Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samræmd evrópsk atvinnuflug- mannsprdf tekin upp hér á landi Leyfí til að fljúga vélum sem skráðar eru í öðrum löndum Tvær fjölskyldur ferðast um heiminn á húsbflum Ævintýraþráin réð ferðinni Morgunblaðið/Þorkell Stefán Gunnarsson, Eyrún Björnsdóttir, Jónas Stefánsson, Lára Krist- jánsdóttir og Gunnar Valdimarsson. Fyrir framan þau standa Signý Stefánsdóttir og Arnar Gunnarsson. SAMRÆMD evrópsk atvinnuflug- mannspróf, svokölluð JAR-próf, voru haldin í fyrsta sinn hér á landi nýverið en prófin munu nú koma til með að leysa af hólmi þau bóklegu atvinnuflugmannspróf sem hingað til hafa verið haldin hér. Pétur K. Maack, framkvæmda- stjóri flugöryggissviðs Flugmála- stjómar, segir að helsti kostur þess- ara samræmdu prófa sé sá að þau skapi grundvöll fyrir því að gefa út alþjóðlegt atvinnuflugmannsskír- teini en hingað til hafí íslenskt at- vinnuflugmannspróf aðeins veitt leyfí til að fljúga vélum sem skráðar eru á Islandi. JAR-prófin eru haldin í tengslum við flugöryggissamtök Evrópu, JAA, í TILEFNI af árs afmæli klúbbsins Geysis verður opið hús á Ægisgötu 7 í dag, milli klukkan 16 og 18. Tek- ið er á móti velunnurum, féiögum og aðstandendum og starfsemin kynnt. Geysir er klúbbur fólks sem á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða og starfar samkvæmt hug- og veita leyfi til að fljúga vélum sem skráðar eru í aðildarríkjum þeirra. Samtökin eru tíu ára gömul og hefur Island verið aðili frá stofnun þeirra. JAR prófin hafa verið í þróun í nokk- ur ár og tóku fyrstu löndin, Dan- mörk og Bretland, þau í notkun fyrir um ári og hafa önnur lönd fylgt í kjölfarið á undanförnum mánuðum. Pétur segir að í hvert sinn sem prófað er séu spurningar teknar úr sameiginlegum gagnabanka, með 5 til 10 þúsund spurningum, sem full- trúar frá íslandi tóku meðal annarra þátt í að setja saman. Hann segir að árangur þeirra sem þreyttu prófin hér nú fyrir skömmu- sé sambærilegur við árangur nem- enda í öðrum löndum Evrópu. myndum svonefndrar Fountain House-hreyfingar. Aðalmarkmið hans er að hjálpa fólki að lifa eðli- legu lífi í þjóðfélaginu. í því skyni er fólki meðal annars veitt aðstoð við að komast út á almenna vinnu- markaðinn með stuðningi klúbbs- ins. „ÆTLI það sé ekki ákveðin ævin- týraþrá sem fær okkur til að fara í þessa ferð um heiminn," segir Stef- án Gunnarsson, tæknifræðingur og fjölskyldufaðir í annarri af tveimur íslenskum fjölskyldum sem lögðu af stað í fyrradag í ferðalag um heim- inn á húsbflum. Lagt var af stað frá Útilíf við Glæsibæ í Reykjavík síð- degis og er ætlunin að taka ferjuna Norrænu frá Seyðisfirði í dag, föstudag, til Danmerkur. Þaðan verður ekið rösklega nið- ur í gegnum Evrópu til Spánar og yfir til Afríku. Þaðan fara fjölskyld- urnar til Brasilíu og fleiri Suður-Ameríkulanda en gert er ráð fyrir því að ferðin endi í Halifax næsta sumar. „Við höfum öll ferðast mikið bæði hér heima og erlendis og má eiginlega segja að ferðamennskan sé hluti af okkar lífsstfl," segir Ste- fán ennfremur þegar hann er spurður um ástæðu fararinnar. „Mér virðist sem ansi margir búi yf- ir einhverjum slikum draumi þegar ég segi fólki frá áformum okkar þótt fæstir láti sennilega verða af því að framkvæma þá,“ bætir Ste- fán við. Með honum í för er eiginkona hans, Eyrún Björnsdóttir innan- hússarkitekt, og börnin tvö, Jónas, 12 ára, og Signý, sex ára, en auk þess fara hjónin Gunnar Valdimars- son stoðta'kjasmiður og Lára Á. Valdimarsdóttir hárgreiðslukona ásamt syni sínum, Arnari, sex ára. Stefán segir börnin öll mjög spennt enda vön því að ferðast. „Þá höfum við átt ánægjulegt samstarf við skólastjóra og kennara Digra- nesskóla í Kópavogi en þangað ganga börnin öll í skóla,“ segir Stefán. Bömin tóku námsgögn með sér í ferðina og er ætlunin að þau stundi námið í fjarnámi meðan á ferðinni stendur. „Jónas, elsta barnið, fékk m.a. það verkefni að senda pistla til bekkjarins annað slagið og stuðst verður við ferðalag hans í landa- fræðikennslu skólans." Kostnaður hleypur á milljónum Þegar Stefán er spurður um kostnað ferðarinnar segir hann að hann hlaupi á mörgum milljónum. „Eg ætla ekki einu sinni að segja hve margar milljónir vegna þess að þær gætu orðið fleiri þegar upp er staðið." Stefán segir að þau hafi fjármagnað ferðina m.a. með því að selja bfla, vélsleða og aðrar verald- legar eignir sem þau áttu. Þau hafí þó ekki þurft að selja húseignir. Hann segir undirbúninginn hafa staðið markvisst yfir frá því í vor en m.a. hafi þurft að ganga frá trygg- ingamálum í gegnum breskt trygg- ingafyrirtæki. Einnig hafi þurft að koma saman íjárhagsáætlun og síð- ast en ekki síst ferðaáætlun. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á sérstakri heimasiðu ferðarinnar sem Stefán segir að verði uppfærð með tíu daga til tveggja vikna fresti. Heimasíðuna má finna á heiinasiðu Utilífs en einnig á mbl.is. Opið hús hjá klúbbnum Geysi Alþjóðlegur bragur á bókmenntahátíð íslenska bókmenntahátíðin 2000 hefst í Norræna húsinu á sunnudag og stendur í viku, frá 10.-16. september. Þetta er í fímmta sinn sem íslenska bókmenntahátíðin er haldin og sú umfangsmesta, að sögn for- manns framkvæmdanefndar, Riittu Heinámaa, forstjóra Norræna hússins. ALLS KOMA 16 erlendir rithöf- undar á hátíðina frá 13 þjóðlönd- um og 25 íslensk- ir rithöfundar og bókmenntafræð- ingar taka einnig þátt. Dagskrá hátíð- arinnar er þannig skipulögð að hún fer fram á tveimur stöðum í borg- inni, í Norræna húsinu og Iðnó, og verða umræður að degi til í Nor- ræna húsinu en upplestur skáldanna í Iðnó á kvöldin. Allir dagskrárliðir hátíðarinnar eru opnir almenningi °g segjast talsmenn hátíðarinnar vænta góðrar þátttöku bókmennta- unnenda á hátíðinni. Erlendir rithöfundar Meðal hinna erlendu gesta er Nóbelsverðlaunahafinn í bókmennt- um 1999, þýski rithöfundurinn Gunt- er Grass. Hann tekur þátt í umræð- um í Norræna húsinu á mánudag ásamt pólska leikskáldinu Slawomir Mrozek og Matthíasi Johannessen skáldi og ritstjóra. Grass mun árita bækur sínar í verslun Pennans- Eymundsson í Austurstræti í dag milli kl. 17.30 og 18.30. í tilefni komu Gtinter Grass Kerstin Ekman André Brink Slawomir Mrozek höfundarins býður Vaka-Helgafell 1. og 2. bindi skáldverks Grass, Blikk- trommunnar, á sérstöku tilboði en 3. bindið er nýkomið út. Aðrir erlendir gestir hátíðarinnar eru A.S. Byatt og Magnus Mills frá Bretlandi, André Brink frá Suður- Afríku, Ingo Shulze frá Þýskalandi, Nora Ikstena frá Lettlandi, Edward Bunker frá Bandaríkjunum, Ivan Klima frá Tékklandi, Tahar Ben Jel- loun frá Frakklandi, Kerstin Ekman frá Svíþjóð, Linn Ullmann og Er- lend Loe frá Noregi, Monika Fager- holm frá Finnlandi, Ib Michael frá Danmörku og Jógvan Isaksen frá Færeyjum. Ræða framtíð bókarinnar „Okkur tókst að fá þá gesti sem við vildum bjóða á hátíðina og þar skipti sköpum samstarf okkar við Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000. Án þess hefði ekki tekist að skipuleggja svo stóran alþjóðlegan viðburð," segir Riitta Heinámaa. „Hlutverk Norræna hússins er m.a. að benda á hinn norræna veruleika og norrænu tungumálin eru mjög mikilvæg í því sambandi og á undan- förnum árum hefur verið lögð sívax- andi áhersla á að vernda hinar nor- rænu tungur. Hér á íslandi hefur málvemdarstefnu verið haldið á lofti um árabil og því er ánægjulegt að svo mikil áhersla sé lögð á norræna höfunda á hátíðinni. Annað sem ein- kennir þessa hátíð er kynning á ís- lenskum bókmenntum en aldrei áð- ur hafa jafnmargir erlendir útgefendur átt fulltrúa sína á ís- lenskri bókmenntahátíð. í þriðja lagi vil ég nefna að eitt af aðalþemum há- tíðarinnar er framtíð bókarinnar. Mikil umræða á sér nú stað um raf- rænar útgáfur af ýmsu tagi en ég trúi því reyndar að bókin eigi eftir að lifa um langan aldur og ekkert geti komið í stað þeirra upplifunar að lesa góða prentaða skáldsögu eða ánægjan sem fólgin er í því að eiga vandaðar bækur í fallegri bóka- hillu.“ Þess má geta að á morgun, laug- ardag, verður fjallað ítarlega um dagskrá bókmenntahátíðarinnar og erlendu höfundana í sérstökum blaðauka sem fylgir Lesbók Morg- urblaðsins. Breyttir tímar í Hákarlavinnslu Ósk- ars Friðbjarnarsonar á Vestfjörðum Morgunblaðið/Ámi Sæberg Óskar Friðbjarnarson og Guðmundur Páll, sonur hans, skoða framleiðsluna. Fær hráefni frá Eyj- um og Grindavík STÆRSTA hákarlavinnsla landsins, sem er milli Hnífsdals og Isafjarðar, fær megnið af hráefninu frá Vest- mannaeyjum og Grindavík, en að- eins lítinn hluta frá sjávarplássunum við ísafjarðardjúp. Óskar Friðbjarn- arson, eigandi vinnslunnar, sagði þetta tákn um breytta tíma, nú væru tveir togarar eftir við ísafjörð, en fyrir fáum árum hefðu þeir verið 15. „Hákarlinn verður að berast ferskur til okkar og má ekki vera meira en fjögurra daga gamall, nema hann sé frystur," sagði Óskar. „Sjó- mennirnir fyrir sunnan hafa bjargað okkur með því að skera hákarlinn niður og senda okkur hann frystan.“ Óskar, sem nú er rúmlega sjötug- ur, verkaði fyrsta hákarlinn árið 1979 og smakkaði Guðmundur Páll sonur hans, sem þá var 10 ára gam- all, á frumrauninni. Nú sér að Guð- mundur Páll að mestu um rekstur- inn þó faðir hans eigi fyrirtækið. Þeir feðgar sögðu að fyrirtækið væri í örum vexti því svo virtist sem íslendingar borðuðu sífellt meiri hákarl. Vissulega seldu þeir um 70% af framleiðslunni í kringum þorrann, en þó væri það að breytast. „Við erum ekki í neinum vandræð- um með að selja þetta - það vantar alltaf hákarl," sagði Guðmundur Páll. „Við erum jafnvel að velta því fyrir okkur að fara að selja hákarlinn í krukkum, sem fólk getur þá geymt í frysti. Hákarlinn geymist mjög lengi í frysti og þiðnar á hálftíma." Öskar sagði að margir notuðu hákarl sem lyf: „Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem notar hákarl við brjóstsviða - fólk sem er með háar magasýrur. Þetta fólk fær sér bita af hákarli á fastandi maga á morgnana og kennir sér einskis meins.“ Feðgarnir sögðu að innan skamms yrði byrjað að þurrka hákarlinn sem yrði á þorrabökkum komandi árs. „Sá hákarl sem verður á borðum landsmanna um þorrann er nú í kæs- ingu í Hnífsdal," sagði Guðmundur Páll. „Þar er allt harðlæst og enginn fær að koma þangað inn því þar er leyndarmálið falið,“ bætti hann við og vísaði til leyndardómsfullrar upp- skriftar þeirra feðga við kæsinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.