Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 26

Skírnir - 01.04.1905, Side 26
122 Egill Skallagrimsson. um fólgið í viðureign kraftanna, í sókn þeirra og' vörn, ogþeg'ar hann er sjálfur úr leik, fyrir elli sakir, og »hvarfar blindr of branda», þá vill hann gefa silfurkistur sínar báðar til þess að etja mönnum saman á alþingi: »Ætla ek at láta bera kisturnar til lögbergs, þá er þar er fjöl- mennast. Síðan ætla ek at sá silfrinu, ok þyki mér undarligt, ef allir skifta vel sín í milli. Ætla ek at þar mundi vera þá hrundningar eða pústrar, eða bærist at um síðir, at allr þingheimrinn berðist«. Hann telur fé sínu bezt varið, er það fær að vera »rógmálmur«, eins og það heitir í kenningum skáldanna. Um fégirni Egils hefur mikið verið talað, en hún er að nokkru leyti að eins ein hliðin á hinni ríku meðvit- und hans um rétt og gildi sjálfs sín og ættarinnar. Að missa þess fjár, er maður á tilkall til að lögum, er að bera lægra hlut í viðskiftum við aðra menn, en það er synd á móti æðsta boðorði Egils. Þess vegna verður Egill »allófrýnn«, er Arinbjörn segir honum að hann geti ekki náð fé því er hann þóttist eiga tilkall til eftir Ljót enn bleika: »Þóttist þar mikils fjár missa, ok eigi at réttu«. En á hverju hugmynd Egils um rétt hans byggist, þegar öll kurl koma til grafar, það gægist fram í orðum þeim er hann segir við Hákon konung, er hann beiðist full- tingis konungs til þess að ná arfi konu sinnar: »Ek ltefi spurt, at þér setið lög hér í landi ok rétt hverjum manni. Nú veit ek, at þér munuð mik láta þeim ná sem aðra menn. Þykjumst ek hafa til þess burði ok frænda- styrk hér í landi at hafa við Atla enn skamma«. Hann telur sig meiri mann en Atla enn skamma og ætt- göfgari, þess vegna á hann að ná arfinum. Sami ættar- þóttinn kemur fram, er Egill dæmir milli Þorsteins sonar síns og Steinars, þar andar fyrirlitningu að mótstöðu- mönnunum, »— því at þú Steinarr ok þit önundur megut þat vita, at Áni þá land at Grími feðr mínum —«. Og þegar önundur sjóni hallmælir Agli fyrir gjörðina, segir Egill: »Hugða ek, önundr, at þú mundir þat vita, at ek

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.