Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚR VERINU Rannis og Nýsköpunarsjóður Reynt að auka fjármagn til rannsokna RANNSÓKNARRÁÐ íslands og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hafa gert með sér samstarfssamn- ing í þeim tilgangi að auka það fjármagn sem til ráðstöfunar er til rannsókna og þróunar í íslensku atvinnulífi. Með samstarfinu verð- ur hægt að ráðast í fjárfrekari og áhættusamari verkefni en hingað til með innlendum rannsókna- styrkjum einum. Er þannig reynt að tengja saman rannsóknastyrki og áhættufjármagn og skapa sam- fellu í fjármögnun framsækinna verkefna sem lengi hefur vantað. Auglýst verður eftir verkefnum. Leitað verður eftir hugmyndum þar sem markvisst er stefnt að öfl- un hagnýtrar þekkingar er lagt geti grunn að nýrri framleiðslu og aukinni samkeppnishæfni í ís- lensku atvinnulífi. Rannsóknaráð metur umsóknir og úthlutar styrkjum til verkefna samkvæmt reglum sínum. Nýsköpunarsjóður metur hugs- anlegt viðskiptalegt gildi þekking- arverðmæta sem stefnt er að. Ekki er þó gerð krafa um að viðskipta- áætlun liggi fyrir, en æskilegt er að hægt verði að vernda þekking- arverðmæti sem rannsóknastarfið skapar með einkaleyfum. Aðild Nýsköpunarsjóðs að verkefnum getur verið með þrennum hætti: I fyrsta lagi með áhættuláni, í öðru lagi áhættulán með breytirétti í hlutafé og í þriðja lagi með hlutafé. Á árinu 2001 mun RANNÍS verja allt að 20 milljónum króna til þessara verkefna og NSA að lág- marki 40 milljónum króna, að því gefnu að verkefni uppfylli kröfur sjóðsins. GM og Fiat endur- vekja tilboð í Daewoo Ósló. Morgunblaðið. STÆRSTI bílaframleiðandi heims, General Motors, mun ásamt Fiat bílaframleiðandanum leggja fram annað tilboð í bílaframleiðslu Daewoo í S-Kóreu, að því er BBC greinir m.a. frá. Ekki er ljóst hvort Fiat og General Motors hafa áhuga á allri bílafram- leiðslu Daewoo Motor, en fyrirtækið rekur verksmiðjur í Austur-Evrópu og S-Kóreu. Fyrirtækið hefur safnað venilegum skuldum vegna móðurfyr- irtækisins, samsteypunnar Daewoo, sem hefur verið lýst gjaldþrota. í júní lýstu þrír aðilar sig reiðu- búna til að kaupa bílaframleiðslu Da- ewoo. Nýlega hætti stjórn Ford við kauptilboð sitt, eftir að hafa litið nán- ar á bókhald Daewoo. Upprunalegt tilboð Ford í júní miðaðist við 6,9 milljarða dollara greiðslu fyrir Daewoo Motor. í júní lögðu GM og Fiat einnig fram tilboð upp á 4 milljarða dollara. Daimler Chrysler og Huyndai, stærsti bílaframleiðandi í S-Kóreu, Iýstu þá einnig yfir vilja til að kaupa Daewoo. Eigendur Daewoo ákváðu að ganga til viðræðna við Ford sem nú hefur dregið tilboðið til baka. Daimler Chrysler og Huyndai hafa lýst því yfir að félögin muni ekki bjóða í Daewoo. Sérfræðingar telja að í hönd fari harðar samningaviðræður þar sem GM gefi ekkert eftir og endanlegt verð fyrir Daewoo verði mun lægra en í upprunalega tilboðinu. Eggert ísdal og Ásgeir Johansen gengu frá kaupum á ísdal ehf. Vínumboðum fjölgar hjá Rolf Johansen Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Skipstjórum og áhöfn Vilhelms Þorsteinssonar EA voru afhentir blómvendir við komuna til Grindavíkur í gær. F.v. Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samheija í Grindavík, Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri, Sverrir Vil- bergsson hafnarstjóri og Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija. „Skipið fer vel í sjó“ Vilhelm Þorsteinsson EA landar í fyrsta sinn á Islandi Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Flaggskip islenska fiskiskipaflotans, Vilhelm Þorsteinsson EA, kemur í fyrsta sinn með afla til hafnar á íslandi. NÝJASTA og fullkomnasta skip ís- lenska fiskveiðiflotans, Vilhelm Þor- steinsson EA, landaði afla í fyrsta skipti hérlendis á miðvikudag en skipið kom þá til hafnar í Grindavík. Skipið var hinsvegar að koma úr sinni fjórðu veiðiferð en hafði áður landað í Færeyjum. „Okkur hefur gengið þokkalega en aflinn mætti alveg vera meiri. Það er fremur rólegt yfir veiðinni eins og er. Skipin hafa verið mikið á ferðinni og leitað víða,“ sagði Sturla Einarsson, annar tveggja skipstjóra á Vilhelm Þorsteinssyni EA, í sam- tali við Morgunblaðið. Alls landaði skipið um 1.600 tonnum af kolmunna í Grindavík fimmtudagog er heild- araflinn í veiðiferðunum fjórum orð- inn tæp 6.000 tonn. Væsir ekki um mannskapinn Sturla segir skipið hafa reynst ljómandi vel og lofi mjog góðu. „Hér höfum við feykinóg afl á kolmunna- veiðarnar, enda með 7.500 hestafla vél. Skipið fer auk þess mjög vel í sjó. Við höfum fengið á okkur brælur og skipið togar virkilega vel þó eitt- hvað sé að veðri. Og ekki væsir um mannskapinn hér um borð.“ Nú eru um átta íslensk skip á kol- munnaveiðum en Sturla taldi að þeim myndi nú fara fækkandi því nú færu menn að huga að síldinni. „Við höfum aðallega verið í færeysku lög- sögunni en vorum síðustu dagana á íslandsmiðum, í Rósagarðinum svokallaða. Við verðum líklega á kol- munnanum eitthvað fram í þennan mánuð, áður en við snúum okkur að síldinni." Skipið er um eina viku að veiðum í senn og segir Sturla að trollið sé dregið allt upp í sólarhring en ef veiðin glæðist sé dregið tvisvar á sól- arhring. „Við höfum landað þrisvar í Færeyjum en þar fáum við þokka- legt verð fyrir kolmunnann í bræðslu eða tæpar 6 krónur fyrir kílóið sem er heldur meira en er borgað á íslandi." Sturla segir að líklega sé hægt að setja um 2.800 tonn af ókældum afla í lestar skipsins en um 2.300 tonn með kælingu. Stefnan er síðan að vinna og frysta aflann um borð. „Við erum komnir með flökunarvélar um borð en það vantar enn örlítið upp á að við getum byrjað að flaka og frysta eins og fyrirhugað er. Ætlun- in er að flaka hér og frysta síld, kol- munna og loðnu til að gera úr aflan- um sem mest verðmæti. Færeyingar hafa gert tilraunir með vinnslu á kol- munna í surimi og það hefur komið vel út. Það er reyndar erfiðara að flaka kolmunnann en til dæmis síld- ina því kolmunninn hefur verið fremur smár. Þær tilraunir sem við höfum gert hafa hinsvegar lofað góðu. Það fæst ágætur kolmunni upp úr áramótum og fram á vor vest- ur af Irlandi og eins höfum við feng- ið stærri kolmunna í Rósagarðinum. Það á víst enn eftir að semja um kjör sjómanna fyrir þessa vinnslu en við trúum því og treystum að það semj- ist um þau. Það væri blóðugt að sjá á eftir skipinu vegna þess að ekki nást samningar um kaup og kjör.“ Mikið um þorskseiði NÝVERIÐ keypti Rolf Johan- sen&Company efh., RJC, vínum- boðið ísdal ehf. sem var stofnað árið 1996, aðallega í kringum bjór og Iéttvín. Meðal þeirra tegunda sem Isdal flutti inn eru: Pilsner ACO HF. hefur nú opnað og hafið fulla starfsemi í nýju húsnæði að Skaptahlíð 24 í Reykjavík. Starf- semi Aco hefur tekið miklum breyt- ingum undanfarin misseri. Fyrr á þessu ári keypti Aco hf. hluta af rekstri Japís. Velta Aco hefur nú Urquell bjór, Taylor portvín, Delamain koníak, Dr. Loosen hvít- vín og Carmen rauð- og hvítvín. Eggert fsdal, eigandi fsdal ehf., hefur tekið til starfa í víndeild RJC. þegar náð því sem hún var á öllu síðasta ári, sem var um einn millj- arður. Á sama tíma og húsnæðið var tekið formlega í notkun var slagorð Aco kynnt, „Hugsaðu, skapaðu, upplifðu." SÍÐSUMARS hefur orðið vart við mikið magn þorskseiða inni á fjörðum. Sævar Már Jónsson, trillukarl í Neskaupstað, segist t. d. aldrei hafa séð eins mörg seiði í Norðfirði, en Sveinn Sveinbjörns- son, fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnun segir þetta eðlilegt í ljósi seiðarannsóknanna í ágúst. Milljónir seiða Að sögn Sævars var mikið á seyði í smábátahöfninni í Neskaup- stað. „Þetta var algjör massi, millj- ónir seiða,“ segir hann og bætir við að hann hafi heyrt af öðru eins í Mjóafirði. Hann segir að seiðin hafi verið lítil, um tveir sentimetr- ar, en auk þess hafi verið þarna eitt síldarseiði í sýnishorninu sem tekið var. „Það hefur verið óvenju gott fiskirí hérna að undanförnu og það verður örugglega góð nýlið- un úr þessum seiðum,“ segir hann. Sævar sendi frosin sýnishorn til Hafrannsóknastofnunar til að fá staðfest hvað þetta væri. Sveinn segir að rannsóknirnar í ágúst hafi sýnt að mjög mikið magn væri af þorskseiðum fyrir austan land og því kæmi þetta ekki á óvart. „Þetta er óvenjulegt að því leytinu til að þetta var mjög stór seiðaár- gangur eins og í fyrra en þess vegna er ósköp eðlilegt að það beri mikið á seiðum inni á fjörðunum núna. Þetta mun ábyggilega sjást á öllum íjörðum fyrir vestan, norð- an og austan.“ Nýtt slagorð kynnt hjá Aco
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.