Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 61

Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirlestur um jökla og eldfjöll áMars JAMES Head frá Brown University flytur fyrirlestur laugardaginn 19. ágúst um nýjustu niðurstöður Mars- könnunar. Heiti fyrirlestursins er: „Jöklar og eldfjöll á Mars“ og verðui- hann fluttur í Sal 2 í Háskólabíói, kl. 14. Head er prófessor. í jarðvísindum og hnattfræðum (planetology) og í forystusveit Marsfræðinga nú á dög- um. Hann hefur tekið þátt í undirbún- ingi Apollo, Voyager, Viking, Magell- an, Galileo og Mars Global Surveyor hnattleiðangranna og haft umsjón með úrvinnslu gagna frá könnunar- förunum. Hann tók þátt í þjálfun geimfaranna sem fyrstir fóru til tunglsins með Apollo 11 og hefur á síðari árum m.a. tekið þátt í að undir- búa Bjama Tryggvason fyrir nýlega ferð hans út í geim. Hann er nú stadd- ur á íslandi til að taka þátt í alþjóðleg- um ráðstefnum um eldgos undir jökl- um og um heimskautasvæðin á Mars. I fyrirlestri sínum mun James Head greina frá nýjum kortum af yf- irborði Mars, heimskautajöklum hnattarins og hinum miklu eldl'jöll- um. Sérstök áhersla verður lögð á fyrirbæri, sem eiga sér hliðstæður á Islandi; s.s. eldgos undir jöklum, jök- ulhlaup, móberg, gervigíga o.fl. Sýnd- ur verður fjöldi nýrra mynda, sem teknar hafa verið úr könnunarfarinu Mars Global Surveyor, og gerð grein fyrir frekari Marskönnun í framtíð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fræðsludag- skrá í Krýsu- vík á sunnudag DAGSKRÁ í tengslum við ár- þúsundaverkefni Hafnarfjarðar „Krýsuvík - samspil manns og náttúru" verður á sunnudag og er það þriðji og síðasti dagskrár- dagurinn í sumar. Að þessu sinni er unnið með orkuna sem þema. Fræðsla verður á hverasvæð- inu við Seltún á klukkustundar fresti og einnig verður farið í gönguferð með leiðsögn til Aust- urengjahvera. Eins og fyrri dag- skrárdagana er Sveinshús opið, en þar hafði listamaðurinn Sveinn Björnsson vinnustofu sína. Boðið verður upp á kaffi- veitingar í Krýsuvíkurskóla hjá Krýsuvíkursamtökunum og einnig bjóða afkomendur síð- ustu ábúenda á Stóra-Nýjabæ gesti velkomna og munu standa fyrir fræðslu á svæðinu. Dagskráin á sunnudag hefst með messu í Krýsuvíkurkirkju kl. 11, en önnur dagskráratriði hefjast eftir hádegi. Rútuferðir verða frá BSÍ og Upplýsinga- miðstöð ferðamanna í Hafnar- firði og þar er einnig til sölu ný- útgefið kort af Krýsuvík sem gott er að hafa meðferðis. Samgöngu- ráðherra á Nýfundnalandi STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, verður í opinberum er- indagjörðum á Nýfundnalandi og Nova Seotia dagana 19.-29. ágúst næstkomandi. Heimsókn ráðherrans tengist hátíðahöldum vegna landa- fundanna og mun hann m.a. vera við komu víkingaskipsins íslendings til Halifax. Þá er einnig á dagskrá ráð- herra að afhjúpa minnisvarða um 125 ára afmæli byggðar íslendinga á Nova Scotia og heimsókn í höfuð- stöðvar Eimskips í tilefni af tíu ára afmæli skrifstofu þeirra í Halifax. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, mun gegna störfum sam- gönguráðherra í fjarveru hans. Aukaferðir hjá SVR SVR mun aka samkvæmt áætlun kvöld og helgar til miðnættis í kvöld en aukaferðir verða á leið 6 og næt- urvögnum vegna menningarnætur Reykjavíkur. Leið 6 mun aka samkvæmt áætlun í Vesturbæ til kl. 1.32. Næturvagn- arnir hefja akstur kl. 24.30 og aka á 30 mín. fresti til kl. 5. Næturvagn- arnir hefja akstur í Lækjargötu á móts við MR, aka Hverfisgötu og um Hlemm á leið í austurhverfi borgar- innar en með næturvögnunum má komast í öll hverfi borgarinnar sem liggja austan miðborgar. „SVR hvetur alla þá sem vilja taka þátt í viðburðum menningarnætur til að nýta sér þjónustu strætisvagna en bent er á að greið leið er úr öllum hverfum borgarinnar til miðborgar," segir í frétt frá SVR. Gengið um fornar slóðir SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur stendur fyrir göngu sunnudag- inn 20. ágúst kl. 13.30 í Heiðmörk. Er það einn af dagskrárliðum í til- efni 50 ára afmælis Heiðmerkur. Að þessu sinn hefst gangan á plan- inu við bæinn Elliðavatn og verður aðaláhersla lögð á skoðun fornminja á svæðinu. Þar er margt merkilegt að sjá svo sem fornminjar í Þingnesi, gömlu íbúðarhúsin á Elliðavatni o.fl. Aætlað er að gangan taki um 3 klst. Öllum er frjálst að taka þátt og það er ekkert þátttökugjald. Samstarfsaðilar Skógræktarfé- lagsins að þessu sinni eru Árbæjar- safn sem mun leggja til sérfróða leið- sögumenn um fornminjar og Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 en dagskrá í tilefni 50 ára afmælis Heiðmerkur er hluti af heildardagskrá menningarborgar- innar. Iðnó með á Menningarnótt Á MENNINGARNÓTT verður Iðnó með opið Kaffihús frá kl. 12 á hádegi fram á nótt. Jón Gnarr verð- ur með uppistand kl. 21, 22 og 23. DJ úr leikritinu Shopping & Fucking kl. 21.30, kl. 22.30. Kl. 24 mun Hljóm- sveitin I svörtum fötum spila fyrir dansi fram eftir nóttu. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 61 1 n ^ndóneáíá uáaoan ...A FRAMANDI VERÐI Glæsileg húsgögn frá Inddnesíu úr gegnheilu tekki. Stjörnuspá á Netinu v^mbl.is VELVILDAR ^VOGIN^ M m nCíUiSStóáfc SS E r - ,± " , * rf Starfsþróunarfyrirtækið Skref fyrir skref ehf. heldur opinn morgunverðarfund í Víkingasal Hótel Loftleiða 21. ágúst nk., kl. 8.00 til 11.00. Tilefnið er að gefa stjórnendum menntastofnana tækifæri til að kynnast Velvildarvoginni (Etisk regnskap), nýrri aðferð til árangursmælingar í stofnunum og fyrirtækjum. Ipallborði verða auk frummælenda: Ólafur Guðmundsson, skólastióri Kópavogsskóla og Börkur Hansen, dósent I uppeldisgreinum við Kennarahéskóla Islands. Fundarstjóri er Anna E. Ragnarsdóttir, kennari og verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref ehf. Fundargjald kr. 1.500 - morgunverður og kaffi. Ármúla 5 • 108 Reykjavik • sími 581 1314 • fax 581 1319 • www.step.is Dagskrá 8:00 Gestir boðnir velkomnir - Sigrún Jóhannesdóttir, M.S. í kennslutækni og menntunarhönnun og verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref Ávarp - Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Etisk regnskap - den etiske læreproces - Tom Christensen, ráðgjafi EKL Consult Álaborg Frumreynslan úr Kópavogsskóla - Jón Ólafur Halldórsson, foreldraráði Kópavogsskóla 9:00 Kaffihlé 9:15 Erfaringen fra Danmark - Ingelise Thyssen, skólastjóri Lyndevang skólans í Fredriksberg Velvildarvogin innleidd - Ketill B. Magnússon, siðfræðingur og verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref 10:10 Pallborðsumræður 11:00 Fundarslit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.