Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 54
4^4 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VIGDIS PÁLSDÓTTIR + Vigdís Pálsdótt- ir var fædd í Galtaholti á Ran- gárvöllum 7. sept- ember 1910. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fossvogi 13. sept- ember sfðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Ingiríður Einarsdóttir og Páll av<Pálsson. Vigdfs átti þrjá bræður, tveir þeirra dóu ungir en Isleifur varð 86 ára þegar hann lést. Hún átti níu hálfsystkini, sam- Guðbjörgu fullorðinsára. Einnig átti hún tvö uppeldis- systkini, Guðmund, sem er látinn, og Fjólu Aradóttur. Vigdís giftist Guðna Gestssyni, f. 17. mars 1909, frá Mel í Þykkvabæ 11. júlí 1936. Guðni lést 4. október 1991. Þau bjuggu í Þykkvabæ í 10 ár en fluttust síð- an til Keflavíkur 1946. Börn Vigdísar og Guðna eru: 1) Sveinn, kvæntur Sigurjónsdóttur og feðra en fjögur þeirra komust til eiga þau tvo syni, Guðna og Sig- urjón. 2) Elín, gift Ellerti Birni Skúlasyni og eiga þau Qögur börn, Elínborgu, Vigdísi, Björn Viðar og Ómar. 3) Ingunn, gift Bjarna Jónssyni og eiga þau tvö börn, Jón Má og Berglindi. 4) Gestur, kvæntur Oddrúnu Guð- sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn, Guðsvein Ólaf, Helgu og Lóu Björgu. 5) Pálína í sambúð með Guðmundi Hólmgeirssyni. Hún átti fimm börn með eigin- manni sfnum, Eiríki Ragnarssyni en hann lést 1995. Þeirra börn eru: Þórir, Málfríður Ragna, Guðdís, Inga Pála og Eiríkur Páll. 6) Kristín, var gift Kristjáni Ingibergssyni en hann lést 1990. Þeirra börn eru: Anna María, Guðný og Ingiberg Þór. Barna- börn Vigdísar eru 19 og lang- ömmubörnin 38. Vigdís verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Móðir okkar: Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autterrúmogstofanþín, elskulegamammamín. Gesturinn með grimma ljáinn Glöggt hefur unnið verkin sín. w Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burtervfkuraðstoðþín elsku góða mamma mín. - Allt sem gott ég hefi hlotið, hefirefltviðráðinþín. Þóskalekkivílaogvola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr Qarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Ámi Helgason.) Sveinn, Elín, Ingunn, Gestur, Pálína og Kristín. Elsku amma. Nú er kallið komið. Tíminn þinn á meðal okkar Uðinn og þú farin þangað sem við öll endum að lokinni þessari ■^Sirðvist. Mig langar að skrifa nokkr- ar línur til þín og fá að þakka þér allt sem þú varst mér og mínum. Þú varst einstök amma, fasti punkturinn í stórri fjölskyldu, með stórt hjarta og opinn faðm. Það er ljúft að ylja sér við allar minningarn- ar sem tengjast þér, hvað þú sagðir skemmtilega frá og þá sérstaklega þegar þú sagðir frá lífi þínu með afa, þegar þið bjugguð í Þykkvabænum og þegar þið fluttuð hingað til Kefla- víkur með fimm böm og það sjötta, mömmu mína, á leiðinni. Eg minnist ferða okkar saman austur á Hellu, ættarmótanna þar sem þú varst í að- alhlutverki, að ógleymdum fundar- morgnunum á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum, fyrst á Heiðarveginum svo á Kirkjuveginum þar sem stór hluti fjölskyldunnar kom saman í kaffi og sykraðar pönnu- kökur. Þessir fjölskyldufundir voru einstakir og héldust þangað til þú veiktist og þurftir að leggjast inn á sjúkrahús. Þú náðir að halda upp á 90 ára afmælisdaginn þinn áður en þú kvaddir þetta líf en viku síðar varstu farin. Eg þakka þér, amma, fyrir að reynast mér vel á erfiðum tímum, því gleymi ég aldrei og mun geyma þær stundir í hjarta mínu alla tíð. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði, þú skilur eftir tómarúm sem enginn getur fyllt. Eg veit að þér líð- ur núna vel með afa, pabba, Eiríki og fleiri ástvinum sem hafa tekið á móti þér. Ég bið Almættið að vaka yfir ykkur og okkur sem söknum þín. Minning þín verður alltaf ljós í lífi okkar. Allt eins og blómstriú eina uppvexásléttrigrund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, ásnögguaugabragði af skorið verður fljótt, litogblöðniðurlagði, líf mannlegt endar skjótt Ég lifi í Jesú nafni íJesúnafiúégdey. Þó heilsa og líf mér hafni hræðistégdauðannei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristi krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr.Pét) Þín dótturdóttir, Guðný Kristjánsdóttir. Elsku amma. Margs er að minnast og margs er að sakna. Frá því við munum eftir okkur var heitt á könnunni og pönnu- kökur jafnt sem annað góðgæti hjá þér og afa á Heiðarveginum, síðar Kirkjuvegi 11 á laugardags- og sunnudagsmorgnum fyrir alla og var oft glatt á hjalla. Þú varst mjög glæsi- leg kona, teinrétt í baki og hafði gam- an af að klæða þig upp. Þú varst alveg einstök, hafðir gaman af að ferðast og hafa marga í kringum þig enda mjög hress og kát. Minnumst við ferðar- innar til Spánar með þér og afa ásamt mömmu og pabba og eigum við yndis- legar minningar þaðan, samanber hver var með fallegustu tæmar á Spánarströnd. Einnig vom margar ferðir austur fyrir fjall og oft var komið við í tívolínu þar sem þú varðst bam á ný og naust þú þín best í klessubílunum með langömmuböm- um þínum. Það leið aldrei sá afmælis- dagur að þú hringdir ekkiog óskaðir okkur eða börnum okkar til hamingju með daginn og varla er það bama- barn eða langömmubam sem ekki hefur fengið prjónaða vettlinga og sokka eftir þig. Skrítið verður um þessi áramót að hafa þig ekki með okkur á Tjarnar- götunni hjá mömmu og pabba, um miðnætti þegar allir era úti að skjóta upp flugeldum stóðst þú alltaf uppi í herbergi og horfðir á alla dýrðina út um gluggann en minningin um þig mun lifa eins og segir í ljóði eftir Valdimar Briem. Minning þín og afa lifir. Sofðu vært hinn síðasta blund uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar Hina miklu morgunstund. Að leiðarlokum kveðjum við ást- kæra ömmu með þökkum fyrir allt. Við vitum núna þú ert búin að hitta ástina þína aftur, hann afa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Margseraðminnast, margterþéraðþakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stíð. (V. Briem.) Elínborg, Vigdís, Björn Viðar, Ómar. Elsku langamma. Þú hefur lifað langa og góða ævi, eignaðist sex böm, 19 barnaböm og t Innilegar þakkir fyrir aðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför ástkæru móðir minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU ESTERAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hrafnistu, áður Skúlagötu 58, Reykjavík. Guðrún Árnadóttir, Guðjón Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinar- hug og hjálpsemi vegna andláts elskulegs sonar okkar, fóstursonar og bróður, GUNNARS BIRGISSONAR, Árlandi 7, Reykjavík. Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Birgir Þór Sigurbjörnsson, Þorkell Guðmundsson, Ingunn Kristjana Þorkelsdóttir, Árni Þór Birgisson, Berglind Birgisdóttir, Karen Birgisdóttir. tæp 40 langömmuböm og er ég stolt af því að vera eitt af þeim. Þegar ég sit hér og hugsa til baka minnist ég þín sem teinréttrar og virðulegrar konu sem geislaði af lífs- gleði og reisn. Þú vai-st samt sem áð- ur ung í anda. Ég man líklegast best eftir þér í klessubílunum í Tívolíinu í Hveragerði eða gerandi leikfimisæf- ingar úti á palh uppi í bústað og þar slóþér enginn við! Ég mun þó alltaf muna mest eftir laugardags- og sunnudagsmorgnun- um þar sem öll fjölskyldan kom sam- an og fékk bestu pönnukökur og kleinur í heimi. Erfitt er fyrir litla frændur og frænku að skilja að lang- amma sé dáin og farin til himna. Þau spyrja hver eigi nú að baka pönnu- kökurnar um helgar og hvort amma sé hjá Guði. Já, amma, þú varst mikil ævintýra- manneskja. Éórst meira að segja 88 ára gömul í klukkustundar flugferð, í lítilli rellu, um fæðingar- og uppeldis- stað þinn, Rangárvallasýslu, og stuttu seinna fórst þú um Hvalfjarð- argöngin. Þetta þótti þér merkilegt, að fara bæði undir sjóinn og upp í há- loftin og það sama sumarið. Þú varst alltaf mikið fyrir farartæki (sbr. kiessubílana og flugvélamar) þó að þú hafir aldrei tekið bílpróf eða þið afi átt bíl. AJdrei fékkstu tækifæri á að heim- sækja mig og unnusta minn, Jóhann Friðrik, í htlu íbúðina okkar í Garð- húsum en ég veit að þú vakir yfir okk- ur með henni Hallfríði. Takk fyrir allt, elsku amma. Minn- ingamar um þig era sannir dýrgripir, sem ég mun varðveita að eilífu. F.h. bamabarna Elínar og Ellerts, Halla Björg Evans. Það er nú ekki nema rétt rúmlega mánuður síðan að hún Vigga amma var á ferð hér fýrir austan fjall og dansaði fyrir góða vinkonu sína hana Önnu í Vesturholtum. Þetta var góð ferð og gisti amma að vanda hjá mág- konu sinni á Hellu, en þar vildi hún alltaf gista ef hún var á ferð, enda alltaf velkomin til hennar Gunnu. Fá- einum dögum eftir sveitaferðina tal- aði amma um að hún væri hreint eins og „drasla", eða þannig tók hún til orða. Eftir að hafa svo farið í rann- sókn kom í Ijós að amma var komin með bráðahvítblæði. Við gerðum okkur strax grein fyiir því að amma blessunin ætti ekki eftir að vera mik- ið lengur með okkur, enda kom á dag- inn að eftir rétt fjórar vikur var hún ÖU. Það er ótal margt sem kemur upp í hugann þegar horft er til baka, enda hefur amma alltaf verið svo nálæg sínu fólki, verið í góðu sambandi eins og ættarhöfðingjar eiga að vera, hún var svo sannarlega góður og mikill ættarhöfðingi. Ofarlega í minningunni eru þó „fundirnir" en það var venjan að sem flestir af afkomendunum hittust á laugardags- eða sunnudagsmorgnum í volgar pönnukökur eða vöfflur sem amma var búin að baka fyrir allar aldir, enda alltaf komin snemma á fætur. Kölluðust þessar samkomur fundir innan fjölskyldunnar. Það var oft margt um manninn enda fjöl- skyldan orðin stór, hafði amma mjög gaman af því að geta sagt hversu margir vora mættir þennan eða hinn daginn. Ef ég og mín fjölskylda átt- um leið til Keflavíkur, var reynt að komast á fund, því að þá hittum við svo marga. Það var stundum gert grín að því að ef skipta þyrfti um teppi á stigaganginum á Kirkjuvegi 11, ætti amma að borga mest, því að þvílíkur var gestagangurinn að eðli- legt væri að teppið slitnaði mest af hennar gestum. Ömmu þótti gaman að dansa og var hún stundum að sýna dans með eldri borguram. Henni þótti miður hvað unga fólkið var óduglegt við gömlu dansana, og talaði hún þá stundum um hræðilegan „fótaburð", ef hún lenti á lélegum dansara. Ég á ömmu mikið að þakka, hún vissi nú allt um það, því að fyrir stuttu áttum við amma notalegt spjall þar sem við töluðum um hvað okkur þætti vænt hvorri um aðra. Ég gat líka sagt henni hvað ég og mín fjölskylda væri rík, að hafa átt hana fyrir ömmu. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þessa dagana þegar ég rifja upp minningamar um ömmu. Þá virðist svo stutt síðan ég var lítil ríð- andi á honum Stjama að skoða æsku- stöðvamar hennar ömmu og ég réð ekkert við hestinn en amma skipti við mig um hest og Stjami blessaður varð að lúta vilja ömmu sem var reist og glæsileg reiðkona. Þarna var ég stolt af ömmu minni en það var ekki í eina skiptið, því það var auðvelt að vera stoltur af henni. Hvar sem hún kom bar hún með sér svo mikinn þokka að eftir henni var tekið, hún var ætíð bein í baki og bar höfuðið hátt. Það hækkar mann um minnst tíu sentimetra að vera svo reistur, var amma vön að segja, og þar sem hún var ekki hávaxin virkaði þetta vel. Fyrir þremur áram var amma hér í heimsókn með yngstu dóttur sinni, móður minni, og kom þá til tals hvað gera ætti henni til gamans á níræðis- afmælinu, helst ætla ég nú ekki að verða níræð en ef svo verður vil ég helst fá að fljúga hér yfir Rangárvell- ina, sagði amma. En þar sem ágætt var veðrið þennan daginn fengum við góðan flugmann hér á Hellu til að fara í loftið með gömlu konuna. Er skemmst frá því að segja að hún Ijóm- aði eins og sól þegar vélin lenti eftir að hafa verið að skoða sveitirnar hér í kring undir leiðsögn flugmannsins í góðan klukkutíma, hoppaði sú gamla niður úr vélinni hðug sem köttur og þakkaði vel fyrir sig. Agæta fjölskylda, vinir og sam- ferðamenn Viggu ömmu, gleðjumst nú með henni, hún er nú komin til afa sem öragglega tók vel á móti henni. Tengdasynimir hafa ekki verið langt undan frekar en allir ættingjarnir og vinir hennar sem famir era. Þökkum fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi með okkur og verndum minningu hennar. Blessuð sé minn- ing Viggu ömmu, hafi hún bestu þakkir fyrir allt sem hún gaf af sér til okkar allra. Anna María Kristjánsdóttir, Helluvaði. Það er sama hversu sumarið er gott, það kemur alltaf haust á eftir og síðan vetur. Einn bjartan sumardag veiktist Vigdís og banalega hennar gekk yfir á aðeins fimm vikum. Hún náði því þó að verða 90 ára eins og ég hafði oft sagt við hana. Ég fór oft með henni og tengdó að versla í Samkaup á fostudögum en Ella hugsaði iðulega vel um móður sína og sá um að fara með hana í búð á hverjum föstudegi. Vigdís vildi náttúralega eiga nóg með kaffinu fýrir fólkið sitt sem kom alltaf til hennar á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum. Þá passaði hún vel upp á að allir fengju nú öragglega nóg með kaffinu og átti hún alltaf nóg handa öllum, sama hversu margir mættu. Vigdís var mjög heilsuhraust og giæsileg kona sem bar sig alltaf vel. Hún átti ansi marga kjóla og fín föt sem hún hafði mjög gaman af að klæða sig í. Mikið af þessum fötum höfðu bömin hennar keypt á hana þegar þau fóra utan. Þegar ég var að hjálpa henni að flytja á Kirkjuveginn átti hún næstum öll fótin sem fóra í fataskápinn. Þá spurði ég hana hvort Guðni fengi ekkert undir sín föt og þá sagði hún að hann fengi nú bara helminginn af einum skápnum, það væri alveg nóg fyrir hann. Þú varst alltaf svo þakklát ef að einhver gerði eitthvað fyrir þig og er mér minnisstæðust bílferðin sem við Ómar fóram með þig í um páskana. Þá fóram við Reykjaneshringinn og enduðum í kaffi í Bláa lóninu. Þú varst svo ánægð að við skyldum bjóða þér með og þér fannst Bláa lónið al- veg yndisleg náttúraperla. Við rædd- um þá um að þú gætir haldið upp á 90 ára afmælið þitt þar í haust og fannst þér það frábær hugmynd. Ekki varð nú úr hugmynd þeirri en afmælis þíns var minnst með tertum og kaffi á Landspítalanum og þú minntir alla þá sem komu til þín á að fá sér kaffi ogtertu. Elsku Vigga amma, þó að þú sért ekki blóðamma mín leit ég ailtaf á þig sem ömmu mína þau 16 ár semég þekkti þig. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir allt og allt. Ég kveð þig með söknuði. Megi guð geyma þig og minningu um yndislega ömmu geymi ég í hjarta mér. Guðbjörg Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.