Morgunblaðið - 12.07.2000, Page 1

Morgunblaðið - 12.07.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 157. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR12. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samningaviðræður Israela og Palestínumanna hafnar í Camp David Báðir aðilar hvattir til að sættast á málamiðlanir Washington, Thurmont. Reuters, AP, AFP. Reuters Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ásamt Bill Clinton Banda- ríkjaforseta við upphaf friðarviðræðnanna í Camp David. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hófu í gær friðar- viðræður sínar undir forystu Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Camp David og hvatti Chnton báða aðila í gær til að sættast á málamiðlanir í viðræðunum sem skera munu úr um hvort hægt verði að knýja fram var- anlegan frið fyrir botni Miðjarðar- hafs. Miklar vonir eru bundnar við niðurstöður viðræðnanna þar sem tekið verður á erfíðustu deilumálum Israela og Palestínumanna og sagði Clinton við fréttamenn áður en hann hélt til Camp David að leiðtogamir yrðu að horfast í augu við erfiðar spumingar og að enginn árangur myndi nást án þess að fallist yrði á „grundvallarmálamiðlanir“. „Leiðin til friðar liggur nú, sem fyrr, í báðar áttir.“ BandaiTkjaforseti mun stýra við- ræðum Baraks og Arafats, sem talið er að standa muni í um viku, og mun hann leggja ofuráherslu á að áþreif- anlegur árangur náist nú, sjö mánuð- um áður en kjörtímabili hans lýkur. En Barak og Arafat leggja líka mikið undir því ef samkomulag næst ekki er allt eins líklegt að ófriðvænlegt verði fyrir botni Miðjarðarhafs, ekki síst í Ijósi yfirlýsingar Palestínu- manna um að af stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu verði hinn 13. septem- ber nk., jafnvel þótt enginn árangm- náist í Camp David. Auk þess máls munu viðræðurnar snúast að mestu leyti um framtíðarskipan Jerúsalem og örlög palestínskra flóttamanna og ísraelskra landnema á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. „Leiðtogarnir finna fyrir fullum þunga sögunnar en að mínu mati skynja þeir að þetta er augnablik í sögunni sem þeir geta fullnýtt... Það er augljóslega engin trygging fyrir árangri, en mistök eru vís ef ekkert er reynt,“ sagði Clinton við frétta- menn við Hvíta húsið í Washington. Sársaukafullum málamiðlunum heitið Ehud Barak kom til Bandaríkj- anna snemma í gærmorgun eftir að hafa naumlega staðið af sér van- trauststillögu þeirra sem telja að hann muni gera óviðunandi tilslakan- ir í Camp David-viðræðunum. Hét Barak því að gera „sársaukafullar málamiðlanir“ á fundinum og lýsti því jafnframt yfir að ísraelska þjóðin myndi hafa úrslitavald í þessu tilliti. Fulltrúar í samningnefnd Palest- ínumanna lýstu í gær yfir efasemd- um um árangur viðræðnanna og báru því við að síðustu atburðir á ísraelska þinginu yllu því að Bandaríkin og ísraelska samninganefndin myndu þrýsta mjög á Arafat um að gera nauðsynlegar tilslakanú svo Barak, yfirlýstur stuðningsmaður friðarferl- isins, geti náð að halda tryggilega á stjórnartaumunum í fsrael. Varað hefur verið við því að upp úr kunni að sjóða ef samningar náist ekki um við- kvæmustu deiluefnin. Fídjí-eyjar Níu leyst- ir úr haldi GÍSLATÖKUMENNIRNIR á Fídjí-eyjum leystu í gær níu af 27 gíslum sínum úr haldi og munu leyfa þeim átján sem eft- ir eru að yfirgefa þinghús landsins á morgun, að sögn talsmanna valdaræningjanna. Mahendra Chaudry, forsæt- isráðherra landsins, var þó ekki á meðal þeirra er leystir voru úr haldi í gær en hann og flestir fulltrúar ríkisstjómar hans voru teknir í gíslingu hinn 19. maí sl. af George Speight og fylgismönnum hans sem kröfð- ust nýrrar ríkisstjómar með aukinni þátttöku fmmbyggja. ■ Frumbvggjar/19 Noregur 9.000 millj- arðar í sjóði NORSKI olíusjóðurinn, sá hluti ol- íugróðans, sem lagður hefur verið til hliðar, verður kominn í 9.000 millj- arða ísl. kr. í upphafi ársins 2002. Dagsavisen segir að þetta hafi verið reiknað út hjá norska alþýðu- sambandinu og þar á bæ vilja menn, að sjóðurinn verði hér eftir kallaður „lífeyrissjóðurinn" svo ekki fari á milli mála í hverra þágu hann eigi að vera. Sjóðurinn hefur vaxið gríðar- lega að undanfómu enda olíuverðið hátt og spáir helsti hagfræðingur norska alþýðusambandsins því, að ein saman vitundin um þennan mikla varasjóð muni verða til að auka á fyr- irhyggjuleysið í opinberam útgjöld- um. Því eigi að kalla hann „lífeyris- sjóðinn" til að minna á, að í skjóli hans geti Norðmenn lifað áhyggju- litlu lífi í ellinni. „Göngutíðin“ nær hámarki Belfast. Morgunblaðið. MIKIL spenna var í Belfast á Norður-írlandi þegar líða tók á kvöld í gær en í dag nær „göngutíð" mótmælenda árlegu hámarki sínu þegar minnst er sigurs Vilhjálms konungs af Ór- am'u yfír hinum kaþólska Jakobi Stúart við Boyne-ána árið 1690. Kaþólikkar höfðu hægt um sig og héldu sig flestir heima við. Mótmæl- endur í Belfast og annars staðar í héraðinu gerðu sér hins vegar glaðan dag og kveiktu víða bálkesti í gærkvöld til að hita upp fyrir hátíðina eins og þessi ungi sambandssinni sem stóð víg- reifur fyrir framan bálköst í austurhluta Belfast í gærkvöld. Óttuðust margir að til átaka myndi koma milli mótmælenda og öryggissveitanna þegar liði á nóttina en alls hafa 280 árásir verið gerðar gegn lögreglunni undanfarna viku og þar af var skotvopnum beitt þrettán sinnum. Alls hafa 146 verið hnepptir í varðhald. „Við er- um við öllu búnir og mótmælin hljóta að enda einhverntíma," sagði Brian McCargo, yfirmaður lögreglusveita Ulsters í gærkvöldi. Var öllum verslunum og veitingastöðum í miðbæ Belfast lokað um kl. 16 í gær, þriðja dag- inn í röð, og fáir voru á ferli. ■ Samstarf/28 Mannskætt oliu- slys í Nígeríu Abuja. AP. GASOLÍULEIÐSLA sprakk í loft upp í suðurhluta Nígeríu í gær með þeim afleiðingum að yfir eitt hund- rað manns sem voru að safna olíu úr lekri leiðslunni létu lífið. Hundrað særðust í sprengingunni og all- margra er enn saknað. Töldu sjónar- vottar að allt að 250 manns kynnu að hafa látist vegna sprengingarinnar og að margir þeirra sem fórast hefðu verið skólabörn og unglingar. Miklir eldar loguðu á svæðinu í allan gær- dag og lagði svartan reyk yfir. Nígerískir embættismenn sögðu í gær að leiðslan hefði sprangið er eld- ur komst að henni nærri þorpunum Adeje og Oviri-Court, um 20 km norður af hafnarborginni Warri sem liggur á hinu olíuauðuga fenjasvæði í suðurhluta landsins. Ekki er enn vit- að hver eldsupptök voru en sumir sjónarvotta sögðu að ræningjahópar hefðu áður eyðilagt leiðsluna í von um skjótfenginn gróða. Slysinu í gær svipar mjög til sams konar slyss sem átti sér stað fyrir tveimur áram þegar meira en 700 manns fórast. Síðan þá hafa stjórn- völd í Nígeríu reynt að uppfræða fólk um hættuna sem stafar af því að safna saman olíu sem lekur með samskeytum á leiðslunni en mikil ör- birgð fólks hefur orðið til þess að það tekur áhættuna sem þessu fylgir. Doyin Okupe, talsmaður Olusegun Obsanjano forseta Nígeríu, sagði í gær að slysið væri harmleikur sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og kenndi óprúttnum kaupsýslu- mönnum um að leika sér að ógæfu fátæks fólks. „Þetta kemur til af ör- birgð og græðgi. Þeir vita um áhætt- una og það er erfitt fyrir okkur að sannfæra fólk um hættuna.“ MORGUNBLAÐIÐ 12. JÚLÍ 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.