Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 1
Sveinn Einarsson 2/ Elías Snæland Jónsson 2/ Guðbergur Bergsson 3/ Mikael Torfason 3/Jenna Jensdóttir 4/ lllugi Jökulsson 4/ Sigurjón Magnússon 5/ Ágústína Jónsdóttir 6/ Kjartan Árnason 7/ Aóalsteinn Davíösson 7/ Már Jónsson 8/ Vigdís Grímsdóttir 10/ Þorgrímur Þráinsson 10/ Guórún Guölaugsdóttir 11/Ragna Sigurðardóttir 13/ Guðjón Friöriksson 14/ Þorsteinn J. Vilhjálmsson 15/ Thomas Mann 16 / Atli Heimir Sveinsson 16/ MENNING LISTIR ÞIÓÐFRÆÐI O /I71ZT ID Ð/CilVUll PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 BLAD E VENJULEGA fer heldur minna fyrir ljóðabókum á jólabókamarkaði en öðr- um bókum. Þetta kemur einkum til af því að þær seljast minna en skáldsögur og því eyða út- gefendur ekki miklu í auglýsingar þegar ljóðabækur eru annars veg- ar. Ljóðin eiga samt alltaf sína tryggu lesendur og ljóðagerð hefur staðið með blóma á tuttugustu öld. Að þessu sinni kennir margra grasa á ljóðabókamarkaði, frumútgefnar ljóðabækur eru ekki ýkja margar enda erfitt að fá forlög til að gefa út bækur sem fæstar gera í blóðið sitt. Ljóðasöfn Athygli vekur að endurútgáfur ljóðasafna eru fyrirferðarmiklar í ár. Fagna ber endurútgáfu Fjög- urra ljóðskálda sem Hannes Pét- ursson gaf út á sínum tíma (1957). Þetta safn er úrval nýrómantískra ljóðskálda, fágaður skáldskapur sem Hannes valdi af smekkvísi og ritaði auk þess merkan inngang um hina svokölluðu nýrómantísku stefnu þar sem grunnur nútímaljóð- sins íslenska var lagður. Ljóðasafn Stefáns Harðar Grímssonar inni- heldur allar sex ljóðabækur skálds- ins og er fengur að fá ljóð hans öll á einni bók. Stefán orti ekki mjög mikið en vandaði fágætlega til ljóða sinna og er tvímælalaust eitt helsta skáld tuttugustu aldar. Yrkisefni hans eru klassísk; ástin og dauðinn, öf- ugþróun nútímalífs eða heimsádeila í víðum skilningi. Þá hefur einnig verið gefíð út ljóðasafn Steins Steinars. Þetta er heildarútgáfa sem geymir allar ljóðabækur hans, ljóðaúrval hans sjálfs frá 1956 (þ.e. þau ljóð sem Steinn vildi samþykkja eftir endurskoðun allra sinna bóka) og áður óbirt ljóð. Blómið sem þú gafst mér nefnist úrval úr ljóðum Nínu Bjarkar Ái-na- dóttur. Jón Proppé valdi Ijóðin og ritar eftirmála. Nína Björk setti svo sannarlega mark sitt á íslenska ljóðagerð á síðari hluta aldarinnar með ljóðum sem eru einlæg og til- finningarík. Skáldkonan lést á þessu ári og er minningu hennar sýndur sómi með þessari útgáfu. Heildarsafn ljóða ísaks Harðarson- ar hefur einnig verið gefíð út og geymir það átta bækur, allt frá Þriggja orða nafni, sem kom út 1982, til Hvíts ísbjarnar frá árinu 1995. Andri Snær Magnason ritar inn- gang og gerir glögga grein fyrir skáldskap ísaks, sem einkennist af leit, lífsþroska og sköpunargleði. Frumsamin ljóð Af ljóðabókum eftir ungskáld verður fyrst fyrir Hnattflug Sigur- bjargar Þrastardóttur. Hún yrkir af miklum krafti og hugmyndaauðgi í þessari annarri ljóðabók sinni. Hnattflug lýsir ferðalagi umhverfis hnöttinn. Mörg ljóðanna eru laus- Ljóðahaustið 2000 Samkvæmt Bókatíðindum koma út 30 ljóða- bækur, ljóðasöfn og ljóðaþýðingar á þessu hausti. Þá eru ótaldar ljóðabækur sem höf- undar gefa út á eigin vegum og má því ætla að fjöldinn nálgist 40 þegar allt er talið, Guðbjöm Sigurmundsson skyggndist í vörpu ljóðsins 2000. Gerður Hannes Sigmundur Ernir Kristný Pétursson Rúnarsson Jóhann Linda Sigurbjörg Hjálmarsson Vilhjálmsdóttir Þrastardóttir Gyrðir Þorsteinn ísak Elíasson frá Hamri Harðarson málskennd og í þeim rabbtónn sem skapar ljóðnánd milli lesanda og ljóðmælanda. Höfundi tekst vel að láta ljóðin mynda samfellu þótt bók- in virðist brotakennd við fyrstu sýn. Gerður Kristný sendi frá sér at- hyglisverða bók sem nefnist Laun- kofi og vísar hún þar til stöðu ljóð- mælanda sem er einfari og hefur reist sér kofa í fjöllum, fjarri mannabyggð. Ljóð Gerðar eru skemmtileg andstæða ljóða Sigur- bjargar, þau eru rammíslensk og staðbundin, vikið er að ættmennum skáldkonunnar og víða eru þjóð- trúarminni áberandi. Trúarleg minni fá einnig nokkurt rúm í bók- inni. Gerður Kristný er mjög vand- virk og gædd skáldlegu innsæi. Styrkur hennar liggur einkum í knöppum myndhverfingastíl; hún segir mikið í stuttu máli og engu er ofaukið í ljóðum hennar. Áhugaverð er bók Lindu Vil- hjálmsdóttur, Öll fallegu orðin. Hér er á ferðinni mjög sterk ljóðabók þar sem ljóðmælandi er staddur á ystu nöf, gefið er í skyn að elskhug- inn hafi framið sjálfsmorð og ein- hvers konar sturlun eða örvænting einkennir ljóðheim verksins. Draumar og skyggnigáfa eru áber- andi og heilmikið er spáð í eilífð- armálin. Ýmislegt er skylt með ljóð- heimi Lindu og Gerðar Kristnýjar og tengja þær báðar skáldgáfuna við galdur, líkt og gert var í árdaga. Miklu meiri rósemi einkennir ljóðheim Sigmundar Ernis Rúnars- sonar í ljóðabók hans, Sögum af aldri og efa. Sigmundur yrkir af íhugun og er glöggur á mannlegt eðli og hefur einnig skarpa athygl- isgáfu. Ljóðin bera þroska höfund- ar og reynslu vitni, ljóðin eru hlý og manneskjuleg. En því má bæta við að ekki sakaði að skáldið léti meiri átök birtast í ljóðum sínum pvo að ljóðin yrðu sterkari og snertu les- andann meir. Vorflauta eftir Ágústínu Jóns- dóttur er einnig bók eftir fagurkera og rómantísk er lífssýn hennar. Ágústína yrkir af heilindum og ein- lægni og ástin skipar stóran sess í Ijóðum hennar. Dekkri hliðar mannlífsins eru ekki mikið til um- fjöllunar. Að þessu leyti skilur hún sig frá t.d. Lindu Vilhjálmsdóttur. Það er einnig athyglisvert hversu hefðbundin ljóð Ágústínu eru, hún yrkir í hnitmiðuðum klassískum stíl og gerir það býsna vel. Dálítið óvenjuleg og skemmtileg er bókin Húsgangar - götumyndir eftir Gunnar Harðarson. Gunnar yrkir um götur Reykjavíkur, eink- um Vesturbæinn. Skáld koma mikið við sögu, þau lifna í ljóðum Gunn- ars, sem kann þá list að upphefja liðin atvik úr ævi þeirra og festa þau á ljóðfilmu. Ljóð Gunnars verðskulda athygli þvi að borgin á sér merka sögu, sem nútímanum hættir til að gleyma. Hvað vita unglingar í dag um Suð- urgötu 7 eða Benedikt Gröndal? Tvö öndvegisskáld Að lokum skal nefna hápunkt ljóðavertíðar nú fyrir jólin. Það eru bækur tveggja öndvegisskálda, sem gáfu ungir út fyrstu bækur sínar. Það eru auðvitað Þorsteinn frá Hamri og Jóhann Hjálmarsson. Bók Þorsteins nefnist Vetrarmynd- in og ber vitni um fágun og vand- virkni hans. Formskyn hans er óviðjafnanlegt og tökin á málinu nálgast fullkomnun. Þorsteinn yrk- ir um svipaða hluti og áður, tálsýnir ýmsar og óvægin örlög. Þjóðsagna- minni hafa alltaf verið honum töm og hann notar þau á snjallan hátt til að sjá sammannlega reynslu. Tónn- inn er jákvæðari en oft áður, vissu- lega eru ljóð hans margræð og myrkrið ekki langt undan, en ljóðin tjá engu að síður ást til lífsins og skáldið yrkir jafnvel um töfra hversdagsins. Bók Jóhanns Hjálm- arssonar nefnist Hljóðleikar og er titillinn sóttur til Eyrbyggju. Þessi sérstæða íslendingasaga sem gerist á heimaslóðum Jóhanns, Snæfellsnesi, er honum mjög hug- leikin því að titill síðustu bókar, Marlíðendur, er einnig þaðan. Eyr- byggja geymir mikla forneskju og yfirnáttúrulega atburði sem örva skáldgáfu Jóhanns. Ljóðin sem vísa til Eyrbyggju eru frábærlega vel ort og Jóhann kann þá list að nota hin skáldlegu orð sögunnar og flétta þau inn í ljóðtextann. En það eru fleiri vísanir í fornrit og eddu- kvæði í Hljóðleikum, t.a.m. ort út frá Eiríks sögu rauða í tilefni landa- fundanna. Ljóð Jóhanns eru mörg ort á ferðalögum og svið bókarinnar er alþjóðlegt og minnir að því leyti á bók Sigurbjargar Þrastardóttur. Tilvistarspurningar eru áberandi í Hljóðleikum og það gildir einnig um Vetrarmynd Þorsteins frá Hamri. Nótt og yfirvofandi dauði eru al- geng yrkisefni bæði hjá Þorsteini og Jóhanni. Jóhann teflir oft fram andstæðum, svo sem birtu og myrkri, sorg og gleði, í ljóðum sín- um, sem einkennast af leit og lotn- ingu fyrir lífinu. Hann slær á marga strengi í þessari nýju bók sinni, yrkir bæði knöpp ljóð og löng, sem innihalda jafnvel dálítinn frásagn- arkjarna. Margt fleira mætti tína til úr jóla- bókaflóðinu en hér verður látið staðar numið. Ljóðabækur ársins eru ekki sérlega margar og ef til vill er þetta aðeins tæplega meðalupp- skera í ár en ýmsar merkar útgáfur birtust á árinu, svo sem Vísnabók Guðbrands Þorlákssonar og Ljóð- mæli Hallgríms Péturssonar. Is- lendingar eiga mikinn ljóðaarf og þurfa engu að kvíða ef þeir ávaxta Ijóðpund sitt eins og þeir hafa gert hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.