Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 29 ERLENT Tölvuþrjótar brutust inn hjá Microsoft Gætu hafa náð drög- um að nýjum kerfum Seattle. AP, Rcuters. Ný alþjóðleg skýrsla vísindamanna um loftslagsmál Maðurinn sagður að miklu leyti valdur að hækkun hitastigs Washington. Reuters, AP, AFP. TÖLVUÞRJÓTAR brutust inn í tölvukerfi Microsoft-fyrirtækisins og hugsanlegt er, að þeir hafi stolið frumdrögum að nýjustu útgáfu af Windows-stýrikerfinu og Office- vöndlinum. Er innbrotið mikið áfall fyrir Microsoft en það er nú til rann- sóknar hjá bandarisku afríkis- lögreglunni, FBI. Upp um málið komst á miðviku- dag þegar í ljós kom, að lykilorð, sem notuð eru við flutning á frum- kóðunum, frumdrögum að ýmsum afurðum fyrirtækisins, höfðu verið send á póstfang í Pétursborg í Rúss- iandi. Rick Miller, tafsmaður fyrir- tækisins, sagði, að um væri að ræða afvarfega njósnastarfsemi en hann vildi þó ekki staðfesta, að tölvuþrjót- arnir hefðu komist yfir frumkóðana. Þá sagði hann, að ekkert benti emi til þess, að þeim hefði verið breytt eða spillt. Fjárkúgun eða iðnaðarnj ósnir? Ekki er vitað hverjir þijótarnir eru en tafið er, að þeir hafi haft að- gang að kóðunum í allt að þrjá mán- uði. Ekki er heldur vitað hvað fyrir þeim vakir en sérfræðingar telja hugsanlegt, að um sé að ræða fyrstu skrefin í svokallaðri „gíslatöku" eða fjárkúgun. Munu þá þijótamir hóta að opinbera Microsoft-kóðana nema orðið verði við kröfum þeirra. Verða afbrot af því tagi æ algengaiá. Hugs- anlegt er lflta, að um sé að ræða hreinar iðnaðarnjósnir en sérfræð- ingamir segja, að aðeins rnjög vafa- söm fyrirtæki myndu kaupa þýfið. Haft er eftir heimifdum, að tölvu- þijótamir hafi notað hugbúnað, sem kallast QAZ Trojan og skaut fyrst upp kollinum i Kina í júlí sl. Er hann sendur með tölvupósti og er með við- hengi, sem líkist hverju öðm Word- skjali. I því er þó falinn kóði, sem opnar þijótunum „bakdyr“ að tölv- unni og gefur þeim vald yfir henni. Atburðarásin gæti hafa verið þessi: • Einhver starfsmaður Microsoft fær tölvupóst með fyrmefndu við- hengi og opnar það í ógáti. Það er í dulargervi eins og áður segir og líkist Word-skjali. • QAZ sendir nú boð til tölvu í Asíu oggefur upp staðsetningu sýktu tölvunnar á Netinu. Einnig er tal- ið hugsanlegt, að QAZ hafi sótt „verkfæri", sem gera þijótunum eftirleikinn auðveldari, inn á vef- síðu í Suður-Kyrrahafi. QAZ gaf þijótunum nokkurt vald yfir tölv- unni og það færðist siðan yfir á aðrar tölvur á sama svæði hjá Microsoft. • Þijótamir nota annan hugbúnað til að komast yfir lykilorðin, sem em send á póstfangið í Rússlandi. • Þijótamir geta nú látið sem þeir séu starfsmenn Microsoft að vinnu heima hjá sér og notað lykilorðin til að komast inn í leyndustu kima kerfisins og stela skjölum. Iflá Microsoft er nú unnið að því að tryggja, að þijótamir geti ekki not- að stolna fmmkóða til að breyta hugbúnaði, sem í notkun er hjá fyr- irtækjum, hinu opinbera eða einka- aðilum. Segir talsmaður fyrirtækis- ins, að á því sé raunar ekki mikil hætta. I NYRRI eitt þúsund síðna skýrslu alþjóðlegs rannsóknarhóps um lofts- lagsbreytingar er komizt að þéirri niðurstöðu, að lofthjúpur jarðar haldi áfram að hitna af völdum svokaliaðra gróðurhúsalofttegunda, og aðgerðir mannanna hafi mest um þessa þróun að ísegja. I skýrslunni, sem hin alþjóðlega milliríkjanefnd um loftslagsbreyting- ar (IPCC) gefur út, er þvi spáð, að meðalhiti í lofthjúpi jarðar verði undir lok 21. aldarinnar allt að 6 gráðum á celsíus hærri en hann var árið 1990. Þetta væri meiri breyting á meðal- hita á jörðinni en hún hefur upplifað frá því síðustu ísöld lauk og gæti leitt til óútreiknanlegra veðrabrigða, með stormum, flóðum og alvarlegum þurrki. Gróðurhúsalofttegundir, svo sem koltvíoxíð, losna út í andrúmsloftið við bruna jarðefnaeldsneytis eins og kola og olíu, og við bruna skóglendis og með ýmsum öðrum hætti. Orðalag niðurstaðna skýrslunnar, sem enn sem komið er liggur aðeins fyrir í forútgáfuformi, er það sterk- asta sem komið hefur frá hinum al- þjóðlega rannsóknarhópi fram að þessu. Um 2.500 vísindamenn á sviði loftslagsrannsókna eru í tengslum við IPCC. í síðustu skýrslu hópsins, sem var gefin út árið 1995, segir að áhrif athafna mannsins á upphitun loft- hjúpsins væru „merkjanleg“. í drög- unum að nýju skýrslunni er mun sterkar tekið til orða. Þar segir að „nú séu sterkari vísbendingai- fyrir hendi um áhrif mannsins," og spánni um það hve mikið meðalhitastig á jörðinni muni hækka breytt til enn meiri hækkunar en áður var spáð. ,Árið 1995 sögðum við að síðan árið 1860 hefði meðalhitinn hækkað árlega um á bilinu 0,3 til 0,6 stig á celsíus," hefur Reuters eftir ónafngreindum heimildarmanni, sem þekkir til inni- halds nýju skýrslunnar. „Nú eru þessar tölur 0,4 til 0,8 gráður.“ Þetta eru sömu tölur og gefnar voru upp í niðurstöðum stórrar skýrslu sem bandaríska vísindai'ann- sóknaráðið (U.S. National Academy of Science’s National Research Council, NRC), gaf út í upphafi þessa árs. „Þetta helgast að miklu leyti af því, að síðustu ár hafa verið mjög hlý. Eins og segir í skýrslunni sjálfri var síðasti áratugur örugglega sá hlýjasti í eitt þúsund ár,“ segir heimildarmað- urinn. Fyrir fimm árum spáði IPCC því, að meðalhiti á jörðinni myndi hækka um eina til 3,5 gráður á celsíus á tíma- bilinu 1990 til 2100. í nýju skýrslunni segir, að hitastigshækkunin á þessu tímabili geti orðið allt frá 1,5 gráðum upp í 6 gráður. Robert Watson, formaður IPCC, sem aðsetur hefur í Washington, sagði að skýrslan, sem var lekið á fimmtudag til hinna ýmsu fjölmiðla, væri ekki frágengin að fullu og gæti átt eftir að breytast áður en hún kem- ur opinberlega út. Watson sagði þann texta sem lekið hefði út vera samantekt á skýrslunni sem hundruð vísindamanna úti um allan heim hefðu samið. Drögin sem nú lægju fyrir hefðu verið tvíyfirfarin af vísindamannahópnum og sérfræð- ingum stjómvalda þeirra landa sem aðild ættu að verkefninu, en það eru nær öll aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna. Nú væri síðasta uppkast til skoðunar hjá stjórnvöldum þessara ríkja. Taldi hann þessa síðustu yfir- ferð yfir textann verða mjög ná- kvæma og verða tilefni mikilla um- ræðna. „Fulltrúar ríkisstjóma heimsins munu koma saman, auk margra vís- indamannanna sem sömdu hana, í Kína um miðjan janúar til að leggja lokablessun sína yfir hana. Hún verð- ur borin upp til samþykkis bókstaf- lega frá orði til orðs,“ segir Watson. Margar skýrslur sem gefnar hafa verið út frá því 1995 hafa komizt að þeirri niðurstöðu að hækkun hitastigs á jörðinni sé alvarlegara vandamál en áður hefði verið talið og í mörgum þeirra vora sterk rök færð að því að beint orsakasamhengi væri milli þess og losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. i&Jlh.Ufili **cr$URP0UUS-Qi Laugardagar til lukku í ACO Sony hljómtækjasamstæða Laugardagstilboð ACO Opið frá kl. 11:00-16:00 Hljómtækjasamstæða Dolby Pro-Logic heimabíó 2X60 RMS wött + 2x30 RMS wött 3 diska geislaspilari Útvarp Tvöfalt segulband Fjarstýring SONY MHC-RX6AV 27.900 kr. Heimabíómagnari 5X60 RMS wött Dolby Digital Útvarp Fjarstýring DENON avr-1600 29.900 kr. Stafræn myndbandstökuvél Mini DV Super Image Stabiliser 400x aðdráttur Litauga Tölvutengi fyrir Ijósmyndir fylgir Lithium rafhlöður Fjarstýring Panasonic nv-dsi2 59.900 kr. Vönduð vörumerki á frábæru verði ACO er opið á laugardögum í allan vetur og mun alltaf hafa á boðstólum eina eða fleiri vörutegundir á sérstöku laugardagstilboði. hugsaðu I skapaðu I upplifðu SkaftahlfA 24 • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.