Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 38

Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 38
38 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Njrjar bækur Guðbergur Bergsson • ÚTerkomin bókin Vorhænan og aðrar sögur eftir Guðberg Bergsson. I kynningu út- gefanda segir: „Með þessu nýja smásagnasafni kemur Guðberg- ur Bergsson les- endum enn einu sinni í opna skjöldu með hugmynda- flugi og efnistökum. Hér má lesa um ævintýralegan fund persónu við sitt innra líf, uppákomu sem Guðbergur hefur löngum gert óviðjafnanleg skil. Og um vorhænu sem ferðast í lest frá Portúgal til Spánar. Náttúra vorhænunnar ruglar ekki aðeins toll- og landamæraverði í ríminu heldur einnig farþegann sem vaknar til vitundar um undur lífsins.“ Guðbergur hefur sett mark sitt á íslenskar bókmenntir í fjóra áratugi og rutt nýjar brautir í íslenskri skáldsagnaritun. Bækur hans hafa komið út víða um heim og hlotið góð- ar viðtökur. Skáldsagan Svanurinn hlaut Islensku bókmenntaverðlaun- in árið 1991 og tilnefningu til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1993. Utgefandi er JPV forlag. Bókin er 125 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. Kápu gerði Wilfried Bullerjahn. Verð kr. 3.680. • ÚT er komin bókin / allri sinni nekt eftir Rúnar Helga Vignisson. „Bókin inni- heldur tíu nýjar smásögur þar sem kostir for- msins eru nýttir til hins ýtrasta til að skapa til- íinningalegt og kynferðislegt ná- vígi. í listilega samsettum sögum eru dregnar upp myndir af ber- skjölduðum persónum í glímu við kynferði sitt. Oftar en ekki ögrar höfundurinn hinu viðtekna, ekki síst með því að líta styrk og getu karlmannsins í samlífinu nýjum augum. Pó eru kvenpersónurnar jafn naktar og reikandi," segir í kynningu útgefanda. I allri sinni nekt er fimmta skáldverk Rúnars Helga Vignis- sonar. Skáldsaga hans Nautna- stuldur var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna á sínum tíma. Þá hefur hann fengið mikið lof fyrir þýðingar sínar. Útgefandi er JPV forlag. Bókin er 145 síður, prentuð í Prentsmiðj- unni Odda. Kápugerð annaðist Hunang. Verð 3.680 krónur. • Skáldsagan Bróðir Lúsífer er eftir Friðrik Erlingsson. Bróðir Lúsífer er fjórða skáld- verk höfundar en hann hefur einn- ig samið fjölda leikrita og kvik- myndahandrita sem vakið hafa þessu nýja verki Rúnar Helgj Vignisson Friðrik Erlingsson athygli. „I skyggnist Friðrik inn í hugarheim hinna minnstu bræðra, ekki síður en þeirra sem meira mega sín. A heimili suður með sjó líta ung hjón á það sem köllun sína að veita drengjum sem erfitt eiga uppdrátt- ar samastað og aðhald. Þar grípur hver og einn til sinna ráða til að heyja hina daglegu baráttu; lífs- flótti, kaldhæðni og húmor kallast á. Og undir niðri kraumar þung undiralda því allir hafa sinn djöful að draga,“ segir í frétt frá útgef- anda. Friðrik hefur hlotið ýmsar viður- kenningar og hefur verðlaunasaga hans um Benjamín dúfu, sem jafn- framt var hans fyrsta bók, verið kvikmynduð og sýnd víða um heim. Útgefandi er Iðunn. Bókin er 227 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda Art in America tekur íslenska myndlist til umfjöllunar Myndlist á köldum klaka ISLENSK myndlist var nú á haust- dögum til umfjöllunar hjá banda- ríska myndlistartímaritinu Art in America, en að mati greinar- höfundar, myndlistargagnrýna- ndans Gregory Volk, eiga Islend- ingar listamenn sem fyllilega standast samanburð við það sem þekkist annars staðar. I grein sinni, sem nefnist „List á klaka“, rekur Volk stuttlega lista- sögu landsins og fjallar um nokkra ísienska Iistamenn, m.a. þau Rögnu Róbertsdóttur og Birgi Andrésson og segir hann ísland jafnan eiga stóran þátt í verkum íslenskra listamanna. „Ein af þverstæðum Islands er sú að af fjölmörgum ástæðum - m.a. landfræðilegri einangrun, sárri fá- tækt og áherslu á bókmenntir - er myndlist tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið. Hugmyndin um listamenn sem höfðu atvinnu af Iist sinni gerir ekki vart við sig fyrr en við aldamót 20. aldar, er frumherjar í landslagsmálun, menn á borð við Ásgrím Jónsson og Þór- arin B. Þorláksson sneru aftur til Islands eftir nám við listaakademiu Kaupmannahafnar.“ Að inati Volk einkennist listalíf landsmanna þó engu að síður af mikilli fjölbreytni. „Mikið vatn hef- ur runnið til sjávar frá þessum tíma og fjölmargar mynd- listarhreyfíngar sett mark sitt á ís- lenska myndlist er erlendar stefn- ur og straumar hafa verið kannaðir og lagaðir að list lands- manna. í dag er listheimur Reykjavíkur frjór og afkastamikill," segir í grein Volk sem telur Island þó engu að síður skorta betra skipu- lag í menningarmálum sínum. „Þrátt fyrir þetta bendir ferð mín um sýningarsali og vinnustofur, auk athugana á sýningum fslenskra listamanna erlendis, engu að síður til þess að á landinu sé að finna Iif- andi og auðkennandi listmótun." ísland auðkennandi fyrir verkin Fjölbreytnin er þó að sögn Volk slík að erfitt kann að vera að henda reiður á hvað sé í raun auð- kennandi fyrir íslenska myndlist. Eitt auðkenni segir hann þó ein- kenna verk listamannanna öðrum fremur - ekki skipti máli hversu al- þjóðlegir listamennirnir séu, Is- land, í einni eða annarri mynd, komi jafnan fram í verkum þeirra. Ymist sem landið í heild sinni, sem náma myndrænna líkinga, í efni- viði eða sem einskonar samræða listamanns við land sitt. Volk segir verkin þó ekki fjalla Island skipar stóran sess í myndlist islenskra listamanna, að mati banda- ríska myndlistargagnrýnandans Gregory Volk. um Island í bókstaflegum skilningi, heldur sé landið einfaldlega sam- vaxið verkum listamannanna. „ís- land er engu að síður nálægt og stöðuga nærveru þess má nálgast sem furðuverk, af gamansemi eða kaldhæðni, með ljóðrænum hætti eða af gagnrýni." Máli sínu til stuðnings nefnir Volk Ijósmyndaseríu Birgis And- réssonar, „Öðruvísi fólk“, þar sem ljósmyndum af íslenskum sérvitr- ingum á 19. öld er fylgt eftir með upplýsingum í textaformi. Sér- stæða notkun Rögnu Róbertsdóttur á gjalli telur hann þá ekki síður merki um slíkt, sem og eyjaför Óskar Vilhjálmsdóttur og heklverk Hildar Bjamadóttur. Gjöruingaklúbburinn, auk fjöl- margra annarra listamanna, er þá einnig tekinn til umfjöllunar og segir Volk þær stöllur vefa sak- leysi, kaldhæðni, líf og fjör saman við kunnáttu á því að notfæra sér fjölmiðla, gáskafenginn húmor og helgisiði með gjörningum sinum og innstillingum. Á síðum Art in America, sem er með virtari bandarískum mynd- listartímaritum, er þá einnig að finna sérstaka umfjöllun um lista- söfn landsins og athyglinni þar sér- staklega beint að Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Volk tekur hins vegar fyrir Nýlistasafn- ið og Gallerí i8, sem hann telur bæði eiga stóran þátt í þróun nú- timamyndlistar á íslandi. „Þetta sérkennilega þjóðfélag á hjara norðursins á nú listamenn sem eiga það sameiginlegt að verk þeirra eru í senn íhugul, einkennileg, þol- inmóð og mikilvæg á sjónrænan máta,“ eru lokaorð Volks um lista- lif Iandsins. Næstum því of falleg tónlist til að hægt sé að flytja hana SÖNGLJÓÐ eftir Hugo Wolf úr ít- ölsku og spænsku ljóðabókinni og við ljóð Eduard Mörike, Ariette Ou- bliées eftir Claude Debussy og Þrjú ljóð Ófelíu eftir Richard Strauss eru meðal þess sem þær Þóra Ein- arsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari munu flytja á ljóðatónleikum í Saln- um í Kópavogi á morgun, sunnu- dag, kl. 20.00. „Þetta er yndisleg tónlist, næst- um því of falleg til að geta flutt hana. Það eru forréttindi að fá að vera með svona tónleika," segir Þóra. Hún segir tónskáldin þrjú öll eiga það sameiginlegt að gera ljóð- inu hátt undir höfði. „Þeir eiga það líka sameiginlegt að skrifa alveg rosalega fallega fyrir píanóið," bæti hún við og segir að algjört jafnræði sé með söngkonunni og píanóleikar- anum. Samstarf þeirra Þóru og Helgu Bryndísar hófst fyrir tæpum þrem- ur árum þegar sú fyrrnefnda söng hlutverk Maríu í Söngvaseið á Ak- ureyri. Þær hafa síðan haldið tón- leika á Norðurlandi, Kópavogi og í New York, í Weill Recital Hall í Carnegie Hall. Þóra lofar mjög samstarfið við Helgu Bryndísi, sem var ekki komin suður yfir heiðar þegar viðtalið fór fram í Kópavogi í gær en hún býr á Bakka í Svarfað- ardal, þar sem þær stöllur hafa ver- ið við æfingar að undanförnu. „Það var svo gaman að vinna með Helgu og vera hjá henni í Svarfaðardaln- um. Þar eru bestu æfingabúðir sem til eru og ekkert sem truflar í sveitasælunni,“ segir Þóra. Hún segir að þær hafi ýmislegt á prjón- unum og óskalistinn sé langur - það sem þær vanti helst sé tími. Ofar- lega á listanum er Brahms, Fauré og þjóðlög, íslensk jafnt sem er- lend. Þóra segir ýmislegt spennandi á döfinni. Strax að loknum tónleikun- um í Salnum, eða á mánudag, held- ur hún til Sviss, þar sem hún mun Þéra Einarsdöttir sópransöngkona. Morgunblaðið/Ásdís erunni í Lausanne. Frumsýningin verður 12. nóvember og mun Þóra taka þátt í fimm sýningum. Þá liggur leiðin aftur heim til Islands, þar sem hún mun syngja á jólatón- leikum með Söng- sveitinni Fílharmón- íu. Að þeim loknum flýgur hún til London til að syngja á fleiri jólatónleikum með London Mozart Players. „Við byrjum í Royal Festival Hall og förum um allt land, m.a. til Manchester, Helga Bryndís Magnúsdóttir leika á aðfangadag. Þannig að ég veit hvar ég verð á aðfangadags- kvöld,“ segir Þóra. Eft- ir jólin syngur hún svo í Brúðkaupi Fígarós í Opera North og svo liggur leiðin aftur heim til þess að syngja Mus- ettu i La Bohéme í Is- lensku óperunni. Hvernig skyldi söng- konunni svo líka það að þeytast svona í sífellu milli landa, óperu- og tónleikahúsa? „Ég er búin að vera á svo miklu flakki síðastliðin fimm ár og kann mjög Liverpool, Glasgow og Edinborgar vel við mig á hreyfingu. Ég verð og endum í Royal Albert Hall, þar eiginlega bara óróleg ef ég er lengi syngja i The Rape-of Lucretiu í óp- sem við verðum með tvenna tón- á sama stað,“ segir.Þóra. Þorsteinn frá Hamri Nýjar bækur • Vetrarmyndin er ný ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri. Þetta er fimm- tánda ljóðabók skáldsins og inni- heldur hún þrjá- tiu og sjö ljóð sem öll eru ort á ný- liðnum árum. í kynningu út- gefanda segir: „Nú á haustdögum sendir Þorsteinn frá sér nýja bók sem rata mun til allra ljóðaunnenda. „Það læðist í hjartað, / líður um vitin: / angurværð, sagði ég / ungur forðum og lausmáll ...“ Meitlaður skáldskapur Þorsteins frá Hamri er tær og og margræður í senn, gædd- ur einstæðum töfrum og kynngi- mætti; hógvær en um leið áleitinn, kraftmikill og áhrifaríkur." Útgefandi er Iðunn. Kápumynd er eftir Magnús Kjartansson. Bókin er 56 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Leiðbein- andi verð: 2.980 krónur. -------------- Fyrirlestur og tón- leikar ELLIOTT Schwartz heldur fyrir- lestur í sal Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1, á mánu- dag, kl. 20. í spjalli sínu mun hann fjalla um bandaríska tónlist frá þess- ari öld og með aðstoð tónlistarnema flytja brot úr nokkrum verka sinna. Elliott Schwartz er í senn tón- skáld, pianóleikari, rithöfundur og kennari. Hann hefur komið fram víða um Bandaríkin og Evrópu sem flytjandi eigin tónlistar og hljóðritað mörg verka sinna. Eftirtalin verk sem flutt verða á mánudagskvöldið munu spanna 20 ár af ævi tónskálds- ins: „Jet piece“ fyrir hljómborð og þrjú laglínuhljóðfæri (1980), „A Gar- den for R.K.B.“ (1990), „Souvenir" (1978) og Tónverk fyrir einleikara og áheyrendur (1970).......

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.