Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 30
Jón Fomason, svipmikill og slyngur Laxármaður. Kolbcinn Jóhannsson endurskoðandi með 30 punda hæng. Jóhannes Kristjánsson og Orri Vigfússon. 30 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Oflugurhópur sem ann þess- ari drottningu Eitt af elstu stangaveiðifélöffum landsins er Laxárfélagið, sem er einmitt sextugt um s þessar mundir og heldur upp á það í Ydöl- um í Aðaldal í kvöld. Guðmundur Guðjóns- son kynnti sér sögu félagsins og varð__ þess vísari að þetta er merkilegur félags- skapur sem haldið hefur tryggð við Laxá í Aðaldal alla tíð. FIESTIR eða allir félagar í Laxárfélaginu eiga það sameiginlegt að þykja engin laxveiðiá skáka Laxá og gildir þá einu hvort vel er að veiðast í ánni eða illa. Orri Vigfússon er formaður Laxár- félagsins sem er annars skipt í þrjár deildir, Reykjavíkurdeild, Akureyr- ardeild ogg Húsavíkurdeild. Orri segir að fyrstu fræjum að Lax- árfélaginu hafi verið sáð á árunum 1937-39, er nokkrir vinir fóru til veiða í ánni, m.a. bræðumir Kristinn og Sæmundur Stefánssynir úr Reykja- vík, Stefán Amason á Akureyri og bræðumir Benedikt og Snorri Jóns- synir frá Húsavík. Þeir vora frarn- kvöðlamir. Þessar fyrstu þreifingar urðu til þess að hópurinn gerði tíu ára leigu- samning við bændur um veiði í ánni. Þessi samningur var um margt merkilegur, ekki er hvað síst skemmtilegt að velta fyrir sér leigu- upphæðinni, sem var 450 krónur á ári og skyldi greiðast 1. júlí ár hvert. Þá var í samningnum kveðið á um að veiðimenn mættu tjalda yfir sig í landi Hólmavaðs og jafnframt skjóta þar alla fugla sem lög leyfðu. Nú er öldin önnur, eitt flottasta veiðihús landsins, Vökuholt við Laxamýri, skýlir veiðimönnum betur en tjöldin gömlu, en menn era lítið að skjóta fugla í Aðaldal þessa dagana. Orri segir að það sé stór og öflugur hópur á bak við Laxárfélagið og hafi verið svo frá byijun. Þegar í byijun voru stofnuð holl sem hafa í mörgum tilvikum staðist tímans tönn. Þannig hafi eitt af fyrstu hollunum verið skip- að læknum af Landspítalanum og er það holl enn við lýði. Hvert holl hefur ákveðna siði og sérkenni. Þannig er eitt holl með þá reglu að konur hafa aldrei komið til veiða. Ef þannig hefur hagað til að aðili að hollinu hefur verið á ferð með eiginkonu, hefur henni verið vísað til tjaldsvæða ofar í Aðal- dal. Þá era önnur holl þar sem ein- ungis hjón veiða saman og þannig mætti áfram telja. „Þetta byggist allt á gömlum venj- um og siðum og það er einmitt það sem gerir félagið jafnsterkt og raun ber vitni. Þetta er öflugur hópur sem ann þessari drottningu. Það era ekki bara við, heldur fjölmargir aðrir sem hafa verið svo lánsamir að komast til veiða í Laxá. Mönnum þykii- þessi á bera af öllum öðram. Hver einasti lax sem menn setja í er ævintýri út af fyr- ir sig. Þetta er svo mikið og marg- slungið vatn, laxinn á svo mikla mögu- leika og það er bara ekki það sama að kljást við stórlax í Laxá eða fjögurra punda lax í Elliðaánum, með fullri virðingu fyrir þeim. Sjálf takan er ekki einu sinni sambærileg, því í Laxá era tökumar hægar og langar. Menn sjá laxinn koma, iðulega aftur og aft- ur. Það er boði og glampi og svo þegar hann tekur, verða menn að sitja á sér og bíða þar til hann snýr sér. Það get- ur verið upp í klukkustundarbaming- Tveir af fyrstu kynslóðinni, Haraldur Sigfússon t.v. og Jón Sigtryggsson. ur að fá laxinn loks til að taka. Og þá er eftir að ná honum. Það sýnir sig að menn kunna að meta þetta, því flestfr koma aftur og aftur,“ segir Orri. 66 þúsund laxar Á þessum 60 áram hafa Laxárfé- lagsmenn og gestir þeiiTa veitt 66.000 laxa og er hver einasti fiskur til skráð- ur í veiðibók. 65 þúsundasti laxinn veiddist á Heiðarenda í fyrra, 6 punda hængur sem Breki Karlsson veiddi. Það var undir lok sumars og veiði orð- in dræm. Laxinn lét bíða eftir sér nokkrar vaktir. Orri segist vonast til þess að næstu ár verði jafnfarsæl og þau sem á undan era gengin og ekki sé ástæða til að óttast, því mál hafi tekið nýja stefnu, þar sem veiðimenn hafi í vaxandi mæli hag árinnar og líf- ríkis hennar að leiðarljósi í umgengni við hana. Framtíðarsýnin sé því björt þrátt fyrir niðursveiflu í veiði í sumar og í fyrra. „Það er ekki lengra síðan en árið 1998, að veiðin í Laxá var um 2.000 laxar að meðalþyngd næstum 10 pund. Það er einhver mesti lífs- massi sem um getur í nokkurri á við Atlantshaf. Og nýlega hafa farið fram seiðamælingar í ánni á vegum Veiði- Fengsæll Laxármaður, Vilhjálmur Jónsson með stórlax. Jón Þorbergsson með lax veiddan í Kistu í Kistukvísl. Ungi sveinninn á myndinni er sonur hans Vigfús Jónsson sem er núverandi formaður Veiðifélags Laxár í Þingeyjarsýslu. málastofnunar og þar kemur í ljós að ástand náttúrulegra seiða er mjög gott. Seiðabúskapurinn í ánni er betri heldur en nokkur undangengin ár þannig að útlitið verður að teljast gott,“ segir Orri. Hér er gott að vera Ein gömul saga er Laxárfélags- mönnum kærari en flestar og hefur hún verið rifjuð upp á mannfijgnuðum félagsins. Þannig var hún flutt eitt sinn er Laxármenn komu saman: Jóhann Siguijónsson gerði sér hugmyndir um seiðmagn það, er dregur laxinn upp í árnar á hveiju vori. Og í fogrum og skáldlegum bún- ingi lætur hann Arnes, útilegumann- inn með Fjalla-Eyvindi, segja þessa sögu um laxinn: „Það var einu sinni að vorlagi, að fuglamir urðu bjargþrota. Þá stefndu þeir til þings. Öminn, æðsti höfðing- inn, skipaði hverjum þeim, sem vissi úrræði, að gefa sig fram. Dauðaþögn. Loksins tók snjóuglan til máls. Hún þóttist sjá ráð. En því urðu fuglarnir að lofa að þegja, þangað til hún gæfi tákn. Þessu lofuðu þeir. Þegar uglan var orðin ein, flaug hún af stað. Hún kom í djúpan dal, á féll eftir dalnum - á einum stað rann hún í þröngum gljúfrum. Þar bjó öminn. Uglan flaug upp með ánni, alla leið inn í dalbotn. Þar settist hún á háan tind, alsnjóvg- aðan, og hóf seiðinn. Hún baðaði vængjunum og vældi - bar sig eins og hún barmaði sér. En það var eintóm fomeskja. Skömmu seinna sáu fugl- amfr, sem bjuggu næst árósnum, blá- an ugga skera vatnið. Þeir sáu ótal ugga. Það hlaut að vera heil ganga. Það glampaði á spegilfijgur bökin. Þetta var í fyrsta skipti sem laxar gengu í nokkra á. Fuglarnir áttu bágt með að stilla sig. Laxamh- gengu lengra og lengra upp ána. Fossar og hringiður heftu ekki för þeirra. Inni í dalnum var áin svo grunn, að þeir urðu að stökkva yfir steina og flúðir. Þeir hrafluðu sig og hreistrið straukst af þeim. Vafalaust hefði ugl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.