Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 23

Skírnir - 01.01.1908, Side 23
Móðurmálið, 23 til fyrstu mennina og nefni þá, sem færastir eru í móður- málinu og fúsastir að vinna því gagn; en upp frá því kjósi þessir málvarnarmenn, ef svo má segja, sjálfir í skarðið, þá er einhver deyr félagsmanna. Við köllum beztu skáldin þ j ó ð skáld. Við gætum •eins kallað beztu höfunda þjóðhöfunda. Þeir, og þeir e i n i r ættu að fá rúm í þessum flokki, sem í það og það sinni eru taldir ritfærastir og bezt að sér í málinu. Það á að vera sómi, er tímar líða, mikill sómi, að eiga sæti með þessum mönnurn. Og allir ungir efnismenn meðal mentamanna munu þá gera sér far um að t a 1 a og r i t a sem bezt — til þess að geta komist í tölu þjóð- höfundanna. Eða: vilja ekki öll skáld verða þ j ó ð - skáld'? Hins vegar ber að heimta af þessum mönnum, þessu félagi, hvað sem það yrði nú kallað, að þeir vinni móður- málinu alt það gagn, sem þeir geta. Þeir eiga sjálfir að semja, eða gangast fyrir því, að samdar séu góðar k e n s 1 u b æ k u r, til að kenna ungum mönnum móður- málið; þeir eiga að vinna að því, að útrýma, sem mest iná verða, útlendum kenslubókum úr skólunum, en fá í þeirra stað íslenzkar kenslubækur;'þeir eiga að gera sér alt far um að reka á flótta allan þann urmul af útlendum orðum og setningum, sem nú eru á reiki í daglegu t a 1 i, og þar eiga þeir að ganga berserks- gang. jVieðal annara þjóða er enginn haldinn með mentuð- um mönnum, sem ekki t a 1 a r móðurmál sitt lýtalaust. Þ v í eiga þessir málvarnarmenn að koma til leiðar, smátt og smátt, að enginn Islendingur sé heitinn mentaður maður, ef hann talar ekki íslenzku lýtalaust. 1 einu orði sagt: þetta félag á að verða máttarstoð íslenzkrar menn- ingar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefi eg heyrt utan að mér, að ekki muni verða til 12 menn, því síður fleiri, er séu fúsir og færir til slíks starfs. Eg trúi því ekki.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.