Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1908, Síða 21

Skírnir - 01.01.1908, Síða 21
Móðurtnálið. 21 dönskuskotnir. En verstir eru þó mentamennirnir; þeir gera, sér að vísu flestir eitthvert far um að rita málið stórlýtalaust, en þeir t a 1 a það manna v e r s t; tal þeirra er mest mengað dönskum orðum og setningum. Uppi í sveitum er enn töluð góð íslenzka. En þar fækkar heldur fólkinu; því fjölgar í kaupstöðunum. Þeim fækkar óðum, sem tala íslenzku, þeim fjölgar óðum, sc:n tala dönskublending. Sveitamenn tala íslenzku, af því að þeir hafa ekki heyrt annað mál, ekki lært annað; en þeir virða flestir málið einskis; þeim þykir frami í því, að kunna fáein erlend orð og hafa þau jafnan á lofti; vita oftast ekki hvað þau merkja, en halda þau hljóti að tákna eitthvað markvert, af því að þau eru útlend; það er t. d. altalað um eitt hérað, að þar séu allir vitmenn kallaðir »idíótar«. Unga fólkið fylkist úr sveitunum hingað í bæinn til vetursetu, piltarnir til að læra tungumál — erlend mál, stúlkurnar til að »ganga á verksteð« eða læra »matar- lagningu«. Og alt lærir það að tala dönskublending. Reykjavík er brugðið um spillingu; eina spillingin, sem að kveður, það er spílling móðurmálsins. En hana nefnir enginn; hana forðast enginn; og lnin berst óðfluga yfir landið eins og bráðnæm sótt. Þetta blendingsmál kaupstaðanna stikar skessuskref- um yfir bygð manna. Eftir íaar aldir verður það komið inst í afdali, bygðina á enda, þjóðina á enda. Þá mun hún dauð, þessi fagra tunga feðra vorra, hún, sem er móðir allra norrænna máia og fegurst þeirra allra; þá munu niðjar okkar tala og rita eitthvert hrognamál, eitt- hvað á borð við Færeyjamálið. Því segi eg það: Islenzk tunga er á glötunarvegi. Málið er að spillast á vörum þjóðarinnar. En ef því heldur fram, þá hlýtur ritmálið einnig að spillast, er tímar líða, og alt að glatast. Það er eins og enginn viti af þessum voða, þvi lík- ast, sem við séum allir úti á þekju, blindir og heyrnarlausir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.