Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 55

Skírnir - 01.01.1908, Side 55
Prédikarinn og bölsýni hans. 55 <er nú, þvi verður síðar varpað burt. Þetta náttúrulög- mál, sem lætur alt hið skapaða farast stöðugt af nýju, festir hann í þeirri trú, að ekkert siðferðilegt lögmál ráði i heiminum og ekkert réttlæti sé til, er stjómi veröldinni. Því að í náttúrunni geti ekki verið til neinar sérstakar ráðstafanir mannanna vegna. Eðli þeirra sé hið sama og skepnanna. Og eins fari alt sömu leiðina: menn og skepn- ur; alt sé af moldu komið og hverfi aftur til moldar. Þetta er aðalhugsunin í 3. kapítulanum. Þegar út í 4. og 5. kapítulann kemur, fer alt að verða óljósara. Heldur Siegfried því fram, að hér taki innskotin að brjála hugsun höfundarins. Þó eru megindrættirnir •enn hinir sömu. Höf. blöskrar kúgunin og ofbeldið svo mjög, að hann telur þá, sem dánir eru, miklu sælli en þá, sem lifa, en langsælastan þann, sem enn sé ekki til ■orðinn og liafi því ekki séð þau vondu verk, sem framin eru undir sólunni. Menn safni auði og séu framkvæmdar- samir, en öfundin sé oft aðalhvötin, og auk þess vaxi ágirndin með auðnum og arðurinn svifti menn rónni; og loks sé auðurinn falivaltur; fyrir því sé það, að sækjast •eftir auði, hinn mesti hégómi og eftirsókn eftir vindi. Maðurinn deyi og oft burt frá öllum auðnum, og annar njóti hans. Og aftur kemur hið svartasta bölsýni: ótima- burðurinn er sælli, því að hann hefir aldrei séð sólina né þekt hana. Réttláti maðurinn ferst, en margur guðlaus maður lifir lengi(6,15). Og réttlátir menn verða fyrir því, sem óguðlegir eiga skilið (8,14). Hjúskapurinn veitir og enga fullnægju, því að konan er beiskari en dauðinn; lijarta hennar er snara og hendur hennar fjötrar. Hver sem guði þóknast kemst undan henni, syndarinn einn verður fanginn af henni (7,26—28). Réttlæti og guðsótti stoða ekkert, því að sömu örlög mæta öllum (9,2—3. 5—6). Mennirnir fá engu ráðið í lífinu. Það er ekki á kappanna valdi að sigra, og spekingarnir ráða ekki yfir auðnum, né vitsmunamenn- irnir yfir vinsældinni, því að tími og tilviljun mætir þeim öllum (9,11). Og að lokum er dauðinn og algleymið fram

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.