Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 13 FRÉTTIR Skjaldfönn slær eigið Islandsmet í meðalafurðum Morgunblaðið/Helgi Bjamason Indriði Aðalsteinsson sauðfjárbóndi á hlaðinu á Skjaldfönn. Um 67% gefa stefnuljós á hringtorgum UM 67% ökumanna gefa stefnuljós í hringtorgum, að því er fram kemur í könnun á stefnuljósanotkun á höfuð- borgarsvæðinu, sem ungmennadeild Bindindisfélags ökumanna stóð fyrir. Könnunin leiddi hins vegar í ljós að stefnumerkjagjöf er algengari á hefð- bundnum gatnamótum þar sem um- ferð er mikil, t.d. gáfu um 99% öku- manna stefnuljós til hægri frá Kringlumýrarbraut inn á Hamrahlíð. Eftir forkönnun var ákveðið að kanna stefnuljósanotkun á þremur stöðum þar sem umferð er mikil, við hringtorgið Melatorg í Vesturbæn- um, á Kringlumýrarbraut þar sem beygt er til hægri inn á Hamrahlíð og á Kringlumýrarbraut þar sem beygt er til vinstri inn á Hamrahlíð. Eins og áður sagði gáfu um 67% ökumanna stefnuljós á hringtorginu, en þeir sem eru í ytri hring eiga að gefa stefnumerki til vinstri ætli þeir ekki út úr torginu á fyrstu gatnamót- um en þurfa ekki að gefa stefnumerid hyggist þeir fara út úr torginu. Þessu er öfugt farið með þá sem eru í innri hring. Þeir ökumenn sem tóku vinstri beygju frá Kringlumýrarbraut inn á Hamrahlíð voru nokkuð samvisku- samari samkvæmt könnuninni, en um 73% þeirra gáfu stefnumerki. Stefnuljósanotkun var áberandi best hjá þeim ökumönnum sem beygðu til hægri frá Kringlumýrar- braut inn á Hamrahlíð, en um 99% þeirra gáfu stefnuljós. Þessi tala óvenju há miðað við eldri kannanii-. Skýringin er talin geta verið sú að ökumenn séu samviskusamari þegar umferð er mikil og hröð, en ökumenn eru taldir vera í meiri hættu á þessari götu ef þeir hægja á bílnum og gefa ekki stefnuljós. Átti ekki von á þessu LJÓST er að meðalafurðir eftir hverja á voru nærri því tveimur kílóum meiri í haust en í fyrra. Þá hefur sauðfjárbúið á Skjaldfönn við Isafjarðardjúp slegið eigið Islands- met í afurðum, það skilaði í haust 39,5 kg kjöts eftir hverja vetr- arfoðraða á. „Ég átti ekki von á að ná svona góðri niðurstöðu, þóttist góður ef ég héngi í því sem ég náði árið 1997, 38,9 kg,“ segir Indriði Að- alsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, en afurðirnar sem þá náðust þóttu með ólíkindum miklar og þær mestu sem fengist höfðu á með- alstóru búi, þangað til nú. Að sögn Jóns Viðars Jónmunds- sonar, sauðfjárræktarráðunauts hjá Bændasamtökum Islands, er öruggt að afurðirnar á Skjaldfönn eru þær mestu sem nokkurt sauð- fjárbú nær í ár, og þær mestu sem bóndi með fullt bú hefur náð en dæmi séu um slíkar afurðir hjá mönnum sem eru með fáeinar kind- ur. Stefnir á 40 kg Indriði átti í haust ekki von á þvi að ná svona góðum afurðum, vegna þess að frjósemi ánna var lakari í vor en oftast áður. Kenndi hann um lélegum heyjum. Hann hefur venju- lega fengið 200 lömb eftir hveijar 100 ær en fékk í vor aðeins um 190. Einnig dró það úr bjartsýni Indriða í haust að miklir hitar og þurrkar voru í sumar og tafði það fyrir framfórum á því fé sem gekk lágt. Við slátrun kom hins vegar í ljós að lömbin voru ótrúlega þung. Þannig skiluðu tugir tvílembdra áa meira en 50 kílóurn af kjöti og sú besta skilaði um 54 kflóum. „Við hefðum farið í 40 kfló að meðaltali eða meira ef fijósemin hefði verið með eðlilegum hætti,“ segir Indriði. Er hann bjartsýnn á næsta ár, segir að ekki ætti að vera vandamál að ná 40 kflóa markinu með þessu fé. Segist hann vera vel heyjaður og frjósemin ætti að verða í góðu lagi. Féð á Skjaldfönn er stórvaxið og hefur kjötið af því ekki þótt flokk- ast nógu vel í nýja Euro-matskerf- inu. Indriði segir að það hafi komið sér á óvart hvað flokkunin var makalaust góð. Þannig hafi 36,5% dilkanna farið í tvo efstu flokkana, það sé stórt stökk frá síðasta ári. Indriði liggur nú yfir fjár- bókhaldinu til að reyna að vclja réttu hrútana fyrir allar ærnar enda sé það ákaflega mikilvægur þáttur í kynbótastarfinu. Hann hyggst byrja að hleypa hrútunum til ánna 27. eða 28. desember sem þýðir að sauðburður hefst ekki fyrr en undir 20. maí. Auknar meðalafurðir Jón Viðar Jónmundsson sauð- fjárræktarráðunautur segir að búið sé að skrá afurðir tæplega helm- ings þeirra kinda sem eru skýrslu- færðar í sauðQárræktarfélögum landsins. Segir hann Ijóst að i haust hafi meðalafurðir eftir hveija á verið meiri en áður hefur þekkst og telur hann að aukningin frá því í fyrra nemi allt að tveimur kflóum. Á sjötta hundrað umsókna um félagslegar leigu- íbúðir bíður afgreiðslu STARFSFÓLK Félagsþjónust- unnar í Reykjavík segir húsnæð- iseklu og háa húsaleigu á höfuð- borgarsvæðinu vera eina aðalástæðu þess að fólk sækir um fjárhagsaðstoð hjá stofnuninni. „Húsnæðismálin eru það sem helst brennur á mönnum. Fólk er að borga svo stóran hluta af laun- um sínum í húsaleigu að ráðstöfu- tekjurnar eru ekki nokkrar eftir að leigan hefur verið greidd,“ sagði Auður Vilhelmsdóttir, starfs- maður á skrifstofu félagsmála- stjóra. Umsóknir um félagslegt leigu- húsnæði hafa margfaldast á síð- ustu árum og við síðustu mán- aðamót beið hátt á sjötta hundrað umsókna afgreiðslu. Þær umsóknir sem nú er verið að úthluta eftir eru allt að tveggja ára enda eru margir um hverja íbúð sem losnar. Aðspurð hvar fólk á biðlista dveldi á meðan það biði eftir afgreiðslu íbúða sagði Auður fólk ýmist búa inni á vinum og ættingjum, ef það ætti þess kost, en sumir þyrftu að láta sér ófullnægjandi og stundum skelfilegar aðstæður nægja. Reglur um fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustunni segja að ef fólk er fyrir ofan viðmiðunarmörk þá eigi það ekki rétt á fjárhagsaðstoð og verður að leita annarra leiða eftir aðstoð. Mörkin hjá einstak- lingum eru 60.136 krónur á mánuði og 108.241 hjá hjónum. Auk þess var sérstakur jólastyrkur greiddur nú í desember líkt og tíðkast hjá launþegum. Gagnrýni að nokkru réttmæt Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær hefur Asgerður Flosadóttir, formaður mæðra- styrksnefndar, gagnrýnt félags- þjónustuna fyrir að senda skjól- stæðinga sína til nefndarinnar. Auður sagði þessa gagnrýni að nokkru réttmæta þar sem starfs- fólk hefði vissulega bent fólki á að snúa sér til mæðrastyrksnefndar eða Hjálparstarfs kirkjunnar þó þetta væri ekki gert eftir einhverj- um ákveðnum tilmælum. „Urræðin eru ekki til í raun og veru svo starfsfólkið bendir fólki sem er yf- ir viðmiðunarmörkunum aðeins á staði þar sem gæti verið möguleiki áað hljóta aðstoð. Þetta eru ein- göngu vinsamlegar leiðbeiningar." Mikil aðsókn hefur verið í aðstoð mæðrastyrksnefndar og Hjálpar- starfsins fyrir þessi jól og langar biðraðir við húsnæði nefndarinnar hafa verið dagleg sjón. Álverð rúmir 1.600 dalir tonnið ÁLVERÐ hefur verið rúmir 1.600 Bandaríkjadalir tonnið á málm- markaðnum í Lundunum síðustu daga og er það ívið hærra verð en að meðaltali á árinu, samkvæmt upp- lýsingum Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Islenska álfélags- ins. Hrannar sagði að álverðið að með- altali fyrstu níu mánuði ársins hefði verið 1.559 Bandaríkjadalir á málm- markaðnum í Lundúnum. Það sé nokkru lægra verð en búist hafi ver- ið við, en spár hafi gert ráð fyrir að verðið yrði 100-150 Bandaríkjadöl- um hærra fyrir tonnið. Skýringar á því að álverð hafi ekki orðið jafnhátt og búist hafi verið við séu nokkrar, þar á meðal mikið framboð á fyrri- hluta ársins, auk þess sem nokkur álfyrirtæki hafi ákveðið að auka framleiðslugetu sína á næstunni. Mikil eftirspurn Hrannar sagði að eftirspum eftir áli hafi hins vegar verið mikil vegna góðs efnahagsástands og því hafi verðið heldur hækkað síðari hluta ársins. Hrannar sagði að spár gerðu ráð fyrir því að verð á áli á næsta ári yrði á bilinu 1.550 til 1.650 dalir fyrir tonnið. Áfram væri gert ráð fyrir litlu svigrúmi milli framboðs og eft- irspurnar og að viðkvæmt ástand í efnahagslífí mundi setja álverðinu skorður Á síðasta ári var afkoma ÍSAL sú næstbesta frá upphafi, en þá varð hagnaðurinn um tveir milljarðar króna. Hrannar sagði að ekki væri hægt segja til um afkomuna í ár að svo komnu, en reksturinn á árinu hefði gengið ágætlega tæknilega séð. Samið við tannsmiði SAMTÖK atvinnulífsins og Tann- smiðafélag Islands hafa skrifað und- ir nýjan kjarasamning sem gildir til loka árs 2004. Helstu atriði samn- ingsins eru þau að byrjunarlaun sveina voru ákveðin 90.000 frá 1. des- ember 2000. Laun og kjaratengdir liðir hækka um 3% frá 1. desember sl., 1.janúar 2002 ogl.janúar 2003. Þeir starfsmenn sem ekki hafa fengið hækkun launa sinna á árinu 2000 fá aukalega 3,9% hækkun frá 1. desember og 12.000 kr. eingreiðslu eigi síðar en 1. janúar 2001. Veikindaréttur tannsmiða var aukinn sem og réttur vegna veikinda barna. Einnig var sett inn ákvæði um 1% mótframlag atvinnurekenda á móti 2% framlagi starfsmanns til viðbótarlífeyrissparnaðar. Hækkar mótframlagið í 2% þann 1. janúar 2002. Tilvalin jólagjöf Tilboð 2.595 kr Skrúfjárna/bitasett 42 stk HÚSASMiDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.