Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 24

Skírnir - 01.01.1908, Page 24
24 Móðurmálið. Eg þekki fullmarga menn, sem óefað ei'u f æ r i r til að hefja þessa veglegu baráttu; sjálfur er eg ófær, veit eg vel, og vil spara öðrum þá fyrirhöfn, að segja mér það. Þó gagnar ekki færleikurinn ef viljann vantar. En haldið þið í alvöru, að engir 12 menn séu til, eða 18, meðal ritfærustu manna þjóðarinnar, er séu fúsir til þess, að vinna móðurmálinu það gagn, sem tillagan fer fram á — rétt að byrja verkið. Eg skil ekki það vantraust. Mér finst alt benda til þess, að þjóðin sé nú að taka sinnaskiftum, henni sé að eflast trú á mátt sinn og megin; en þeirri trú mun vafalaust fylgja nýr vilji og aukinn áhugi á heill lands og lýðs. Sannast að segja: það ætti að kenna hverju barní að skynja og skilja, að auðna þjóðarinnar er undir því kom- in, að hver kynslóð láti sér sem allra annast um þjóðar- arflnn, svo að hver maður hirði enn meir um arf þjóðar- innar en eigur sínar, meti meir heill heildarinnar, en hags- muni sína, enda líf sitt, ef því er að skifta. En þjóðararfurinn er tvískiftur. Landið — það er föðurarfur þjóðarinnar; málið er móðurarfurinn. Þetta tvent höfum við íengið að erfðum, og við eig- um að vernda það og skila því óskertu, helzt fegruðu og bættu í hendur komandi kynslóðar. Við eigum að yrkja tún og akra þar sem nú eru móar og mýrar; við eigum að brúa allar torfærur; við eigum að klæða hlíðarnar skógi; og við eigum að standa þverir gegn því, að útlendingar fái eignarráð yfir nokkr- um skika. Þessi ásetningur er nú, sem betur fer, á livers manns vörum. En við eigum 1 í k a að hafa allan hug á því, að vernda íslenzka tungu, móðurarf þjóðarinnar. Og þar er hættan miklu ineiri. Þó að landið fari í órækt, getur komandi kynslóð ræktað það aftur; þó að útlendingar klófesti jarðeignir, má kaupa þær aftur. Eu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.