Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________FRÉTTIR_______________________________ Ólafur Ragnar Grímsson eftir heimsókn á munaðarleysingjaheimili í Bombay „Mikil lífs- reynsla“ Á þriðja degi opinberrar heimsóknar for- seta íslands til Indlands kom hann m.a. við á munaðarley singj aheimili og sagði það mikla lífsreynslu. Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmynd- ari fylgdust með ferðum forsetans og fylgdarliðs hans. Morgunblaðið/RAX Ólafur Ragfnar Grímsson og Dorritt Moussaieff, heitkona hans, með tvö bamanna á munaðarleysingjaheimilinu sem þau heimsóttu í gær. Ólaf- ur heldur á 14 mánaða dreng en Dorritt á níu mánaða stúlku. FORSETI íslands hóf vinnudaginn á morgunverðarfundi með nokkrum indverskum athafnamönnum, því næst lá leiðin í mikið og glæsilegt safn sem kennt er við prinsinn af Wales - þar sem var að finna ýmsa muni sem Bretar söfnuðu saman á sínum tíma, meðan þeir stjórnuðu Indlandi - og síðan ávarpaði Ólafur Ragnar viðskiptaráðstefnu sem út- flutningsráð og viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins stóðu fyrir. Þar voru nokkur íslensk fyrirtæki kynnt. Ólafur Ragnar og fylgdarlið hans snæddi hádegisverð í boði Murli Deora, fyrrverandi borgarstjóra Bombay og fyrrverandi þingmanns, en þeir Ólafur Ragnar eru gamlir vinir; störfuðu mikið saman í alþjóð- legu þingmannasamtökunum Parla- menterians for Global Actions með- an Ólafur var í forsvari fyrir þau. Færði heimiiinu gjafir frá íslandi Um miðjan dag í gær eyddi for- setinn drjúgri stund á munaðar- leysingjaheimili í Bombay, þar sem 80 böm búa. Þau elstu sungu og dönsuðu fyrir forsetann og fylgdarlið hans og Ólafur færði þeim gjafir sem hann kom með ofan af Islandi; bæk- ur og Lego-kubba af ýmsu tagi og voru gjafirnar greinilega vel þegnar. Yngtu börnin á umræddu munað- arleysingjaheimili voru nýfædd; það yngsta sem var á heimilinu á meðan Islendingarnir stöldruðu við var fætt daginn áður og forstöðukona heimil- isins sagði blaðamanni að hún ætti von á bami á hverri stundu sem hefði fæðst fyrr um daginn. Læknir hefði nýlega hringt og látið hana vita að barnið kæmi fljótlega. Um 75% þeirra barna sem dveljast á heimil- inu eru fædd á sjúkrahúsum en fjórðungur hefur aftur á móti verið borinn út, einhver fundið og komið á heimilið. Gífurlegan fjölda götubama er að finna á Indlandi - börn sem engan eiga að, búa á götunum og betla sér til matar - en mörg munaðar- leysingjaheimili, eins og það sem for- setinn heimsótti í gær, er að finna í landinu og sögðu forráðamenn þess að það væri vitaskuld mikil gæfa fyr- ir bömin að komast á slíkan stað. „Ef ekki væri fyrir okkur væru þessi böm á götunni,“ sagði einn þeirra. Að sögn forstöðukonunnar eru öll börn sem koma á heimilið ættleidd á endanum en þau em yngst látin burtu þriggja mánaða. Sum bam- anna eru sýkt af HlV-veirunni, sem getur valdið alnæmi, en þau eru engu að síður ættleidd. „Fólk veit af því og tekur þá áhættu," sagði hún við Morgunblaðið og lagði áherslu á að alls ekki væri vist að þau veiktust af sjúkdómnum. „Þetta var mikil lífsreynsla,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson við blaða- mann í þann mund sem hann yfirgaf heimilið en þá höfðu forsetinn og Dorritt Moussaieff, heitkona hans, talað lengi við elstu börnin, haldið á þeim yngstu og skoðað. Þau skoðuðu m.a. agnarsmátt barn sem sagt var mánaðargamalt og var fætt tveimur mánuðum fyrir tímann. Það lá í vöggu, alveg hreyfingarlaust og greinilega mjög máttvana. Gandhi var helja í hugnm fólks á Islandi Eftir heimsókn til barnanna héldu forsetinn og fylgdarlið hans í stofnun sem kennd er við Mahatma Gandhi en þar var verið að útski'ifa nemend- ur sem lokið höfðu tölvunámi. Það er áðurnefndur vinur Ólafs, Murli Deora, sem stendur fyrir þessu verk- efni og hefur gert um tíma; námið er ókeypis og ætlað þeim sem annars hefðu engin tækifæri, af fjárhags- ástæðum, til að stunda slíkt nám. Stofnunin, sem rekin er fyrir gjafafé úr ýmsum áttum, rekur yfir 100 mið- stöðvar í landinu eins og þá sem ís- lenski hópurinn skoðaði í gær. „Mahatma Gandhi var ein hetja fólksins í litla fiskibænum sem ég ólst upp í á íslandi," sagði Ólafur Ragnar m.a. þegar hann ávarpaði fjölmarga nemendur og forráða- menn stofnunarinnar og hlaut mikið lófaklapp fyrir. „Ég hef sagt við ör- yggisverðina sem gæta mín hér, að þegar ég sný heim aftur verði ekki einn hermaður eða lögreglumaður sem gæti mín. Hvort sem ég er heima á forsetasetrinu eða á skrif- stofu minni lifi ég í friði meðal fólks- ins. Þetta var sú sýn sem Mahatma Gandhi dreymdi um,“ sagði Ólafur Ragnar og fólkið fagnaði honum aft- ur. Hann afhenti síðan nokkrum bestu nemendum áðumefnds tölvu- námskeiðs viðurkenningarskjöl og gjafir frá stofnuninni áður en haldið var í kvikmyndahús í borginni þar sem opnuð var íslensk kvikmyndahá- tíð. Þar verða sýndar fimm myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar, þær sömu og voru á dagskrá sams konar hátíðar í Dehlí á dögunum. Upphafs- mynd þessarar hátíðar var Börn náttúrunnar. í gærkvöldi snæddu forsetinn og fylgdarlið hans kvöldverð í boði fylkisstjórans í Maharashtra, sem Bombay tilheyrir, Dr. Aeksander. Morgunblaðið/RAX Friðrik Þór Friðriksson (lengst til vinstri), Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra og Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri við setn- ingu íslensku kvikmyndahátíðarinnar í Bombay í gær. Hreinskilnar um- ræður um mál sem áður voru viðkvæm Halldór vill viðskipta- skrifstofu í Bombay Bombay. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra telur nauðsynlegt að Islend- ingar setji upp viðsldptaskrifstofu á Indlandi sem fyrst, og finnst skyn- samlegt að hún verði í borginni Mumbai (Bombay). Halldór sagði þetta í gærkvöldi eftir fund íslensku viðskiptasendinefndarinnar með Ind- veijum og heimsókn sína í stórt hug- búnaðarfyrirtæki. Halldór skoðaði í gær hugbúnaðar- fyrirtækið i-flex í borginni, þar sem vinna 1.400 manns, og fannst það ákaflega fróðleg heimsókn. „Það virð- ist ganga afskaplega vel hjá fyrirtæk- inu og þeir eru mjög bjartsýnir á framtíðina. Þeir eru komnir í sam- starf við íslenska aðila og þarna sáum við í fyrsta skipti í þessari ferð áþreif- anlegt samstarf með eigin augum,“ sagði Halldór við Morgunblaðið. Tækifæri í hugbdnaðargerð „Ef ég hefði komið héma fyrir fimm árum á ég von á því að ég hefði ekki trúað að hægt væri að fara út í annars konar samstarf hér en á sviði sjávarútvegs. Það er afskaplega ríkt í okkur. Eftir þessa ferð er ég þeirrar skoðunar að helsta leiðin til þess að koma á samstarfi á sviði sjávarút- vegsmála sé að aðilar í þessum hug- búnaðarbransa komi þar að; fari af stað með slíkt í samstarfi við íslend- inga. Þama eru t.d. aðilar sem eru í ágætu samstarfi við fyrirtæki á Sauð- árkróki, en þar í bæ er líka að finna sjávarútveg og ég tel það miklu lík- legra til árangurs að þessir menn, sem virðast vera allir vegir færir, fari eitthvað inn á þá braut. Hjá okkur hefur þetta verið þannig að af sjávar- útveginum hefur hugbúnaðargeirinn og tækniþekkingin sprottið en hér í Indlandi held ég að þetta sé akkúrat öfugt. Mér fannst mikil reynsla að koma í þetta fyrirtæki og ræða við forystumenn þess, og þeir voru á margan hátt sammála þessu mati.“ Halldór sagði að í heimsóknum sem þessari til i-flex skynjaði hann vel al- þjóðavæðinguna. „Þama er verið að vinna að lausnum á mismunandi stöð- um í mismunandi löndum, en jafnvel að sama verkefninu. Þetta er svipað og ég skynjaði þegar ég kom til Chile; þar var verið að rækta lax, en hrognin komu frá f slandi og afurðin var seld á japanska markaðnum. Þetta er annað dæmi um alþjóðavæðinguna og hvað þekkingin og grundvöllurinn skiptir miklu máli. Það er alveg Ijóst að Ind- verjar hafa mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Þeirra fólk er að vinna út um allan heim og þeir eru meira að segja að ala upp fólk til að senda hingað og þangað í heiminum.“ Mumbai hjarta viðskiptalífsins Fleiri tóku þátt í viðskiptaráð- stefnu, sem Útflutningsráð og Við- skiptaskrifstofa utanríkisráðuneytis- ins stóðu fyrir í borginni í gær en í Delhí fyrr í vikunni, og Halldór tók þátt í. „Það virtist meira líf í kringum þetta hér, enda er Mumbai hjarta við- skiptalífsins á Indlandi og ég skynja það þannig að þegar við Islendingar förum af stað með starfsemi hér á Indlandi, sem hlýtur að verða fyrr en síðar, sé skynsamlegast að setja upp viðskiptaskrifstofu hér í Mumbai áð- ur en farið verður í að setja á stofn sendiráð í Delhí. Mín tilfinning er sú að það sé okkar næsta skref.“ Halldór benti á að Indland væri næstfjölmennasta land heims og hér væru ekki allir fátækir, sem betur fer. „Hér er stór markaður og ég tel að það sé alveg ljóst að íslendingar þurfi sem fyrst að koma upp aðstöðu hér til að styðja við bakið á þeim íslensku fyrirtækjum sem eru að hasla sér völl. Eg tel að sú aðstaða eigi að vera hér í Mumbai.“ „FUNDIRNIR voru mjög árangurs- ríkir. Þeir sýndu mikinn vilja ind- verskra stjómvalda til að styrkja sambandið við ísland. Það er greini- legt að Indverjar hafa meira sjálfs- öryggi og sjálfstraust en þeir hafa haft áður, þeir telja að þeir hafi með efnahagslegum breytingum skapað grundvöll til að geta átt farsæla sam- vinnu við fólk á sviði viðskipta og menningar víða um heim án þess þunglamalega kerfis sem löngum batt þetta land í ákveðna fjötra. Nú hefur verið opnað á fjölmörgum svið- um fyrir þetta samstarf og það er þeim mikið kappsmál að það nái sem víðast um heiminn," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, við íslenska fréttamenn í Delhí. Ólafur sagði Indverja greinilega hafa tekið eftir því að ísland hefði náð ótrúlegum árangri á sviði sjávar- útvegs. „Þeir hafa greinilega kynnt sér hvernig við höfum skapað einna hæstu þjóðartekjur í heiminum á því sviði og á fundinum með forsætis- ráðherranum Vajpayee kom fram eindreginn vilji af hans hálfu til þess að Indverjar sendu fólk til Islands og tækju þátt í háskóla Sameinuðu þjóðanna, sæktu ráðstefnur og aðra atburði sem efnt væri til á Islandi jafnhliða því að forystumenn í ind- verskum sjávarútvegi væru hvattir til þess að byggja upp tengsl við ís- land. Við ræddum einnig á þeim fundi og öðrum um hinn mikla árangur Indverja á sviði upplýsingatækni; það er greinilegt að þeir telja nánast byltingu vera að eiga sér stað hér í þeim efnum, nánast obbinn af hæfi- leikaríku ungu fólki helgar sig þess- ari nýju grein og þeir eru með svo öflugar sveitir á sviði tölvutækni og hugbúnaðar að fólkið sjálft er orðið útflutningsgrein. Þeir vilja hins veg- ar byggja iðnaðinn upp í Indlandi og búa til samstarf við fyrirtæki sem eru staðsett í öðrum löndum, eins og Islandi, og enn á ný finnum við að vegna smæðar Islands komumst við kannski miklu lengra í slíkri sam- vinnu heldur en aðrar þjóðir. Það er ekkert mjög flókið pólitískt eða við- kvæmt hér á Indlandi en kynni að vera það við stærstu ríkin í Évrópu. Og ég er sannfærður um það að eftir þessa heimsókn munu aukast mjög samskiptin á þessum tveimur svið- um, sjávarútvegsmála og upplýs- ingatækni,“ sagði hann. Ólafur sagði mikinn áhuga hafa komið fram, á fundum hans, á því að efla tengsl á sviði menningar. „Þeir telja íslensku kvikmyndahá- tíðina hér, þótt hún sé ekki stór í sniðum á þeirra mælikvarða, ákveðna merkjasendingu af okkar hálfu.“ Hann sagðist verða var við mikinn góðvilja indverski-a ráðamanna gagnvart Islandi og nú sýndu þeir því í raun í fyrsta skipti áhuga að byggja upp öflugt og traust samstarf við Islendinga. Þá sagði Ólafur að á fundunum hafi einnig verið rætt um málefni hinna fátæku, stöðu bama, sérstak- lega munaðarlausra, stöðu kvenna og mannréttindamál í víðasta skiln- ingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.