Morgunblaðið - 19.08.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 19.08.2000, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 ..... ............ UMRÆÐAN Lifrarbólga C - sjúkdómur ungra vímuefnaneytenda 500 virkir sprautu- fíklar á Islandi Lifrarbólga C er fyrst og fremst sjúk- dómur sprautufíkla og orðin býsna algeng hér á landi. Alls hafa fund- ist 385 tilfelli af lifrar- bólgu C á síðustu níu >arum á Vogi og þar af fundust 40 ný tilfelli á síðasta ári. Sprautufíklar sáust ekki á íslandi fyrir en eftir 1980 en með inn- flutningi og sölu ólög- legs amfetamíns frá fyrirheitna landinu Hollandi sem hófst 1983 byrjuðu kannabisneytendur hér heima að sprauta sig í æð og síðan þá hefur sprautufíklum á Islandi stöðugt fjölgað. Á síðustu níu árum (1991-1999) hafa greinst 967 einstaklingar á Smitsjúkdómar Leggja ber áherslu á forvarnir, segir Þór- arinn Tyrfíngsson, sem koma í veg fyrir að fólk fari að sprauta sig í æð með vímuefnum. ^Sjúkrahúsinu Vogi sem hafa spraut- að vímuefnum í æð. Á síðustu þrem- ur árum 1997-1999 komu 615 slíkir einstaklingar og af þeim höfðu 387 sprautað sig reglulega. Það er því varla ofmetið að álykta að á fslandi séu um þessar mundir 500 virkir sprautufíklar. 200 sprautufíklar smitberar fyrir lifrarbólgu C Úr sjúklingabókhaldinu á Vogi fyrir árið 1999 má lesa að 15 % þeirra sem hafa sprautað sig einu til tíu sinnum í æð hafa smitast af lifr- arbólgu C. Meðal þeirra sem sprauta sig reglulega í æð hafa 50 % fengið sýkinguna. Um 200 virkir sprautufíklar, flestir á Reykjavík- úrsvæðinu, eru því sýktir af C lifr- arbólgu og eru að smita aðra. Það sorglegasta er þó er að ung- um sprautufíklum fjölgar stöðugt á íslandi (sjá mynd). Af því leiðir að þeir sem fá þennan sjúkdóm verða yngri og yngri og árið 1999 voru tíu einstaklingar 19 ára eða yngri með C-lifrar- bólgu á sjúkrahúsinu Vogi. Slíkt var óþekkt meðal svo ungra neyt- enda fyrir 1995. Óhreinar sprautur mestur skaðvaldur Islendingar smitast nær eingöngu af lifrar- bólgu C með því að sprauta sig í æð með áhöldum sem sprautuf- íklar með langvinna lifrarbólgu C hafa notað. Óhreinar sprautur eru aðalskaðvaldurinn en nálarnai' og ílátið eða skeiðin sem amfetamínið er leyst upp í áður en því er spraut- að getur líka haft veiruna að geyma. Fyrir þá sem sprauta sig er hættan mest þegar þeir sprauta sig í fyrstu skiptin. Nær enginn gerir slíkt einn og án aðstoðar og sú aðstoð sem fæst er oft veitt af smitandi spraut- ufíkli. Hættan er líka mikil að sýkjast þegar sprautufíklar eru að falla eftir meðferð og geta ekki gripið til áhaldanna sem þeir losuðu sig við eftir meðferðina. Það er því mikil forvörn í því að auðvelt sé fyrir sprautufíkla að ná í hreinar spraut- ur og nálar hjá lyfsölum svo að þeir sprauti sig ekki með óhreinum áhöldum. Aðrar smitleiðir sem eru fátíðari eru þegar óhrein áhöld eru notuð við tattóveringu eða til að gera göt í eyru og andlit. Einnig þegar notað er sama sogrörið til að sjúga vímu- efni í nef. Lifrarbólga C getur lík- lega smitast við kynmök en hættan er umdeild og langt innan við 1%. Nær engin hætta er nú orðin á að fá sýkinguna við blóðgjöf þó að slíkt hafi þekkst fyrir 1990. Lifrarbólga C fer frá móður með langvinna lifr- arbólgu C um fylgju yfir í barn í 6% tilvika. Sjúkdómurinn ein- kennalaus í fyrstu Lifrarbólga C er oftar en ekki al- veg einkennalaus eða einkennalítil í fyrstu. Fólk veit ekki hvort það hef- ur fengið sjúkdóminn eða ekki. Því þarf að gera skimunarpróf hjá öllum sem hugsanlega gætu hafa fengið Þórarinn Tyrfingsson VrmtrefiraTieyterrtfcfr á ijufcraffúsírnj Vtfgf Hlutfall amfetamínfíkla og sprautufíkla '83 '85 '87 '89 '91 '93 '95 '97 '99 Hepatítis C hjá þeim sem hafa sprautað sig í æð Samtals 967 einstakl. sem komu á Vog Hafa ekki lifrarbólgu Fengu bata eftir 315 T7 lifrarbólgu C Hafa langvinna lifrarbólgu C Fjöidi Aldursdreifing Stórneytendur 30 sprautufíkla með----- ólöglegra vímuefna lifrarbólgu C _ 19áraogyngri Fjöidi ------------------» 200 Strákar Stelpur 150 100 50 Sprautað í æð <20 20-24 25-29 30-34 35-39 >39 '91 '92 '93 '94 '95 '98 '97 '98 '99 Fjöldi unglinga 19 ára Fjöldi ungra vímuefna- og yngri sem hafa neytenda sem sprauta prófað kókaín, LSD 150 eða helsælu------------- Fjöldi sig í æð Fjöldi 92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 sjúkdóminn. Slíkar rannsóknir og frekari greining er gerð með blóðr- annsóknum sem gerðar eru á rann- sóknarstofu Háskólans í veirufræði. Hægt er að fá blóð dregið til slíkra rannsókna á öllum heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum þessa lands og líka á sjúkrahúsinu Vogi. Þó að flestir með lifrarbólgu C virðist fá vægan sjúkdóm fær hluti sjúklinganna, um 10 til 20%, þó meiri bólgur í lifrina og hún eyði- leggst smám saman ef ekkert er að gert, oftast á 10-15 árum. Með nú- verandi þekkingu er erfítt að spá fyrir um framvinduna eða í hvorn hópinn sjúklingar fara. Sjúklingarn- ir verða því að vera undir stöðugu lækniseftirliti svo að hægt sé að grípa inn í ef í óefni stefnir. Meðferð við lifrar- bólgu C flókin og dýr Það er einungis á færi sérfróðra lækna að meta hvenær beita á lyfja- meðferð gegn lifrarbólgu C. Áður en meðferðin hefst þarf að gera ít- arlegar rannsóknir og meta stöð- una. Ef ástæða þykir til að hefja slíka meðferð er hún dýr og getur tekið allt að eitt ári. Framfarir hafa orðið nokkrar í meðferðinni þótt enn sé bati alls ekki tryggður þótt meðferð sé hafin. C lifrarbólga er þegar orðið stór- kostlegt heilbrigðisvandamál á ís- landi sem mun á komandi árum aukast verulega frá því sem nú er í tilfellum af skorpulifur og lifrar- krabbameini. Til að takast á við þennan vanda hafa læknar Land- spítala - háskólasjúkrahúss, fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og SAA tekið höndum saman um að meðhöndla með lyfjum þá sem hafa þörf fyrir slíkt og halda uppi nauð- synlegu eftirliti og rannsóknum með hinum. Nú standa þessir sömu aðil- ar og landlæknisembættið að fræðsluátaki um lifrarbólgu C. Barátta gegn kannabis- neyslu besta forvörnin Til að stemma stigu við frekari útbreiðslu þessa sjúkdóms er nauð- synlegt að auka aðhald að sprautu- fíklum og koma þeim í meðferð um leið og þeir eru fræddir um smitleið- ir. Mikið er í húfi því að sprautufíkl- um með langvinna lifrarbólgu C má ekki fjölga mikið frá því sem nú er til þess að sjúkdómurinn breiðist frá þeim til annarra í þjóðfélaginu. Leggja ber áherslu á forvarnir sem koma í veg fyrir að fólk fari að sprauta sig í æð með vímuefnum. I því efni er affarasælast að halda uppi lögum sem nú gilda um vímu- efni. Sporna gegn unglingadrykkju og ólöglegri vímuefnaneyslu einkum kannabisneyslu. Á árunum 1996-1999 komu 222 einstaklingar í meðferð til SÁÁ sem voru að byrja að sprauta sig í æð og voru 24 ára eða yngri. I sögu þeirra kom fram að 139 þeirra voru búnir að nota hass daglega í méira en hálft ár og aðrir 64 höfðu notað efn- ið reglulega í yfir hálft ár. Aðeins 19 þessara amfetamínneytenda sem voru að byrja að sprauta sig voru tilraunaneytendur á hass. Kannab- isneysla er því grunnurinn sem am- fetamínneysla og sprautufíkn er reist á. Þannig verður rúmlega helmingur stórneytenda kannabis á íslandi um þessar mundir einnig stórneytendur amfetamíns og rúm- lega helmingur amfetamínneytenda fer að sprauta sig í æð. Höfundur er yfirlæknir SÁÁ. Þjóðhagslegar afleið- ingar lifrarbólgu C LIFRARBÓLGA C felur í sér þjáningar úg útgjöld fyrir ein- staklinga. Samfélagið verður hins vegar fyr- ir búsifjum af hennar völdum, m.a. vegna aukinna útgjalda og minni tekna. Hér á eftir verður leitast við að fjalla um þjóðhags- legar afleiðingar lifr- arbólgu C. Þegar nýr sjúkdóm- ur skýtur upp kollin- um í samfélaginu |iurfa heilbrigðisyfir- •^kild að ákvarða hverju skuli til kosta hans vegna. Lifrarbólga C er nýlega uppgötvaður sjúkdómur. Hann leggst einkum á ungt fólk og getur haft alvarlegar afleiðingar síðar á ævi þess. Heilbrigðisyfirvöldum ber að meta afleiðingar hans til lengri og skemmri tíma, hvort aðgerðir -«éu til, hversu árangursríkar þær séu og hvað þær muni kosta samfélagið. Það varðar því miklu að þau verji með skyn- sömum hætti tak- mörkuðum fjármun- um, einkum með tilliti til lifrarbólgu C. Hverjir eru útgjaldaliðir vegna lifrarbólgu C? Þar sem lifrarbólgu- veira C berst á milli manna einkum með blóð- og vessasmiti hafa blóðbankar þurft að skima allar sínar af- urðir m.t.t. veirunnar. Þetta er kostnaðarsamt (aðstaða + hvar- fefni + starfsfólk + upplýsinga- varsla) fyrir samfélagið. Engum sjúklingi má gefa blóð, blóðhluta eða önnur líffæri fyrr en að aflokn- um prófum gegn öllum þekktum sjúkdómum er berast með blóðgjöf Smitsjúkdómur I ágústmánuði vekur landlæknir sérstaka at- hygli, segir Már Krist- jánsson, á lifrarbólgu C sem samfélagsvanda. milli manna. Á þessari stundu er vitað um 600 landsmenn sem hafa sýkst af lifrarbólgu C. Mikill kostn- aður hlýst af læknisheimsóknum, rannsóknum og vinnutapi þessara einstaklinga sem allur greiðist af samfélaginu. Afleiðingar langvinnr- ar lifrarbólgu C-sýkingar eru m.a. skorpulifur og krabbamein í lifur. Slíkir sjúkdómar eru hverju samfé- lagi afar kostnaðarsamir, m.a. vegna aukins sjúkrahúskostnaðar og skerts vinnuframlags viðkom- andi einstaklings til þjóðarbúsins. Már Kristjánsson Á sama tíma eykst kostnaður af sömu orsökum annarsstaðar, s.s. í félagslega kerfi samfélagsins. Enn er ótalinn kostnaður er hlýst af þjáningum viðkomandi sem ekki verður metinn til fjár. Hverju þarf samfélagið til að kosta vegna lifrarbólgu C? Heilbrigðisyfirvöld þurfa einkum að hafa þrennt hugfast við ákvörð; un útgjalda til þessa málaflokks. í fyrsta lagi er skynsamlegt að verja fé til fyrirbyggjandi aðgerða. Dæmi um fyrirbyggjandi aðgerð er fræðsla almennings og heilbrigðis- starfsfólks um sjúkdóminn, út- breiðslu hans, smitleiðir, greiningu, meðferð og afleiðingar. Þessi leið er ódýr en getur skilað árangri. í öðru lagi þarf að verja fé til rannsókna á sjúkdómnum, meingerð hans, út- breiðslu, meðferðarárangri og þjóð- hagslegum afleiðingum hans svo nokkuð sé nefnt. A vegum Rann- sóknastofu Háskólans í veirufræði, smitsjúkdómadeildar Landspítala, SÁÁ og sóttvarnalæknis hafa verið gerðar kannanir á útbreiðslu og arfgerð veirunnar hér á landi. Lítið er vitað um þjóðhagslegar afleið- ingar sýkingar sem lifrarbólgu C og enn er langt í land með að hægt verði að koma í veg fyrir sýkingu með ónæmisaðgerð og svo má lengi telja. Þekking á þessum þáttum leiðir oftast til þess að dregur úr útbreiðslu sjúkdóma. Þarna er mik- ið verk óunnið. í þriðja lagi þarf að verja fé til að glíma við aðsteðjandi vanda, þ.e.a.s. draga þarf úr líkum á langtímafylgikvillum sýkingarinn- ar sem eru skorpulifur og lifrar- krabbamein. í dag er beitt meðferð sem talin er kjörmeðferð gegn langvinnum sýkingum vegna lifrar- bólguveiru C. Um er að ræða tvö lyf (interferón og ribavirin) sem kosta á bilinu 750.000 til 1.500.000 krónur eftir meðferðarlengd. Með- ferðin ber árangur í u.þ.b. helmingi tilfella og dregur verulega úr líkum á skorpulifur og lifrarkrabbameini. Hafa verður í huga að meðferð í dag við lifrarbilun af völdum skorpulifrar er lifrarbrottnám og ígræðsla nýrrar lifrar. Kostnaður við hverja slíka meðferð er u.þ.b. 15 milljónir króna (200.000 banda- ríkjadalir) en dæmi eru um að Tryggingastofnun ríkisins hafi þurft að greiða 39 milljónir fyrir eina slíka aðgerð. Hvað vinnst í baráttunni við lifrarbólgu C? Með skynsamlegri nýtingu fjár- muna í baráttunni við lifrarbólgu C má: • draga úr útbreiðslu sýkingarinn- ar • draga úr kostnaði heilbrigðis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.