Morgunblaðið - 22.12.2000, Page 14

Morgunblaðið - 22.12.2000, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skipaður í stöðu for- stjóra Byggðastofnunar Iðnaðarráðherra hef- ur skipað Theodór Agnar Bjarnason stöðu forstjóra Byggðastofnunar frá 1. janúar nk. Stjórn Byggðastofnunar mælti með ráðningu Theodórs í starfið. I bókun stjórnar- innar segir: „Stjórnar- menn telja tvo um- sækjendur hæfasta, Theodór A. Bjarnason og Jón Þórðason. Nið- urstaða stjórnar er að leggja til við ráðherra að Theodór A. Bjarnason verði ráðinn forstjóri." Theodór A. Bjarnason er fædd- ur 20. apríl 1952. Hann lauk versl- unarskólaprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1972, viðskiptafræði við Handelshöjskolen í Kaup- mannahöfn árið 1987 og M.Se.- Econ frá sama skóla árið 1989. Sérmenntun hans er á sviði stjórnunar og skipulagsfræða. Frá árinu 1990 hef- ur Theodór verið að- stoðarsvæðisstjóri Norræna fjárfestinga- bankans í Danmörku. Áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Iðnþróunarsjóði, for- stöðumaður útlána- deildar Samvinnu- banka Islands, framkvæmdastj óri hjá KRON, forstjóri hraðfrystihúss Bíldu- dals og sveitarstjóri á Bíldudal. Eiginkona Theodórs er Ágústa ísafold Sigurðardóttir, félagsfræð- ingur. Alls sóttu 14 um stöðu Byggða- stofnunar. Samkvæmt lögum um stofnunina skipar iðnaðarráðherra í starfið til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar. Forstjóri Hollustu- verndar ríkisins Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hef- ur ákveðið að skipa Davíð Egilsson for- stjóra Hollustuverndar ríkisins frá 1. janúar 2001 til 5 ára. Davíð hefur B.Sc.- gráðu í jarðfræði frá Háskóla íslands og M.Sc.-gráðu í mann- virkjajarðfræði frá Durham-háskóla í Englandi. Hann hefur víðtæka starfsreynslu á verksviði stofnunar- innar. Hann starfaði sem deildarstjóri mengunardeildar Siglingamálastofnunar ríkisins frá 1991-1995 og hefur starfað sem forstöðumaður Meng- unarvamasviðs sjávar hjá Hollustuvemd rík- isins frá 1995 til 1999 og sem forstöðumaður Mengunarvarnasviðs Hollustuverndar ríkis- ins frá 1999. Davíð hef- ur auk þess starfað í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið virk- an þátt í alþjóðasam- starfi bæði fyrir Holl- ustuvernd ríkisins og umhverfisráðuneytið. Varað við hættu- legu sælgæti HOLLUSTUVERND ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Ár- vekni og Löggildingarstofan hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fólk er hvatt til að vera á varð- bergi gagnvart hættulegu sælgæti um jólin. Á ámnum 1998-99 komu 28 böm á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi vegna aðskotahluta í hálsi en vitað er að mun fleiri börn hafa orðið fyrir samskonar slysum hér á landi. Ekki era til heildartölur fyrir allt landið yfir slys af þessu tagi en til Árvekni berst fjöldi tilkynninga árlega vegna slysa sem orðið hafa þegar sælgæti hefur staðið í börn- um. í flestum tilfellum hafa nær- staddir kunnað skyndihjálp og náð að fjarlægja aðskotahlutinn fljótt úr koki barnsins eða barnið getað losað hann sjálft þannig að ekki hefur hlotist varanlegur skaði af. „Hollustuvernd ríkisins, Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur, Ár- vekni og Löggildingarstofan hafa unnið verkefni þar sem hugtakið hættulegt sælgæti er skilgreint, sérstaklega með tilliti til matvæla sem eru hönnuð, framleidd og markaðssett fyrir börn, þ.e.a.s. sælgæti. Meginmarkmið verkefnis- ins er að fræða og fjalla um eig- inleika sælgætis sem geta valdið hættu s.s. stærð, þyngd og lögun. Ennfremur að upplýsa almenning um hvers ber að gæta þegar sæl- gæti er valið og til hvaða aðgerða ber að grípa ef aðskotahlutur fest- ist í koki barns. Úttekt var gerð á sælgæti sem selt er hér á landi í lausasölu og var. það, skoðað. meá tillitLtil Jitaacð- ar, þyngdar og áferðar. í ljós kom að mikið af sælgæti sem hér er til sölu getur verið varasamt. Sú teg- und sælgætis sem mest hætta er á að hrökkvi ofan í börn og fullorðna hefur gjarnan þann eiginleika að vera hart og/eða sleipt. Hart og sleipt sælgæti er erfitt að tyggja og getur það því auðveldlega runn- ið niður í háls - og staðið þar fast. Einnig ber að hafa í huga að sumu sælgæti fylgja lítil leikföng sem hæfa ekki börnum yngri en þriggja ára og eru þau merkt með merki,“ segir í tilkynningunni. ----------------- Skipaður í orðu- nefnd FORSETI íslands hefur að tillögu forsætisráðherra skipað Jón Helga- son, fyirverandi ráðherra og alþing- ismann í orðunefnd Hinnar íslensku fálkaorðu í stað Indriða G. Þor- steinssonar, rithöfundar, sem lést fyiT á þessu ári. Nefndina skipa að öðra leyti: Ás- geir Pétursson, fyrrverandi bæjar- fógeti, formaður, Hulda Valtýsdótt- ir, blaðamaður, Sigmundur Guð- bjarnason, prófessor og Stefán L. Stefánsson, forsetaritari, sem jafn- framt er orðuritari. Varamaður er Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari. ... .*****___ Morgunblaðið/Kristj án Stelpurnar sem þátt tóku í jólasýningn Fimleikaráðs Akureyrar sýndu skemmtileg tilþrif. Jólasýning Fimleikaráðs ÞAÐ ríkti sannkölluð hátíðar- stemmning á jólasýningu Fimleika- ráðs Akureyrar í Glerárskóla ný- lega. Þar sýndu yngstu iðkendumir foreldrum sínum og systkinum listir sínar við mikinn fögnuð viðstaddra. Ekki voru allir þátttakendurnir há- ir í loftinu en allir gerðu sitt besta og höfðu gaman af. Töluverður fjöldi stúlkna æfir fimleika hjá FRA á hvetjum vetri en heldur fer lítið fyrir strákunum í þessari íþrótt. Óvíst með opnun keilu- og spilasalar á Akureyri Erfiðlega gengur að fjármagna verkefnið ALLS óvíst er að keilu- og spilasal- ur verði opnaður á Akureyri næsta sumar eins og til stóð, þar sem erf- iðlega hefur gengið að fá fjármagn til verkefnisins. Einkahlutafélagið Keilusalurinn ehf. festi nýlega kaup á um 750 fermetra húsnæði við Dalsbraut 1, þar sem fyrirhug- að var að opna keilu- og spilasal næsta sumar. Áætlaður heildar- kostnaður við verkefnið er um 65 milljónir króna. Jóhannes Valgeirsson einn eig- enda Keilusalarins sagði að með kaupum á húsnæðinu hefðu að- standendur félagsins talið að stærsta vandamálið væri yfirstað- ið, enda húsnæðið á besta stað í bænum. Hann sagði að í kjölfarið hafi verið leitað eftir fjármagni í verkefnið, hjá Akureyrarbæ, ein- staklingum, fyrirtækjum og sjóð- um en mönnum hafi orðið lítið ágengt. Bæði áhættufjárfestinga- sjóðurinn Tækifæri og Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins höfnuðu þátttöku. Jóhannes sagði að Tæki- færi hafi hafnað umsókn félagsins, þar sem sjóðurinn þyrfti að fá 20% arðsemi á sitt fjármagn og Ný- sköpunarsjóðurinn á þeim forsend- um að þessi starfsemi væri í sam- keppni við aðra starfsemi í bænum m.a. sjoppur. Ýmsir hafa áhuga á húsnæðinu „Það að svona sjóðir og ég nefni þá sérstaklega Tækifæri, skuli gefa neikvætt svar er ákveðinn dómur fyrir okkur og af hverju ættu þá aðrir að leggja í þetta fjármagn. Atvinnuþróunarfélagið vísaði okk- ur á Tækifæri og taldi þetta kjörið verkefni fyrir sjóðinn en það gekk ekki. Við erum því í pattstöðu og veltum fyrir okkur næstu skref- um.“ Jóhannes sagði allt eins lík- legt að hugmyndinni yrði velt út af borðinu. Húsnæðið hafi kostað rúmar 40 milljónir króna sem þurfi að greiðast fyrir vorið. „Það hafa ýmsir verslunaraðilar lýst yfir áhuga á húsnæðinu og því eins lík- legt að við seljum það hæstbjóð- anda. En það verður svekkjandi ef þetta verður ekki að veruleika, enda er ég búinn að eyða tveggja ára vinnu í undirbúning." Hann sagði að þrátt fyrir þá stöðu sem nú er uppi, hafi allir haft mikla trú á þessu verkefni, alla vega í orði. Mikið hafi verið rætt um Akureyri sem ráðstefnu- og ferðamannabæ, þar sem nauðsyn- legt sé að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu. Því séu það mikil mis- tök ef ekki finnst farvegur fyrir þetta verkefni. Morgunblaðið/Kristján Mynd- skreyttur flutningabíll FYRIRTÆKIÐ Sandblástur og málmhúðun hf. á Akureyri hefur fengið afhentan nýjan og öflugan flutningabfl af gerðinni MAN. Bíll- inn er af nýrri kynslóð MAN vöru- bifreiða og er þetta fyrsti bíllinn sem afhentur er Akureyringum. Flutningabfllinn er þjónustubíll fyr- irtækisins við höfuðborgarsvæðið og flytur vörur til og frá Reykjavfk, auk þess að losa vörur á þeirri leið. Bíllinn er skreyttur myndum frá Akureyri líkt og fyrri bifreið fyr- irtækisins, sem vakti athygli hvar sem hún kom. Sverrir Torfason bíl- sljóri er til hægri en Þorsteinn Jós- epsson frá Kraftbflum ehf. til vinstri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.