Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 6
6 E MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • UNDIR afstæðum himni. Sam- töl og dagbdkarbiöð, nefnist ný bók Matthíasar Johannessen. Hlutibók- arinnar sam- anstendur af viðtölum ann- arra við skáldið ogritstjórann, minningargrein um Indriða G. Þorsteinsson rithöfund og að lokum eru Dag- bókarblöð úr Spánarferð og Skot- landsferð. Aftast er ritaskrá Matthíasar Johannessens sem Sigurjón Bjömsson tók saman, einnig atrið- isorð og nafnaskrá fyrir þrjú síð- ustu bindi Helgispjalls sem Eirík- ur Hreinn Finbogason tók saman. Undir afstæðum himni greinir frá viðburðaríkum tímum í menn- ingu og stjómmálum og segir frá miklum fjölda manna sem Matthías kynntist og hafði sam- skipti við. Bókin hefst á viðtalinu Bamið og ókindin etir Guðmund Dan- íelsson frá árinu 1964, síðar prent- að í bóinni Jarlinn af Sigtúnum og fleira fólk, 1980. Meðal annarra sem ræða við Matthías em Gísli Sigurðsson, Vikunni 1966; Ami Þórarinsson, Vísi 1978; Matthías Viðar Sæmundsson í bókinni Stríð og söngur, 1985; Ami Þórarinsson á áttræðisafmæli Morgunblaðsins, Mannlífl 1993; Kolbrún Bergþórs- dóttir í Alþýðublaðinu 1996; Siija Aðalsteinsdóttir í Tímariti Máls og menningar 1996 og Óskar Þór Axelsson í Stefni á þessu ári. Útgefandi erÁrvakur. Bókin er geGn út Í300 eintökum, unnin í Prentsmiðju Morgunblaðsins og Odda. Hún er285síður. Vangaveltur um lífið BÆKUR Ljóðabók ÁRSTÍÐIRNAR Eftir Hubert Dobrzaniecki. Rafael Lesniak þýddi ljóðin. Hið fslenska eimreiðafélag árið 2000 - 64 bls. LJÓÐABÓK Huberts Dobrzan- iecki er efnislega skipt í femt og tek- ur sú skipting mið af árstíðunum fjómm: vori, sumri, hausti og vetri. í Ijóðum Huberts er þó hvergi að finna hreina og klára náttúmlýrík heldur myndar kaflaskiptingin skipulag þar sem fengist er við hliðstæður árstíð- anna í mannlegri tilveru: fæðingu og sakleysi, frjósemi og fjör, hrörnun og aðskilnað, dauða og kulda. í haustkafla Árstíðanna er að finna eftirfarandi ljóð sem telja verður til betri ljóða bókarinnar: í tágakörfuna safna ég hugsunum mínum, sprungnum eins og gömlum ljósaperum. íkvöld mun hvíldin líma þær að nýju ogámorgun mun ég sleppa þeim út um þakgluggann eins og hvítum flugdrekum. Ljóð Huberts Dobrzaniecki em nafnlaus en bera öll stóran upphafs- staf sem er skyggður að baki text- ans. Þetta era frekar stutt ljóð en margorð og klifað á sömu eða svip- aðri hugsun í mörgum þeirra. Þau tjá í jafn ríkum mæli lífsgleði og sársauka, eftirvæntingu og eftirsjá og era staðfesting þess að þrátt fyrir allt er lífið gott. Flest draga þau upp mynd af litlum atvikum sem lýsa mannlegum þankagangi, samskipt- um fólks og sýn á tilvemna. Þau em fyrst og fremst vangaveltur um lífið með trúarlegum undirtón og má í vissum skilningi lesa þau sem þakk- argjörð. Ljóð Huberts fela flest í sér ósk eða einhverja ófullnægða þrá eftir því sem ekki verður: Égræktaðiástokkar einsogsítrónutré, gróðursett í skel undan graskeri, í laumi fyrir umheiminum. Núerkomiðmiðnætti og enn bíð ég þess að uppskera ávöxt hennar. Hugmyndin að byggingu Árstíð- anna er einföld og góð en framsetn- ing ljóðanna í bókinni er með of lík- um hætti. Með hliðsjón af hinni skýrt afmörkuðu kaflaskiptingu hefði höf- undi verið í lófa lagið að skapa ljóð- um hverrar árstíðar skarpari sér- kenni bæði í efni og formi. Þýðing Pawels Bartoszek er í lagi en líklega hefði farið betur að hafa ljóðin á frummálinu með í bókinni. Hubert mætti að ósekju vinna betur úr hug- myndum sínum og fága framsetn- ingu Ijóðanna. Honum hættir líka til að segja of mikið. Áhrif góðrar ljóða- gerðar felast ekki síst í því að segja hæfilega mikið og gefa lesandanum með því aukið svigrúm til undmnar. Jón Özur Snorrason Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Vera / víti eftir Marilyn French í þýð- ingu Lóu Aldísardóttur. I fréttatilkynningu segir m.a.: Höfundur Kvennaklósettsins sendir hér frá sér endurminn- ingar um sigur sinn á krabba- meini í vélinda. Raunar sigraðist Marilyn French þrisvar á dauðanum. Eftir nokkrar rangar sjúkdóms- greiningar var hún loks árið 1992 greind með krabbamein í vélinda. í þessum endurminn- ingum leiðir hún lesendur í gegnum skelfilega reynslu sína af geisla- og lyfjameðferð og • Út er komin íslenska stanga- veiðibókin eftir Guðmund Guð- jónsson. I tilkynningu frá útgef- anda segir að þetta sé í sjötta sinn sem bókin kemur út með þessu sniði en alls em árbækumar orðn- ar 13. Höfundurinn hefur séð um dáinu sem fylgdi í kjölfarið. Marilyn French sekkur sér ofan í eigið líf þar sem hún heyr baráttu við lækna og heilbrigð- iskerfið, býður greiningum og hrakspám birginn og stígur upp úr áföllunum heilli og opnari en nokkru sinni fyrr. Þótt bókin sé hugvekja um líðan dauðvona manneskju er viðfangsefni hennar ekki síður lífið sjálft." Útgefandi: er PP FORLAG. Bókin er 270 bls. Leiðbeinandi verð:3.480 krónur. ISBN:9979- 760-03-6 stangaveiðiskrif í Morgunblaðið á þriðja áratug. Hann hefur ritað all- ar árbækurnar til þessa. í bókinni em birtar tölur og fréttir af liðnu stangveiðisumri, en einnig er hún krydduð með mergjuðum veiðisög- um. Útgefandi er Litróf ehf, sem einnigsá um prentvinnslu. 160 bls. A valdi orðanna „SUM augnablik lifa lengur en önnur og verða ef til vill kveikjan að ljóði sem koma hugblæ eða stemmningu til skila, annaðhvort í orðum eða á milli linanna," segir Ágústína Jónsdóttir, sem í nýjustu ljóðabók sinni, Vorflauta, yrkir um tónlist, myndlist, ástina, lífið, dauð- ann - og fegurðina. Ágústína segir ljóðin oft vera myndir og nefnir sem dæmi ljóðið Snerting, sem er mynd af fegurð sem er flettað í blómvönd. Hvað tónlistina varðar segist Ágústína hlusta mikið á tónlist þegar hún yrki. „Mér finnst allar listgrein- amar vera systkini,“ segir hún, „og því eðlilegt að fletta þeim sam- an við Ijóðin. Þaðan er mnninn tit- ill bókarinnar, Vorflautan. Ljóðið er hljóðfærið mitt og vorflautan á við allar árstíðir. Við þurfum alltaf á henni að halda. Stundum renna mörg augnablik saman hjá mér og úr verður mynd og geymir þá myndin merkingu ljóðsins. Þannig vinn ég úr lffinu og hef valið mér ljóðið sem farveg fyrir sköpunarmáttinn en eins og allir vita þá býr mikill sköp- unarmáttur í tungumálinu. Hann er hvötin sem skáldskapurinn byggist á. I Vorflautunni em það bæði ég og skáldskapurinn, sem ég er að fást við; söngurinn í skóginum, þetta smágerða stórfenglega líf, sem þar er á kreiki. Eg vildi hafa tónlist í ljóðunum mínum vegna þess að Ijóðalestur er mjög per- sónuleg iðja sem krefst einbeitingar. Til þess að ná skilaboðum f Ijóð- um þarf lesandinn að geta farið inn í hrynj- andi þeirra og lesið þau með opnum huga. Þá getur hann notið þess sem sagt er, hvort sem það er sagt berum orð- um eða á dulinn hátt.“ Þarf lesandinn þá að búa yfir mikilli sálarró? „Nei, ekkert endi- lega. Það er til dæmis algengt að fólk leggist í ljóðalestur þegar það er í ástarsorg - og þá er hugurinn mjög tættur. Það er hægt að njóta ljóða þótt maður sé órólegur innra með sér. En til þess að lesa ljóð þurfum við að gefa okkur tíma. Ef ljóðin eru góð, það er að segja, búa yfir Ijóðrænum töfmm og málbeiting er góð, þá er lesand- inn á valdi orðanna, myndanna og þeirra hughrifa sem Ijóðin miðla. Þegar ég er að yrkja er ég að sýna ykkur lesendum skynjun mína á vemleikanum og umhverfinu, þannig að ég tek raunveruleikann og finn honum ákveðinn farveg, eða með öðmm orðum, kem honum í ákveðið form. Það er hins vegar ekkert verra að vera með ákveðinn skáldskaparþroska þegar maður ætlar að lesa ljóð. Þeir sem hafa þcnnan þroska eiga auðveldara með að lesa ljóð vegna þess að þeir hafa áttað sig á því hvað felst í því að lesa ljóð og yrkja. Þeir sem eru óreynd- ari lesendur, geta hins vegar þroskast hratt vegna áhrif- anna sem þeir verða fyrir þegar þeir eru að lesa ákveðna hluti sem höfða til þeirra og vekja skynhrif. Þeir heyra tónlist, finna ilm, komast í snertingu við per- sónuna sem er ljóð- ræna persónan, sjá myndir, snerta með fingurgómunum. Við beitum öllum skilningarvit- unum við Ijóðalestur. Ljóð eru lesin með hjartanu." Hindarleikur Gegnum hungraðan logann geysist silfraður fákur ogberþigtilmín Milli okkar liggur sverðið með sindrandi eggjar kyrrt Að morgni gefur þú mér söknuð að línfé og tekur negg mitt til minja tír Vorflautunni. Ágústfna Jónsdóttir Mikilsháttar ævintýrabók BÆKUR Barna- og unglingabók GYLLTI ÁTTAVITINN Eftir Philip Pullman Þýðandi Anna Heiða Pálsdóttir Mál og menning, 2000.361 bls. PHILIP Pullman (f. 1946) höfund- ur Gyllta áttavitans hefur, eins og J.K. Rowling höfundur Harry Potter bókanna, komist yfir töfraformúluna að ævintýrabók. Bók hans er eins og stendur á kápunni: Ríkulega fyllt ævintýrakista. Anna Heiða Pálsdóttir ágætur þýðandi bókar Pullmans hef- ur skrifað grein í Tímarit Máls og menningar um töfraformúlu J.K. Rowlings (TMM. 3. 2000, bls. 88-102) og ég get ekki ályktað annað en að fyrsta bók Pullmans af þremur um Lýra Belacqua, stúlku sem elst upp með fræðimönnum í Jórdanarskóla í Oxford á Englandi, sé einnig sköpuð með töfram; frásagnargleði, góðri fléttu, djúpri sögu, skilningi á börn- um, þrautseigju lítilmagnans, sígildri forskrift, ævintýralegum brag. Aðrir höfundar sem kunnu töfra- formúluna em t.d. Michael Ende, C.S. Lewis og J.R.R Tolkien. Gyllti áttavitinn jafnast á við snilldarverk eins og Söguna endalausu eftir Ende, svo grípandi er hún, svo óvænt ánægja. (Yfirheiti sagnabálks Pull- man er His Dark Materials: 1. The Golden Compass, 2. The Subtle Knife og 3. The Amber Spyglass. Sjá: www.randomhouse.com/features/ pullman/index.html). Gyllti áttavitinn kom út í Bretlandi árið 1995 og hefur hlotið mikilvæg verðlaun; Guardian Children’s Fic- tion Award, Camegie Medal, British Book Awards sem bamabók ársins 1996. Söguhetjan, Lýra, er 11 ára gömul hugrökk stúlka, sem heldur á slóðir ísa og norðurljósa í leit að týnd- um börnum sem hafa horfið spor- laust. í heimi stúlkunnar búa auk venjulegs fólks; fylgjur, nomir, tal- andi bimir, þjóðflokkur sem kallast Sígyptar og nokkrar aðrar kynja- verur. Lýra þarf að leysa margar erf- iðar þrautir og sér til hjálpar hefur hún fágætan gylltan (sannleiks)átta- vita, sem aðeins hún getur lesið af. Hún þarf að takast á við grimmd ann- arra, blekkingar, dauða og vináttu. Baráttan stendur um að koma í veg fyrir verk, sem sumir telja til góðs, aðrir til ills. Heimur sögunnar annar en okkar, en þó ekki framandi, því höfundur sögunnar skrifar eins og um venjuleg- an heim sé að ræða. Söguhetjur leysa ekki málin með töírum og engin lausn er einfold eða sársaukalaus, það er mögulegt að skilja tilfinningar þeirra. Þetta er heimur fyrir áhugamenn um vísindi, guðfræði, galdur og mannlegt eðli. Tími sög- unnar er óræðm’ en minnir að mörgu leyti á fyrsta tug aldarmnar, ef hugað er að loftfomm og eldsneyti. Meðal þess athyglis- verðasta í sögunni em svokallaðar fylgjur (dæmons), sem era verar sem geta tekið á sig ýms- ar dýramyndir, a.m.k. fylgjur bama. Líkt er og að sérhver maður sé bundinn gæludýrinu sínu óijúfanlegum böndum og verði ekki nema hálf- ur maður án þess. Fylgja Lýra heitir Pantalæmon. „Fylgjur gátu ekki farið lengra en nokkra metra frá mannver- um sínum og ef hún stæði við girð- inguna og hann væri fugl, þá kæmist hann ekki nær biminum. Hann ætlaði að láta reyna á teygjuna [...] Hún var svo undarleg og kvalafull þessi tilfinn- ing þegar fylgjan manns togaði í strengina á milli; eins konar blanda af líkamlegum sársauka djúpt niðri í brjóstholinu og ofsalegum dapurleika og ást.“ (178-179). Samband einstak- linga og fylgna varpar ljósi á persónu- leikann og líðan. Með fylgjunni veith’ höfundurinn innsýn í manneðlið og skapar sér góð tækifæri í frásögn. í bókinni era margar áhugaverðar persónur, sem af ýmsum ástæðum og hvötum ferðast á myrkrar slóðir norðursins og sumar alla leið til Sval- barða, upp á fjöll til að snerta aðra heima sem norðurljósin birta; Nornin Serafína Pekkala, Sígyptinn (Sígauni/ Egypti) Farder Coram, Lee Scoreby loftbelgsfari sem er einskonar Han Solo (Stjömustríð) sem vinnur gegn greiðslu en ekki af hugsjón, og Asríel lávarður og frú Coulter, sterkar per- sónur sem opinberast hægt og rólega í sögunni. Eftirminnileg persóna er brynjubjöminn (hvítabjöm) Jórekur Bymisson, (sjálf)skipaður vemd- arengill Lým. „Eins og ísbimir. Þeir era furðulegir, finnst þér það ekki? Maður heldur að þeir séu eins og fólk og svo gera þeir eitthvað svo undar- legt og grimmilegt að manni finnst að maður myndi aldrei skilja þá ... en veistu hvað Jórekur sagði við mig, hann bjó sjálfur til herklæðin sín. Fyrstu herklæðin vora tekin af hon- um þegar honum var útskúfað, og hann fann sér eitthvert himna- jám og bjó til ný her- klæði, eins og hann væri að búa til nýja sál.“ (287). Segir Lýra við nomina um Jórek og svo síðar um annað mál: „Serafína Pek- kala,“ sagði hún eftir nokkra stund, „hvað er Duft? Mér finnst nefnilega eins og öll þessi vandræði séu vegna Dufts, en það hefur bara enginn sagt mér hvað það er.“ (289). Duft er höfuð- ráðgátaníbókinni. Lýra er skemmtilegur karakter. Hún brennur af forvitni um allt og alla, og er það ein af ástæðum vel- gengni hennar. Hún safnar upplýs- ingum og leggur saman tvo og tvo, ályktar um sterkar og veikar hliðar andstæðinga sinna. Isbjörninn Jöfur þjáist t.a.m. af hégómagimd og Lýra sér, í Ijósi þess, bragð sem getur fellt hann, ef nauðsyn krefur. Ég vona að Gyllti áttavitinn vísi sem flestum á galdur höfundarins, sem hefur alla lesendur/hlustendur í huga þegar hann skrifar; unga sem aldna, börn sem fullorðna, pilta sem stúlkur, karla sem konur. Atburðarásin í Gyllta áttavitanum nemur aldrei staðar. Söguhetjur hvílast ekki milli kafla. Næsta hættu- verkefni er hafið áður en Lýra, Pan- talæmon fylgjan hennar og lesandinn hafa áttað sig á að áfangasigri er náð. Þindarlausir lesendur munu aðeins leggja bókina frá sér ef þeir tíma ekki að klára hana, alveg strax: „Lýra og fylgjan hennar læddust eftir dimmum borðsalnum ...“ (9) og þær búa áfram með manni eftir lesturinn, í kuldanum undir norðurljósunum. Gyllti áttavit- inn er mikilsháttar ævintýrabók. Lát- ið bókina ekki fram hjá ykkur fara! Gunnar Hersveinn Philip Pullman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.