Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 54

Skírnir - 01.01.1908, Side 54
54 Prédikarinn og bölsýni hans. ingar, til þess að skilja lífið, en við það hafi gremjan vaxið, því að sá, sem auki þekking sína, auki kvöl sina, — af því að engin ráðning fáist á gátu lífsins. Þá hafi hann tekið það ráð, að draga úr hugarkvöl sinni með því að reyna gleðina og njóta gæða lífsins. Hanfi hafi varpað sér út í nautnalífið, hann hafi ráðist í stór fyrirtæki: reist hús, plantað víngarða, gróðursett aldintré, búið til vatns- tjarnir, til þess að vökva með vaxandi viðarskóg. Hann hafi keypt sér þræla og ambáttir, og átt miklar hjarðir sauða og nauta; hann hafi safnað sér silfri og gulli; fengið sér söngmenn og söngkonur og »það sem er yndi karl- mannanna: fjölda kvenna«. Og alt, sem augu hans girnt- ust, lét hann eftir þeim, og hann neitaði hjarta sínu ekki um nokkura gleði. —- Og samt fanst honum alt vera hé- gómi, er hann leit yfir verk sín. Ekkert af þessu full- nægði þrá hjartans; alt var það eftirsókn eftir vindi; og íyrir því finst honum enginn ávinningur vera til undir sólunni. Þá reyndi hann að temja sér hina sönnu speki, en einnig það reyndist árangurslaust; því að eitt og hið sama kemur fram við alla, jafnt við heimskingjann sem hinn vitra. Þá fyltist hjarta hans örvænting. »Þá varð mér illa við lífið«, segir höf., »því að mér mislíkaði það, er gjörist undir sólunni; því að alt er hégómi og eftirsókn eftir vindi. Og mér varð illa við alt rnitt strit, er eg streittist við undir sólinni*. Því að hver eru launin fyrir alt strit handanna og alla ástundun hjartans? Kvöl og armæða. Jafnvel á næturnar fær hjartað eigi hvíld Þessi er aðalhugsunin í 2 fyrstu kapítulunum. Næsta hugleiðingin ber hann að sama brunni örvænt- ingarinnar. Þegar höf. skygnist um á þeim svæðum lífsins, er vamta mætti meira frelsis, rekur hann sig á sama órjúf- anlega náttúrulögmálið, er maðurinn fær ekki að neinu leyti um þokað. Ollu er afmörkuð stund og alt hefir sinn tíma, og fyrir því fer alt strit mannanna forgörðum. Börnin fæðast, en mennirnir deyja. Það, sem gróðursett hefir verið, verður rifið upp á sinum tíma; það sem geymt

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.