Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 25 Ríkisstjórn Suður-Kóreu Yill friðarviðræð- og S-Kóreu ur N- Sameinuðu þjóðunum, Seoul. AP, AFP. SUÐUR-Kórea hefur hug á að hefja að nýju viðræður um hvernig koma megi á friði á Kóreuskaga, að því er Lee Joung-Binn, utanrík- isráðherra S-Kóreu, greindi frá á fréttamannafundi tengdum leið- togafundi Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer í New York þessa dagana. En friðarviðræðurnar voru meðal umræðuefna á fundi Kim Dae-Jung, forseta Suður-Kór- eu, og Bill Clintons, Bandaríkjafor- seta í New York, í gær. Að sögn Lee leggur Kim til að Kóreuríkin tvö móti í sameiningu friðarsáttmála er bindi formlega enda á Kórustríðið, en vopnahlé hefur verið í gildi milli ríkjanna frá því 1953. Sáttmálinn hljóti að því loknu samþykki helstu stuðnings- manna ríkjanna - Kína og Banda- ríkjanna. Lee fjallaði ekki um ein- stök atriði sáttmálans, né heldur hvort N-Kóreustjórn hafi fallist á gerð hans. „Núverandi hugsun er sú að Bandaríkin og Kína eigi aðild að friðarsamkomulaginu, nái Suður- og Norður-Kórea samkomulagi," sagði Lee. Hafa ríkin fjögur áður átt í viðræðum sín á milli, en án árangurs. A fundi Kim og Clinton var einn- ig til umræðu ákvörðun n-kóresku sendisveitarinnar um að hætta við þátttöku í leiðtogafundi SP, eftir að bandarískir öryggisverðir gerðu leit á hópnum á flugvellinum í Frankfurt á þriðjudag. Stjórnir Kóreuríkjanna hafa báðar sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að upp- ákoman hafi ekki áhrif á samskipti þeirra og Bandaríkjastjórn sendi stjórnvöldum N-Kóreu afsökunar- beiðni vegna atviksins. Sameining endanlegt markmið Að sögn Kims er S-Kóreustjórn bjartsýn á bætt samskipti við N- Kóreu, þó hún telji langt í samein- ingu skagans. „Nýtt árþúsund hefst með kraftaverki á Kóreu- skaga. Hlýir sólargeislar hafa tek- ið að bræða ísvegginn sem skilið hefur að norður og suður sl. 55 ár,“ sagði Kim í ræðu sinni á leið- togafundinum á miðvikudag. „Sameining er endanlegt mark- mið Kóreubúa. Sú sameining verð- ur þó að nást með friðsamlegum hætti sama hve langan tíma það tekur,“ sagði Kim og kvað leiðtoga ríkjanna sammála í þessum efnum, en til stendur að SÞ lýsi, á leið- togafundinum, yfir stuðningi við frið á Kóreuskaga. Kim Yong Nam, annar æðsti ráðamaður N-Kóreu, átti að funda með Kim Dae Jung í tengslum við leiðtogafundinn í New York. Þá stóð einnig til að Kim Yong Nam hitti þar fyrir Yoshiro Mori, for- sætisráðherra Japan, Clinton, sem og Vladímír Pútín, Rússlands- forseta. Mikill öryggisviðbúnaður í Tsjetsjníu 46 skærulið- ar felldir ESTEE LAUDER kynnir Pure Color Haustlitagleði 2000 Heitir haustlitir og nýtt Pure Color Gloss Litir er minna á rauðgullið haustlaufið, plómur og vín ásamt nýju Pure Color Gloss - sannkölluð haustlitagleði fyrir varir og neglur. Mjúkir, eðlilegir litir, en þó áberandi öðruvísi og gefa færi á margskonar samsetningum. Og Pure Color Gloss setur punktinn yfir plómur og vín á vörum þér. Skartaðu haustlitunum frá Estée Lauder í ár. Sérfræðingar frá Estée Lauder verða í | versluninni f dag, föstudag og á laugardag Ba mmm frákl. 13-16. LYFJA Lágmúla, sími 533 2300 Moskvu. AFP. RÚSSNESKIR hermenn felldu 46 tsjetsjneska skæruliða á einum sól- arhring í viðamiklum aðgerðum til að afstýra skæruhemaði og hermdar- verkum í Tsjetsjmu, að því er rúss- neska fréttastofan Interfax hafði eft- ir heimildarmönnum sínum í rússneska hemum í gær. Innanríkisráðuneytið í Moskvu sagði að tsjetsjneskir skæmliðar hefðu skotið á rússneska hermenn á þremur stöðum í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu í fyrrinótt. Þeir hefðu m.a. ráðist á rússneska varðstöð í Grosní en enginn hermaður hefði fallið í árásinni. Akstur bannaður í borgunum Tsjetsjenar minntust þess í fyrra- dag að níu ár em liðin frá því að Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjn- íu, lýsti yfir sjálfstæði héraðsins. Rússnesk yfirvöld óttuðust að skæmliðamir myndu hefja hrinu hryðjuverka í tilefni af afmælinu og rússneskir hermenn vom því með mikinn öryggisviðbúnað í héraðinu. Ibúum Grosní og Gudermes, næst- stærstu borgarinnar, var bannað að aka bílum og sérsveitir rússneska innanríkisráðuneytisins vom á varð- bergi á helstu götum borganna til að hindra sprengjutilræði. Rússneskur hermaður beið bana og þrír særðust í fyrradag þegar brynvagn þeirra ók á jarðsprengju í Gudermes. Rússneski herinn viður- kenndi einnig í fyrradag að fimm her- menn hefðu beðið bana í nokkmm árásum daginn áður. Ivan Babitsjov, yfirmaður her- sveitanna í Tsjetsjníu, sagði þó að ör- yggisráðstafanimar hefðu borið góð- an árangur og hindrað hermdarverk af hálfu skæmliðanna. Hann bætti þó við að enn væri of snemmt að hætta öryggisaðgerðunum þar sem hættan á hermdarverkum væri ekld afstaðin. niaupiu til! Þú faerö hlaupahjólib hjá okkur fyrir abeins 9.990 kr.l lCssoj Olíufélagiðhf www.esto.ls OTANNA! KYNFERÐISLEG MISNOTKUN BARNA 1 isTiFS .Hffi nMMSt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.