Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 16
16 E MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Hvert er gangverð sálarinnar? Meistaraverkið Doktor Fástus eftir nóbelshöfundinn Thomas Mann er komið út hjá Fjölva í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Pétur Blöndal fjallar um goðsögnina Faust, bakgrunn skáldsögu Manns og ræðir við tónskáldið Atla Heimi Sveinsson, sem hefur löngum verið mikill áhugamaður um söguna. Atli Heimir Þorsteinn Thomas Sveinsson Thorarensen Mann „ÞAÐ er fullkomnað. Gamall maður, boginn, næstum brotinn af þeim skelfingartímum, þegar hann skrif- aði þetta og af þvi skelfilega efni sem hann skrifaði um, horfir á háan búnka af útskrifuðum pappírsörk- um, afrakstur iðjusemi sinnar, vitn- ^ isburður þessara erfiðu ára, þar sem stöðugt hafa tekist á minningar for- tíðarinnar og atburðir samtíðarinn- ar.“ Þannig hefst eftirmáli skáldsög- unnar Doktor Fástus eftir þýska nóbelshöfundinn Thomas Mann. Uppgjörinu er lokið. Eflaust hefur Mann varpað öndinni léttar ásamt sögupersónunni Serenus Zeitblom, sem skrifaður er fyrir eftirmálanum og raunar sögunni allri, sögunni af æskuvini sínum, Adrían Leverkuhn. Saman höfðu þeir fylgt tónskáld- inu Leverkuhn í gegnum átakanlegt æviskeið, værukæra æskudaga í Keisarakistu, fyrirlestra hjá skýja- glópnum Kretzschmar og skratta- kollinum Schleppfuss, holdlega sam- ~~ verustund með Esmeröldu, óhæfu- verk nasista, samningafund með djöflinum og hinstu játningu, svo fátt eitt sé nefnt. Og Leverkuhn, þessi tákngervingur þýsku þjóðar- innar, fær innsýn í það sem bíður hans í helvíti, „hávaði, ærandi skark og læti, glymjandi skrækir, öskur, hrygla, væl og vein, stunur, gól og gauf, kveinstafir, beiningagrátur og pyndinganna fagnaðaróp“. Ugglaust er sú lýsing ekki fjarri þeirri ófögru mynd sem Mann hafði af Þýskalandi * ístríðslok. Goðsögnin um Doktor Fástus Goðsögnin um Doktor Fástus á rætur að rekja til þýskrar þjóðsögu um galdramann eða stjörnuspeking sem seldi sál sína djöflinum í skipt- um fyrir þekkingu og völd. Maður með þessu nafni var uppi í Þýska- landi, lést um 1540, fékkst við ýmsa vafasama iðju, enda frægur að endemum, var víðförull og talaði um djöfulinn sem sinn virktavin. í Faustbuch frá árinu 1587 voru skráðar munnmælasögur af Faust og öðrum galdramönnum, sem sagð- ir voru af hans skóla, og á þeim byggði leikskáldið Christopher Marlowe frægt leikrit, Harmsögu Doktors Faustus, sem frumsýnt var árið 1604. Þar var ofið saman kímni og drama, eins og framan af í flest- um öðrum verkum um Faust, og lauk ævi hans iðulega í undirheim- um. Og sagan lifir áfram í rómuðu leikriti Goethe um Faust frá fyrri hluta 19. aldar, þótt þar fái Faust fyrirgefningu Guðs, eins og í fleiri verkum á þeim tíma, m.a. ókláruðu leikriti þýska rithöfundarins Gott- hold Lessing, sem fannst þekking- arþrá Fausts göfugmannleg og kom á sáttum við Guð, kantötu Hectors Berlioz, sem einnig hefur verið upp- færð sem ópera og óperu Charles Gounod við líbrettó Jules Barbier og Michel CaiTé. Ur því fór aftur að halla undan fæti hjá Faust, m.a. í verkum Nikolaus Lenau og Paul Valéry, sem lögðu áherslu á hætt- una sem því fylgdi að leita fullkom- innar þekkingar, fylginautur hennar væri alvald. Loks skýtur Doktor Fástus upp kollinum í bókatitli Manns og finnur sér stað í Adrían Leverkuhn. Sjálft nafnið, Fástus, kemur þó aðeins einu sinni fyrir í bókinni, í lagaheiti tónskáldsins á örlagaverkinu „Kveinstafir Doktor g. Fástí“. Uppgjör við Evrópu í stríðslok Thomas Mann gekk nærri sér við gerð Doktors Fástusar, meira en við nokkuð annað verk sem hann skrif- aði. „Þetta átti að verða hans Opus Magnum, síðasta verkið í lok erf- iðrar ævi,“ segir Atli Heimir Sveins- son tónskáld. „Það leit líka lengi út fyrir að svo yrði því Mann veiktist og var ekki hugað líf. En hann náði aftur fullum bata og bætti m.a. við litlu kveri um gerð bókarinnar. Að lokum skrifaði hann einu gaman- sögu sína, Felix Krull, æviþætti spjátrungs og svindlara. Þar nær hann sér niður á þýsku þjóðinni þeg- ar hún stendur á nærbuxunum og bíður eftir læknisskoðun, sumir kaf- loðnir, aðrir með fflapensla á bakinu, enn aðrir fílspikaðir og leggur fnyk af söfnuðinum." Og Atli Heimir sparar ekki stóru orðin um Doktor Fástus: „Sennilega hefur engin önnur bók haft jafnmikil áhrif á mig og ekki bara mig heldur mína kynslóð í Þýskalandi og Evr- ópu eftir stríð. Höfuðpersóna verks- ins, tónskáldið Adrían Leverkuhn, er svo kynngimagnaður og gustmik- ill að þegar horft er til baka er engu líkara en að hann hafi verið af holdi og blóði. Saga hans, örlög og verk voru sá vegur sem Mann reisti til út- tektar og uppgjörs við samtíma sinn í Evrópu eftir stríð. Þegar ég var við nám í Þýskalandi voru menn að ryðja nýrri tónlist rúms, nema nýjar víddir í mati og meðtöku tónlistar. Skólafélögum mínum og kennurum varð tíðrætt um bókina, hún var á allra vörum, og einn jafnaldri minn var svo upprif- inn að það var sem hann ætlaði sér að verða Leverkuhn endurborinn. Hann gerði sér far um að tileinka sér hliðstæða lifnaðarhætti og tón- verk hans báru sömu titla. Eg er viss um að athugun myndi leiða í Ijós að tónlistin í bókinni, sem þó var ein- ungis til í huga Manns, hafði mikil áhrif á mörg tónskáld, t.d. Stockhau- sen.“ Innri barátta listamannsins Thomas Mann fæddist í Lúbeck 6. júní 1875. Faðir hans, Thomas Jo- hann Mann, var stórkaupmaður af höfðingjaættum og móðir hans, Julia de Silva-Bruhns, ættuð úr Argentínu. Er hún að einhverju leyti fyrirmynd að ekkju í Doktor Fás- tusi, sem fluttist til Múnehen frá Norður-Þýskalandi með dætur sínar tvær og umgekkst listamenn. Mann flutti einmitt til Múnchen með móð- ur sinni, þá 17 ára, þegar faðir hans lést. Thomas átti fjögur systkin, þar á meðal Heinrich, sem einnig varð virtur rithöfundur. Og sonur hans, Klaus Mann, sem íramdi sjálfsmorð árið 1949, leitaði í sömu goðsögn og faðirinn og varð frægastur fyrir að skrifa söguna Mephisto, sem varð efniviður István Szabó í frægri mynd árið 1981. Fyrsta skáldsagan eftir Thomas Mann nefndist Búddenbrooks og hlaut hann Nóbelinn fyrir hana árið 1929. Sagan kom út þegar Mann var 21 árs, gerist á æskuslóðum hans í Ltibeck og fjallar um hnignun auð- ugrar og valdamikillar fjölskyldu. Tónlist Wagners og heimspeki Scho- penhauers eru fléttuð inn í söguna, sem er dæmigerð nálgun Mann. I þessu verki sem öðrum úr smiðju hans gegnir innri barátta lista- mannsins veigamiklu hlutverki og eins og svo oft byggir hann tog- streitu aðalsögupersóna á eigin sál- arlífi og hlífir sér hvergi. Of langt mál yrði að fjalla um öll skáldverk Manns á þessum vett- vangi, en þar sem valdataka nasista í Þýskalandi og hörmungarnar sem fylgdu í kjölfarið eru veigamikill þáttur í skáldsögunni Doktor Fást- us, er rétt að geta afstöðu Manns til vígvélar Hitlers. Mann tók snemma skelegga afstöðu gegn þjóðernis- stefnu nasista og barðist gegn út- breiðslu hennar í ræðu og riti. Þegar Hitler komst til valda árið 1933 var Mann í fríi í Sviss ásamt eiginkonu sinni, Kötju Pringsheim. Sonur þeirra og dóttir vöruðu þau við því að snúa aftur og settist fjölskyldan að í Sviss um tíma. Mann ferðaðist þó einatt til Bandaríkjanna til fyr- irlestrahalds og fór svo að hjónin fluttust þangað árið 1938. Þrátt fyrir að Mann gerðist bandarískur ríkis- borgari bar hann sterkar taugar til föðurlandsins og sveið sárlega fram- ganga þjóðar sinnar í seinna stríði. Hann reyndi hvað hann gat til að vekja landa sína til umhugsunar um voðaverk nasismans, m.a. með er- indum í breska útvarpinu. Lokaupp- gjör hans við þessa ógnaníma er skáldsagan Doktor Fástus. Svipur Krists til marks um náð Guðs? Með því að selja sál sína djöflinum öðlast tónskáldið Adrían Leverktihn frægð og frama fyrir verk sín, en geldur það dýru verði, því eitt af ákvæðunum er að hann má engan elska. Brjóti hann gegn því veldur það dauða og hörmungum. í váleg- um samræðum við djöfulinn fær Leverkúhn innsýn í napurlega vistina neðra og hefur baráttu fyrir frelsun sálar sinnar með skerandi tónverki „Kveinstöfum Doktor Fástí“. Hann líður miklar sálarkval- ir þegar hann missir litlu systur sína, einu manneskjuna sem hann elskai-. Þegar lífinu lýkur fær hann svip Krists í málverki E1 Grekós. Ef til vill er það merki um fyrirgefn- ingu Guðs. „Sagan er sá hátindur verka skáldsins þaðan sem bezta og víð- asta útsýn gefur yfir líf hans og starf og um leið yfir þróun og eðlisein- kenni borgaralegrar menningar 20. aldar og stöðu höfundarins sjálfs innan hennar,“ skrifar Kristinn Andrésson í Tímarit Máls og menn- ingar eftir andlát Manns árið 1955. „Jafnhliða því að Thomas Mann dregur upp mynd af tónsmiðnum Adrian Leverkuhn lýsir hann örlög- um Þýzkalands og heldur dómsdag yfir nazismanum," skrifar Kristinn ennfremur. „Adrian er að vísu ekki táknmynd nazismans, heldur er nazisminn það andrúmsloft sem eitrar hug hans. Hann er tákn um örlög þýzku þjóð- arinnar sem lætur nazismann gera sig að sjúklingi og hrinda sér út í brjálsemi. í kunningja- eða aðdá- endahópi Adrians vaða nazistar uppi með úrkynjunarhugmyndir sínar og í kennarahópi hans í guðfræði og heimspeki eru fyrirmyndir að þeim myrkrahöfðingja sem hann selur sál sína. Með því að ganga nazismanum á hönd seldi einnig þýzka þjóðin sál sína djöflinum. Sá er lokadómur Thomasar Manns í Doktor Faust- us.“ Fyrirmyndir Leverkiihns „Þetta er mikið rit og geysilegt af- rek að koma því út. Þorsteini Thor- arensen verður seint fullþakkað; þetta geta aðeins hugsjónamenn sem haldnir eru einæði,“ segir Atli Heimir. „Mig langar til að nefna tvær aðrar bækur, sem komu út í stríðslok og höfðu mikil áhrif, - voru einnig uppgjör við vestræna sið- menningu. Onnur er Glerperluleikur eftir annan þýskan rithöfund, Her- man Hesse, sem búið hafði í Sviss meðan á seinna stríði stóð. Þýska- land er miðpunktur í þeim hruna- dansi eins og í Doktor Fástusi og báðir höfundar styðjast við tónlist, sá síðarnefndi við tónlist, skák og stærðfræði. Þriðja uppgjörið er Jó- hann Kristófer eftir Romain Rol- land, en sumir telja að Beethoven hafí verið fyrirmyndin að þeirri sögupersónu." Margt hefur verið rætt og skrafað um hverjar séu fyrirmyndir Manns að Adrían Leverkuhn. „Mann studd- ist gjarnan við lifandi persónur í sköpuninni og lagaði þær í höndum sér eins og Halldór Laxness," segir Atli Heimir og bætir við að ein þeirra hafi verið tónskáldið Arnold Schönberg. „Það sést best á því að Adrían Leverktihn lýsir því fyrir vini sínum í gönguferð að hann hafi fundið upp tólftóna aðferðina, nokk- uð sem Schönberg hafði öðlast frægð fyrir. Schönberg móðgaðist við þetta, leit svo á að það væri verið að stela af sér heiðrinum og lenti í deilum við Mann.“ Það varð til þess að Mann gerði athugasemd í bókarlok, þar sem hann skýrir lesandanum frá því, „ekki að ástæðulausu", að hin svo- kallaða tólftóna- eða raðtækni sé „réttilega, sem hugverk, eign sam- tíðartónskálds og kenningasmiðs okkar, Arnolds Schönbergs". Mann segist hafa notfært sér hana í viss- um samböndum „þegar það átti við til að skapa annars algjörlega frjálst tilbúna mynd tónskálds, hina sorg- legu hetju þessarar skáldsögu." Doktor Fástus á sér raunar fleiri fyrirmyndir og hefur Nietsche m.a. verið nefndur til sögunnar ásamt Mann sjálfum. „Mönnum hættir til að einfalda alla hluti. Það er ekki einn maður að baki Pétri þríhrossi hjá Halldóri Laxness, hann á sér margar fyrirmyndir,“ segir Atli Heimir. Tónlistin sem aldrei verður flutt „Það er stórkostlegt þegar Mann reynir hið ómögulega, að lýsa tónlist í orðum,“ segir Atli Heimir. „Hann skrifar um gangverkið í tónlistinni og áhrif hennar á hlustendur. Fleiri hafa spreytt sig á þessu vandasama verkefni. Einar Benediktsson fjallar um tónleika í Queens Hall í kvæðinu Dísarhöll, Ólafur Jóhann Sigurðsson skrifar frábæra smásögu um níundu sinfóníuna, Halldór Laxness fjallar um Dómkirkjutónleika söngvarans sem gat ekki sungið í Brekkukots- annáli og Elías Mar gerir innviðum forleiks skil á innblásinn hátt í skáldsögunni Eftir örstuttan leik.“ Öfugt við flesta íslenska rithöf- unda og menntamenn var Mann vel að sér um tónlist, að sögn Atla Heimis, og hafði m.a. skrifað af- bragðs greinar um Wagner. „Við heyrum aldi'ei um að Islendingar hafi sótt tónleika á Hafnarárunum. En Mann var mikill tónlistarunn- andi og leitaði einnig ráða hjá sér- fræðingum um tónlist á borð við Theodor Adorno og hjá Schönberg sjálfum. Tónfræðin í Doktor Fástus stenst því upp á punkt og prik. Úr þessu býr Mann til lýsingu á manni, sem ef til vill er að semja glæsileg- ustu tónlist sem gerð hefur verið, tónlist sem er lýtalaus og gengur fullkomlega upp, tónlist sem er ofur- heilbrigð og hrein á sálinni. En eitt- hvað stemmir ekki. Það vantar upp- runalega tilfinninguna. í stað ástríð- unnar er komin rökfræði.11 Það sama á við um guðfræðina í meðförum Leverktihns; trúarlegri uppljómun er úthýst og guðfræðin njörvuð við staur vísindanna. En hvernig hljómar tónlistin á síðum Doktors Fástusar; getur Atli Heimir gert sér það í hugarlund? „Já,“ svar- ar hann afdráttarlaust. „En minn skilningur er auðvitað ekki sá eini. Vel má ímynda sér að Maurildi hafi verið impressjónismi í anda Hafsins eftir Debussy. Opinberun Jóhann- esar gæti hljómað eins og Jakobs- stiginn eftir Sehönberg. Strokkvart- ett í óbundnum stíl, anarkískt verk, sækir hann líklega til Stravinskys og Schönbergs. Ef litið er á þróun Lev- erktihns úr impressjónisma yfir í villimannslega eða útþvælda, dýrt kveðna tónlist, þá er Bartók ekki langt undan eða ferill Schönbergs frá síðrómantík yfir í ómstríða tón- list. Þannig má leika sér með þetta á ýmsa vegu.“ Helkaldar auðnir einverunnar Það er við hæfi að gefa Kristni Andréssyni síðasta orðið: „List- stefnan sem Adrian fylgir, séð frá hlið mannlífs og siðgæðis, hrekur hann út í algera einangrun, út á hel- kaldar einveruauðnir þar sem ekki fellur geisli af mannlegri sól, og tón- smíðar hans verða „sálarlausar", ómennskai- og háðung við list, dauð- ur tilbúningur, verk „djöfulsins" eins pg Adrian sjálfur kemst að orði. Honum er sjálfum ljóst hvar hann stendur og hverjum hann hefm- selt sig. I einangrun hans brennur hjarta hans af kvölum, og dýpst í brjósti sínu þráir hann mannlega samúð ... Af þessum sökum, þrátt fyrir hið ómannlega í listastefnu og verkum Adrians Leverktihn, hefur lesandinn út í gegn samúð með hon- um, skynjar harmsöguna, finnur að hann er fangi djöfullegra kenninga, eins og þýzka þjóðin varð fangi naz- ismans. Einangrunarlist, á bandi lífsfjandsamlegs ofmetnaðar, eyðir ekki aðeins sjálfri sér, eins og fas- isminn því þjóðfélagi sem hann nær tökum á, heldur sundurslítur hjarta listamannsins þar til hugur hans formyrkvast af þeim vítiskvölum sem hann verður að þola.“ Með þetta í huga, er þá ekki vert að leiða hugann að því, hvert sé gangverð sálarinnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.