Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skipaður í stöðu for- stjóra Byggðastofnunar Iðnaðarráðherra hef- ur skipað Theodór Agnar Bjarnason stöðu forstjóra Byggðastofnunar frá 1. janúar nk. Stjórn Byggðastofnunar mælti með ráðningu Theodórs í starfið. I bókun stjórnar- innar segir: „Stjórnar- menn telja tvo um- sækjendur hæfasta, Theodór A. Bjarnason og Jón Þórðason. Nið- urstaða stjórnar er að leggja til við ráðherra að Theodór A. Bjarnason verði ráðinn forstjóri." Theodór A. Bjarnason er fædd- ur 20. apríl 1952. Hann lauk versl- unarskólaprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1972, viðskiptafræði við Handelshöjskolen í Kaup- mannahöfn árið 1987 og M.Se.- Econ frá sama skóla árið 1989. Sérmenntun hans er á sviði stjórnunar og skipulagsfræða. Frá árinu 1990 hef- ur Theodór verið að- stoðarsvæðisstjóri Norræna fjárfestinga- bankans í Danmörku. Áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Iðnþróunarsjóði, for- stöðumaður útlána- deildar Samvinnu- banka Islands, framkvæmdastj óri hjá KRON, forstjóri hraðfrystihúss Bíldu- dals og sveitarstjóri á Bíldudal. Eiginkona Theodórs er Ágústa ísafold Sigurðardóttir, félagsfræð- ingur. Alls sóttu 14 um stöðu Byggða- stofnunar. Samkvæmt lögum um stofnunina skipar iðnaðarráðherra í starfið til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar. Forstjóri Hollustu- verndar ríkisins Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hef- ur ákveðið að skipa Davíð Egilsson for- stjóra Hollustuverndar ríkisins frá 1. janúar 2001 til 5 ára. Davíð hefur B.Sc.- gráðu í jarðfræði frá Háskóla íslands og M.Sc.-gráðu í mann- virkjajarðfræði frá Durham-háskóla í Englandi. Hann hefur víðtæka starfsreynslu á verksviði stofnunar- innar. Hann starfaði sem deildarstjóri mengunardeildar Siglingamálastofnunar ríkisins frá 1991-1995 og hefur starfað sem forstöðumaður Meng- unarvamasviðs sjávar hjá Hollustuvemd rík- isins frá 1995 til 1999 og sem forstöðumaður Mengunarvarnasviðs Hollustuverndar ríkis- ins frá 1999. Davíð hef- ur auk þess starfað í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið virk- an þátt í alþjóðasam- starfi bæði fyrir Holl- ustuvernd ríkisins og umhverfisráðuneytið. Varað við hættu- legu sælgæti HOLLUSTUVERND ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Ár- vekni og Löggildingarstofan hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fólk er hvatt til að vera á varð- bergi gagnvart hættulegu sælgæti um jólin. Á ámnum 1998-99 komu 28 böm á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi vegna aðskotahluta í hálsi en vitað er að mun fleiri börn hafa orðið fyrir samskonar slysum hér á landi. Ekki era til heildartölur fyrir allt landið yfir slys af þessu tagi en til Árvekni berst fjöldi tilkynninga árlega vegna slysa sem orðið hafa þegar sælgæti hefur staðið í börn- um. í flestum tilfellum hafa nær- staddir kunnað skyndihjálp og náð að fjarlægja aðskotahlutinn fljótt úr koki barnsins eða barnið getað losað hann sjálft þannig að ekki hefur hlotist varanlegur skaði af. „Hollustuvernd ríkisins, Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur, Ár- vekni og Löggildingarstofan hafa unnið verkefni þar sem hugtakið hættulegt sælgæti er skilgreint, sérstaklega með tilliti til matvæla sem eru hönnuð, framleidd og markaðssett fyrir börn, þ.e.a.s. sælgæti. Meginmarkmið verkefnis- ins er að fræða og fjalla um eig- inleika sælgætis sem geta valdið hættu s.s. stærð, þyngd og lögun. Ennfremur að upplýsa almenning um hvers ber að gæta þegar sæl- gæti er valið og til hvaða aðgerða ber að grípa ef aðskotahlutur fest- ist í koki barns. Úttekt var gerð á sælgæti sem selt er hér á landi í lausasölu og var. það, skoðað. meá tillitLtil Jitaacð- ar, þyngdar og áferðar. í ljós kom að mikið af sælgæti sem hér er til sölu getur verið varasamt. Sú teg- und sælgætis sem mest hætta er á að hrökkvi ofan í börn og fullorðna hefur gjarnan þann eiginleika að vera hart og/eða sleipt. Hart og sleipt sælgæti er erfitt að tyggja og getur það því auðveldlega runn- ið niður í háls - og staðið þar fast. Einnig ber að hafa í huga að sumu sælgæti fylgja lítil leikföng sem hæfa ekki börnum yngri en þriggja ára og eru þau merkt með merki,“ segir í tilkynningunni. ----------------- Skipaður í orðu- nefnd FORSETI íslands hefur að tillögu forsætisráðherra skipað Jón Helga- son, fyirverandi ráðherra og alþing- ismann í orðunefnd Hinnar íslensku fálkaorðu í stað Indriða G. Þor- steinssonar, rithöfundar, sem lést fyiT á þessu ári. Nefndina skipa að öðra leyti: Ás- geir Pétursson, fyrrverandi bæjar- fógeti, formaður, Hulda Valtýsdótt- ir, blaðamaður, Sigmundur Guð- bjarnason, prófessor og Stefán L. Stefánsson, forsetaritari, sem jafn- framt er orðuritari. Varamaður er Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari. ... .*****___ Morgunblaðið/Kristj án Stelpurnar sem þátt tóku í jólasýningn Fimleikaráðs Akureyrar sýndu skemmtileg tilþrif. Jólasýning Fimleikaráðs ÞAÐ ríkti sannkölluð hátíðar- stemmning á jólasýningu Fimleika- ráðs Akureyrar í Glerárskóla ný- lega. Þar sýndu yngstu iðkendumir foreldrum sínum og systkinum listir sínar við mikinn fögnuð viðstaddra. Ekki voru allir þátttakendurnir há- ir í loftinu en allir gerðu sitt besta og höfðu gaman af. Töluverður fjöldi stúlkna æfir fimleika hjá FRA á hvetjum vetri en heldur fer lítið fyrir strákunum í þessari íþrótt. Óvíst með opnun keilu- og spilasalar á Akureyri Erfiðlega gengur að fjármagna verkefnið ALLS óvíst er að keilu- og spilasal- ur verði opnaður á Akureyri næsta sumar eins og til stóð, þar sem erf- iðlega hefur gengið að fá fjármagn til verkefnisins. Einkahlutafélagið Keilusalurinn ehf. festi nýlega kaup á um 750 fermetra húsnæði við Dalsbraut 1, þar sem fyrirhug- að var að opna keilu- og spilasal næsta sumar. Áætlaður heildar- kostnaður við verkefnið er um 65 milljónir króna. Jóhannes Valgeirsson einn eig- enda Keilusalarins sagði að með kaupum á húsnæðinu hefðu að- standendur félagsins talið að stærsta vandamálið væri yfirstað- ið, enda húsnæðið á besta stað í bænum. Hann sagði að í kjölfarið hafi verið leitað eftir fjármagni í verkefnið, hjá Akureyrarbæ, ein- staklingum, fyrirtækjum og sjóð- um en mönnum hafi orðið lítið ágengt. Bæði áhættufjárfestinga- sjóðurinn Tækifæri og Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins höfnuðu þátttöku. Jóhannes sagði að Tæki- færi hafi hafnað umsókn félagsins, þar sem sjóðurinn þyrfti að fá 20% arðsemi á sitt fjármagn og Ný- sköpunarsjóðurinn á þeim forsend- um að þessi starfsemi væri í sam- keppni við aðra starfsemi í bænum m.a. sjoppur. Ýmsir hafa áhuga á húsnæðinu „Það að svona sjóðir og ég nefni þá sérstaklega Tækifæri, skuli gefa neikvætt svar er ákveðinn dómur fyrir okkur og af hverju ættu þá aðrir að leggja í þetta fjármagn. Atvinnuþróunarfélagið vísaði okk- ur á Tækifæri og taldi þetta kjörið verkefni fyrir sjóðinn en það gekk ekki. Við erum því í pattstöðu og veltum fyrir okkur næstu skref- um.“ Jóhannes sagði allt eins lík- legt að hugmyndinni yrði velt út af borðinu. Húsnæðið hafi kostað rúmar 40 milljónir króna sem þurfi að greiðast fyrir vorið. „Það hafa ýmsir verslunaraðilar lýst yfir áhuga á húsnæðinu og því eins lík- legt að við seljum það hæstbjóð- anda. En það verður svekkjandi ef þetta verður ekki að veruleika, enda er ég búinn að eyða tveggja ára vinnu í undirbúning." Hann sagði að þrátt fyrir þá stöðu sem nú er uppi, hafi allir haft mikla trú á þessu verkefni, alla vega í orði. Mikið hafi verið rætt um Akureyri sem ráðstefnu- og ferðamannabæ, þar sem nauðsyn- legt sé að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu. Því séu það mikil mis- tök ef ekki finnst farvegur fyrir þetta verkefni. Morgunblaðið/Kristján Mynd- skreyttur flutningabíll FYRIRTÆKIÐ Sandblástur og málmhúðun hf. á Akureyri hefur fengið afhentan nýjan og öflugan flutningabfl af gerðinni MAN. Bíll- inn er af nýrri kynslóð MAN vöru- bifreiða og er þetta fyrsti bíllinn sem afhentur er Akureyringum. Flutningabfllinn er þjónustubíll fyr- irtækisins við höfuðborgarsvæðið og flytur vörur til og frá Reykjavfk, auk þess að losa vörur á þeirri leið. Bíllinn er skreyttur myndum frá Akureyri líkt og fyrri bifreið fyr- irtækisins, sem vakti athygli hvar sem hún kom. Sverrir Torfason bíl- sljóri er til hægri en Þorsteinn Jós- epsson frá Kraftbflum ehf. til vinstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.