Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 46

Skírnir - 01.01.1908, Page 46
40 Prédikarinn og bölsýni hans. En hver er þessi prédikari'? Hver dylur sig undir nafni þessu? í fyrsta kapítulanum er komist svo að orði: »Egr prédikarinn, var konungur yfir Israel í Jerúsalem« (1,12) og »eg hefi aflað mér meiri og víðtækari speki en allir þeir, er ríkt hafa yfir Jerúsalem á undan mér« (1,16) og síðar lýsir hann auð sinum, stórvirkjum o. s. frv. (2,4 n.). Af þessu hafa menn ályktað, að höfundurinn væri Salómó Davíðsson konungur. Og því heldur yfirskrift ritsins fram: »Orð prédikarans, sonar Davíðs, konungs í Jerúsalem«, En hana er lítið að marka, því að henni kann að hafa verið bætt við löngu síðar. Svo er t. d. um margar yfir- skriftirnar að Davíðssálmum, sem svo eru nefndir. En hitt virðist bersýnilegt, að höfundur ritsins leggur orðin í munn Salómó konungi. En með því er ekki sagt að rit- ið sé eftir Salómó. Af ritinu sjálfu virðist auðsælega mega ráða, að það geti ekki verið eftir hann. Að því hefir biblíufræðin nýja fært greinileg rök. Þessu til skýringar skal bent á nokkur atriði. Höfundurinn segir: Eg liefi aflað mér meiri og víð- tækari speki en allir þeir, sem ríkt hafa yfir Jerúsalem á undan mér (1,16). — Hér er svo talað sem margir konungar hafl ríkt yfir Jerúsalem á undan honum. En slík orð hefði Salómó ekki geta látið sér um munn fara, því að faðir hans og fyrirrennari var sá, er vann Jerú- salem úr höndum Jebúsíta og fyrstur gerði liana konungs- setur. En Sál einn hafði konungur verið í Israel á und- an Davíð. — Hann talar í 1. og 2. kap. um, að hann hafi verið konungur, rétt eins og hann hefði látið af konungs- stjórn fyrir andlát sitt, — en það gerði Salómó ekki. Og hann fer þeim orðum um eftirmann sinn, sem lítt hugs- anlegt er að Salómó hefði talað um son sinn, er hann ekki vissi neitt um, hvernig mundi reynast. Miklu líklegri eru þau orð í munni þess manns, er þekkir sögu eftirmanns Salómós. Ef Salómó væri höf. ritsins, hefði hann kveðið upp mjög harðan dóm um ríkisstjórn sjálfs sín, því að Prédik-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.