir. Börn boða til mál- þings um heimspeki BÖRN, sem tóku þátt í námskeið- um um heimspeki í Opnum Há- skóla, á vegum Háskóla Islands, bjóða laugardaginn 10. júní til op- ins málþings undir yfírskriftinni réttlæti og hið góða líf. Alls hafa um 110 börn tekið þátt í námskeið- unum. Málþingið verður haldið í Háskólabíó, sal 3 og hefst það kl. 13 og lýkur kl. 15. Það er öllum op- ið meðan húsrúm leyfir. Páll Skúlason rektor og heim- spekingur mun setja málþingið en síðan munu börnin kynna niður- stöður úr sínum námskeiðum, sitja fyrir svörum gesta og sýnd verða atriði úrsamræðum á námskeiðun- um, sem tekin hafa verið upp_ á myndbönd. í lokin mun forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpa hina ungu heimspekinga og slíta málþinginu. Á námskeiðunum sem staðið hafa frá 5. júní hefur verið rætt um viðfangsefni tengd réttlæti og sanngirni, tekist á við hversdags- lega reynslu nemendanna á sviðum er varða mannréttindi, jafnrétti, lög og reglur, náttúruna og hið góða líf. Fjallað hefur verið um spurning- ar'eins og: Hvers vegna hafa menn rétt? Eiga menn að hafa meiri rétt en dýr? Er sanngirni eins í öllum löndum? Til hvers eru reglur? Eig- um við ævinlega að fara að lögum? Á landið okkar einhvern rétt? Er hægt að sýna fjöllum og dölum sanngirni? Er það smekksatriði hvað gott líf er? Kennarar eru heimspekingamir Sigurður Björns- son frá Kennaraháskóla íslands og Hreinn Pálsson frá Háskóla Is- lands. Þeir hafa báðir stundað heimspeki með börnum um árabil. Dagskrá málþingsins er sem hér segir: Páll Skúlason rektor Háskóla ís- lands setur þingið kl. 13. Að því loknu verður sýnt myndband úr samræðum 7-8 ára barna. Að því loknu verða flutt erindi kynningar- fulltrúa 7-8 ára barna og því næsta svara börnin spurningum gesta. Kl. 13:25 verður myndband úr sam- ræðum 9-10 ára barna sýnt og að því loknu flytja kynningarfulltrúar 9-10 ára barna erindi og að því loknu svara bömin spurningum gesta. Eftir hlé og léttar veitingar kl. 14:20 verður myndband úr sam- ræðum 11-12 ára barna sýnt og flytja síðan kynningarfulltrúar 11- 12 ára bama erindi og bömin svara spurningum gesta. Kl. 14:40 verður myndband úr samræðum 13-14 ára barna sýnt, kynningarfulltrúar 13- 14 ára barna flytja erindi og börnin svara spurningum gesta. Kl. 14:55 ávarpar forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hina ungu heimspekinga og slítur mál- þinginu. Til sölu Ford Econline 150, árg. ‘92. Ekinn 80 þús. km. Vél 351 EFI. Dana 44 að framan, Dana 60 að aftan. Loftlæsingar í báðum hásingum. 44" dekk. Borg Warner 1356 millikassi. New Process milligír. Ranco 9000 demparar. Spil, hár toppur fjórir Captain stólar, bekkur sem hægt er að leggja niður, GPS, tveir auka bensíntankar, kastarar með háum og lágum geisla, góðar stereogræjur. Verö 2,5 millj. Áhvílandi bílalán ca 1,5 m. Upplýsingar í síma 893 4443 eða 897 3193. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Húrra Valgerður Jónsdóttir NÚ, þegar sýning í Perl- unni á handverki ábúenda Sólheima í Grímsnesi er yf- irstaðin, langar mig að segja frá öðrum atburði sem ég upplifði er mér var boðið á tónleika Tónstofu Valgerðar og Tónmennta- skólans sunnudaginn 21. maí sl. Þetta voru seinni tónleikar skólans sem haldnir voru í kirkju Óháða Safnaðarins. Ég get vart orða bundist yfir þvi merka brautryðjendastarfi sem Valgerður hefur innt af hendi, þar sem hún hefur náð hreint ótrúlegum ár- angri í músíkþerapíu fatl- aðra barna. Þarna voru atriði sem snertu dýpstu taugar og varð ég gagntek- in af hrifningu og aðdáun. Börnin spiluðu á hin ýmsu hljóðfæri, svo sem píanó, hljómborð, tréspil og trommur ásamt söngatrið- um. Þá spilaði Bjöllukórinn við upphaf og lok tónleik- anna. Voru viðfangsefnin almennt talsvert krefjandi og stóðu börnin sig með stakri prýði. Tónstofa Valgerðar var stofnuð fyrir tólf árum og hefur dafnað vel vegna ómældrar vinnu og ræktar- semi Valgerðar. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem tónleikamir eru haldnir utan Tónstofunnar, þar sem húsnæðið þar er orðið of lítið til svona tón- listarflutninga. Þama eru kraftaverk unnin á hverjum degi. Finnst mér því Tónstofa Valgerðar eiga meiri at- hygli skilið fyrir starf sitt í þágu fatlaðra og væri ósk- andi að sem flestir fengju notið, enda þótt biðlisti skólans lengist ört. Takk fyrir mig. Inga Þórðardóttir. Sýnið æðarfuglinum miskunnsemi TIL vegfarenda um Álfta- nesveg. Vegfarendur um Álftanesveg eru vinsamleg- ast beðnir um að aka hægt og varlega þar sem varp- fuglinn er sífellt á ferð milli Skógtjarnar og Lambhúsa- tjarnar og á hverjum degi má sjá dauða fugla við vegkantinn. Bæði eru koll- umar á leið með ungana yfir veginn og eins er fugl- inn að fljúga lágflug. Æð- arfuglinn er ekki flugfimur og á því erfitt með að taka snöggar beygjur. Sýnið fuglinum tillitssemi og akið varlega þessar vikurnar. Bárður Halldórsson. Bekkir og sorpílát ÞAÐ vantar tvo bekki og sorpílát við SVR norðan- megin við Lækjai'torg. Margir vilja heldur bíða úti þegar gott er veður. Alltaf hefur verið heldur sóðalegt þarna af því að ruslaílát hefur vantað. Eins er að ef horft er eftir Austurstræti er ömurlegt að sjá húsin tvö, fyrram Haraldarbúð og Hressingarskálann, í þessum Ijótu litum. Er ekki hægt að mála framhliðam- ar í hasti nú fyrir sumarið í fallegum litum, ekki þess- um gráa er virðist allsráð- andi? Sighvatur Finnsson. Konan sem hringdi áRöntgen KONAN sem hringdi á Röntgen fyrir nokkram vikum og spurði um lykla- kippu er vinsamlegast beð- in að hringja aftur. Tapað/fundió Seðlaveski tapaðist SEÐLAVESKI tapaðist við Vesturgötu 1 laugar- daginn 3. júní sl. í veskinu voru ekki peningar, en skil- ríki og fleira sem slæmt er að missa. Finnandi vinsam- legast hafi samband við Ragnar í sima 562-8404 eða 869-5768 Jakki - Skuggabar HÁLFSÍÐUR svartur karlmannsleðurjakki með breiðum kraga var afhent- ur í misgripum úr fatahengi miðvikudaginn 31. maí sl. I vösum vora Toyota bíllykill með fjarstýringu, Nokia 5110 farsími, húslyklar á Moschiino-kippu, seðla- veski með skilríkjum og trúlofunarhringur. Viðtak- andi er vinsamlega beðinn að hafa samband við Örn í síma 692-0200 eða að koma flíkinni til Brasserie Borg- ar, Pósthússtræti 11. 25 geisladiskar töpuðust 25 geisladiskar töpuðust á Amarnesi í Garðabæ. Disk- arnir voru í svörtu leður- hulstri. Upplýsingar í síma 696-1654. Dýrahald Kettlingur fæst gefins BLANDAÐUR norskætt- aður níu vikna skógarkettl- ingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 892-1332 eftirkl. 16. Sjö vikna kettlingar óska eftir heimilum SJÖ vikna kettlingar óska eftir góðum heimilum sem fyrst. Upplýsingar í síma 554-0902 eða 554-5737. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 2.668 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Elín Rósa Guðlaugsdóttir, Dagmar Ýr Snorradóttir og Inga Rán Reynisdóttir. Hlutavelta Þessir duglegu strákar söfnuðu með tombólu 5.549 kr. til styrktar Rauða krossi Islands. Þeir heita Egill Jó- hann Egilsson, Gunnar Geir Egilsson, Vignir Þórsson, Hlynur Hólmarsson og Guðni Bjarnason. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hafði heitið sjálfum sér því að forðast umfjöllun um knattspymu næstu vikurnar, en finnur sig þó knúinn til að leggja orð í belg vegna umræðu um beinar út- sendingar Ríkissjónvarpsins af leikjum í Evrópukeppninni, sem nú er að hefjast. Eins og alltaf þegar um er að ræða stórmót i knatt- spyrnu ris ákveðinn hópur fólks upp til að mótmæla útsendingum sjón- varpsins af leikjunum, og einkum er það röskun á fréttatímanum sem er þyrnir í augum þessa.fólks. Sjálfur er Víkverji mikill fréttafík- ill og er ómögulegur maður ef hann missir af fréttum Ríkissjónvarpsins. Þó fínnst honum öllu verra þegar rofin er bein útsending frá spenn- andi knattspyrnuleik. Þegar upp er staðið skiptir það Víkverja engu mál hvort hann fær fréttirnar hálftíman- um fyrr eða seinna, nema vitaskuld ef um stórfréttir er að ræða svo sem breytingar á landamærum Evrópu, innrás Marsbúa eða loftsteinahrap á stórborgir svo dæmi séu tekin. Vík- verji treystir forsvarsmönnum fréttadeildar sjónvarpsins til að vega það og meta hvenær ástæða er til að rjúfa útsendingar frá Evrópu- keppninni vegna stórfréttar, en það má mikið ganga á til að það sé rétt- lætanlegt að mati Víkverja. Að lokum skal það áréttað að sjónvarpsútsendingar frá stórleikj- um í knattspyrnu eru fjölskyldu- skemmtun á mörgum heimilum og Víkverji veit mörg dæmi þess að slíkir viðburðir hafa sameinað heilu fjölskyldumar fyrir framan skjáinn. Víkverji lýsir því yfir fullum stuðn- ingi við íþróttadeild Sjónvarpsins vegna þessara útsendinga. xxx SAMKVÆMT niðurstöðum úr nýlegri skoðanakönnun hefur mikill meirihluti landsmanna ekki áhuga á að sækja kristnihátíð á Þingvöllum nú í sumar. Sú niður- staða kemur Víkverja ekki á óvart. Bæði er að minningin um „þjóðvega- hátíðina ’94“ situr í mörgum og eins hitt, að klaufalega hefur tekist til varðandi kynningu á kristnihátíðinni að mati Víkverja. Sem dæmi um það má nefna að i kunningjahópi Vík- verja, þar sem rætt var um hátíðina nú í vikunni, kom fram að ekki voru allir vissir um hvenær hún verður haldin, hvað þá að menn væru upp- lýstir um þá dagskrárliði sem þar verður boðið upp á. Umræðan var á fremur neikv'æðum nótum og er Vík- verja ekki grunlaust um að þannig sé því farið víða í þjóðfélaginu. I stað markvissrar og jákvæðrar kynningarstarfsemi hefur umræðan snúist upp í orðaskak og hártoganir um „andlegan aðskilnað" milli þjóð- kirkjunnar og hinna ýmsu trúfélaga í landinu og var ekki ábætandi eftir fremur neyðarlega umræðu um „sal- ernisaðstöðu'* ásatrúarmanna fyrr í vor. í stað kristilegs kærleika, sam- hygðar og bræðralags virðist fram- kvæmd og fyrirkomulag hátíðarinn- ar fremur hafa orðið til að ýta undir sundrungu meðal þjóðarinnar og er það vissulega miður. xxx ÍKVERJI hefur ennfremur orð- ið var við mikinn kuiT í mönn- um vegna hins óheyrilega kostnaðar við kristnihátíð á Þingvöllum og finnst mörgum með ólíkindum að ekki skuli vera hægt að minnast kristnitökunnar án þess að eyða í það hundruðum milljóna króna. Einn viðmælenda Vfkverja lýsti þeirri skoðun sinni að betur hefði farið á því að hver kirkjusókn í land- inu hefði haldið sína kristnihátíð með messu á sama tíma, sem hefði þá væntanlega hafist á samhljómi kirkjuklukkna um gjörvallt landið, þar sem landsmenn hefðu sameinast um að sækja messu, hver í sinni sókn. Þess í stað munu kirkjur landsmanna standa auðar á meðan kristnihátíð fer fram. Víkverja finnst þessi hugmynd góð og kemur henni á framfæri mönnum til umhugsunar. Ef til vill er ekki of seint að breyta fyrirkomu- laginu, hætta við Þingvallahátiðina og færa kristnihátíð heim í hérað. Hvað sem því líður er ljóst að beina verður umræðunni inn á jákvæðari brautir á næstu dögum og vikum svo takast megi að halda kristnihátíð með þeirri reisn sem henni ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.