Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 51 GISLIFRIÐRIK JOHNSEN + Gísli Friðrik Johnsen fæddist i Vestmannaeyjum 11. janúar 1906. Hann lést á sjúkrahúsinu Sólvangi 8. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16. október. Frændi minn og vin- ur Gísli Friðrik John- sen er látinn hálftíræð- ur að aldri. I hugann koma minningar löngu lið- inna daga í Vestmannaeyjum þar sem hann fæddist og dvaldi mestan hluta ævi sinnar. Gísli Friðrik verður mér minnisstæður sem ljúfur og við- kvæmur listamaður með glöggt auga fyrir fegurð náttúrunnar. Snemma hóf hann sem áhugamaður að stunda ljósmyndun, sótti myndefnið víða, einkum í landslag og fuglabyggðir. Hann var eldheitur Uteyingur og stundaði lundaveiði í Helhsey og oft gátum við á góðri stund rifjað upp lundaveiðisögur og vangaveltur um lundakónga og -prinsa sem veiðst höfðu á lundatímanum og hann fest á filmu. Gísli Friðrik hóf snemma að lita svarthvítu ljósmyndirnar, löngu áður en litmyndatækni var notuð. í þessari list sinni gat hann sameinað ljósmyndatæknina og málaralistina og oft urðu ljósmyndir hans listilega fagrar, bæði mótíf og litameðferð. Hann blandaði saman landslagi og skýjamyndum og litaði saman svo að úr varð sterk heild með sérstakan blæ listamannsins. Byggðasafn og Listasafn Vestmannaeyja eiga margar myndir eftir Gísla Friðrik og víða á heimilum Vest- mannaeyinga eru lit- ljósmyndir Gísla Frið; riks augnayndi. í endurútgefinni „Sögu Vestmannaeyja" eftir Sigfús M. Johnsen, fv. bæjarfógeta og föður- bróður Gísla Friðriks, er að finna nokkur ein- tök af myndum Gísla sem ekki hafa komið út fyrr. Gísli stundaði um árabil útgerð með mági sínum Astþóri Matt- híassyni á Sóla og fet- aði þannig í fótspor föður síns Gísla J. Johnsen útgerðarmanns. En í dýpsta eðli sínu var Gísli Friðrik listamaður og bóhem. Hann hafði sérstakt dálæti á fuglafræði og fuglaljósmyndun og eitt sumar fór hann sérstaklega um Vestfirði til þess að fylgjast með og ljósmynda í smáatriðum emi og fálka. Hann hafði yndi af ferðalögum og lestri ferðabóka og oft var gaman að ræða við hann um fjarlæga staði. Gísla Friðrik var hlýtt til allra samferðamanna sinna, vildi vel og af honum stóð ákveðinn hlýr ljómi ljúf- mennis. Pau Friðbjörg, eiginkona hans, sem var í senn stoð hans og stytta, áttu hlýlegt heimili á Faxa- stíg 4 þar sem fjölskyldan undi löng- um. Þeim Friðbjörgu varð þriggja barna auðið og komust tvö til fullorð- insára. Ævikvöldinu eyddu þau í Hafnarfirði í nánd við Hrafn og Ás- dísi, börn sín, og fjölskyldur þeirra, en Friðbjörg lést fyrir um hálfum áratug. Hafðu þökk, kæri frændi minn, fyrir viðkynnin og minninguna. Eg OTTÓSVAVAR JÓHANNESSON + Ottó Svavar Jó- hannesson fædd- ist á Móbergi í Langadal Austur- Húnavatnssýslu 1. júlí 1912. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. október síðastliðinu og fór út- för hans fram frá Kópavogskirkju 20. október. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhugþakkahér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Elsku Svavar frændi. Mig langar að minnast þín í örfáum orðum. Þú fluttir á Sambýli aldraðra, Skjól- braut ÍA, fyrr á þessu ári - fullur af fjöri, iðandi af kátínu og kærleikur- inn skein í gegn! Þú fréttir að frænka þín frá Móbergi væri að vinna þarna á elliheimilinu og varst ekki síður forvitinn en ég að hittast... og frá fyrstu kynnum var ekki hægt annað en líka vel við þig. Þú varst svo með- vitaður um lífið og tilvenana svo full- ur af speki, svo ríkur af kærleik, vild- ir öllum vel, svo gegnheill. - Elsku frændi. Takk fyrir allar stundirnar í eldhúsinu á Skjólbraut 1A. Þú komst inn... Eg að undirbúa kvöldmatinn... „Almáttugur! Er ég tefja þig frænka?“ Svo hrististu af hlátri... Nei frændi, þú tafðir mig aldrei, heldur var hrein unun að hlusta á allt sem þú hafðir að segja, þú varst búinn að upplifa margt á langri ævi og tilbúinn að miðla reynslunni með frænku þinni frá Móbergi. „Það eru ræturnar - frænka - ræturnar...!11 Svo sagðii’ þú mér hverja söguna á fætur annarri, hvemig lífið var hjá þér og henni Hallfríði þinni - fórst í gegnum allan ykkar búskap... Arin í sveitinni. - Ár- in í Kópavogi - talaðir af miklu stolti um börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn og allt sem þau tóku sér fyrir hendur. Þú sagðir mér frá tilhugalífi afa míns og ömmu og hafð- ir gaman af öllu saman. Takk fyrir allt spjall- ið - þú kenndir mér svo margt um lífið - aldur- inn skipti ekki máli - þú varst svo mikill jafningi - vinur vina þinna. Já, það er ansi tómlegt núna, Svavar, á Skjólbrautinni okkar og stelpurnar mínar geta ekki sætt sig við að þú sért farinn frá okkur... Allt- af gátu þær leitað til þín og alltaf var þessi umhyggja til staðar og kær- leikurinn. Þær eignuðust ekki bara frænda heldur líka afa, sem vissi allt. I sumar fórum við í ferðalag sam- an... þú, ég og hún Bylgja þín litla - við skmppum norður í land á æsku- slóðir okkar beggja, Móberg í Langadal. Þangað hafðir þú ekki komið í mörg ár, þvílík upplifun - fyrir þig að koma á Norðurlandið í síðasta sinn - fyrir mig að fá annan eins ferðafélaga. Við hittum ættingja unga og gamla, keyrðum upp Vatnsskarð og horfðum yfir Svartárdal, keyrðum inn Böndudal til þess eins að kynna þig fyrir skáldkonunni og stórbónd- anum Jóhönnu Halldórsdóttur í Austurhlíð, þar hittirðu líka börnin hennar fimm og þú hafðir sérstak- lega gaman afyngsta drengnum sem þá var nokkurra mánaða, en þar sástu prestefni mikið! Við héldum svo aftur suður yfir heiðar, búin að sækja yngstu stelpuna mína sem vai- stödd í sveitinni, og ekki fannst þér verra að hafa dömurnar tvær í aft- ursætinu með í túrnum suður. Um kvöldið komum við í Kópavoginn eft- er viss um að þú ferð á vit eilífra lundaveiðibrekkna og sólarlaga, ljós- mynda sem enginn nema skaparinn geta litað á festinguna. Guð blessi minningu þína. Sigfús J. Johnsen. Eins og ævintýri í lífsins melódíu var hann frændi minn, Gísli Friðrik Johnsen, ljósmyndari og útgerðar- maður frá Vestmannaeyjum. Hann lést fyrir skömmu í hárri elli í Hafn- arfirði. Það var leitt að geta ekki fylgt honum til grafar vegna fjarveru í útlöndum. Gísli Friðrik var stórkostlegur persónuleiki. Hann lét ekki mikið yf- ir sér en hugsun hans, orðhnyttni og athyglisgáfa var fágæt. Hann hafði glæsilegan stfl með hljóðlátu fasi en var alltaf fyrri til í orðræðum að komast að kjarna málsins. Hann virtist nefnilega vera búinn að þroska með sér afstöðu til allflestra þátta sem upp komu í spjallinu. Gísli Friðrik var listamaður af Guðs náð og handlitaðar ljósmyndir hans skipa sérstakan og heillandi sess í ljósmyndasögu Islands. Hann var útgerðarmaður um langt árabil, drjúgur og séður, en listamaðurinn í honum var sterkastur, næmleikinn fyrir fegurð lífsgátunnar. Hann var göngugarpur og líklega átti hann aldrei bfl í Eyjum. Hann var sjálfur sígilt módel í grásprengdu fötunum, gamla frakkanum og stundum með sixpensarann. Það var alltaf hátíð þegar Gísli Friðrik kom fyrir horn á göngu um götur bæjarins. Hann var alltaf að gauka ein- hverju að vinum sínum, karamellu, blómi sem hann hafði tínt og einu sinni sá ég hann gefa flestum farþeg- um í flugstöð Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli steinvölur sem hann hafði tínt á göngu sinni um Vatnsmýrina frá miðbæ Reykjavík- ur til flugvallarins. Hann þurfti ekki fjöll og fimindi. Steinvölurnar urðu ir vel heppnað ferðalag - full af lif- andi minningum - en auðvitað dauð- þreytt. Þetta var ekki eina ferðalagið okkar en það lengsta. Nokkrar ferðir fórum við upp í kirkjugarð að leiði Hallfríðar konu þinnar, þar á meðal á afmælisdegi hennar, þú keyptir rauðar raush' og ljómaðir yfir að komast upp í garð þennan dag því þetta var hennar dagur og ekki síður þinn. Nokkrum sinnum komstu á heim- ilið mitt og hafðh’ ósköp gaman af að sjá hvernig frænka byggi og ekki síst að sjá herbergin hjá litlu dömunum þínum. Svo kom að því að heilsunni hrakaði og þú þurftir að fara á sjúkrahús - líkaminn orðinn lúinn en alltaf var Svavar sjálfum sér líkur, andlega hress og kátur og spurði eft- ir öllu sínu fólki norðan heiða, litlu frænkunum hér fyrir sunnan, hvern- ig gengi í skólanum og hvort heima- námið væri mikið og svo frv. Já, húmorinn var alltaf til staðar - í seinna skiptið þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið sagðirðu: Er ekki einhver leið, Aðalheiður, að þú rúllir mér út bakdyramegin í rúminu, það er svo drepleiðinlegt hérna? í þetta skipti vissum við bæði að þú kæmir ekki aftur á Skjólbrautina - þú varst orðinn þreyttur og farinn að bíða... En eins og allt sem þú gerð- ir þá kvaddirðu með stæl... Óskaðir mér alls hins besta um ókomin ár, sendir mig út í lífið, fulla af þinni visku, ásamt stærðarblómvendi, baðst að heilsa litlu stúlkunum þín- um þrem. Já, 88 ár eru langur tími - en Svavar notaði öll sín 88 ár á jákvæð- an hátt og miðlaði til okkar visku og kærleik í orðum og gjörðum. Bestu þakkir, frændi, fyrir kynnin og þann part sem þú skildir eftir hjá okkur af þér. Þín frænka, Anna Aðalheiður Halldórsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. fögur fjöll sem hann færði gestum og gangandi með sínu kankvísa brosi, þessi hversdagslega rauðamöl. Hann lagði okkur strákunum góð ráð og það var gott að vera aufúsu- gestur á heimili þeirra Friðbjargar, óhagganlegt æðruleysi og óendanleg umhyggja. En hvflíkur sársauki þeg- ar Örn, yngri sonur þeirra, féll í val- inn fyrir voðaskoti 16 ára gamall, vinur minn og jafnaldri. Með slíku áfalli búa ástvinir ævilangt í þögn- inni. Prakkaraskapur var Gísla Frið- riki í blóð borinn. Einu sinni tepptust eggjatökumenn í Hellisey í heila viku vegna ofsaveðurs sem skall á. Þeir höfðu ætlað að stansa á eynni þrjá til fjóra tíma. Fljótlega urðu þeir mat- arlitlir, en reyndu að gera gott úr hlutunum. Það brást þó ekki að á hverjum morgni fengu þeir skeyti í gegnum Vestmannaeyjaradíó, mat- seðil dagsins. Þar var m.a. talað um grænþörunga í morgunmat, hvönn með súluskít í hádegismat og svart- fuglseggjahræru með hundasúru- mauki. Enginn vissi hver hafði sent matseðlana fyrr en allir voru komnir í land. Þá gat Gísli Friðrik ekki þag- að yfir skemmtun sinni. Meining Gísla Friðriks fór aldrei á milli mála, fá orð en afgerandi. Fyrir nokkrum árum var ættar- mót í Eyjum. Gísli Friðrik var elstur. Það voru tvisvar sinnum 17 tegund- um á borðum en Gísli spurði um hvort það væri ekkert almennilegt til. Eg skaust út í bæ og afraksturinn varð flaska af serríi á borðið fyrir framan Gísla Friðrik. „Þetta er betra“, sagði hann brosandi, og ættarmótið hélt áfram með alla ánægða. Og nú er vinurinn sigldur eins og báturinn Þristur sem hann gerði lengst út. Ævintýrið er úti en eftir lifir minningin um dýrmætan dreng, dásamlega persónu sem kunni betur aðgefaenþiggja. Megi góður guð bera Hrafn og Ás- dísi og aðra ættingja hans og ástvini á höndum sér, gefa þeim sýn á þann eiginleika Gísla Friðriks að rækta stað og stund, gera lífið að ævintýri. Árni Johnsen. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför ástkærar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR, Freyjugötu 19, Sauðárkróki, áður Þverárdal. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Árnadóttir, Grétar Jónsson, ísgerður Árnadóttir, Elsa Árnadóttir, Björn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minn- ar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR F. ÞORLEIFSDÓTTUR fyrrum húsfreyju í Viðfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað. Guð blessi ykkur öll. Guðni Þorleifsson, Sveinn Þórarinsson, Guðrún Sigurðardóttir, Þorgeir Þórarinsson, Ólöf Erla Þórarinsdóttir, Hjalti Auðunsson, Freysteinn Þórarinsson, Steinunn Stefánsdóttir, Þórarinn V. Guðnason, Katrín Gróa Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og hlýju vegna andláts móður okkar, ÖNNU BJÖRNSDÓTTUR frá Hörgsholti. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraða, Borgarnesi. Hallfríður Eiðsdóttir, Björn Eiðsson, Ingibjörg Eiðsdóttir, Sigurður Eiðsson, Sveinn M. Eiðsson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUÐMUNDAR ALEXANDERSSONAR, áður til heimilis í Miðtúni 52. Guðrún Guðmundsdóttir, Arnheiður Guðmundsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Guðmann Guðmundsson, Unnur Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Reynir Jakobsson, María Steinsdóttir, Gísli Guðmundsson, Áslaug Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.