Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hörður Sigurgestsson afhenti Ingimundi Sigurpálssyni lyklavöldin í Eimskipafélagi íslands Komið að endur- menntunarstiginu HÖRÐUR Sigurgestsson tók á móti Ingimundi Sigurpálssyni eftirmanni sínum á forstjóraskrifstofunni í hvíta húsi Eimskipafélagsins við Hafnar- stræti um níuleytið í gærmorgun. Þangað voru einnig mættir Bene- dikt Sveinsson, stjórnarformaður Eimskips, og aðrir stjómendur fyrir- tækisins. Við þetta tilefni afhenti Hörður Ingimundi lyklavöldin að íyrirtækinu, sagði að þau væru í sjálfu sér hvorki mikil né merkileg en starfið sjálft hefði hins vegar gefið sér mikið. Þakkaði hann sérstaklega starfsfólki Eimskips fyrir gott samstarf gegnum áiin og óskaði eftirmanni sínum vel- famaðar í starfi. Bað hann sérstaklega að heilsa eig- inkonu Ingimundar, þar sem hún myndi finna mikið íyrir þessu starfi á næstu ámm, um það gæti hann sjálf- ur vitnað af eigin reynslu. Þakklæti efst í huga Ingimundur tók við lyklunum úr hendi Harðar. Hann sagðist taka við góðu búi af forstjóra sem unnið hefði mikið og farsælt starf. Vildi hann ítreka að hann væri uppnuminn yfir nýjum verkefnum og staðráðinn í að gera sitt besta. Meira væri víst ekki hægt að ætla sér. Hörður sagði í samtali við Morgun- blaðið að sérstakar tilfinningar bærð- ust í sér við þessi tímamót. „Eg hef aldrei gert það áður að hætta störfum af þessu tagi, þótt ég hafi áður farið á milli staða, þannig að það er eins og maður sé svolítið á floti,“ sagði hann. Hörður sagðist á sama tíma vera afar þakklátur fyrir þann tíma sem hann hefði verið við störf. Vel hefði gengið að reka fyrirtækið áfallalaust í 21 ár og hann væri ekki síst þakklátur í garð sinna yfirmanna, stjómar fyrir- tækisins, fyrir að hafa veitt sér tæki- færi til að gera það. Þá vildi hann líka koma á framfæri þakklæti til starfs- fólks fyrirtækisins gegnum árin. „Samvinna mín og samstarf við þrjá síðustu formenn stjómar félags- ins hefur verið mjög ánægjulegt og hnökralaust. Ég kom hingað sem ungur maður og það var að sjálfsögðu mikil ögrun. Að sama skapi var mér sýndur mikill trúnaður." Heilmikill lífsins skóli að vinna á gömlu höfninni sem drengur I kveðjuávarpi sínu til starfsmanna Eimskips á miðvikudag lýsti Hörður fyrstu kynnum sínum af fyrirtækinu. „Ég vann fyrst sem sumarmaður hjá Eimskipafélaginu í A-skálanum í gömlu höfninni og það var heilmikill lífsins skóli að fá að vinna þar með mikilúðlegum og harðsnúnum hópi í hafnarvinnunni. Það var upphafið að mínum lífsins skóla; þar lærði maður að vinna með skipulegum hætti og að svara fyrir sig. Maður drakk í sig endalausa pólítíska umræðu enda margt af þessu fólki með mikla reynslu að baki. Síðan sagði ég sem svo að fyrir 21 ári hefði mín framhaldsmenntun haf- ist. Nú finnst mér sem komið sé að endurmenntunarstiginu. Ég hef ekki skipulagt það til hlítar en ætla svo sannarlega að gera ýmislegt nú sem ég hafði ekki tíma til áður. Það að reka fyrirtæki eins og Eimskip er nefnilega ekki vinna frá 9 til 5.“ Hörður segist enn hafa á sínu borði nokkur stjómarverkefni sem hann hafi áhuga á. Hann eigi einnig sæti í Háskólaráði og af því verkefni hafi hann mikla ánægju. „Síðan ætla ég bara að sjá til. Verði einhverjar ki'ossgátur á vegi mínum hef ég vafalaust áhuga á að taka þátt í að leysa þær. Ég geri hins vegar ráð fyrir að ljúka störfum mínum í at- vinnulífinu með þátttöku í stjómum fyrirtækja og svipuðum störfum. Ég er hins vegar að láta af störfum til að hafa meiri tíma til að sinna Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hörður Sigurgestsson býður Ingimund Sigurpálsson velkominn til starfa. Á milli þeirra stendur Benedikt Sveinsson, sijómaformaður Eimskips. minni fjölskyldu, hún hefur ekki séð allt of mikið af mér síðustu tvo ára- tugina. Ég ætla einnig að lesa fleiri bækur, sjá fleiri kvikmyndir, sækja fleiri tónleika og ferðast. Það liggur sumsé ýmislegt fyrir,“ sagði Hörður enn fremur brosandi. Fyrii-tækið vel rekið Ingimundur Sigurpálsson sagði Morgunblaðinu, þar sem hann sat í nýrri skrifstofu sinni, að þar með væri fyrsti vinnudagurinn hafinn og fram- undan væra mikil og verðug verkefni. „Það sést af reikningum að þetta fyrirtæki er og hefur verið vel rekið. Eg tek þannig við góðu búi og því er ekki rétt að gera ráð fyrir miklum áherslubreytingum í rekstrinum. Nýjum manni fylgja alltaf nýjar áherslur en ég mun gefa mér góðan tíma til að setja mig inn í málin,“ sagði hann. Ingimundur hefur verið bæjar- stjóri í Garðaba; síðan 1987 og hann mun áfram sitja í bæjarstjóm, enda kjörinn fulltrúi, fram að næstu sveit- arstjórnarkosningum. „Þessi störf era vissulega af öðram toga en ég er fullur tilhlökkunar að takast á við ný og spennandi verkefni." Ingimundur er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og stundaði fram- haldsnám við George Washington University í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Hann er 49 ára að aldri og kvæntur Hallveigu Höllu Hilmarsdóttur. Þau eiga þijá syni. Morgunblaðið/RAX Drengnrinn sem slasaðist á höfði A batavegi DRENGURINN sem slasaðist alvarlega á höfði í fyrradag er á batavegi að sögn læknis á Landspítala - háskólasjúkra- húsi í Éossvogi. Hann er þó enn á gjörgæsludeild. Drengurinn var fluttur með þyrlu Land- helgisgæslunnar frá Stykkis- hólmi á slysadeild spítalans í fyrradag eftir að hafa fallið á höfuðið. Hann gekkst þegar undir aðgerð og er nú á bata- vegi eins og fyrr segir. Þrjár breið- þotur Atlanta samtímis við Leifsstöð ÞRJÁR breiðþotur Flugfélagsins Atlanta voru samtímis um tíma á Keflavíkurflugvelli í gær og fyrra- dag meðan stund gafst milli stríða. Voru það tvær Boeing 747-200 og ein 747-300. Tvær þeirra héldu á brott í býtið í gærmorgun með far- þega Samvinnuferða-Landsýnar. Onnur hélt til Dublin og hin til Búda- pest. Sú þriðja heldur siðan á sunnu- dag til Rio de Janeiro í Brasiliu með ferðalanga í Heimsklúbbi Ingólfs. Hæstiréttur hafnar 27 millj. kr. skaðabótakröfu Kio Briggs Lögmæt skilyrði og fullt tilefni til gæsluvarðhalds HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað íslenska ríkið af 27 milljóna króna skaðabótakröfu Bretans Kio Alexander Briggs. Briggs var handtekinn við komu til landsins 1. september 1998 og fundust rúmlega 2.000 e-töflur í fór- um hans. Hann var sýknaður af ákæra um innflutning á efninu og höfðaði í kjölfar þess skaðabótamál þar sem hann krafðist 27 milljóna króna vegna rúmlega tíu mánaða frelsisskerðingar á áranum 1998 og 1999 þegar hann sat í gæsluvarð- haldi og síðar farbanni. Ríkið var sýknað af kröfu hans með dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur í febrúar. Briggs var handtekinn í Dan- mörku í nóvember í fyrra með 800 e-töflur og var dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Málarekstur hans hér á landi vegna skaðabótakröfunnar hef- ur því verið að honum fjarstöddum. Stuðlaði sjálfur að aðgerðum gegn sér Hæstiréttur segir að telja verði að lögmæt skilyrði og fullt tilefni hafi legið til þess að Briggs var úrskurð- aður í gæsluvarðhald í framhaldi af komu hans til landsins þegar um 2.000 e-töflur fundust í farangri hans. Við áframhaldandi meðferð málsins hafi framburður hans verið því mai-ki brenndur að rannsóknar- mönnum hafi verið torvelt að ganga úr skugga um sannleiksgildi hans en í ákveðnum atriðum var framburður- inn ekki talinn standast. Að þessu athuguðu hafi framferði Briggs við meðferð málsins verið með þeim hætti að hann hafi stuðlað að aðgerðum gegn sér í skilningi VEGFARANDI tilkynnti Neyðar- línunni um eld í álveri ísal í Straumsvík skömmu eftir hádegi í dag en hann kvað mikinn reyk stíga upp úr kerskála þess. Slökkviliðs- bflar frá Hafnarfirði og Reykjavík vora þegar kallaðir út. Nokkram mínútum síðar var þó boðið um eld afturkallað en þá hafði komið í ljós að reykurinn stafaði ekki af því að eldur væri laus heldur hafði komið laga um meðferð opinberra mála. „Er þáttur hans að þessu leyti svo stórvægilegur að fallast verður á þá niðurstöðu héraðsdóms að ekki séu lagaskilyrði til að dæma honum bæt- ur vegna gæsluvarðhalds og far- banns þess sem hann var úrskurð- aður til að sæta þar til endanlegur dómur gekk í máli hans. Vora úr- skurðir þar að lútandi fyllilega lög- mætir og framkvæmd aðgerða gagn- vart áfrýjanda í samræmi við lög,“ segir Hæstiréttur. gat á ker og nokkur tonn af bráðnu áli höfðu flætt niður í kjallara sem er undir kerjunum. Súráli var dreift yfir sjóðheitt álið til kælingar og úr varð mikill reykur. Blaðafull- trúi ísal segir enga hættu hafa ver- ið á ferðum, slík óhöpp verði af og til. Það sé þó ekki undarlegt að vegfarendum bregði í brún þegar svo mikill reykur stígur upp af ál- verinu. Alverið í Straumsvík Reykur en enginn eldur |Bor0imí>Iaþtb BÍÓBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖeUM Morgunblaö- inu í dag fylgir blað frá Slysa- varnafélag- inu Lands- björg: „Umferðar- öryggismál“ Fylgstu /pfáB? með nýjustu fréttum Guðmundur Torfason tekur við þjáifun hjá ÍR/Bl Guðmundur Benediktsson www.mbl.is hafnaði tilboði KR-inga/Bl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.