Morgunblaðið - 22.12.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 22.12.2000, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vildarklúbbur Flugleiða og Hagkaups Tilboðsverslun á N etinu VILDARKLÚBBUR Flugleiða hef- ur sett á stofn tilboðsverslunina Vai.is í' samvinnu við Hagkaup.is. Fyrstu tilboðin voru send út í síð- ustu viku og fengu um sextíu þús- und félagar í Vildar- og Netklúbbi Flugleiða sendan tölvupóst með kynningu á þjónustu Val.is. Að sögn Halldórs Bachmanns, for- stöðumanns Val.is, er hér á ferð- inni tilboðsverslun sem gerir félögum kleift að safna ferða- punktum um leið og þeir taka til- boðum á Netinu. Flugleiðir og Hagkaup hafa ásamt Nýherja og Islensku vefstofunni unnið náið saman að því að þróa Val.is. Mjög góðar viðtökur I samvinnu við Hagkaup.is býð- ur Val.is vörur með miklum af- slætti frá almennu verði auk ferðapunkta í kaupbæti. Halldór segir að þetta sé hægt vegna mik- ils fjölda félaga, hagstæðra samn- inga og lágs tilkostnaðar og við- brögðin hafi verið framar vonum. Á Val.is voru til dæmis í boði 14 tomma sjónvarpstæki á 9.900 krónur sem gáfu auk þess 1.000 ferðapunkta í Vildarklúbbnum en almennt verð er 14.895 krónur. Alls voru 200 tæki boðin til sölu og seldust þau upp á örfáum klukku- timum. Halldór segir að vegna fjölda áskorana hafi verið ákveðið að fjölga þeim sjónvarpstækjum sem upphaflega stóðu til boða en þar sem 14 tomma tækin eru upp- seld hafi í staðinn verið tilboð á 20 tomma sjónvörpum en þau kosta 13.900 auk tvö þúsund ferða- punkta í kaupbæti en almennt verð er 19.895. Alls voru 100 slík tæki boðin til sölu og er skemmst frá því að segja að þau seldust einnig öll á örfáum klukkuti'mum. Halldór segir að vegna þess tíma sem taki að senda vörur sé nú ekki lengur hægt að panta vörur sem eigi að berast fyrir jólin. Val.is starfar eingöngu á Netinu og verða tilboð aðeins kynnt með tölvupósti til félagsmanna. Þegar HANDELSBANKEN í Svíþjóð hef- ur keypt sænska tryggingafélagið og lífeyrissjóðinn SPP fyrir um 60 millj- arða íslenskra króna, að því er m.a. kemur fram í Dagens Industri. Með kaupunum eykst fjármagn í umsjón Handelsbanken úr um 700 milljörðum í yfir 2.000 milljarða króna. Markmið bankans er einnig að ná sem flestum af 610.000 við- skiptavinum SPP í viðskipti við bankann. Hlutdeild Handelsbanken á mark- aði fyrir líftryggingar og lífeyris- greiðslur eftir sameininguna við SPP verður um 20%, þ.e. sú önnur mesta í Svíþjóð. Á vef Financial Ti- mes kemur fram að samruninn auki möguleika á að samþætta banka- og tryggingaþjónustu og Handelsban- ken eigi möguleika á að verða stærsti viðskiptabankinn á sænska lífeyrissjóðamarkaðnum. Forstjóri sænska Handelsbanken, Ame Mártensson, er ánægður með kaupin á tryggingafélaginu SPP og segir í samtali við Aftenposten að það sé mun betri fjárfestingarkostur en norska Kreditkassen sem for- svarsmenn Handelsbanken voru áhugasamir um á tímabili og gerðu KYNNINGARFYRIRTÆKIÐ At- hygli ehf. hefur keypt útgáfurétt á tímaritinu Ægi og Sjómanna- almanaki Fiskifélagsins af Fiski- félagsútgáfunni ehf. Athygli hefur annast útgáfu Ægis og Sjómanna- almanaksins fyrir Fiskifélag íslands frá árinu 1996. Stjóm Fiskifélagsins ákvað að selja útgáfuréttinn og gekk til samninga við Athygli eftir könn- unarviðræður. Nýir útgefendur Ægis og Sjó- mannaalmanaksins ætla að hafa áfram náið samstarf við Fiskifélag ísland og aðildarfélög þess. Þeir hyggjast fylgja núverandi ritstjóm- arstefnu í megindráttum og kapp- kosta að styrkja Ægi og Sjó- mannalmanakið enn frekar sem alhliða upplýsinga- og fagmiðla um og fyrir sjávarútveginn, að því er ný tilboð berast fá félagar í Val.is sendan tölvupóst sem tryggir þeim forgang að tilboðunum. Til að fá tilboðin send í tölvupósti þarf að skrá sig á Val.is en þjón- ustan er ókeypis og öllum opin. a.m.k. eitt tilboð í. Verðið á SPP var um 60 milljarðar íslenskra króna en Kreditkassen hefði kostað Handels- banken um 260 milljarða króna. Mártensson segir að áhugi Hand- elsbanken á Kreditkassen hafi aldrei verið eins mikill og áhugi Merita- Nordbanken sem nú hefur eignast norska bankann að fullu. Handels- banken á fyrir norskan banka, Berg- ensbanken, en Mártensson útilokar ekki frekari fjárfestingar í Noregi, Danmörku eða Finnlandi. í Dagens Næringsliv kemur fram að norska tryggingafélagið Storebrand hafi einnig verið meðal nokkurra fyrir- tækja sem gerðu tilboð í SPP. Tryggingafélögin tvö hafa átt í sam- starfi um tíma og eiga m.a. írska tryggingafélagið Euroben í félagi. Eignarhaldið verður nú sameigin- legt með Storebrand og Handels- banken. írska félagið fékk nýlega starfsleyfi í Noregi en starfsemin í Svíþjóð er þegar hafin. Talsmaður Storebrand segir í samtali við DN að verðið fyrir SPP hafi reynst of hátt og virðist það einnig mat fleiri sér- fræðinga þar sem áður hafði heyrst að SPP yrði selt fyrir 25-45 milljarða íslenskra króna. fram kemur í fréttatilkynningu. Jóhann Ólafur Halldórsson stjóm- ar áfram efnisvinnslu og útgáfu Æg- is í nýrri starfstöð Athygli á Akur- eyri. Prentvinnsla Ægis er að hluta þar nyrðra og til viðbótar verður stór hluti skrifstofuhalds útgáfunnar fluttur frá Reykjavík til Akureyrar. Tímaritið Ægir hefur komið út í 93 ár. Yfirbragði blaðsins var breytt í byrjun árs 2000 og brot þess stækk- að. Áhersla er lögð á efni sem tengist útgerð, fiskvinnslu og þjónustu- greinum sjávarútvegsins. Sjómannaalmanak Fiskifélagsins 2001 er nýkomið út í 76. sinn og er að berast föstum kaupendum sínum þessa dagana. Almanakið er tvískipt eins og undanfarin ár, þ.e. annars vegar hefðbundið almanak og hins vegar skipa- og hafnaskrá. Fundarlaun fyrir réttan starfsmann Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. • DÖNSK stórfyrirtæki eru farin aö lýsa eftir nýjum starfskröftum í staö þess að auglýsa og bjóða há fund- arlaun fyrir góðan starfsmann. Tölvufyrirtækin urðu fyrsttil að greiða fyrir ábendingar en nú hefur tyggigúmmíframleiöandinn Dandy boðið starfsmönnum sínum fund- arlaun að lágmarki sem svarartil 20.000 fsl. kr. fyrir nýliða. Ekkert hámark er að launum fyrir góðan yf- irmann. Um 1.000 manns starfa hjá Dandy og kallast nýja ráðningarfyr- irkomulagið „Eftirlýst". Kim Henne- berg, starfsmannastjóri þess, segir í samtali viö Jyllands Posten kostina við þessa aöferð vera þá að starfs- menn fýrirtækisins þekki nýliðana og geti ábyrgst þá. Nýliöarnir viti meira um fyrirtækið en ella og áhugi gömlu starfsmannanna aukist þar sem þeir þurfi nú að kynna fyr- irtækið vel. Dandy hefur að mestu hætt að auglýsa eftirfólki í dagblöðum en birtir atvinnuauglýsingar á heima- sfðu sinni á Netinu og treystir á að starfsmennirnirfinni nýliða. „í gamla daga skelltum við auglýsingu í blöðin án þess að þær segöu nokk- uð um fyrirtækið. Með því að nota starfsmennina og Netiö komum við meiri upplýsingum á framfæri auk þess sem það er ódýrara en að aug- lýsa, segir Henneberg, sem fer einn- ig á milli danskra viðskiptaskóla og leitar uppi efnilega nemendur. Að sögn danskra ráögjafafyr- irtækja eru fundarlaunin að ná fót- festu í Danmörku en eru þó ekkert í Ifkingu við það sem gerist í Banda- ríkjunum. Vara fyrirtækin þó við því að aöferðin sé notuð eingöngu; hún reynist vel þegar ráða þurfi fjölda fólks og það hratt eða þegar veriö sé að leita að mjög sérhæfðum starfskrafti. Oft þekkistfólk hins vegar aðeins utan vinnu, í gegnum tómstundastarf t.d. og viti því ekki hvort um gottfagfólk sé að ræða. Reynist nýliðinn ekki standa sig, verði sá sem fann hann geröur ábyrgur. Þessu vísar Henneberg á bug og segir ábyrgöina liggja hjá starfsmannahaldinu. Af öðrum fyr- irtækjum sem greiða fundarlaun má nefna Ericsson, sem hefur lofaö 100.000 til 200.000 ísl. kr. fyrir fólk í ákveðnar stöður. Þá hafa tölvufyrirtækin IBM í Danmörku, CSC Danmark og Damgaard Data einnig boðið fundarlaun. -------UH---------- NRK finnur ekki yfir- mann Ósló. Morgunblaðið. e SÉRFRÆÐINGAR undrast ekki að stjórn Norska ríkisútvarpsins, NRK, eigi t vandræöum með að finna hæfa manneskju til að gegna starfi forstjóra NRK. Fyrir mánuói var greint frá því að íslendingurinn Kristenn Einarsson hefði afþakkað starfiö. í samtali við Dagens Næringsliv segir Gro Mpllerstad, kölluð „hausaveiöari", að stjórnin leiti að manneskju sem sé ekki til. Hún bendir stjórnarmönnum á að breyta stefnunni og ráða t.d. þrjár mann- eskjur til starfans. Sé það gert þurfi ekki að leita að mörgum mismunandi eiginleikum í fari einnar og sömu manneskj- unnar, en yfirmaður NRK er yfir rekstri stofnunarinnar ogjafnframt útvarps- og sjónvarpsstjóri. Að mati Mpllerstad var það óheppilegt að Kristenn Einarsson afþakkaði starf- ið og það verði erfitt fyrir þann sem verður kallaður til að vera eiginlega í öðru sæti. Áætlaö var að Einar Fprde, nú- verandi yfirmaður NRK, myndi láta af störfum nú fyrir jólin en því hefur veriö frestað um óákveðinn tíma þar sem stjórninni hefur ekki tekist að ráða eftirmann hans. Taliö er að erfitt verði fyrir eftirmann Fprdes að feta í fótspor hans, auk þess sem NRK á í rekstrarerfiöleikum. Fékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Gerðu bara eins og Marentza Paulsen, reykt’ana! Þú setur kartöfluna í vatn og lætur hana sjóða svolítið. Svo skaltu salta hana mikið og stinga henni í reykofn í tvo klukkutíma. Ef þú lendir í vandræðum með reykofninn skaltu bara finna einhvern fullorðinn sem er til í að hjálpa þér og saman getið þið svo borðað sannkallað ■§»*- kóngafæði; reykta kartöflu. Pínirvinir íslenskir kartöflubændur jfi ÍSLENSK VERÐBRÉF -fyrít ogfremtl t fjármálmn! Skráning hlutabréfatengdra skuldabréfa Útgefandi: íslensk verðbréf hf, Skipagötu 9, 600 Akureyri. Lýsing á flokknum: Heiti flokksins er 1. flokkur 2000. Bréfin eru tengd þróun NDX vísitölunnar og verður vísitöluálag, ef eitthvað verður, greitt í Bandarikjadölum. Hæsta mögulega greiðsla er 75% af viðmiðunarhöfuðstól í Bandaríkjadölum. Nafnverð útgáfu: Heildarfjárhæð útgáfunnar er 200.000.000 kr. að nafnverði. Þegar er búið að gefa út 200.000.000 kr að nafnvirði og eru öll bréfin seid. Gjalddagi: Gjalddagi bréfsins er 15. okt., 2003. Höfuðstóll bréfsins verður greiddur í íslenskum krónum og vísitöluálag í Bandaríkjadölum. Innköllunarákvæði: Engin Rafræn skráning: Bréfin eru rafrænt skráð Skráningardagur: Bréfin verða skráð á VÞÍ þann 27. desember 2000. Milliganga vegna skráningar: íslensk verðbréf, kt. 610587-1519. Skipagötu 9, 600 Akureyri. Skráningarlýsingu og önnur gögn má nálgast hjá íslenskum verðbréfum hf., Skipagötu 9, 600 Akureyri. Handelsbanken kaupir trygg- ingafélag Ósló. Morgunblaðið. Athygli kaupir tímaritið Ægi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.