Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 41 + Guðríður Jóhann- esdóttir fæddist að Vatnsenda í Vest- urhópi V-Hún., hinn 4. maí 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir 1. september si'ðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sig- urbjargar Árnadótt- ur og Jóhannesar Björnssonar. Guðríð- ur var yngst fjögurra systkina; Hin voru Björn, Árni og Rósa sem öll eru látin. Guðríður lauk fullnaðarprófi í farskóla í Þverár- skólahéraði. Síðan lá leið hennar í kvennaskólann á Blönduósi. Eftir útskrift þaðan fór hún suður til Reykjavíkur og lærði þar til sauma. Hún starfaði lengstum æv- innar við saumaskap. Meðal ann- ars saumaði hún fyrir Faco og Álafoss. Einnig tók hún að sér saumaskap heima. Seinni árin vann hún fyrir saumastofurnar Elg og Röskvu. 1949 kynntist Guðríður tilvon- andi manni sínum, Árna Björns- syni, leigubifreiðarstjóra og út- gerðarmanni frá Ytra-Tungukoti í Blöndudal, sem var alinn upp á Skeggstöðum í Svartárdal, f. 13. desember 1908, d. 31. maí 1991. Guðríði kynntist ég sumarið 1973 er við Gunnar hittumst og fórum að vera saman. Strax var ég boðin vel- komin á heimilið og þegar við byrjuð- um að byggja húsið okkar, bauð hún okkur hverja þá aðstoð sem hugsan- lega var hægt að veita. Guðríður var ekki ræðin um eigin hagi né líðan, en ávallt tilbúin að hlusta á og aðstoða aðra. Gleði hennar og Árna tengda- pabba var mikil þegar við Gunnar eignuðumst Árna okkar. Þegar ég fór að vinna aftur eftir barnsburðar- frí, kom ekki annað til greina hjá Bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík, síðast til heimilis að Háaleitis- braut 52. 14. mars 1951 eignuðust þau tvo drengi, tvíburana Gunnar og Jóhannes Má. Gunnar er húsa- smiður og Jóhannes vélfræðingur, en þeir hafa starfað saman sem línumæl- ingamenn hjá RAR- IK í harínær tuttugu ár. Eiginkona Gunn- ars er Jóna Kristjánsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 26. júlí 1952, eiga þau einn son, Árna, f. 14. júní 1981. Eiginkona Jóhannesar er Sig- rún S. Jensen Björgúlfsdóttir, dagmóðir, f. 21. september 1951 og á hún dótturina Sylvíu Björgu, f. 16. aprfl 1986. Eftir andlát Árna bjó Guðríður áfram á Háaleitisbrautinni þar til sumarið 1997 að hún veiktist. Eftir stutta sjúkrahúsdvöl var hún fyrst á Kumbaravogi, Stokkseyri en síð- ustu tvö ár bjó hún á Hjúkrunar- heimilinu Eir þar sem hún lést að morgni 1. sept. 81 árs að aldri. Jarðarfórin hefur fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. henni en að taka sér frí til að gæta litla sólargeislans. Þegar Guðríður og Árni hættu að vinna úti, fóru þau á hverju sumri norður að Vatnsenda, þar sem þau dvöldu meira og minna yflr sumarið við veiðar úr vatninu, endurbyggingu á húsinu, gróður- setningu og ýmislegt fleira. Strax og Árni yngri hafði aldur til fór hann að fara með þeim norður og veit ég að hans ljúfustu minningar eru tengdar dvölinni þar. Þegar fótboltaáhuginn hjá honum var sem mestur, reisti tengdapabbi mark bak við Vatns- endabæinn, handa nafna sínum og oft og iðulega stóð tengdamamma þar og sparkaði bolta til Árna sem stóð í markinu og reyndi að verja skotin frá ömmu sinni. Ekki má gleyma Patta, hundinum okkar, sem alltaf var velkominn í eld- húsið til Guðríðar og mörg voru þau skiptin sem sendur var poki heim með einhverju góðu til Patta frá „Giddu ömmu“. Guðríður var mikil hannyrðakona, sem sást vel á heimili þeirra hjóna. Sérstaklega vil ég geta myndar sem hún saumaði á kvennaskólaár- um sínum af uppáhaldshestinum sín- um, honum Svali. Þessi mynd var ætíð í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Guðríður veiktist sumarið ’97 er hún fékk heilablóðfall og eftir nokk- urra vikna sjúkrahúsdvöl, var hún fyrst á Kumbaravogi, Stokkseyri, þar til vorið ’98 að hún flutti á Hjúkr- unarheimilið Eir. Eftir veikindin átti hún erfitt með mál, en gat þó gert sig skiljanlega við sína nánustu. Eitt af því síðasta sem hún sagði, þegar Gunnar færði henni blóm úr garðinum okkar, var „þau eru fal- leg“. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur.) Elsku Gunni og Árni, Jói, Sigrún og Sylvía Björg, við höfum misst mikið og söknuðurinn er sár, en mun- um að góðar minningar lifa að eilífu. Jóna Kristjánsdóttir. Mig langar að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Guðríðar Jó- hannesdóttur, eða Giddu eins og hún var kölluð af vinum sínum. Elsku Guðríður mín, nú ertu farin frá okkur en minninguna eigum við að eOífu um þig. Já, nú eruð þið Ámi komin saman á ný, en þú hefur búið ein frá því að hann féll frá 31. maí 1991. Þið voruð mjög samrýmd hjón. Og allar ferðirnar ykkar norður á Vatnsenda í Vesturhópi þar sem þú varst fædd og uppalin. Þar unduð þið GUÐRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR GUÐMUNDUR JÚLÍUS JÓNSSON + Guðmundur Júl- íus Jónsson fædd- ist í Reykjavík 12. júlí 1908. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. sept. síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 20. ágúst 1872 að Götu í Hrunamannahreppi, d. 16. júlí 1966, og Jón Jóhannsson sjó- maður, f. 6. október 1875 í Reykjavík, d. 31. október 1955. Systkini Guðmundar voru: Lilja, f. 6. október 1906, d. 28. febrúar 1970; Hjálmar, f. 18. nóvember 1911, d. 18. maí 1922. Hálfbróðir Guðmundar var Steindór Jónsson, f. 12. september 1901, d. 25. febrúar 1968. Guðmundur kvæntist 10. októ- ber 1934 Sumarrósu Guðjónsdótt- ur, f. 3. júlí 1908 að Ytrahóli í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, d. 4. ágúst 1998. Foreldrar hennar voru hjónin Rósa Kristjánsdóttir, f. að Hamri í Þelamörk 28. janúar 1865, d. 15. mars 1955 og Guðjón Einar Manasesson bóndi, f. að Steðja í Þelamörk, 3. október 1864, d. 12. september 1941. Börn Guðmundar og Sumarrósar eru: 1) Jón Hafsteinn, f. 19. janúar 1937, maki Hrafnhildur Matthíasdóttir. 2) Svanhildur, f. 12. aprfl 1943, maki Pálmi Stefánsson. 3) Karl Kristján, f. 29. ágúst 1945, maki Alla Ólöf Óskars- dóttir. Barnaböm eru ellefu og barna- barnaböm eru orðin sautján. Guðmundur og Sumarrós bjuggu allan sinn bú- skap í Reykjavík. Fyrst á Fram- nesvegi 8 í 44 ár, þá á Lynghaga 24 í 10 ár og að lokum á Hrafnistu í Reykjavík. Guðmundur stundaði sjó í 34 ár, lengst af á togurum. Hann var á sjó í Halaveðrinu mikla árið 1925 og sigldi öll stríðsárin. Hann fór í land árið 1955 og vaim eftir það verkamannavinnu og si'ðan var hann vaktmaður á Landakotsspít- ala þar til hann hætti störfum sjö- tugur að aldri. Útför Guðmundar fer fram frá Frfldrkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var sl. ÍÖstudag sem okkur systkinunum var tilkynnt um fráfall hans afa. Það er erfltt að hafa ekki getað kvatt þig. Stundimar sem við áttum saman voru of fáar, en þær voru yndislegar og minnisstæðar. Afl var hlýr og góður maður, skemmti- legur og mjög fróður. Þar sem við systkinin höfum verið búsett erlendis mest alla okkar ævi, gafst okkur ekki mikil tími til að hitta afa nema í fríum. Alltaf vai- tekið vel á móti manni með brosi á vör. Húsið á Framnesveginum var miðpunktur íjölskyldunnar, stoltið hans afa, og kemur það ávallt til með að minna okkur mikið á afa. Sumai’- bústaðurinn, hjólið og sjómennskan, þetta eru hlutir sem koma strax upp í hugann þegar við hugsum um afa. Það sem okkur fannst skemmtilegast við afa voru sögumar sem hann sagði. Sögur um fjölskylduna og árin á sjón- um, það var ævintýri líkast að hlusta á. Það sem veitti okkur einna mestu ánægju síðustu ár var að fara í bíltúr niður á höfn, niður Framnesveginn og um vesturbæinn. I þessum bfltúr- um varð Reykjavík lifandi í minningu gamla mannsins og við vorum komin með honum aftur í tímann. Það sem við minnumst afa mest fyrir er sú ást sem hann hafði á fjöl- skyldu sinni. Árin sem amma var veik var hann sem klettur við hlið hennar, og var ekki annað hægt en að dáðst af afa hvað hann sá vel um ömmu. Það er sárt að geta ekki heimsótt afa leng- ur og hlustað á allar þær sögur sem hann hafði svo gaman að segja frá. Það er sárt að vita til þess að hann sé farinn, en við vitum að afi er hjá ömmu, og þar er hann ánægður. Þau voru ávallt eitt og eru aftur saman á ný. Afi, við söknum og elskum þig. Megi Guð styrkja pabba, Nonna og Lillu. Samúðarkveðjur,_ Öskar og Rósa. Mig langar til að setja á blað örfá orð um föðurafa minn og nafna, Guð- mund Jónsson. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu hláturmildur og glaðvær hann var. Alltaf sá hann broslegu og björtu hliðamai’ á flestu. Hann gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum og hafði lag á gera gott úr öllu. Þessu góða lundarfari fylgdi líka gott heilsufar. Við vorum alla tíð bestu vinir og fé- lagar. Afi hafði alltaf tíma fyrir mig þegar ég var að alast upp á Fram- nesveginum. Hann leyfði mér að koma með sér, hvort heldur var á grásleppuveiðar út af Akurey eða upp í sumarbústað. Það voru góðar stundir. Afi var þúsundþjalasmiður, allt lék í höndunum á honum í múr- verki, trésmíðum og öðru. Hann var sálin í húsinu sem hann bjó lengst af í ykkur vel við að dytta að húsinu og koma öllu í lag og gera fallegt í kring- um ykkur. Það var gaman að heim- sækja þig á Háaleitisbrautina. Já, það eru margar minningar tengdar henni. Og hvað þú varst alltaf mynd- arleg í þér. Það eru ófáar peysumar eða vettlingamir og sokkarnir sem þú hefur prjónað og það sem þú hef- ur saumað í sem þú prýddir heimilið þitt með, enda var heimilið þitt mjög fallegt. Eg man að þegar Sylvía Björg var lítil var hún með það á hreinu að amma á Háaleitisbrautinni kynni ein að búa til þessa einu sönnu köku, uppáhalds kökuna hennar sem var alltaf til þegar við komum í heim- sókn, en þú varst alltaf svo myndar- leg að baka, það lá við að borðið svignaði undan kökunum og kræs- ingunum sem þú lagðir á borð fyrir okkur þegar við komum í heimsókn, slíkur vai’ myndarskapurinn. Guðríður var kraftmikil kona, ósérhlífin, unni sér aldrei hvíldar, þrekið ótæmandi. Kröftum Guðríðar var oftar en ekki varið í þágu ann- arra, jafnt þeirra sem næst henni og fjær stóðu. Síðustu árin hafa verið mjög erfið fyrir þig eftir að þú veikt- ist, þú, þessi duglega og sterka kona, aldrei heyrðum við þig kvarta þótt þú værir orðin svona lasburða. Hvað sem við erum gömul og hvað sem við þykjumst vera þroskuð og mörkuð reynslu, alltaf er það jafn erfitt þegar einhver manni nákominn fellur frá. Elsku Guðríður mín, takk fyrir all- ar þær yndislegu stundir sem við átt- um saman. Minningin um þig mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfirvelferð bama þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást tÚ sinna landa ogeykuraflogtrú. En það er eðli mjúkra móður handa að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð Stef.) Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guð geymi þig. Sigrún. á Framnesvegi 8. Þar bjó hann sínu fólki skjól. í húsinu bjuggu fjórar kynslóðir í minni fjölskyldu, oft var þröngt en alltaf fór vel um alla. Megi Guð geyma Guðmund afa minn. Kveðja, Guðmundur Þór Jónsson. Elsku afi minn, nú ert þú kominn til hennar ömmu og mun hún örugg- lega taka vel á móti þér. Þið amma voruð mjög samhent hjón og áttuð fallegt heimili. Það var afa mikið kappsmál að hugsa vel um fjölskyldu sína og var hann mjög vinnusamur og duglegur að draga björg í bú svo aldrei skorti neitt á heimili þeirra. Afi var mikill matmaður og minnist ég þess þegar ég var fimm ára gömul hvað hann hafði mikla ánægju af því að sjá bamabam sitt borða fiskinn sinn með bestu lyst. Afi var hvers manns hugljúfi og vildi allt fyrir alla gera. Hann hafði gaman af því að syngja og sungum við oft saman okkur til mikillar gleði á æskuárum mínum. Það var stutt í hláturinn hjá afa og átti hann auðvelt með að gera grín að sjálfum sér. Afi hélt sér í góðu líkamlegu formi langt eftir aldrí þar sem hann hjólaði allar sínar leiðir sem vora oft langar, vest- an úr bæ að Lögbergi þar sem þau amma áttu sumarbústað. Þar undu þausérvel. Elsku afi minn, þótt þú sért ekki lengur hjá okkur mun glaðværð þín verma hjörtu okkar er við minnumst þín. Kærleikur þinn lifir innra með okkur, styrkir okkur og gefur okkur von. Við hoi’fum björtum augum til framtíðarinnai’ því við hlutum gott veganesti, nefnilega þig. Guð blessi þig. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briera.) Steinunn. Æði margs er að minnast þegar maður sest niður og rifjar upp þann tíma sem ég hafði með ömmu minni, sem nú er lögst til hinstu hvílu. Það er nú þannig með minningar að oft er erfitt að koma orðum að því sem ann- ars er ljóslifandi í huga manns sjálfs, en ég ætla þó að setja niður á blað nokkur minningarbrot. Ég ætla að byrja þessa ferð aftur í tímann á Vatnsenda, þeim stað sem amma mín og ég unnum mest af öll- um. Það var margt brallað á Vatns- enda þó við fyrstu sýn virðist kannski ekki mikið við að vera, en þegar mað- ur er ungur og í blóma lífsins þá stöðvar mann ekkert. Við amma, eða „Gidda amma“ eins og hún var kölluð, fóram oft í þyk- istubíltúr á gömlum og gjörónýtum Land Rover-jeppa sem er á Vatns- enda. Þessi jeppi fór yfir fjöll og flrn- indi og hvert þangað sem hugurinn leitaði, allt án þess að hreyfa litla putta. Eins og áður segir var ávallt nóg að gera og fann ég mikið til mín er ég var að hjálpa ömmu og afa við að rífa gömlu hestagirðinguna út í flóa, rúlla gömlum gaddavírsrúllum fram og til baka, og slíta öll fötin mín í leiðinni. En það skipti engu máli, mestu máli skipti að hjálpa til, að vera „vinnandi maður“ eins og afi sagði stundum. Af öllu því sem gert var á Vatns- enda er þó eftirminnilegast þegar amma var að sparka bolta á mig í marki sem afi hafði búið til. Ég get ekki séð margar ömmur fyrir mér vera að sparka bolta, komnar yfir sjötugt. í mínum huga á þeim tíma hefði amma getað verið frábær út- herji í hvaða liði sem er! Við skulum kveðja Vatnsenda í bili og fara á Háaleitisbrautina þar sem amma og afi bjuggu lengi. Það er aðfangadagur og lyktin af svína- kótilettum líður yfir stofuna, jólatréð er á sínum stað - og auðvitað nokkiir pakkar undir. Við matarborðið sitja; ég, mamma, pabbi, afi, amma og Jói að borða gómsætan mat og hinn ógleymanlega sítrónubúðing í eftir- rétt. í bakgranni hljómar svo jóla- sveinninn að spila „Heims um ból“, í hvert skipti sem hann var trekktur upp. Þetta vora hin fullkomnu jól. Mjög erfitt var að sætta sig við það er amma gat ekki lengur haldið jólin heima hjá sér, það var eins og öll helgi jólanna væri svipt í burtu fyrir fullt og allt. Amma var trúuð manneskja þótt hún hefði ekki hátt um það frekar en annað. Ég man er ég einu sinni sem oftar gisti hjá ömmu og afa, þá kenndi amma mér að signa mig. Einnig sagði hún mér frá þeirri trú sinni að líf sé eftir dauðann og að Kristur komi að sækja fylgjendur sína á efsta degi. Þetta var heillandi boðskapur og hefur setið í huga mér alla tíð síðan. Amma hafði það fyrir sið að heilsa pabba, Jóa og mér með orðunum „sæll, góði“. Þar sem ég trúi því að við „Gidda amma“ eigum eftir að sjást aftur þá kveð ég þig með orðun- um „sjáumst aftur, góða“ - nei, ann- ars góða er ekki nóg, þú varst sú besta! Ég enda þetta á Ijóði Vatnsenda- Rósu. Þóaðkaliheiturhver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Augað mitt og augað þitt, ó, þáfógrusteina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þúveisthvaðégmeina. Árni Gunnarsson. Elsku arama. Mig langar að þakka þér fyrir öll árin sem við áttum sam- an, fyrir alla umhyggjuna og fyiir að vera svona yndisleg. Ég gleymi því aldrei hvað það vai’ gaman að heim- sækja þig. Þú varst alltaf búin að baka uppáhaldskökuna mína og þeg- ar við voram búin að borða náði ég alltaf í kassann inn í skáp með öllu dótinu sem þú geymdir fyrir mig. Ég veit að þér líður miklu betur núna, á himnum með afa, en ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Þín að eilífu. Sylvía Björg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.