Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Lyf Sagt frá nýju náttúrulyfi unnu úr garðabrúðu. Sykursýki Vonir eru bundnar við innöndun insúlíns. Andlát ungrar konu eftir langa flugferð vekur mikla athygli Eru þrengslin hættuleg? Lundúnum. Reuters. AP. Reuters Einhvers staðar segir að þröngt megi sáttir sitja en gildir sú speki á lengri flugleiðum? FLUGFARÞEGAR hafa verið varaðir við þeirri hættu sem stafað getur af ban- vænni segamyndun í langflugi eftir aö 28 ára gömul kona lést af þessum völdum. Konan hafði setiö í þrengsl- um á almennu farrými á leiðinni frá Ástralíu til Bretlands, alls rúma 19 þúsund kílómetra. „Farrýmis-heilkenni“ Konan hét Emma Christoffersen. Hún kvartaði undan vanlíðan þegar hún kom úr flugi frá Ástralíu, þar sem hún hafði dvalist í þrjár vikur, og missti meðvitund í komusalnum á Heathrow- flugvelli. Hún lést á leiö á sjúkrahús. Talið er að banamein hennar hafi verið svonefnd „almenns-farrýmisheil- kenni", en árlega þjást margir flug- farþegar af þeim. Rannsókn leiddi í Ijós djúpæða- segamyndun (DVT), þ.e., blóðtappi myndast í æð, yfirleitt í fótum, og flyst í hjarta eða lungu þar sem hann veld- ur dauða. Hafa foreldrar konunnar hvatt flugfélögtil þess að vara farþega viö hættunni á DVT áður en lagt er af stað. „Okkur var sagt að hún hefði dá- ið vegna þess að hún sat í þrengslum svo lengi,“ sagði móðir konunnar. Mælt með blóðþynnandi lyfjum Unnusti konunnar sagði hana hafa verið í góðu líkamlegu ásigkomulagi og aö þau heföu oft áður flogiö langar leiðir. Læknar segja að taki farþegar eina aspiríntöflu nokkrum klukku- stundum áður en þeir leggja af stað þynnist blóöiö og dragi það verulega úr hættunni á DVT. Virka efnið í aspiríni nefnist acetýlsalicýlsýra og er það að finna í algengum lyfjum á borð við Magnýl og Aspirin (sjá fróöleik um Magnýl hértil hliðar). Mínna pláss á milli sætaraða Farrol Kahn, yfirmaður breskrar stofnunar sem rannsakar flug- og heil- brigðismál (The Aviation Health Inst- itute), segir að flugfélög ættu að út- hluta slíkum töflum með hverjum flugmiða. Hann segir að tilfellum DVT hafi fjölgað á undanliönum árum og hafi sú þróun haldist í hendur við að flugfé- lög hafi minnkað pláss á milli sæta- raða á almennum farrýmum. „Rugfé- lögin eiga að vara við þessari hættu alveg eins og fýrirtæki eru í ákveönum tilfellum skylduð til að birta viðvaranir á umbúöum utan um vörur sínar,“ segir Kahn. Tim Goodyear, starfsmaöur Farf- lugsamtakanna (Air Transport Association), segir að upp komi nokkrirtugirsvonatilfella á ári. „Þetta hefur veriö kennt við al- mennt farrými, en sannleikurinn er sá að þetta veröur jafnt í öllum farrým- um.“ Talsmaður British Airways sagöi að farþegar á öllum farrýmum ættu á hættu að fá DVT. Hann hafnaöi og þeirri tillögu að farþegum yrði boöiö upp á blóðþynnandi lyf fyrir flugtak. Emma Christoffersen var aðeins 28 ára er hún lést. Það er ein- mitt ungur aldur hennar sem vakið hefur mesta athygli en hún féll án vafa utan skil- greindra áhættuhópa. Löngu þekkt fyrirbrigði Paul Giangrande, breskur læknir og sérfræðingur um DVT, sagði að þetta fyrirbrigöi væri þekkt allt frá fimmta áratugnum. Hann sagði að á lengri flugleiöum væru eldri borgarar, þeir sem væru of þungir, ófrískar konur, þeir sem þjáðust af DVT og farþegar á almennu farrými í mestri hættu. Á föstudag greindu síðan hollenskir vísindamenn frá niðurstöðum rann- sóknar í þá veru að ekki væru greinan- leg tengsl á milli DVT og langra flug- feröa. Af 788 þátttakendum reyndist flórðungur þjást af DVT en þaö ástand var ekki unnt að tengja löngum flug- feröum viðkomandi. Fyrrnefndur Farrol Kahn kvað rann- sóknina gallaða og hafnaöi niður- stöðum hennar. TENGLAR The Aviation Health Institute: www.aviation-health.org/ Úr íslensku lyfjabókinni Magnýl Inníhaldsefni: Acetýlsalicýlsýra og magnesíumhídroxíð. Lyfjaform: Töflur: 150 mg eða 500 mg. Notkun: Acetýlsalicýlsýra hefur margbreytilega verkun á ýmis líffærakerfi þótt hún sé þekktust fyrir verkjastillandi eiginleika. Lyfið er oft notað við höfuðverk, tíðaverk, gigtarverk og tann- verk. Auk þessa hefur það hita- lækkandi og bólgueyðandi áhrif og er því notað t.d. við liðagigt. Það hefur einnig áhiif á storkn- unarþætti blóðsins og getur þannig í vissum tilfellum dregið úr hættu á blóðtappamyndun. Skammtar: Venjulegur skammtur fyiir fullorðna við verkjum og bólgu er 500-1000 mg, 3^1 sinnum á dag. Oft eru notaðir minni skammtar, sér- staklega þegar lyfið er ætlað til langtímanotkunar til að koma í veg fyrir blóðtappa. Athugið: Þegar acetýlsalicýl- sýra er gefin fólki sem er með veirusýkingu, svo sem inflúensu eða hlaupabólu, kemur einstaka sinnum fyrir svo kallaðm- Reyes-sjúkdómur, sérstaklega hjá bömum og unglingum. Meðganga og bijóstagjöf: Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið hafi nein skaðleg áhrif á fóstur. Samheitalyf: Globentyl. Tll fróðleiks: Acetýlsalicýlsýra er unnin úr salisýlsýru sem finnst í nokkrum jurtum, m.a. í berki sumra víðitegunda. Lækninga- máttur þessara jurta hefur verið þekktur í þúsundir ára. Asetýls- alicýlsýra var fyrst búin til hjá Bayer-lyfjafyrirtækinu árið 1853 en enginn sýndi því áhuga og efn- inu var ekki sinnt í hálfa öld. Upp úr aldamótum varð lyfið mjög vinsælt, undir nafninu Aspirin, og hefur verið notað mikið síðan. • Nánar á Netinu: www.netdoktor.is j PurJun/n Föstutíagínn £7 aktúber til sunnutíagsínsi s. núvember Mú endurtðkum við l&lkinn frá þvi i vor med „nutlnt“ stílu að bantíarfkri fyrirmyntí Efngtíngu merkj&vara ug vnrtí smm varla tmfnr sést áður á fslandi Opnun&rtimi l'irklr tíugar: frá kl. 14-18 Heignr: frá kl. 10.38-18. Upplijfáinqasími Stt U) U)i£ðon adidas gear CRA6 HAPPERS l N Tfc R N -A I iON Al Sundföt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.