Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 62

Skírnir - 01.04.1905, Page 62
158 Leturgerð og leturtegundir. þessu marki. Þar er hlaupið yflr öll aukaatriðiu, til þess að aðalatriðið korni því skýrar í Ijós. Að þessu leytinu hefur myndaletrið í sér tolgið alt sem til þess þarf að setja hin margvíslegu fyrirbrigði lífs- ins fram í sýnilegri mynd. Það vantar aðeins eitt til þess að vera letur eins og okkar: Það táknar ekki orð. Hug- myndirnar sem það vekur, þýðir hver á sína tungu. Eins og söng og hljóðfæraslátt, grát og hlátur, látbragð og svip- brigði og önnur slík eðlisbundin tákn mannlegs rneðvit- undarlífs, má því telja myndaletrið til alþjóðlegustu sagn- færa sem menn þekkja. En þessi alþjóðlegi svipur mvndaletursins hverfur um leið og ráðin er bót á þeim ágalla þess, sem áður var nefndur. Því að þegar myndaletrið brevtist í hljóðritun, halda myndir þess ekki framar almennri merkingu, held- ur svarar þá hver mynd til ákveðins orðs eða orðshluta, en af því leiðir, að þeir einir skilja myndirnar rétt, sem skilja orðin, þ. e. málið sem þessar myndir og tákn svara til. Þessa mikilvægu framför, sem varð hjá Forn-Egiptum fyr en hjá nokkurri annari þjóð, er hægt að athuga á fyrsta tilraunaskeiðinu, á menjum sem til eru eftir Indíána í Mexikó. Menjar þessar skiftast í tvo aðalflokka. A annar þeirra rót sína að rekja til hins mikla ættbálks Nahuanna, Toltekanna, Chichemekanna, Atztekanna og annara Indí- ánaflokka í Mexikó, en hinn til Maya-anna á Yucatan- skaga, sem bezt voru mentaðir og — að því er virðist •—■ lífvænlegastir af frumbyggjum Ameríku. Af fyrri flokknum má ráða það, að Nahuar hafa að minsta kosti átt sér fyrstu tildrögin til hljóðritunar. A 3. mynd er sýnishorn sem ber þess vott. Myndin er af skjali, er sýnir innflutning Chichemekanna til Anahuac á tólftu öld. (Anahuac kölluðu Nahuar hið lága og frjósama strandlendi Mexikós). Af því er runnið nafnið, sem þýðir »við vatnið«. Efst á þessu einkennilega skjali er sýnd fæðing Ixt- lilxochitls konungs í Tsinaconoztoc-hellinum. Neðargetur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.