Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 14
14 E MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR BÆKUR Æ visaga EINAR BENEDIKTSSON III BINDI Guðjón Friðriksson, Iðunn 2000, 448 bls. ÞRIÐJA OG síðasta bindi ævi- sögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson lýkur við andlát skáldsins, sem lést eins og kunnugt er 12. janúar 1940, 76 ára að aldri, og hafði þá um alllanga hríð verið sviptur því líkamlega og andlega andgervi sem hann hafði hlotið svo ríkulega í vöggugjöf. Með þessu bindi lýkur Guðjón j^Friðriksson sex ára rannsóknar- vinnu og skilar af sér verki sem hlýtur að eiga langt líf fyrir höndum sem eitt af stórvirkjum íslenskrar ævisagnaritunar. Þó er engan veg- inn víst að Guðjón Friðriksson hafi sagt skilið við Einar Benediktsson því í eftirmála hans kemur fram að vera kunni að áður óþekktar heim- ildir um Einar líti dagsins ljós bráð- lega þar sem „eigandi hússins Hermitage í Hounslow í London, sem Einar átti og bjó í á árunum 1913 til 1917 [sé um þessar mundir] að rýma húsið [og] ekki er ólíklegt að þar leynist á háaloftum eða í úti- geymslum einhver gögn frá Einari Benediktssyni" (bls. 411). Guðjón segir í framhaldinu: „Kannski finnst þar kistan sem sagnir eru til um að leynist eftir Einar í London og á að vera full af skriflegum gögnum. Slíkur fundur gæti orðið efni í nýja bók.“ Einnig minnist Guðjón á þau eftirmál sem urðu um höfundarrétt að verkum Einars og fóru fyrir dóm- stóla í tvígang: „og lauk þeim síðari ekki fyrir en með dómi í desember Hinn íslenski Ikarus. Einar Bene- diktsson - sögulok 1982.“ Guðjón segir: „þær deilur efni í sérstaka bók en liggja utan við þá efnismörkun sem ég hef valið mér.“ Efnismörkun Guðjóns miðast við æviferil Einars Ben. fyrst og fremst, en fyrstu fimmtíu síður fyrsta bindis fjalla þó um foreldra hans og ætt- ingja, enda eðlilegt að draga upp mynd af þeim rótum sem skáldið og athafnamaðurinn er sprottinn af. Myndin sem Guðjón dregur upp af Benedikt Sveinssyni, föður Einars, er enn í fersku minni undirritaðrar, þremur árum eftir lesturinn, og um þá feðga gildir hið fornkveðna að margt sé líkt með skyldum. Fyrsta bindi ævisögunnar nær yf- ir fyrri hluta ævi Einars. Lýst er bemsku hans og uppvaxtarárum, skólaárum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn, sýslumannsstörfum, til- hugalífi, stofnun fjölskyldu, upphaf skáldferilsins og einnig er dvalið nokkuð við ýmsar stórhuga áætlanir hans landi og þjóð til framdráttar á ýmsum sviðum. Bindinu lýkur sum- arið 1907 þegar Einar er rösklega fertugur að aldri; glæsilegur maður á besta aldri; hugmyndaríkur og at- hafnasamur með afbrigðum. I öðru bindi fjallar Guðjón á ít- arlegan hátt um ævin- týraleg umsvif Einars í atvinnulífinu og fjár- málum. Fátt virðist honum óviðkomandi, hann skiptir sér af stjórnmálum, atvinnu- málum og menningar- málum, gefur út blöð, stofnar hvert fyrirtæk- ið á fætur öðru og tekst að fá ýmsa stönduga menn, heima og er- lendis, sér til fylgilags. Fjölskyldulífið virðist þó á fallanda fæti, enda fjarvistir Einars frá konu sinni og börnum bæði margar og langar - og drykkjuskapur hans ágerist. í lok bindisins liggur Einar fársjúkur á heilsuhæli í Danmörku, en Val- gerður, eiginkona hans, hafði hirt hann nær dauða en lífi af drykkju í herbergiskytru í skuggalegu húsi í skuggahverfi í höfuðborg Noregs skömmu áður. Þessi lýsing á falli skáldsins og athafnamannsins er áhrifarík og skapar spennu hjá les- anda að heyra framhaldið. I upphafi þriðja bindis tekur Guð- jón upp þráðinn þar sem hann sleppti honum í bindi tvö. Yfirlæknirinn á heilsuhælinu í Dan- mörku útskrifar Einar með varnaðarorðum um „að gæta vel að mataræði sínu í fram- tíðinni, helst ekki láta neitt ofan í sig nema grænmeti og flóaða mjólk en forðast áfengi eins og heitan eldinn“ (bls. 6). Einar á eftir að hundsa þessi orð lækn- isins og halda viðtekn- um hætti og saga þessa lokabindis er fyrst og fremst sagan af áframhaldandi falli Einars (þótt hann rísi oft upp úr öskunni líkt og fuglinn Fönix og þenji vængi sína) þar til hann er orð- inn félaus og heimilislaus í Reykja- vík - að vísu dáður sem þjóðskáld af mörgum, en engu að síður lítill sómi sýndui' af ráðamönnum þjóðarinnar - þar sem Hlín Jónsdóttir, einlægur aðdáandi skáldsins, kemur honum til bjargar og hugsar um hann af al- úð og þolinmæði þar til yfir lýkur. Lífshlaup Einars Benediktssonar virðist í mörgu tiliiti einna helst Guðjón Friðriksson fylgja mynstri grísks harmleiks eða goðsögu: Hér er hetja í yfirstærð sem seilist hátt, ofmetnast og fellur. Fallið er óhjákvæmilegur fylgifiskur ofmetnaðarins, eins og dæmisagan af Ikarusi sem flaug of nálægt sól- inni sýnir. Eftir lestur þessarar þriggja binda ævisögu Einars undr- ar mann ekki að persóna hans skuli hafa öðlast goðsögulega stöðu í vit- und þjóðarinnar. Ef til vill er verið að sækja vatnið yfir lækinn með því að vísa til grískra goðsagna, þar sem saga Einars minnir á ótal svipaðar sögur af íslenskum athafnamönnum sem urðu fallít áður en yfir lauk (þetta er kallað „íslenski draumur- inn“ í dag). Hins vegar er saga Ein- ars stærri í sniðum en við eigum að venjast og ekkert „hversdagslegt“ við persónu hans og lífshlaup. Texti Guðjóns Friðrikssonar er sem í fyrri bindum afar vel saminn og vandaður. Aðferð Guðjóns að sviðsetja atburði gerir frásögnina lifandi og læsilega án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum um notkun heimilda, sem enn sem fyrr eru fjöl- margar og fjölbreytilegar. Frásögn- in lýsir hægu en öruggu falli Einars, hvernig hann enn sem fyrr sést ekki fyrir í meðferð sinni á peningum, hvernig hjónaband hans og Valgerð- ar leysist smám saman upp, hvernig áfengið og aldurinn vinna smám saman sigur á þessum glæsilega og stórhuga persónuleika. Eflaust á harmsaga Einars á efri árum hans eftir að snerta marga les- endur djúpt og þáttur Hlínar Jóns- dóttur í lífi hans er í sjálfu sér stór- merkileg saga. Það sama má í raun segja um þessa ævisögu í heild sinni. Guðjón Friðriksson hefur unnið mikið afrek með samningu hennar og á mikinn heiður skilinn. Soffía Auður Birgisdóttir Ljósblik á lífshimni Vituð ér enn, eða hvað? BÆKUR Kvæði UNDIR BLÁHIMNI Skagfirsk úrvalsljóð og vísur, gefið út í tilefni af 30 ára afmæli Skag- firsku söngsveitarinnar og 15 ára afmæli Söngsveitarinnar Drang- eyjar. 208 bls. Bjarni Stefán Kon- ráðsson frá Frostastöðum safnaði. Bókaútg. Hólar. Prentun: Ásprent. Akureyri, 2000. SKAGFIRÐINGAR hafa orð á sér fyrir glaðværð og hagmælsku. Land- fræðilega býður sýslan upp á greiðar samgöngur og gróskumikið félagslíf. Meginhluti héraðsins er eins og víð- áttumikið torg yfir að líta. Þótt fjar- lægðir séu nokkrar má víðast hvar hafa yfirsýn yfir drjúgan hluta byggðarinnar. Úrvalsljóð þessi spanna allan skalann frá kvæðum þjóðskálda til hagyrðingakveðskapar sem kalla má til heimanota. En í bók- ina hafa fyrst og fremst verið tekin þau skáld sem fædd eru í héraði, enn- fremur önnur sem fædd eru annars staðar en hafa alið þar aldur sinn og telja sig Skagfirðinga. Þama er Kol- ’beinn Tumason með Heyr himna smiður, og Hallgrímur Pétursson með tvö smákvæði og eina stöku. Þama em stökur eftir Símon Dala- skáld. Seint verður hann til þjóð- skálda talinn. En hann var lipur hag- yrðingur, það verður aldrei af honum skafið, og þjóðkunnur vegna óþrot- legrar göngu sinnar bæja á milli um landið þvert og endilagt. Sá ágæti rit- höfundur, Guðmundur L. Friðfinns- son á Egilsá, er höfundur margra skáldsagna. En hann hefur líka sent frá sér kvæðabók. Eitt kvæði er ^þama eftir hann. Gyrðir Elíasson og Geirlaugur Magnússon teljast báðir til þekktra skálda. Þeir eiga sitt rúm í bókinni þótt ljóðlist þeirra sé afar ólík því sem sýslungar þeirra hafa al- mennt verið að setja saman á und- anfömum ámm og áratugum. Lang- mestur er þó hlutur hagyrðinga sem þekktir em í héraði og hafa sumir sent frá sér bækur en em síður kunn- ir á landsvísu. Framlag þeirra til bók- arinnar er að meginhluta til átthaga- kveðskapur og náttúmlýsingar. Yfirhöfuð lýsa þeir héraði sínu í sumri og sól. Margt af því er haglega ort og sumt hinn ágætasti skáldskap- ur. Fyrirmyndin er augljóslega sótt til ættjarðarkvæðanna gömlu sem þjóðin las og lærði á fyrri hluta lið- innar aldar. Sum kvæðin em beinlínis ort sem söngtextar og þá er ástin gjaman felld inn i sumardýrðina. Svo er um kvæðið Sumamótt eftir Magn- ús Kr. Gíslason á Vöglum. Það skipar viðhafnarsess í bókinni. En heiti hennar er tekið eftir fyrstu tveim orðunum - Undir bláhimni. En vantar þá nokkuð í bók þessa til að hún sýni þverskurðinn af kveð- skapariðkunum Skagfirðinga? Að vísu. Til dæmis er gengið framhjá þeim sem aldrei hafa ort »alvarlega« vísu eins og umsjónarmaður útgáf- unnar kemst að orði. Afarmargar vís- ur, sem gengið hafa manna á milh í héraði, vom ortar að gefnu tilefni og skiljast ekki nema maður sé hnútum kunnugur. Tilgangslaust hefði verið að birta nokkuð slíkt nema skýringar fylgdu. Ótalinn er þá kveðskapur sem settur hefur verið saman í háði eða af kerskni, að ekki sé talað um svokall- aðar hálfkveðnar vísur sem fela í sér dylgjur og persónulegar aðdróttanir. Þess háttar kveðlingar geta borist víða og lifað lengi. Og reyndar geta þeir verið hinn mergjaðasti samsetn- ingur. En þvílíkir bragir hefðu engan veginn átt heima í bókinni eins og til hennar er stofnað. Tvö erindi em þarna eftir Bólu-Hjálmar, alkunn bæði tvö. I hvomgu þeirra gætir þeirrar ádeilu sem Hjálmar var ann- ars svo frægur fyrir. Bókin sýnir því fyrst og fremst björtu hliðamar á líf- inu og ljóðlistinni í Skagafirði auk þess sem mörg skáldanna minna á sögufrægð og sérkenni héraðsins. Bókin Undir bláhimni er vönduð að gerð og einkar snotur að ytra útliti. Sem sagt hin prýðilegasta afmælisút- gáfa. Erlendur Jónsson BÆKUR Fræði VÖLUSPÁ, SONATOR- REK, 12 LAUSAVÍSUR EGILS Þráinn Löve samdi skýringar, Fóst- urmold, Reykjavík, 2000,223 bls. ÞAÐ er ekki hægt að komast hjá „anakrónisma" af einhverju tagi í um- fjöllun um gamla texta. Táknfræðing- urinn Umberto Eco leikur sér að því í greinarkomi að skrifa stuttar um- sagnh' um klassískar bókmenntir einsog þær hafi verið skrifaðar í gær og komi til greina við útgáfu. Biblían er sögð nokkuð spennandi lesning í byijun en sundurlaus þegar á líður; Ódysseifskviða er ágætis reyfari en ekki frumleg og full mikið er á huldu í höfundarréttarmálum; Réttarhöldin eftir Franz Kafka gætu kannski gengið sem spennutryllir ef höfundur fengist til að gera plottið skýrara og láta persónumar heita almennilegum nöfnum. Þetta dettur ritdómara í hug þegar hann fær það verkefni að skrifa gagnrýni um Völuspá og Sonatorrek, auk 12 lausavísna eftir Egil Skalla- grímsson. Aðferðin sem Eco fiflast með er „anakrónismi", það að heim- færa gildismat samtímans á eldri skáldverk, gera tímaskekkjur. Með sömu aðferðum má telja ofangreinda texta kolómögulegan kveðskap. Hér er auðvitað ekki um fyrstu út- gáfur að ræða, en samt ný kvæði að því leyti að sum orð eru höfð öðmvísi en áður og kvæðunum fylgja nýjar túlkanir. I þessari bók eru kvæðin gefin út saman á þeirri forsendu að Völuspá sé einnig eftir Egil Skalla- grímsson. Tímaskekkjan 1 þessu felst í því að heimfæra hugtakið „höfund- ur“ á verk frá tíma þegar það hugtak hafði enga meridngu. „Þeirra tíma menn töldu sig ekki vera höfunda að þeim fróðleik, sem til var, þótt þeir settu hann saman í kvæði“ (bls. 153) segir hér berum orðum. Skiptir þá nokkru máli hver var höfundur Völu- spár? Jú, það skiptir öllu máli hér, því ef Egill er höfundurinn tilheyrir Völu- spá þeim flokki kvæða sem eignuð eru honum og talin eiga ákveðin einkenni sameiginleg. Á þeirri stoð að kvæðin skuli lesa í samhengi hvert við annað hvílir ný túlkun á Völuspá sem Þráinn Löve setur fram í skýringartextum og ritgerðum í þessari bók. Völuspá er hér sett upp í eftirrit- unum af ljósmyndum af handriti Kon- ungsbókar eddukvæða. Uppskriftim- ar með hinu foma letri em vinstra megin á opnu, hægra megin er textinn með nútímaletri og við hlið hans em skýringartextar. Neðan við hvert erindi em orðaskýringar og neðst er efni hvers erindis endursagt á ný. Strax í upphafi er greint frá því að túlkun og skýringar séu í nokkmm veiga- miklum atriðum frá- bragðnar því sem tíð- kast hefur í fyrri útgáfum. Þó er hér á ferð fræðimennska sem fremur telst til texta- og handrita- fræði en túlkunarfræði. Ymsar „leið- réttingar“ á handritinu em dregnar til baka, textinn skýrður uppá nýtt og nýjar túlkanir settar fram. í ritgerð- inni um Völuspá segir: „Því miður er það svo, að skilningur á kveðskap Eg- ils hefur verið svo bágborinn í öllum prentuðum útgáfum af Egils sögu, að ótrúlegt er, og sé túlkun á öðmm prentuðum kveðskap íslendinga með svipuðum hætti, væri það að minnsta kosti sorglegt" (157). í stuttu máli er túlkun Þráins á Völuspá sú að hún sé ádeila á Óðin, og kemur þetta heim og saman við af- stöðuna til þessa goðs í Sonatorreki. Litið er svo á að völvan segi mönn- unum veraldarsöguna frammi fyrir Óðni. „Vituð ér enn, eða hvað?“ er því skýrt með „Sjáið þið nú, hvað er í húfi og hvað veldur?“. Afdrif heimsins era í húfi og það sem veldur, samkvæmt völvunni, er níðingsháttur Óðins. Ef til vill sýnist einhveijum þetta nokkuð róttækt en málflutningur Þráins virk- ar hinsvegar allur ákaflega sannfær- andi. Nýlundan í túlkun Sonatorreks stendur og fellur með túlkun síðustu línanna: „skal eg þó glaður/með góðan vilja/og óhryggur/ Heljar bíða“. Áður hafa orðin „skal eg þó ...“ verið lesin „samt mun ég þrátt fyrir allt.Hér em þau túlkuð „samt er ætlast til af mér að ég...“. Þetta merkir að í Sonatorreki yrki Egill sig ekki í sátt við dauða sonar síns, enda sé slíkt í andstöðu við allan hans hugarheim. 12 af lausavísunum úr Egils sögu era að lokum lesnar uppá nýtt, en brýnast er sagt að skýra þessar 12-, Eg ætla ekki að éta neina hatta uppá það, en mér sýnist þessi end- urlestur vera í grund- vallaratriðum afar trú- verðugur. Er ekki eitthvað gransamlega nútímalegt við hug- myndina um að Egill yrki sig í sátt við dauð- ann? Einsog verið sé að fella Sonatorrek að mynstri sem óvíst er að falli að hugmyndaheimi ásatrúarmanns, þótt það eigi við um Jobs- bók. Nokkur atriði sannfæra mig þó ekki. Túlkun á dauða Baldurs í Völu- spá er þar á meðal, en völvan er sögð vera að ásaka Óðin um að vera ábyrg- ur, annaðhvort með afskiptaleysi eða beinni skipulagningu. Þetta skiptir ekki höfuðmáli í heildai-túlkuninni. Þá er nokkuð erfitt að kyngja því að stef kvæðisins, „Vituð ér enn, eða hvað?“ eigi sér jafn sjálfsagðar skýringar og sagt er, að minnsta kosti í öllum til- vikum. En í heildina era túlkanir Þrá- ins vel ígrandaðar og orðaskýringar styrktar með vísunum í önnur fom rit. Þráinn skrifar þar að auki í sjald; gæfum stíl, svokölluðum núllstfl. í texta hans er lúmskur húmor. Var- naglar era ekki reknir þar sem þeirra er ekki þörf og engu er haldið fram án gildra raka. Ég skal ekki segja hvort hér sé komin hin eina rétta útgáfa og túlkun á kvæðum Egils, né heldur hvort Eg- ill sé höfundur Völuspár, sem reyndar hefur verið sagt áður. Hinsvegar er hér án nokkurs vafa á ferð góð og gild útgáfa af Völuspá, Sonatorreki og 12 lausavísum Egils með sannfærandi skýringum og túlkun sem ekki verður komist hjá að hafa til hliðsjónar. Hermann Stefánsson Þráinn Löve

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.