Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUD AGUR 20. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ DREPIÐ barnaníðingana," stendur á skilti, sem lítil stelpa heldur á. Myndin hefur farið á alla miðla í Bretlandi undanfarið. Það er tæp- lega stelpan, sem hefur skrifað á skiltið, engin barnaskrift á því. Henni hefur verið fengið það í hend- ur. Hún var í hópi þeirra, sem und- anfarið hafa safnast saman á hverju kvöldi í Paulsgrove, hverfi í Ports- mouth. í Paulsgrove hefur myndast sérkennilegt andrúmsloft haturs í kjölfar nafnbirtinga dagblaðsins News of the World á mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðis- legt samneyti við börn. En nýlegt morð á átta ára stúlku hafði áður kynt undir. Þetta andrúmsloft hefur vakið ugg og umræðu í Bretlandi. Það er ekki niðurskurður í heilbrigðiskerf- inu eða versnandi aðstaða ekkna, sem dregur múg og margmenni út á göturnar, heldur hatur og reiði í garð örfárra einstaklinga, sem hafa verið úthrópaðir barnaníðingar, að því er virðist að hluta til á mis- skildum forsendum. Félagsfræði- lega séð er þetta einnig áhugavert fyrirbæri, því það er áberandi að hópur hinna reiðu er einkum sam- ansettur af konum, ekki síst ein- stæðum mæðrum og börnum þeirra. Fórnarlömb Qölmiðla- hringiðunnar Morð á börnum af því tagi, sem gerðist um daginn er hin átta ára Sarah Payne hvarf er hún var að leik með systkinum sínum og fannst svo meira en viku síðar svívirt og myrt, eru sjaldgæf í Bretlandi. En athygl- in sem mál af þessu tagi fá er því meiri. Fréttaflutningurinn er yfir- gengilegur. Eftir hvarf barnsins og næstu daga á eftir var þetta efni í fréttatímum alvarlegra miðla eins og BBC í hverjum einasta frétta- tíma. En hástigi nær fréttamennsk- an í æsifréttablöðunum. Fréttamennska þessara miðla er engu lík. Hver einasta fjöður verður ekki aðeins að fimm hænum, heldur að heilu hænsnabúi. Fjölskyldur þeirra, sem dragast inn í mál er blöðin fá augastað á, verða á svip- stundu best þekktu andlit Bret- lands. Það er misjafnt hvaða stefnu fólk tekur, sem verður fyrir skyndi- frægð af þessu tagi. Foreldrar Sör- uh hafa verið óþreytandi að koma fram, bæði meðan hennar var leitað og á eftir. Þau hafa einnig oft verið spurð um álit á ýmsum málum, virð- ast alltaf vera til viðtals og láta álit sitt greiðlega í ljós. Það er erfitt að ímynda sér hvem- ig það er að vera einn daginn venju- legur borgari í samfélaginu, þar sem lífið felst í að vakna, fara á fætur, koma börnunum í skóla, sinna vinnu og heimili og allt þetta sem flestir gera og sem er svo ótrúlega venju- legt og ófréttnæmt, og vera svo næsta dag í stöðugu sambandi við fjölmiðla, skipuleggja mótttöku fyrir þá, koma fram bæði heima og heim- an, hitta stjórnmálamenn og aðra ráðamenn og tala á fundum og sam- komum. Það er þetta sem gengur yf- ir fólk eins og Payne-fjölskylduna. Álagið er langt handan við það sem er hægt að ímynda sér og engin leið að setja sig i þessi spor að missa barn annars vegar og lenda í fjöl- miðlahringiðunni hins vegar. En það er enginn vafi á að sumir þeirra, sem í þessu lenda, ýta sjálfir undir þetta. Ekki meðvitað af eigin löngun til að vera í sviðsljósinu, heldur til að gera sitt til að sá hörmulegi atburður, sem þetta fólk hefur upplifað, end- urtaki sig ekki. Mynd- og nafnbirtingar á barnaníðingum Ferli af þessu tagi virðist vera orðið viðtekin afleiðing mála af ofan- greindu tagi. Hluti af ferlinu eru svo kröfur til stjórnmálamanna um að eitthvað verði nú gert. Ekki bara einhvem tímann heldur hér og nú. Það hefur einnig gerst í þessu máli og komið fram hugmyndir að lögum, sem kallast Söruh-lögin. Þau eiga að Birtingarmynd- ir hatursins Er hugsanlegt að óður lýður ráðist að fólki í Bretlandi og taki það af lífí á grimmilegan hátt án dóms og laga líkt og gerðist nýlega á Indlandi? Sigrún Davíðsdóttir segir að hugmyndin kunni að þykja fjarstæðukennd, en að aðsúgur að mönnum, sem voru úthrópaðir barnaníðingar af nágrönnum sínum, hafí vakið ugg í Bretlandi. Ungur drengur í Portsmouth tekur þátt í mótmælum gegn barnaníðingum. vera viðbrögð við málum sem barna- níðingar eiga hlut að og eiga að veita greiðari aðgang að nöfnum þeirra sem hafa verið dæmdir bamaníðing- ar. Kjarninn í þessari umræðu hefur verið hvort og þá hvemig veita eigi almenningi aðgang að nöfnum bamaníðinganna, svo allir geti pass- að sig á þeim og varið börnin gegn þeim. En í þetta skipti voru það ekki aðeins stjórnmálamenn, sem bmgð- ust við. Æsiblaðið News of the World tók birtingarmálið í sínar hendur og lýsti því yfir að það hyggðist birta nöfn þeirra um 42 þúsunda, sem hafa fengið dóm fyrir ósiðleg afskipti af börnum og mynd- ir með. Þetta ætlaði blaðið að gera á hverjum sunnudegi um ókomna framtíð. Tíminn skipti ekki máli, blaðið væri gamalt og þetta yrði bara mylla sem malaði sinn gang. Söruh-málið var tilefni nafnbirt- inganna, en ekki ástæðan. Ástæð- unnar er fremur að leita í andrúms- lofti, sem hefur byggst upp í Bretlandi smátt og smátt undanfar- in ár. Mál, sem varða börn, fá ógnar athygli æsiblaðanna, þvi þau era nösk á hvað ýtir við lesendum. Fátt gerir það í jafn ríkum mæli og skelfi- fréttir af börnum og kynlífssögur af frægu fólki. Þetta tvennt virðist óbrigðult efni til að gefa lausasöl- unni spark upp á við þá daga, sem það birtist. Aukin sala getur oltið á tugum þúsunda eintaka á „góðum“ dögum. Með tímanum hefur þessi athygli ýtt undir víðtækan og að mörgu leyti rakalausan ótta foreldra um að börn þeirra verði fórnarlömb barnaníð- inga og morðingja. Það þarf ekki að vera lengi innan um breskt barna- fólk til að finna hvað þessi uggur ristir djúpt. Börn fá ekki að leika ein úti, era undir sífelldu eftirliti og þessi ótti er stöðugt umræðu- og umhugsunarefni foreldra. Jafnvel unglingar, sem vinna með börnum í sumarbúðum fá að vita það fyrir fram að þeir megi ekki á neinn hátt snerta eða láta líkamlega vel að bömunum. Það er eins og allur ótti foreldra um hag bamanna renni í þennan eina farveg, þó umferðin sé tölfræðilega séð miklu meiri skað- valdur. Bretland er einfaldlega frek- ar öraggt og rólegt land, þótt ofan- greind blaðamennska geti vakið aðrar hugmyndir. Listi valdsins Það leið um vika frá fyrstu mynd- og nafnbirtingunum þar til konurn- ar í Paulsgrove tóku að safnast sam- an. Um 150 manns, fullorðnir og börn, komu saman við heimili manna, sem hópurinn áleit vera bamaníðinga. Þetta vora ekki menn af lista News of the World heldur „listi valdsins“ eins og hópurinn kallaði hann. Listi, sem fólk í hverf- inu hafði sett saman yfir menn, sem voru álitnir barnaníðingar. Hópur- inn hafnaði því að þetta væri aðeins kviksögur, heldur sagðist hafa safn- að nöfnunum á Netinu og meðal fórnarlamba í hverfinu. Listann ætlaði hópurinn að nota sjálfur, en ekki láta yfirvöld hafa hann. Hópurinn treysti því alls ekki að yfirvöld notuðu listann til að ná því fram, sem hópurinn stefndi að: Að reka alla með afbrigðilegar hvat- ir úr hverfinu. Miðað við tíðni af- brota af þessu tagi þótti yfirvöldum hins vegar ólíklegt að tuttugu barna- níðingar byggju í þessu fjögur þús- und manna hverfi. Nærri lagi væri að þama væra fjórir, sem vitað var um. Þetta vora heldur ekki friðsam- legar samkomur, sem hópurinn átti á hverju kvöldi í viku. Brenndir bflar og hús, þar sem hurðir og gluggar vora brotin og húsin rústuð að inn- an, var sú mynd er blasti við. Fimm fjölskyldur fMðu heimili sín og yfir- völd fundu þeim önnur híbýli, aðrar bjuggu við vernd. Fólk sór og sárt við lagði að granurinn væri á mis- skilningi byggður. Eftir samtöl við bæjaryfirvöld féllst hópurinn á að hætta mótmælunum og afhenda yf- irvöldum listann gegn því að menn- irnir yrðu rannsakaðir. Foreldrar Sörah hvöttu hópinn til að láta af mótmælunum. Betra væri að láta réttlætið fylgja hefðbundn- um farvegi lýðræðis og laga. Tals- menn hópsins töldu hins vegar að einmitt þessi viðbrögð hópsins væra lýðræðisleg viðbrögð. Lýðræðið gæfi borguranum svigrúm til að bregðast við og það væri hópurinn að gera. En það var ekki aðeins of- beldið, sem nafnbirtingin vakti, sem þótti skelfileg afleiðing. Ýmsir bentu á að afleiðing nafnbirtinganna yrði einungis að barnaníðingarnir stingju af, skiptu um nafn og kæmu sér annars staðar fyrir. Mishugsuð, vanhugsuð og vafasöm viðbrögð Margir hugsandi menn og alvar- lega þenkjandi fjölmiðlar lögðu hart að News of the World að hætta nafnbirtingunum. Þær kynntu undir hatur, sem hefði ekkert með barna- vernd að gera. Framan af hélt blaðið fast við sitt, en lét á endanum undan þrýstingnum og lýsti því yfir að nafn- og myndbirtingunum yrði hætt. Viðbrögð stjórnmálamanna hafa verið umhugsunarverð. Syd Rapson, þingmaður Verkamannaflokksins í Portsmouth, hefur búið í Paulsgrove í þrjátíu ár. f viðtali við fjölmiðla sagði hann að „lýðræðið yrði að hafa sinn gang“. Þetta vakti hörð við- brögð, því það era ýmsir á því að mótmælin í Paulsgrove séu einmitt ekki lýðræðisleg. En Rapson tók þó fram að ofbeldið, sem braust út, væri honum á móti skapi, þó hann hefði samúð með málstað mótmæl- enda. Honum fannst allt í lagi að mótmælendur fengju að hrósa sigri með því að afhenda yfirvöldum list- ann gegn því að þeim, sem á listan- um væri, væri komið í skilning um að það væri best að þeir flyttu. Áðrir þingmenn, reyndar ekki frá Paulsgrove, hafa dregið aðrar álykt- anir af nafnbirtingunum. Þeir hafa lagt tfl að innaríkisráðuneytið dragi News of the World fyrir dóm fyrir að hafa með nafnbirtingunum efnt til opinberra óspekta. Sú afleiðing hafi verið fyrirsjáanleg afleiðing, sem blaðið hljóti að hafa gert sér grein fyrir. Ekki sótt til saka fyrir skemmdarverk Hver afleiðing alls þessa verður er enn of snemmt að segja til um. Æsifréttamiðlarnir hafa á áþreifan- legan hátt fengið staðfestingu á að fréttaflutningur þeirra getur ekki aðeins þyrlað upp tilfinningaróti og táram eins og gerðist þegar Diana prinsessa lést. Þeim er líka mögu- legt að þyrla upp hatri, sem fær fólk til að leggja í rúst hús nágranna sinna og kenna börnunum að kalla hatursorð á engum öðram forsend- um en orðrómi og kjaftasögum. En það hefur líka þyrmt yfir marga að sjá að þessi hópur, sem sumir vilja frekar kalla óðan og óupplýstan lýð, fékk í heila viku að eyðileggja eignir og halda uppi ógn í hverfinu. Það hefur ekki heyrst að neinn í hópnum verði sóttur til saka, þó það þyki annars refisvert að brjótast inn í hús og brenna bfla. Rétt um það bil sem þessir atburðir áttu sér stað í Paulsgrove réðst reið- ur lýður að þremur mönnum og einni konu í Indlandi og brenndi þau lifandi án dóms og laga af því að lýð- urinn áleit fjórmenninga galdra- hyski. Hverjum hefði getað dottið í hug nokkram dögum áður að þessi atburður á Indlandi vekti upp spurningar í Bretlandi hvort það sama gæti gerst þar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.