Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JÓN LEIFS OG BALDUR s APÁSKUM árið 1991 var Bald- ur Jóns Leifs fluttur í fyrsta sinn. Það var Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar, sem flutti verkið undir stjórn Paul Zukofskys. í þeirri ákvörðun að fiytja verkið fólst ein- stakur metnaður og flutningur Sin- fóníuhljómsveitar æskunnar verður jafnan minnisstæður öllum þeim, sem á hlýddu. í fyrradag var Baldur fluttur á ný og nú var það Sinfóníuhljómsveit ís- lands, sem flutti verkið. Um tónlist- ina og flutninginn segir Jón Ásgeirs- son, tónskáld og tónlistargagn- rýnandi Morgunblaðsins, í blaðinu í gær: „Menn mega muna að um alda- mótin var ómstreitan, sem markmið, mjög illa liðin, en er nú orðin það allra venjulegasta í tónlist nútímans. Þrátt fyrir það hefur tónlist Jóns ekki átt samleið með tónlist annarra ómstreitusnillinga og hefur Jón því verið eins og útlagi, sem nú er boðið til húsa og gerðar stórar veizlur. Má að því leyti líkja honum við menn eins og Mandela og Havel... Ekki er vafi á að þessi atburður mun umbreytast í sterka og ljóslifandi minningu um mikinn listviðburð, þar sem fengist var við mikilvægar spurningar um baráttu hins góða og illa, sem fylgt hefur manninum frá örófi alda.“ Um dansinn segir listdansgagn- rýnandi Morgunblaðsins, Lilja Ivars- dóttir, m.a.: „Mikið fór fyrir tónlist- inni í flutningnum á Baldri. Hún var mögnuð og aðgengileg áheyrnar. Dansinn var samofinn tónlistinni en tónlistin er vel til þess fallin að dansa við. Á dramatískustu köflunum, þeg- ar allt ætlar um koll að keyra, kýs danshöfundur að láta dansarana hreyfa sig í andstöðu við tónlistina, þ.e. rólega eða ekki. Það kom vel út enda ógerningur fyrir fámennan hóp dansara að fylgja og keppa við þann mikla kraft sem býr í tónlistinni. Til þess þyrfti margfalt fleiri dansara og stærra og dýpra svið. Ofurkrafturinn í tónlistinni og viðkvæmni hennar skiluðu sér því vel í dansinum.“ Þegar Jón Ásgeirsson líkir Jóni Leifs við Mandela og Havel hefur hann rétt fyrir sér að því leyti til að Jón Leifs var á meðan hann lifði eins konar utangarðsmaður í íslenzku menningarlífi, þótt hann hafi átt sína fylgismenn og aðdáendur, m.a. hér á blaðinu. Það er fyrst nú á síðustu ár- um, sem bæði við Islendingar og aðr- ir erum að byrja að gera okkur grein fyrir því, að þarna var á ferð eitt af fremstu tónskáldum Norður-Evrópu á þessari öld, eins og Jóni Leifs hefur verið lýst. Flutningur Sinfóníunnar á Baldri var mikill atburður í menningarlífi okkar Islendinga. Tónlistin er mikil- fengleg og sviðsetningin sterk og áhrifamikil. Jafnframt voru tónleikarnir í fyrradag undirstrikun á því, að okkur Islendinga skortir tilfinnanlega hús sem hæfir til flutnings slíkra verka. Það gerir Laugardalshöllin að sjálf- sögðu ekki. En væntanlega verður þar breyting á, því að undirbúningur að byggingu tónlistarhúss er kominn vel á veg. Vonandi eigum við eftir að upplifa flutning Baldurs í því húsi. Baldur verður fluttur í öðrum lönd- um í framhaldi af tónleikunum hér en tónleikarnir í fyrradag ættu að verða forráðamönnum í menningarmálum hvatning til þess að stuðla að enn frekari útflutningi þessa verks, ef svo má að orði komast. Það á ekki sízt við um Þýzkaland, þar sem tónskáld- ið bjó lengi og starfaði eins og menn muna. Við þurfum að koma þessu mikla verki, sem og öðrum verkum Jóns Leifs, á framfæri við aðrar þjóð- ir. Ekki bara til þess að auka veg tón- skáldsins heldur ekki síður til að minna aðrar þjóðir á, að hér í norður- höfum býr menningarþjóð, sem hefur á að skipa sérstæðum tónskáldum og getur nú státað af miklum tónlista- fjársjóði. Forystugreinar Morgunblaðsins 20. ágíisl 1950: „En hvaða leiðir á þá að fara til þess að tryggja rekstur atvinnulífsins og lífskjör almennings? Við eigum þar ekki um neitt annað að velja en að mæta örðugleikunum af festu og raunsæi, leggja allt kapp á framleiðsluna til lands og sjávar, freista þess að vinna nýja markaði og gera afurðir okkar samkeppnisfærar þar. Þetta er leiðin til bjargálna o g velmegunar fyrir allan al- menning. Hitt er leiðin til hruns og ógæfu. Við verðum að koma togurunum á veiðar. Það er þjóðarskömm að þeir skuli liggja bundnir yfir há- bjargræðistímann í höfnum við Faxaflóa meðan togarar Akureyrar stunda karfaveið- ar með góðum árangri fyrir skipverja og útgerðaríyrir- tæki. Sættir í togaradeilunni eru fyrsta krafan, sem verður að fullnægja og það strax.“ 20. ágúst 1960: „Um allan heim hefur af miklum áhuga verið fylgzt með hinum svo- kölluðu Powers-réttarhöldum í Moskvu. Mikill fjöldi frétta- manna hefur verið þar eystra, þar á meðal 100 fréttamenn, sem Rússar virðast hafa sér- staka velþóknun á, boðnir af sovézkum ráðamönnum. Einn þeirra er Þórarinn Þór- arinsson, ritstjóri Tímans, sem kunnugt er. Rússar hafa hagað réttar- höldunum þannig í flestum greinum, að allar líkur eru til þess að þau reynist þeim nokkur styrkur í áróðursbaráttunni. Þannig virðast þeir ekki ætla að gera endasleppt við að hagnýta sér flug U-2 fíugvélarinnar til áróðurs. Réttarhöldunum yf- ir Powers sem einstaklingi er hagað þannig, að erfitt sé að benda á að öðru vísi sé að far- ið en vera mundi í réttarríki. Þegar hins vegar kemur að séríræðilegum spumingum eða þeim, sem beinlínis snerta yfirboðara flugmanns- ins, vii'ðist verjandi hans hafa fyrirmæli um að trufla ekki framburð rússnesku sérfræð- inganna." 20. ágúst 1970: „Kommúnist- ar hafa verið áhrifaafl í ís- lenzkum stjómmálum um þriggja áratuga skeið. En á síðustu árum hefur fylgi þeirra hrakað mjög og stöð- ugt hefur saxazt á fylgi þeirra meðal almennings og full- trúatölu þeirra á Alþingi og í sveitarstjórnum. Ekki em mörg ár frá því, að kommún- istar höfðu fjóra borgar- fulltrúa í Reykjavík og þrjá alþingismenn. Nú hafa þeir tvo borgarfulltrúa og einn kjördæmakjörinn þingmann í Reykjavik. Það er þessi mynd, sem blasir við komm- únistum í dag, og hún veldur nú þeirri hitasótt, sem ríkir í herbúðum kommúnista og skapar taugaveiklunarkennd viðbrögð við umtali um kosn- ingar í haust.“ EIR SEM ferðast um ísland að sumarlagi fara ekki í grafgötur um að landið hef- ur mikið aðdráttarafl sem ferðamannaland; hingað þyrpast erlendir ferðamenn svo þúsundum skiptir og það er varla til orðið á landinu nokkur sá kimi eða krókur þar sem ekki er ferðamanna von yfir sumartímann. Þeir sem hafa ekið eitthvað að ráði um landið í sumar eða heimsótt helztu ferðamannastaði, hvort sem er í byggð eða á öræfum, hafa óhjákvæmilega rekizt á fjölda erlendra ferðamanna sem eru ýmist í hópum eða einir sér; sumir gangandi, aðrir á hjólum, enn aðrir í bflaleigubflum eða rútum. Állt gengur þetta fólk heldur vel um landið og lætur sér augsýnilega annt um gróður og um- hverfi og þá er ekki heldur hægt að setja neitt út á akstur þessa fólks á þjóðvegum úti, erlendir ferðamenn aka a.m.k. ekki verr en en Islending- ar. Þeir útlendingar sem sækja Island heim eru að öllum líkindum mjög frábrugðnir því fólki sem sækir til sólarlanda og harla augljóst að þessir erlendu ferðamenn vita nákvæmlega hvað þeir vilja og hvert þeir ætla sér. Þeir hafa augsýnilega fengið góðar lýsingar á þeim stöð- um sem ætlað er að heimsækja og sýna mikinn áhuga á umhverfi og mannvirkjum. Þegar komið er á staði eins og Kröflu, Akureyri eða Atlavík má sjá fjöldann allan af bflum með erlendum númerum og augljóst að þar er á ferð einka- bflafólk sem hefur tekið bifreið sína með sér í ferðalagið og þá væntanlega komið til Seyðis- fjarðar með Norrænu. Augljóst er af því sem fjallað var um hér í blaðinu ekki alls fyrir löngu að þessum ferða- mönnum mun fjölga stórlega í nánustu framtíð því nú er hafinn undirbúningur að smíði 40 þús- und tonna ferju milli Islands, Færeyja og ann- arra nágrannalanda og enginn vafi á því að sóknin verður hert á þessum vígstöðvum og um- ferð mun stóraukast á íslenzkum vegum en jafn- líklegt að vegakerfið muni ekki þola þá miklu umferðaraukningu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að framtíðaráformum í vegagerð um landið. Það þýðir ekki að skera neitt við nögl í þeim efnum af þeirri einföldu ástæðu að ferðamannastraum- ur hingað er ein mesta tekjulind landsmanna nú um stundir og ferðamannaiðnaðurinn svonefndi verður æ arðbærari eftir því sem áróðurinn í þeim efnum verður hertur. Okkur munar um minna en þá milljarða sem þessi nýja atvinnu- grein gefur af sér, svo að ekki sé talað um öll þau störf sem hún krefst. ÞAÐ GETUR verið fróð- legt að fylgjast með þessu erlenda fólki, t.a.m. hópferð Tékka um landið en óhætt er að fullyrða að engir upplifðu Kröflu betur og jarðeldasvæði hennar en tékk- nesku ferðalangarnir. Þegar kom að því að skoða vélahúsið var áhugi þeirra svo mikill að þeir gleyptu í sig myndband með fyrri eldgosum og skoðuðu vélar og annan útbúnað af eftir- minnilegum áhuga. Þarna var fólk á öllum aldri, karlar og konur, og augljóst að allt var það nýja- brum sem fyrir augu bar, hinar mestu kræsing- ar ef marka má áhugann. Landsvirkjun tekur mjög vel á móti gestum sínum, allt umhverfi fyrirtækisins er til sóma hvar sem er á landinu og þá ekki sízt við Kröflu þar sem jarðorkan hefur verið beizluð mengun- arlaust og með eftirminnilegum hætti. Það var augljóst að ferðamennirnir, hvort sem þeir voru Tékkar eða aðrir, gleyptu umhverfið í sig, ef svo mætti segja, og skoðuðu það allt gaumgæfilega, frá Víti til upphimins; margir þeirra gengu á hið svarta nýja hraun, skröngluðust upp á hæðir og virtu fyrir sér þær nýju orkumyndanir í storkn- uðu hrauni sem við blöstu; en í næsta nágrenni stigu gufustrókamir til himins og útlendingum áreiðanlega ógleymanlegir eins og sumarveðrið hefur leikið við land og lýð. Það er afar athyglisvert að fylgjast með þess- um áhuga svo augljóst sem hann er hvort sem dvalizt er á Kröflusvæðinu, við Námaskarð, Mývatn eða Dettifoss eða annars staðar þar sem ísland leikur listir sínar og má þá að sjálfsögðu ekki gleyma öræfunum, Gullfossi, Geysissvæð- inu eða þeim sérstæðu andstæðum sem hvar- vetna blasa við undir Vatnajökli, Snæfellsjökli eða hvað þessir staðir allir heita sem draga að sér ferðamennina eins og segull. Líklegt má telja að margir erlendir ferðamenn hafi ekki enn uppgötvað ýmsa þá staði sem hafa hvað mest upp á að bjóða og má þar t.a.m. nefna Breiða- fjarðareyjar en skoðunarferð frá Stykkishólmi um Breiðafjörð er ógleymanleg; flóðið, fuglarn- Áhugasamir ferðalangar ir, eyjamar. Eftirminnilegri ferð getur vart í góðu veðri og í næsta nágrenni Dalasýsla eða Snorrungagoðorð sem kalla má vöggu íslenzkr- ar menningar vegna þeirrar sagnalistar sem þar á dýpri rætur en nokkurs staðar annars í land- inu. wmmmmmmm útlendingar sækj- Náttúran Og ast UJega einna helzt eftii' stórbrotinni nátt- Sd,gíin úrufegurð landsins, síður söguslóðum. En nú hafa íslendingasögur verið gefnar út á ensku í frábæru safni svo að ætla má að áhugi íslandsfarans á söguslóðum sagnanna aukizt til muna. Þá verður sögulegt landslag ekki síður hið mikla aðdráttarafl. Það var þetta landslag sem danska skáldiðMartin A. Hansen, sem skrifaði Rejse pá Island, sóttist einna helzt eftir en síður náttúran sjálf. Það var aftur á móti í hana sem danska ljóðskáldið Björnvig sótti þegar hann var að leita að hinum guðlega inn- blæstri í nýsköpun íslenzkrar náttúru. Margt hefur verið gert til að efla þessa mikil- vægu atvinnugrein þjóðarinnar og standa efni til þess að enn verði róðurinn hertur, þó að ferða- mannastraumurinn að sumarlagi sé að nálgast það sem íslenzkt umhverfi þolir. Með því þarf að fylgjast rækilega og gæta þess öðru fremur að þessi mikli fjársjóður okkar, náttúran og um- hverfið, verði varðveitt og ræktað í samræmi við siðmenningarlegar kröfur samtímans. Nátengd þessum kröfum er að sjálfsögðu sú áherzla sem við verðum að leggja á umferðarmenningu en hún er forsenda þess að við getum tekið á móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.