Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Búnaðar- banki og Landsbanki á athugun- arlista YÞI Stefnumótun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu Markmiðið að skerpa sam- eiginlega framtíðarsýn Morgunblaðið/Ámi Sæberg Stofnfundurinn var vcl sóttur af slarfsfólki heilsugæslunnar á þriðjudag. VERÐBRÉFAÞING íslands hf. (VÞI) hefur sett öll verðbréf sem Búnaðarbanki Islands hf. og Landsbanki íslands hf. hafa gefíð út og skráð eru á þinginu á athug- unarlista. I fréttatilkynningu frá VÞI kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem þingið setur verð- bréf á athugunarlista en aðrar kauphallir í NOREX-samstarfinu setji verðbréf iðulega á slíkan lista. VÞÍ hyggist taka upp svipuð vinnubrögð og sé það liður í þeirri samræmingu sem fylgi aðildinni að NOREX. I tilkynningunni kemur jafn- framt fram að sú ákvörðun að setja verðbréf á athugunarlista feli ekki i sér mat á verðleikum við- komandi bréfa eða útgefenda þeirra, þetta sé eingöngu gert til að vekja athygli fjárfesta á því að verðmyndun bréfanna sé af ein- hverjum sökum óviss. Óvissa vegna umræðu um hugsanlega sameiningu Þegar Morgunblaðið spurði Finn Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóra VÞÍ, hvers vegna bankarnir hafi verið settir á athug- unarlistann sagði hann umræðuna á opinbenim vettvangi um hugsan- lega sameiningu bankanna vera ástæðu þess. Vegna hennar hafi verið haft samband við báða bank- ana og viðskiptaráðuneytið til að kanna hvort þessir aðilar væru reiðubúnir til að gefa út yfirlýs- ingu sem mundi skýra ástandið. Þeir hafí hins vegar ekki verið reiðubúnir til þess og því sé óvissa ríkjandi og stjórn VÞI hafí þess vegna þótt ástæða til að setja bankana tvo á athugunarlista til að vekja athygli fjárfesta á óvissunni. HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR á höfuðborgarsvæðinu og VSÓ Del- oitte & Touche - Ráðgjöf og Sí- mennt Háskólans í Reykjavík hafa undirritað samning um verkefni við stefnumótun og breytinga- stjórnun fyrir 12 heilsugæslustöðv- ar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Verkefnið, sem hefur hlotið vinnu- heitið „Heilsugæsla til framtíðar", er þegar hafíð og nær fram á sumarið 2001. Markmið samstarfsins er að skerpa sameiginlega framtíðarsýn heilsugæslustöðva, greina ytra og innra starfsumhverfi þeirra, taka afstöðu til framtíðarstefnu og meg- inmarkmiða, þróa framkvæmda- áætlun og aðstoða við að innleiða stefnuna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fjölmargir starfsmenn heilsugæslustöðva koma með bein- um hætti að verkefninu sem m.a. byggist á umfangsmikilli fræðslu og hópstarfi. Áhersla lögð á að virkja starfsmenn til að móta framtíðarsýnina Að sögn Þórönnu Jónsdóttur hjá Háskólanum í Reykjavík er það sem er sérstakt við þetta verkefni m.a. umfangsmikil fræðsla til allra stjórnenda heilsugæslunnar, allir yfirlæknar og hjúkrunarframkvæmdastjórar, auk yfirstjórnar munu taka þátt í stjórnendanámi á vegum Háskól- ans í Reykajvík. Ennfremur verður lögð rík áhersla á að virkja sem flesta starfsmenn og fá þá til að taka þátt í að móta framtíðarsýnina fyrir heilsugæsluna. Verkefninu var formlega hrundið af stað á þriðjudag í Borgarleik- húsinu þar sem allir starfsmenn heilsugæslunar (rúmlega 400 tals- ins) voru boðaðir. A meðan voru heilsugæslustöðvarnar mannaðar af yfírlæknum og hjúkrunarfor- stjórum sem voru í umfangsmikilli fræðslu um síðustu helgi. Formaður SÍH segir íslenskt samfélag kjörið til að þróa hugbúnaðarlausnir Neikvæð starfsskilyrði geta hrakið íslensk tæknifyrirtæki úr landi NEIKVÆÐ starfsskilyrði íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja gætu leitt til þess að slík fyrirtæki kjósi í ríkari mæli að byggja upp höfuðstöðvar sínar erlendis verði ekki breyting á umhverfí hugbúnaðarfyrirtækja hér á landi. Þetta kom fram í ræðu Ing- vars Kristinssonar, formanns Sam- taka íslenskra hugbúnaðarframleið- enda, á morgunverðarfundi Dansk- íslenska verslunarráðsins og Sam- bands íslenskra hugbúnaðarfram- leiðenda í gærmorgun. Ingvar er jafnframt aðstoðarframkvæmda- stjóri GoPro hugbúnaðarfyrirtækis- ins sem verið hefur að byggja upp starfsemi erlendis. Ingvar sagði að íslenskt samfélag væri tilvalið til að þróa og prófa nýj- an hugbúnað. „Við höfum sagt það og segjum það enn að örmarkaður- inn Island er okkar sterkasta vopn. Það er smæð þessa markaðar og ná- lægð við okkar viðskiptavini, þetta litla þjóðfélag, sem hjálpar okkur að þróa lausnir inn í viðskiptaumhverf- ið. ísland er besta umhverfíð til að þróa og prófa hugbúnaðarlausnir, ég fullyrði það eftir að hafa reynt það annars staðar í heiminum. Þetta er okkar forskot, við höfum ekkert annað.“ íslenskur hugbúnaðariðnaður hefur verið í örum vexti síðustu tíu árin. I dag starfa um 2.200 manns við sölu, þróun, þjónustu og ráðgjöf varðandi hugbúnað. Starfsmönnum fjölgaði um 400 á milli áranna 1998 til 1999 og hefur fjölgað um 800 á síðustu fimm árum. Veltan í grein- inni var 13 milljarðar á síðasta ári en veltuaukningin var 75% á milli ár- anna 1998 og 1999 en það er mesta aukning sem orðið hefur í greininni. Hlutfall af þjóðartekjum hefur auk- ist á síðustu fjórum árum úr 3,2% í 4,3% og úflutningur hefur aukist úr því að vera enginn í upphafí 10. ára- tugarins í það að vera um 2,2 millj- arðar í lok hans. Útflutningstekjur nema 17% af veltunni en að sögn Ingvars er það athyglisvert að út- flutningstekjur eru að lækka sem hlutfall af heildarveltu í greininni. „Það er ósköp eðlileg skýring á því. Menn eru ekki að flytja út þenn- an hugbúnað heldur eru menn að færa starfsemina til útlanda og byggja hana þar upp. Það verða til talsverðar erlendar tekjur, ekki út- flutningstekjur, sem verða til í hag- kerfum erlendis og koma ekki fram hér nema í uppgjörum fyrirtækja." íslensk lög henta ekki viö- skiptafélögum í hugbúnaði Að sögn Ingvars er margt í okkar þjóðfélagi og vinnuskipulagi sem hentar ekki hátæknifyrirtækjum og þessum nýju hugbúnaðarfyrirtækj- um sem eru að byggja sig upp bæði hér á landi og erlendis. Fyrirtækin eru því frekar að hasla sér völl er- lendis, setja þar upp starfsemi og skapa tekjur sem verða til erlendis en telja ekki sem útflutningstekjur í þjóðhagsreikningum. „Þannig að hlutfall útflutnings af veltu er að minnka, erlendar tekjur eru að aukast vegna þess að starf- semi íslenskra fyrirtækja er auðvit- að að byggjast upp erlendis. Til þess að fyrirtækin geti haldið áfram hér heima verða starfsskilyrðin auðvitað að vera í lagi. Menn verða að vera tilbúnir til að laga starfsskilyrðin vegna þess að uppbyggingin getur auðvitað stöðvast mjög snöggt ef móðurfélögin og viðskiptafélögin munu flytja úr landi á einni nóttu.“ Ingvar segir það mjög freistandi fyrir fyrirtæki, sem hafi haslað sér völl í landi eins og Danmörku, að færa viðskiptafélagið frá íslandi til Danmerkur. Hann segir að lög sem sett voru á síðasta ári um alþjóðleg viðskiptafélög á íslandi, með það að markmiði að laða að erlenda fjár- festa og fyrirtæki, henti engan veg- inn íslenskum viðskiptafélögum. „Það stendur klárt í lögum að fyr- irtæki getur verið eignaraðili að öðr- um alþjóðlegum viðskiptafélögum en ekki að öðrum íslenskum lögað- ilum. Ef við ætluðum að falla að þessum lögum yrði GoPro að selja íslensk fyrirtæki sín eða taka þau út og eiga bara erlend fyrirtæki. Við mættum ekki heldur nota þetta félag til að markaðssetja og selja þær vörur sem við höfum þróað og prófað hér á Islandi. Þann- ig að lög um alþjóðleg viðskiptafélög eins og þau eru sett upp henta ekki íslenskum viðskiptafélögum, þau eru fyrir einhverja allt aðra.“ Erfitt að færa starf smenn á milli landa Að mati Ingvars gæti það orðið mjög áhugavert fyrir íslensk fyrir- tæki, sem huga að uppbyggingu og markaðssetningu erlendis, að þess- um lögum yrði breytt þannig að lög- gjöfin næði utan um starfssemi þeirra og fyrirtækin gætu haslað sér völl heima og erlendis og haft sínar bækistöðvar á íslandi. „Þar viljum við auðvitað vera, þar eru okkar rætur og við viljum helst ekkert þurfa að fara héðan en menn þrjóskast auðvitað ekki við ef stjómvöld og umhverfi er okkur ekki vingjarnlegt." Ingvar nefnir sem dæmi um nei- kvætt umhverfi að tvísköttunar- samningar eru aðeins til við örfá ríki sem skipti verulegu máli og tak- marki mjög fljótt hversu lengi hægt er að stunda þessa starfsemi frá Is- landi. Þá nefnir hann, að á meðan ís- lensk skattalöggjöf hafí ekki skil- greint með hvaða hætti starfsmaður geti fært á móti kostnað vegna veru sinnar erlendis, sé í raun ófram- kvæmanlegt fyrir íslendinga og ís- lensk fyi'irtæki að færa starfsmenn á milli landa til að vinna að ýmsum þróunarverkefnum. Forsenda aukins hagvaxtar þjóðarinnar Að sögn Ingvars er síðan ekki til nein skattaleg ívilnun vegna mark- aðs- eða þróunarstarfa þó svo að menn hafi reynt að koma slíkri lög- gjöf í gegn. I samanburði við Dan- mörku bendir Ingvar á að þar geti fyrirtæki sem stunda þróunarstarf sótt um viðbótarskattafrádrátt sem getur numið allt að 50% af kostnaði. i Þá segir Ingvar að þegar fyrir- tæki séu komin með mikla starfsemi og tekjur erlendis og vilji því gera upp ársreikninga sína í öðrum gjald- miðli en íslenskum krónum sé það óheimilt samkvæmt íslenskum út- flutningslögum. „Þetta eru auðvitað hlutir sem þarf að breyta. Við verðum að laga og breyta þessum tilskipunum okk- ar og löggjöf um viðskiptafélög ef við viljum sjá að viðskiptafélög vaxi i hér og dafni, ekki bara einhver út- lensk fyrirtæki sem kannski dettur í hug að stoppa hér við. Við verðum að laga þetta þannig að Islendingar geti byggt hér upp viðskiptafélög með útrás í huga.“ Ingvar segir nauðsynlegt að búið sé til rekstarumhverfi á íslandi sem geti varið hátækniiðnaðinn og stuðl- að að áframhaldandi uppbyggingu og vexti hans, sem skapi svigrúm til að auka tekjur og laða að erlenda fjárfesta. Slíkt hljóti að vera for- senda aukins hagvaxtar þjóðarinn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.