Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 28
■28 FIMMTUÐAGUR 2. NÓVEMBER 20G0 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kjósendur leita óvenjulegra leiða til að tryggja hag frambjóðenda Atkvæða- skipti á N etinu Hver vefsíðan á fætur annarri sprettur upp í Bandaríkjunum, þar sem stuðningsmenn Demókrataflokksins og Græning;ia lýsa sig tilbúna til að skiptast á atkvæðum, til að tryggja bestu hugsanlega útkomu fyrir báða frambjóðendur. Ragnhildur Sverris- Neytendafrömuðurinn Ralph Nader, frambjóðandi Græningjaflokksins. Atkvæði greidd honum geta haft mikil áhrif á úrslitin 1 kosningunum. dóttir segir að í Kaliforníu teljist slíkar vefsíður brjóta í bága við ákvæði kosninga- laga um sölu atkvæða. KJÓSENDUR í Bandaríkjunum virðast sumir hveijir tilbúnir að grípa til óvenjulegra ráða til að tryggja frambjóðanda sínum gott fylgi í forsetakosningunum komandi þriðjudag. Nú sprettur upp hver vefsíðan á fætur annarri, þar sem kjósendum í einu ríki býðst að skipta á atkvæði sínu við kjósanda í öðru ríki. Gera eins konar heiðurs- mannasamkomulag um að fylgis- maður Naders, t.d. í Oregon, kjósi Gore gegn því að einhver stuðnings- maður Gore í Texas kjósi Ralph Nader, þar sem Gore á hvort sem er ekki möguleika á sigri. Frambjóðendur stórflokkanna tveggja, A1 Gore varaforseti og George W. Bush ríkisstjóri í Texas, er enn hnífjafnir í skoðanakönnun- um. Til að tryggja sér forsetaemb- ættið þarf frambjóðandi að hafa 270 af 638 kjörmönnum að baki sér. Bush er nú talinn vera með 225 kjörmenn í 25 ríkjum og Gore með 186 í 13 ríkjum, en óvíst er hvorum megin hryggjar 127 kjörmenn í 12 ríkjum lenda. í þessum tólf af fimm- tíu ríkjum Bandaríkjanna verður barist fram á síðustu stundu. Þegar jafn mjótt er á mununum og raun ber vitni skiptir hvert at- kvæði máli. Ralph Nader, frambjóð- andi Græningja, mælist aðeins með um 3% heildarfylgi í skoðanakönn- unum, en fylgi hans í einstaka ríki gæti skipt sköpum fyrir A1 Gore. Enginn vafi leikur á að umhverfis- verndarsinninn Nader tekur fylgi sitt frá fólki sem ella myndi flest kjósa varaforsetann sem skárri kost í umhverfismálum en Bush. Demó- kratar halda því enda mjög á lofti að hvert atkvæði sem greitt sé Ralph Nader muni í raun teljast sem at- kvæði greitt Bush, því það grafi undan fylgi varaforsetans. Þessu hafa repúblikanar líka átt- að sig á og hópar stuðningsmanna Bush hafa greitt sjónvarpsauglýs- ingar, sem hvetja kjósendur til að greiða Nader atkvæði sitt. í auglýs- ingunum er notaður hluti af ræðu Naders, þar sem hann gagnrýnir stefnu Gores í umhverfismálum, til að hnykkja á þvi við stuðningsmenn Naders að þeir geti ekki með góðu móti hætt við að kjósa hann og veitt Gore atkvæði sitt í staðinn. Oregon er eitt sterkasta vigi Naders. Hann hefur mælst með allt upp í 8% fylgi í ríkinu í skoðana- könnunum og fékk þar 4% fylgi í kosningunum 1996. Þau atkvæði geta skipt sköpum núna og tölu- verður taugatitringur er í hópi demókrata. Þeir hafa birt opin bréf og auglýsingar í dagblöðum, þar sem fylgismenn Naders eru grát- beðnir um að kjósa Gore. Bill Brad- ley, fyrrverandi keppinautur Gores um útnefningu Demókrataflokksins, hefur hvatt Oregonbúa til að kjósa ekki Nader, heldur tryggja Gore sigur. Hið sama gerði femínistinn Gloria Steinem á dögunum og á næstunni ætlar blökkumannaleið- toginn Jesse Jackscon í sams konar yfirreið. Lausn fyrir Gore og Nader? Nýjasta útspilið í þessari baráttu er vefsíður, þar sem fólki býðst að skipta á atkvæði sínu og atkvæði kjósanda í öðru ríki. Á þriðjudag í síðustu viku birtist grein í vefritinu Slate, þar sem rætt var um þann vanda sem blasir við stuðnings- mönnum Naders í ríkjunum þar sem úrslit kosninganna munu ráð- ast. Eiga þeir að kjósa Nader, til að tryggja að hann nái því 5% fylgi sem hann þarf til að Græningjar fái opin- bert framlag til kosningabaráttu sinnar að fjórum árum liðnum, eða eiga þeir að kjósa Gore til þess eins að koma í veg fyrir að Bush sigri? í greininni er á það bent, að fylg- ismenn Gores í ríkjum eins og Tex- as, Virginia og Utah þurfi vart að ómaka sig á kjörstað, því þar sé Bush með svo mikla yfirburði. Lausn höfundar greinarinnar, laga- prófessorsins Jamin Raskin, er einföld: Stuðningsmenn Gores í þessum repúblikanaríkjum og stuðningsmenn Naders í ríkjum á borð við Oregon geta gert með sér heiðursmannasamkomulag. Naders- menn kjósa Gore, til að tryggja að Gore nái meirihluta í ríkinu, og Gore-mennimir í repúblikanaríkj- unum, eða í þeim ríkjum þar sem Gore er með mikla yfirburði, kjósa Nader, til að tryggja honum 5% heildarfylgið. Með þessu móti eiga báðir hópar að geta unað glaðir við sitt. Hugmynd greinarhöfundar var snarlega hrundið í framkvæmd af netveijum og komið var á laggirnar vefsíðunum voteswap2000.com, nad- ertrader.org, winwincampaign.org, Winchell.com/NaderTrader og VoteExchange.com og hugsanlega eru síðurnar enn fleiri. Sumar taka að sér að leiða saman kjósendur, til dæmis getur John, stuðningsmaður Naders í Oregon, komist í tölvu- póstssamband við Peter, stuðnings- mann Gores í Texas. Aðrar síður út- skýra bara hugmyndina fyrir kjósendum og hvetja þá til að hafa samband við ættingja, vini eða kunningja í öðrum ríkjum. Demó- krataflokkurinn, Repúblikanaflokk- urinn og Græningjar harðneita allir að eiga nokkum hlut að máli. Brot gegn kosningalögum Kalifomíu I kjölfar þessa risu deilur um hvort eðlilegt væri að stuðla að „sölu“ atkvæða með þessum hætti. í Kalifomíu bmgðust stjórnvöld hart við og tilkynntu forsvarsmönnum voteswap2000.com í San Francisco að vefsíðan bryti gegn kosningalög- um ríkisins, því ákvæði sem bönn- uðu sölu atkvæða yrði að túlka á þann hátt að engu skipti hvaða verð- mæti kæmu fyrir, peningar eða ann- að atkvæði. Forsvarsmennimir ákváðu að hætta starfseminni, sem hafði falist í að leiða saman stuðn- ingsmenn Gores og Naders til tölvu- póstssamskipta. Þeir birtu tilkynn- ingu á síðunni, þar sem þeir töldu hvorki sig né það fólk sem hafði nýtt sér þjónustu síðunnar hafa brotið lög, en mæltu þó með að fólk gengi úr skugga um það, hvert í sínu ríki. í greininni í Slate, sem hratt þessum atkvæðaskiptum af stað, segir að ef aðeins 100 þúsund kjós- endur Gores og 100 þúsund kjós- endur Naders í lykilríkjunum skuld- byndu sig til að taka þátt í atkvæðaskiptum myndi það nægja til að tryggja Gore forsetastólinn og Græningjum opinberan fjárstuðning að fjómm árum liðnum. Greinin bendir hins vegar á, að margir kjós- endur muni án efa bregðast illa við hugmyndum af þessu tagi, því þeim sé kosningarétturinn of heilagur til að vilja kjósa einhvem sem er þeim ekki að skapi, jafnvel þótt heildar- útkoman eigi að koma þeirra flokki vel. Þessar hugmyndir byggjast líka á að kjósendur standi við loforð sín, en svíki þau ekki í kjörklefanum. Líklega mun alltaf einhver hópur ganga á bak orða sinna, en engin ástæða er til að ætla að hann sé fjöl- mennari meðal stuðningsmanna annars frambjóðandans en hins, svo það ætti að jafnast út. Netið og lýðræðið í grein í dagblaðinu New York Times á þriðjudag segir, að at- kvæðaskiptin sýni möguleika Nets- ins í lýðræðisríkjum. Frambjóðend- ur og flokkar þeirra hafi sínar vefsíður og nýti Netið til fjársöfnun- ar og auglýsinga. Hérna sé hins vegar nýjung á ferðinni. Blaðið vitn- ar í Michael B. Comfield, aðstoðar- prófessor í stjórnmálafræði við George Washington-háskólann, sem segir að atkvæðaskiptin muni ekki hafa mikil áhrif á kosningarnar, en hann hafi aldrei áður séð kjósendur eiga slík samskipti án milligöngu fjölmiðla eða stjórnmálaflokka. „Kjósendur haga sér eins og þing- menn, segja ég geri þetta fyrir þig og þú þetta fyrir mig og við náum báðir okkar fram,“ segir prófessor- inn. „Valdastéttin hefur stundað slík viðskipti áður, ekki almenningur." Eurobarometer-könnun Lítill stuðningur við stækkunaráform STUÐNINGUR við stækkun Evröpusambandsins (ESB) til aust- urs meðal almennings í núverandi aðildarríkjum er um þessar mundir ekki meiri en um 38% samkvæmt niðurstöðum nýjustu Eurobaromet- er-könnunarinnar sem framkvæmd er á hálfs árs fresti á vegum fram- kvæmdastjórnar ESB. Fyrir hálfu ári mældist stuðn- ingur við stækkunaráform sam- bandsins 43%. Hins vegar er mikill munur á afstöðu fólks eftir löndum. í Svíþjóð segjast 61% aðspurðra styðja inngöngu Mið- og Austur- Evrópuríkjanna í ESB en það gera aðeins 26% Frakka þar sem hlutfall fólks með þessa afstöðu mælist lægst. Auk Sviþjóðar finnst meiri- blulastuðningur við stækkun ESB til austurs aðeins í Danmörku (58%) og Grikklandi (55%). Minnstur stuðningur mældist, auk Frakk- lands, í Austurríki (30%), Þýzka- landi, Lúxemborg (34%) og Bret- landi (35%). Afstaðan til inngöngu nýrra ríkja í sambandið er enn fremur mjög breytileg eftir því hvaða væntanieg aðildarríki eiga í hlut. Af þeim 13 ríkjum sem sælgast eftir aðild eins og er nýtur Malta mests stuðnings (50%), þá IJngverjaland, Pólland og Kýpur. Fæstir hafa áhuga á því að Tyrkland fái inngöngu (30%). Þótt EFTA-ríkin Noregur og Sviss sækist sem stendur ekki eftir aðild að ESB myndu 70% vilja sjá hið fyrrnefnda og 69% hið síðar- nefnda fá inngöngu. Fyrir ári mældist reyndar stuðningur við ESB-aðild þessara landa einu pró- sentustigi hærri. Ekki var spurt um afstöðuna til ESB-inngöngu þriðja EFTA-landsins, fslands. Valdaskeið Milosevic-fiölskyldunnar Vísbendingum um glæpa- starfsemi fjölgar stöðugt Belgrad. AP, AFP. SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, er ásamt eigin- konu sinni og tveim börnum grunað- ur um glæpi af margvíslegu tagi, þar á meðal fjármálaspillingu og aðild að launmorðum, og líklegt er að þau verði sótt til saka fyrir dómstólum í landinu. Fyrrverandi lögregluforingi í Belgrad, Marko Nicovic, segir að Milosevic hafi verið „stóri maííufor- inginn á Balkanskaga". Sjálfur hætti Nicovic í lögreglunni 1992 til að þurfa ekki að vera handbendi Milos- evic. Zoran Djindjic, einn af helstu samstarfsmönnum Vojislavs Kost- unica forseta, segir að hægt verði að hefja réttarhöld í máli Milosevic „þegar serbneskir dómstólar verði farnir að virka“. Búið er að reka flesta dómarana frá valdaskeiði Mil- osevic en tímafrekt hefur reynst að finna menn í þeirra stað. Óvíst er hvar forsetasonurinn, hinn 26 ára gamli Marko, heldur sig en dóttirin Marija og eiginkonan Mira munu vera í Belgrad með fjöl- skylduföðurnum. Búa þau enn í húsi forsetans fyrrverandi í auðmanna- hverfinu Dedinje í borginni. Fé inn á leynireikninga Milosevic eldri er sakaður um að hafa látið taka fé út úr opinberum sjóðum og leggja það inn á leyni- reikninga sína og ættingja sinna er- lendis. Hann er einnig grunaður um að hafa látið myrða nokkra pólitíska andstæðinga sína og eiginkonan er talin hafa látið leyniþjónustuna myrða þekktan útgefanda, Slavko Curuvija, í fyrra. Hann var skotinn til bana á götu í Belgrad. Marxista- flokkur hennar er sagður hafa stund- að fjárkúgun og hann er sagður hafa þvingað fólk til að ganga í flokkinn, ella yrði því sagt upp starfi. Dóttirin rak Kosava-sjónvarps- stöðina í Belgrad og mun hafa not- fært sér stöðu föðurins til að fá gríð- arleg fjárframlög frá mörgum opinberum stofnunum og fyrirtækj- um. Yfirmenn þeirra hafi ekki þorað að hafna slíkum beiðnum. Meðal stórra gefenda voru Beobanka, en stofnunin er sögð hafa annast flutn- ing milljóna dollara af almannafé inn á leynireikninga Milosevic erlendis, og ríkisolíufélagið Júgopetrol. Marko var framan af glaumgosi og bíla- áhugamaður en gerðist umsvifamik- ill í viðskiptum með fíkniefni, smygl- aðar sígarettur, áfengi og bensín. Hann átti hlut í Bambilandi, stórum skemmtigarði, og fleiri fyrirtækjum. Meðal annars eignaðist hann bakarí og er sagður hafa rekið fyrri eiganda út með því að beina að honum byssu. Að sögn lögreglu tengist nafn Mark- os ýmsum mannskæðum átökum í undirheimum Júgóslavíu síðustu árin en alþjóðlegt viðskiptabann sem sett var á landið 1992 olli því að smygl varð mjög ábatasamt. Milosevic er nú í eins konar varð- haldi, en öflug öryggisgæsla er við hús hans til að koma í veg fyrir að reiðir borgarar geri árás á það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.