Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er fímmtudagur 2. nóvember, 307. dagur ársins 2000. Allra sálna messa. Orð dagsins: En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyr- ir heilagan anda, sem oss er gefínn. (Rómv. 5,5.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss kemur og fer í dag, Helgafell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Köpu kom í gær, Karel- ia kemur í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjudaga og flmmtudaga kl. 14-17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laugar- daga kl. 13.30-17. Mannamót Aflagrandi 40. kl. 9 vinnustofan, kl. 10.20 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9-16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 13 pútt, kl. 9 hár- og fótsnyrti- stofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Ki. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, ki. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 myndlist, kl. 9- 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 13 glerlist, kl. 14 dans. Haustfagn- aður verður fóstud. 10. nóv., salurinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi ki. 17, hlaðborð, Þóra Þor- valdsdóttir verður með upplestur, EKKO kór- inn syngur, Ragnar Leví og féiagar leika fyrir dansi, skráning fyrir kl. 12 fimmtudag- inn 9. nóv. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustofa og handavinnustofa opn- ar, kl. 13 opin handa- vinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 fóndur og handavinna. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður og glerskurðarnámskeið, leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12. Fé- lagsvist kl. 13:30. Á laugardag verður sam- eiginlegur fundur með Kópavogi, Garðabæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði í Kirkju- hvoli um kjaramál eldri borgara kl. 14. Rúta frá Hraunseli ki. 13:20. Á sunnudag verður mark- aðsdagur kl. 13-16. Vöfflur og súkkulaði. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Giæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeg- inu. Brids í dag kl. 13. Kór FEB heldur tónleika í Salnum Kópavogi í kvöld kl. 20. Árshátíð FEB verður haldin 10. nóv. Matur, ræðumaður kvöldsins Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður, félagar úr Karlakórnum Þrestir syngja, skopsaga, gam- anmál, veislustjóri Árni Johnsen alþingismaður. Dansleikur á eftir, hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Miðar seidir á skrifstofu FEB. Fræðsluferð verður far- in í Álverið í Straumsvík þriðjud. 7. nóv. Þeir sem hafa áhuga tilkynni skrifstofu FEB fyrir 6. nóvember. Brottför frá Glæsibæ kl. 13.30. Að- 'eins er tekið á móti 25 manns. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10-12. Ath. Afgreiðslutími skrifstofu FEB er frá kl. 10-16. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfing- ar í Breiðholtsiaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni, djáknanemar í heim- sókn. Frá hádegi spila- salur og og vinnustofur opnar. Myndiistar- sýning Hrefnu Sigurð- ardóttur verður opnuð fóstudaginn 3. nóv. ki. 16, Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar, Benedikt Egilsson leik- ur á harmónikku, Unnur Eyfells ieikur á píanó, Vinabandið skemmtir með hljóðfæraleik og söng. Veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. AUar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9-15, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 klippimyndir og taumál- un. Söngfuglarnir taka lagið kl. 17, Guðrún Guðmundsdóttir mætir með gítarinn. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðjudög- um og fóstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaað- gerðastofan opin kl. 10- 16. Postulínsmálun kl. 9, jóga kl. 10, brids kl. 13. Handavinnustofan opin ki. 13-16. Prjónahópur ki. 13-15. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 9.45 boccia, kl. 14 fé- lagsvist. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kl. 15.15 dans. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-12 aðstoð við böðun, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl.10 boccia, kl.13-14 leikfimi, kl. 13-16 kóræfing. Helgistund kl. 10:30, í umsjá sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Kór félagsstarfs aldr- aðra, Söngfuglar, syng- ur undir stjórn Sigur- bjargar P. Hólmgrímsd. Állir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgun- stund, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára Spilað mánudaga og fimmtudaga í vetur í GuIIsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mínút- um fyrr. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3-5 og í kirkju Oháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Biblíulestur í dag kl. 17 í umsjá Benedikts Amkelssonar. Kvenfélag Fríkirkjunn- ar í Reykjavík. Jólabas- ar og hlutavelta verður haldin laugardaginn 4. nóvember kl. 14 á Lauf- ásvegi 13. Kvenfélags- fundur er í kvöld kl. 20:30 í félagsheimilinu. Gestur fundarins, Krist- ín Loftsdóttir, doktor í mannfræði, heldur fyr- irlestur um Wudabe- hérað í Nígeríu. Félag frímerkjasafn- ara, Síðumúla 17, Reykjavík. Opið hús laugardaga kl. 13.30-17. Félag kennara á eftir- launum, kennarahúsinu við Laufásveg. Bók- menntahópur kl. 14, æf- ing hjá EKKÓ kórnum kl. 16. Laugardaginn 4. nóv kl. 14 verður skemmtifundur Félags kennara á eftirlaunum, dagskrá: félagsvist, kaffiveitingar, Óli Kr. Jónsson, fyrrv. skóla- stjóri flytur eigin Ijóð og lausavísur, söngur. Húnvetningafélagið. Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl. 20.1. kvöld í fjögurra kvölda keppni. Kaffi- veitingar. Állir velkomn- ir. Söngfélagið Vorboðinn úr Búðardal heldur tón- leika og harmónikku- dansleik í Breiðfirð- ingabúð laugardaginn 4. nóvember kl. 21. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 669 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELV4KAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kærar þakkir fyrir okkur UM seinustu mánaðamót fórum við hjónin ásamt vinahópi í árlega helgar- ferð út á land. Að þessu sinni varð fyrir valinu staður rétt hjá Vík í Mýr- dal, Höfðabrekka. Her- bergin sem við gistum í voru eins og bestu hótel- herbergi, tandurhrein, smekklega innréttuð, góð rúm og fallega innréttað baðherbergi fylgdi hverju herbergi. Maturinn var heldur ekki af verri endan- um. Við snæddum herra- mannsmáltíð um kvöldið og morgunverð eins og hann gerist bestur. Þjón- ustan var öll fyrsta flokks. Mér varð það á að gleyma náttfötunum mín- um þegar haldið var í bæinn. Það var ekki nema sjálfsagt mál að senda mér þau í bæinn hið snarasta. Engin rukkun fylgdi þeim aukakostnaði, einungis hlýleg kveðja. Við erum staðráðin í að gista aftur á þessum fallega stað, njóta fallegrar náttúru og góðr- ar gistingar. Fyrir hönd Hagalagða þakka ég fyrir góða helgi. Margrét Matthíasdóttir, Granaskjóli 4, Rvík. Leiðrétting á athugasemd KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri athugasemd við grein sem birtist í Velvak- anda 25. október sl. Þar stendur að viðkomandi hafi borgað afnotagjald af RÚV kr. 3.360. Það er ekki rétt. Ég borga 1.680 kr af RÚV og 3.065 kr af Stöð 2. Rétt skal vera rétt. Vegna misritunar í Vel- vakanda þriðjudaginn 31. október sl. er þessi pistill birtur aftur og er beðið vel- virðingar á mistökunum. Ég mótmæli ÉG er eldri kona og hef fylgst með afrekum unga fólksins okkar, þeirra Arnar, Guðrúnar og Völu á Ólympíuleikunum og var ákaflega stolt af afrekum þeirra. Við eigum aðra unga stúlku, Kristínu Rós Hákonardóttur, sem hef- ur staðið sig frábærlega á Ólympíuleikum fatlaðra og unnið til tvennra gull- verðlauna. Ég fór að fylgj- ast með fréttunum nú eitt kvöldið og varð heldur reið. Það var bara sýnt brot frá verðlaunaafhend- ingunni. Við viljum fá að sjá hana alla, íslenska fán- ann blakta við hún og heyra íslenska þjóðsöng- inn allan - ekki bara brot af honum. Ég mótmæli fyrir hönd okkar allra. Þetta er til háborinnar skammar. Kannast einhver við parið? HÉR birtist mynd af filmu sem fannst í Vestmanna- eyjum 7. ágúst sl. Þeir sem kannast við parið á mynd- inni eða telja sig eiga fil- muna geta haft samband við Heiðu í síma 0047- 7397-6767 eða í síma 866- 1358 milli kl.14-18. Tapað/fundið Giftingarhringur í óskilum Kvengiftingarhringur fannst í bakgarði við Skúla- götu 56, fyrir aftan Hlemm, fýrir rúmri viku. Upplýs- ingar í síma 551-1702. Plastpoki tapaðist PLASTPOKI tapaðist fimmtudaginn 26. október sl. frá Laugavegi og á leið- inni vestur í bæ. Plastpok- inn var merktur barnafata- versluninni Du Pareil au meme og í honum var bamapeysa og plastmöpp- ur. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552- 8339. Dýrahald Páfagaukur í óskilum LJÓSGRÁR páfagaukur flaug inn um gluggann á Hvassaleiti 56 sunnudag- skvöldið 29. október sl. Upplýsingar í síma 891- 6485. Krossgáta LÁRÉTT: 1 korns, 4 stenst, 7 ber, 8 lystarleysi, 9 mergð, 11 vítt, 13 feiti, 14 hugaða, 15 tölustafur, 17 stertur, 20 eldstæði, 22 vera stór- orður, 23 mælir, 24 ask- ana, 25 peningar. LÓÐRÉTT: 1 þaggar niður í, 2 hand- leggjum, 3 harmur, 4 naut, 5 dylji, 6 úldna, 10 eru í vafa, 12 auð, 13 flát, 15 ánægð, 16 álíta, 18 fiskar, 19 nemur, 20 ákæra, 21 ugg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 handahófs, Sævar, 9 letja, 10 afl, 11 rýkur, 13 tíðin, 15 álits, 18 sakna, 21 vök, 22 maula, 23 ámóta, 24 rugludall. Lóðrétt: 2 atvik, 3 dýrar, 4 hollt, 5 fátið, 6 ósar, 7 bann, 12 urt, 14 íla, 15 álma, 16 iðuðu, 17 svall, 18 skáld, 19 kjóll, 20 afar. Yíkverji skrifar... VÍKVERJI fór í haust í heim- sókn í varðskipið Þór sem ligg- ur í Hafnarfjarðarhöfn. Varðskipið, sem er að verða 50 ára gamalt, hef- ur fengið nýtt hlutverk, en þar er nú hægt að fá keypt kaffi og mat og fræðast um sögu skipsins. Það er gaman að skoða þetta sögufræga skip, sem tók virkan þátt í þroskast- ríðum okkar. Við íslendingar höfum verið gagnrýndir fyrir að varðveita lítt skipastól okkar og hafa mörg sögufræg skip verið seld úr landi, þeim sökkt eða þá þau hafa endað sem eldsmatur á áramótabrennum. Þegar maður kynnir sér sögu Þórs sést strax hversu fráleitt væri að farga þessu skip. Það er því sannar- lega fagnaðarefni að tekist hafi að finna leið til að varðveita skipið hér á landi og að almenningi skuli vera gefinn kostur á að kynnast skipinu og sögu þess. xxx NÝVERIÐ birtist athyglisverð skoðanakönnun í DV sem leiddi í ljós að 70% þjóðarinnar eru sátt við holdafar sitt. Blaðið skipti svörum þátttakenda niður eftir af- stöðu til stjórnmálaflokka og þá kom nokkuð athyglisvert í ljós. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru sáttastir við holdafar sitt. Þar á eft- ir koma kjósendur Vinstrihreyfing- arinnar, þá Samfylkingarmenn og Framsóknarmenn, en óánægðastir eru kjósendur Frjálslynda flokks- ins. Þegar Víkverji las þessa frétt fór hann að velta því fyrir sér hvort það gæti verið tilviljun að ánægja kjósenda með holdafar sitt fór nokkuð vel saman við gengi stjórn- málaflokkanna. Frjálslynda flokknum hefur ekki gengið vel í skoðanakönnunum og nýlega sagði varaformaður flokks- ins af sér. Það er því greinilega tals- verð óánægja innan flokksins. Þetta virðist endurspeglást í sjálfsmynd kjósenda flokksins, sem eru, ef marka má skoðanakönnun DV, nokkuð óánægðir með holdafar sitt. Framsóknarmenn eru einnig nokk- uð óánægðir með sitt holdafar og þeir mega jafnframt vera nokkuð óánægðir með pólitískt gengi flokksins, sem hefur ekki verið gott í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Pólitískt gengi Samfylkingarinnar hefur heldur ekki verið í samræmi við vonir flokksmanna enda eru þeir ekki of ánægðir með holdafar sitt. Hins vegar hefur vinstrigrænum gengið flest í haginn og það virðist endurspeglast í því að þeir eru nokkuð sáttir við holdafar sitt. Sjálfstæðismenn getaverið ánægðir með útkomu í skoðanakönnunum og stöðu flokksins. Þeir eru líka mjög sáttir við holdafar sitt. Það væri fróðlegt að kanna hvort samsvörun er á milli gengis í pólitík og fleiri þátta, eins og t.d. hvort menn telja sig lifa í hamingjusömu hjónabandi eða njóta velgengni í starfi. Það kæmi Víkverja alls ekki á óvart að sjálfstæðismenn og vinstrigrænir kæmu betur út þar en Samfylkingin, Framsóknarflokkur- inn og Frjálslyndi flokkurinn. xxx VÍKVERJI fór nýverið í göngu- túr um miðborgina á sunnu- degi. Áberandi var hve sóðaskapur var mikill og var greinilegt að mið- borgin hafði mátt þola illa meðferð af hálfu þeirra sem skemmtu sér um nóttina. Víða voru glerbrot og jafnvel uppsölur þeirra sem skemmtu sér nóttina áður. Víkverja er kunnugt um að borgin leitast við að þrífa eftir þá sem skemmta sér, en ábyrgð hinna skemmtanaglöðu er einnig mikil. Þeir verða að taka tillit til þess að það eiga aðrir eftir að ganga um þar sem þeir hafa far- ið. x x x FYRIR nokkru sameinuðust Hitaveita Reykjavíkur og Raf- magnsveita Reykjavíkur. Rökin fyrir sameiningu voru m.a. þau að hægt væri að ná fram hagræðingu í innheimtu. Víkverji hafði talið að þetta þýddi m.a. að notendur fengju einn reikning fyrir notkun á raf- magni og hita, en þetta hefur ekki gerst ennþá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.