Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.09.2000, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 ____________________________ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Freistingarnar, vilja- styrkurinn o g vaninn HVILIKUR vilja- styrkur segja vinkon- ur Ásu þegar hún af- þakkar sneið af súkkulaðimarengs- rjómatertunni. Hún baðar sig í hrósinu þar til á miðnætti þegar hún laumast í eldhúsið og sporðrennir síðustu 'ál) Nóa konfektmolun- um sem urðu afgangs í matarboðinu í gær- kvöldi. Bara 3 kílómetra í dag sannfærir Bára sig um um leið og hún treður sér í jogging- buxurnar og gerir sig klára í skokkið í hádeginu en endar í stað- inn með hamborgara og franskar í poka - og risavaxið samviskubit það sem eftir lifir dags. Síðasta sígarettan tilkynnir Tómas með stolti og kveikir í henni úti á afmörkuðu reykingasvæðinu. Honum er þó ljóst, eftir að hafa út- skrifast fimm sinnum áður af -„'Haettu að reykja“ námskeiðum, að hann getur ekki treyst sínum eigin orðum. Það er fátt sem dregur sjálfs- ímynd okkar meira niður en þegar okkur bregst viljastyrkurinn og við stöndum ekki við okkar eigin markmið. Ef okkur aðeins tækist að vera nógu ákveðin tækist okkur að losna við slæma ávanann eða þessi 10 kfló til að komast loksins í gott form. Þegar okkur mistekst fellur sjálfstraustið hratt niður og okkur finnst við aumingjar sem ékkert geta. Því miður er staðreyndin sú að við höfum sjaldan eða aldrei haft meiri þörf á viljastyrk. Freistingar eru alls staðar. Ódýr, fituríkur og hitaeiningaríkur matur er hvar- vetna innan seilingar og þjóðin fitnar, ekki aðeins við fullorðna fólkið heldur hafa íslensk börn aldrei verið feitari. Aðeins um 25- 30% þjóðarinnar stundar einhverja hreyfingu og færri stunda hana reglulega. Þegar kemur að því að bæta okkar eigin heilsu virðist gamli góði viljastyrkurinn duga skammt. Að treysta í blindni á að við losn- um undan slæmum ávana með 'Viljastyrkinn einan að vopni er eins og að trúa því að peningarnir vaxi á trjánum. Til að gera varanlegar breytingar á lífsstíl þurfa breyting- arnar að verða að vana. Að nota viljastyrkinn og segja nei er ekki langtímalausn. Við þurfum að til- einka okkur smám saman nýjar venjur sem við erum sátt við, að öðrum kosti eru þær ekki komnar til að vera. Flestir sem hyggjast taka sig á varðandi heilsuna byrja of geyst. Svelta sig í heilan dag, hamast á hlaupabrettinu í fleiri klukkustund- ir eða taka með trukki nýja „tísku- kúrinn“. Þetta fólk hefur sannað að það býr yfir viljastyrk en hvernig Ágústa Johnson er staðan eftir 10 daga - líklegt er að þá hafi þau snúið hratt og vel aftur til sinna fyrri venja. Vilja- styrkur virkar ekki nógu vel því hann er of líkur refsingu. Það er mannlegt eðli að þrá það sem við ekki getum fengið. Ákvörðunin um að hugsa vel um heilsuna er ákveðin binding. Þú hefur skyldum að gegna gagnvart sjálfri/um þér, að standa við ákvörðun þína. Þegar þú hefur tekið ákvörð- unina getur þú byrjað að skilgreina hvað það er sem stendur í vegi fyr- ir því að þú náir árangri og í fram- haldi af því unnið að því að yfir- stíga hindranirnar. Byrjaðu á þvi að fylgjast með því sem þú ert að gera nú þegar svo þú hafir eitthvað til að miða við þegar þú berð saman við árangur þinn. Því næst geturðu sett þér markmið en þau verða að vera raunsæ, skammtímamarkmið sem auðvelt er að ná. Því fleiri markmiðum sem þú nærð því ánægðari ertu með sjálfan þig og ferð að líta á þig sem einstakiing sem gengur vel og nær árangri. Ef markmið þitt er að lækka kól- esteról í blóði gætirðu byrjað á ein- Heilsa Til að gera varanlegar breytingar á lífsstíl, seg- ir Ágústa Johnson, þurfa breytingarnar að verða að vana. földum markmiðum svo sem að sleppa öllu rauðu kjöti tvo daga í viku. Fylgstu með hvernig það gengur. Gastu staðist freistingarn- ar þessa tvo daga? Ef ekki, þá af- hverju? Gerðir þú e.t.v. þau mistök að fara á uppáhaldshamborgara- staðinn og panta þér salat? Lykill- inn að árangri er að finna leiðir sem virka fyrir þig. Reyndu að koma í veg fyrir að freistingarnar séu beint fyrir framan nefíð á þér. Árangurinn sem þú nærð veitir þér svo hvatningu um að ná enn frekari árangri. Eftir dálítinn tíma þarftu svo ekki lengur að hugsa um þínar nýju betri venjur. Þegar þú ert búin/n að skokka í hádeginu 3 sinn- um í viku í 3 mánuði hættir þú að hugsa um hvort þú getir það eða ekki. Þú gerir það einfaldlega. Þá hugsa hinir, hvílíkur viljastyrkur. Höfundur er framkvæmdastjóri. Má seinka elli- hrörnun heilans? ÞEGAR fólk fer að eldast fara stundum að koma fram einkenni frá heila sem einu nafni eru nefnd elliglöp. Þetta lýsir sér oft sem persónuleikabreyting- ar og minnisleysi, eink- anlega á nýliðna at- burði. Á undangengn- um ámm hefur sú tegund elliglapa sem nefnd er alzheimer- sjúkdómur mikið verið í sviðsljósinu. Hjá alz- heimersjúklingum virðist sem mjög dragi úr virkni taugaboðs- efnisins acetyl-kólíns, sem vitað er að tengist minni, ásamt því að prót- ein-efni sem nefnt er amyloid sest í vissa staði í heilanum. Einnig finnst meira ál í heila látinna alzheimers- sjúklinga en í heila einstaklinga sem dáið hafa úr öðrum sjúkdómum. Af þessum sökum hefur fólk verið varað við að sjóða súran mat í álpott- um, en sýra leysir upp ál í matarílát- um úr áli sem þá blandast matnum sem soðinn er. Einnig er full ástæða til að vara við sýrubindandi maga- lyfjum sem stundum innihalda mikið af áli í forminu alúmíníum-oxíð eða hydroxíð. Ennþá er þó ekki talið fullsannað að ál eigi þátt í alzheimersjúkdómi, þó að nýlegar kannanir bendi ein- dregið til þess. Það var þó ekki þetta sem ég ætl- Ævar Jóhannesson aði aðallega að ræða í þessum greinarstúfi. Fyrir nokkru kom _ á markaðinn hér á ís- landi efni sem talið er að seinkað geti öldrun- areinkennum í heila í allt að 10 ár, sé það rétt notað. Þetta efni heitir fosfatidyl-serin, sem ég hér eftir nefni f-serin. F-serin tilheyrir efnaflokki, sem nefnd- ur er fosfólípíðar og er uppistaðan í fituefni sem nefnt er lesitín. Venjulegt lesitín t.d. í eggjarauðum eða í sojabaunum inniheldur þó sáralítið af f-serin og aðeins í heila manna og dýra finnst efnið í nokkru teljandi magni. Augljóst er að það gegnir veiga- miklu hlutverki í frumuhimnum heilafrumnanna en fosfólípíðar eru meginefni allra frumuhimna. Þess vegna fóru vísindamenn að gera til- raunir með f-serin, unnu úr heila nautgripa, á fólki með ýmiskonar heilabilun. Árangurinn varð fljótlega mjög at- hyglisverður, en skömmu síðar kom kúariðan upp í Englandi og allar til- raunir með vörur unnar úr heila nautgripa lögðust niður. Þá var farið að huga að hvort ekki mætti vinna f-serin úr soja-lesitíni. Lítið sem ekkert er af því í soja-lesi- tíni óbreyttu en með því að umbreyta Fjármögnun smávirkjana TOLUVERÐ um- ræða hefur verið að undanförnu um litlar vatnsaflsvirkjanir og hugsanlega tengingu þeirra inn á dreifikerfi RARIKS. Varhuga- vert er að byggja upp of miklar væntingar hjá mönnum því enn eru margir þættir málsins ófrágengnir eins og t.d. fjármögn- unin, kostnaður við flutning og tengingu raforkunnar við dreifi- kerfið o.fl. Ýmsar hindranir eru því í veginum sem stjórnvöld geta beitt sér fyrir að lagfæra. Sem innlegg í þá umræðu eru eftirfarandi hug- leiðingar settar fram: Fjármögnun í dag er enginn einn ákveðinn aðili sem fjármagnar stofnkostnað vegna smávirkjana og engar sér- reglur eru í gildi vegna þeirra hjá þeim aðilum sem hægt er að leita eftir fjármagni hjá. Það er ljóst að hér er um langtímafjárfestingu að ræða sem kallar á langtímafjár- Einar Pálsson Kópalind 4 - Opið hús 4ra herb. 122 fm gullfalleg íbúð á 1. hæð í þessu glæsi- lega húsi. íbúðin er með sér- inng. og skiptist i stofu, 3 góð svefnherb., eldhús, baðherb., þvottaherb. og forstofu. Allar innréttingar mjög vandaðar og fallegar (kirsuberjaviður). Parket og flísar á gólfum. Af- girtur ca 50 fm sólpallur. Ný fullgerð glæsieign fyrir vandláta kaupendur. Góð lán. Margrét og Hörður taka vel á móti áhugasömum kaupend- um frá kl. 14.00—18.00 í dag og á morgun. FASTEIGNASALAN GARfiUR, S. 562-1200, 862-3311 .. * mögnun. Jafnframt má ekki eingöngu miða fyrirgreiðslu við þá sem hyggjast selja raforku inn á lands- netið heldur þarf einn- ig að líta til annarra atriða eins og virðis- aukningar heima fyrir með nýjum atvinnu- tækifærum, kostnað- arlækkunar vegna eig- in raforkuframleiðslu og þrífösunar raf- magns á ákveðnum svæðum sem ekki hefðu að öðrum kosti aðgang að slíku. At- vinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur litið á málið sem mikilvægt byggðamál sem styrkt getur bú- setu víða í dreifbýlinu og bætt upp að einhverju leyti tekjuskerðingu sem bændur hafa orðið fyrir vegna samdráttar í hefðbundnum búskap. Til að þessum markmiðum verði náð er mjög mikilvægt að það tak- ist að skapa viðunandi lagalega og rekstrarlega umgjörð um málið. Það er ljóst að ef nánast allar tekjur slíkra smávirkjana fyrstu 10-15 árin fara til greiðslu vaxta og afborgana lána yrði slíkt ekki til að auka ráðstöfunartekjur viðkomandi aðila á því tímabili. Eg tel að skilvirkasta leiðin til að standa að fjármögnun smávirkjana sé sú að hún verði á einni hendi með svipuðum hætti og gert var með raforkulögum sem sett voru árið 1946. í kjölfar þeirra laga var Orkumál Líta verður á framlag stjórnvalda til smá- virkjana, segir Einar Pálsson, sem framlag til byggðamála og umhverfismála. stofnaður „Raforkusjóður“ sem síð- ar var breytt í Orkusjóð. í fyrstu kæmu tveir kostir til skoðunar, annars vegar að breyta aftur lög- um um Orkusjóð eða þá að setja sérstök lög um „Smávirkjanasjóð“. Markmiðið væri að veita þeim aðil- um sem hyggjast reisa og reka vatnsaflsstöðvar upp að ákveðinni stærð, til eigin nota og/eða til raf- orkusölu inn á dreifikerfið (lands- netið), hagstæð 30-40 ára langtíma- lán með 3-4% vöxtum og jafnframt að veita sömu aðilum styrki. Með þessu móti sætu allir við sama borð hvað varðar fjármögnun hvort sem virkjunaraðilinn væri bóndi, sveit- arfélag eða landeigandi sem ekki er á lögbýli. Miðað yrði við að láns- hlutfall yrði 65-70% af heildar- stofnkostnaði og styrkir um 10- 15%. Fjármögnun slíks sjóðs gæti verið með eftirfarandi hætti: a) Nýtt fjármagn af fjárlögum (Byggða- og umhverfismál). b) Tilfærsla á fjármagni frá þeim aðilum sem veita fjármagn til þess- m Afsláttur í september af barnamyndatökum B*»)l»^FjðLSKVLDIl Núpalind 1 Sfmi 564 6440 www.ljosmyndir.net ara verkefna s.s. Lánasjóðs land- búnaðarins, Framleiðnisjóðs og Byggðastofnunar. c)Tilfærsla á hluta þess fjár- magns sem ætlað er til niður- greiðslu á rafmagni fyrir fólk í dreifbýli til húshitunar og al- mennra nota. Eðli málsins samkvæmt heyra málefni smávirkjana undir iðnaðar- ráðuneytið og því eðlilegt að fjár- mögnunarþátturinn geri það líka. Þriðji kosturinn væri að Byggða- stofnun sæi um lán- og styrkveit- ingar til smávirkjana enda heyrir stofnunin undir iðnaðarráðherra eins og Orkusjóður. Náist ekki samstaða um neinn af þessum þremur kostum þarf að skoða það að færa fjármögnunina undir Lánasjóð landbúnaðarins eða Framleiðnisjóð. Aðalatriðið er að fjármögnunin sé á einni hendi. Á árinu 1998 voru 196 einka- reknar vatnsaflsrafstöðvar hér á landi og var heildaraflið um 4MW. Talið er að hægt sé að framleiða a.m.k. 50-60 MW með smávirkjun- um eða sem nemur stærð Nesja- vallavirkjunar eða % Sultartanga- virkjun. Takist að ná samstöðu um þá stefnumörkun að á næstu 5 ár- um (2001-2005) aukist raforkuframleiðsla smávirkjana úr 4 MW í 10 MW þarf að tryggja nægjanlegt fjármagn til að slíkt sé raunhæft. Hugsanleg fjárþörf slíkrar aukningar er eftirfarandi ef miðað er við að stofnkostnaður verði 120 þús.kr/kW.: Hcildarljárþörf: (6.000 kW x 120.000) 720 mkr. Lánsfé (65%) 468 mkr. Styrkir (15%) 108 mkr. Eigin fjármögnun ( 20%)144 mkr. Fjármagn til styrkja og lánveit- inga þyrfti því að vera um 576 mkr. á tímabilinu eða um 115 mkr. á ári að meðaltali. Ef gengið er út frá því að vextir af lánunum verði 3,5% í stað 6,8% sem nú bjóðast hjá Lánasjóði landbúnaðarins verður viðbótarkostnaður 15,5 mkr. á ári. Setji menn markið hærra og miði við að raforka framleidd í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.