Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 91

Skírnir - 01.01.1908, Side 91
Erlend tiðindi. Tveimur höfuðþjóðum heims, Bretum og Þjóðverjum, hefir það í milli farið í vetur, sem sumir mundu vilja orða svo, að með þeim væri allmiklar viðsjár. En heldur ríkt væri þá að orði kveðið. En þær horfast í augu í hvassara lagi og er nokkuð órótt innan brjósts. Þvi veldur sú skyndilega ráðagerð Þjóðverja snemma vetrar, að auka herskipastól sinn stórum meira og örara en að undariförnu. Þar segja Bretar að ekki geti annað undir búið en að Þjóð- verjar hugsi sér að verða þeim jafnvígir á sjó áður langt um líður. Kynlega þykir og slíkt við bregða út í frá, eftir alt skrafið um almenn samtök meðal stórveldanna um að hefta vígbúnað sinn heldur en auka úr þessu. Þá færast Þjóöverjar þetta í aukana alt í einu, og upp úr þurru. Bretar hafa haft þá reglu hitigað til, að láta sér ekki lynda minni yfirburði yfir aðrar þjóðir í vígbúnaði á sjó en að vera þar jafttsnjallir tveimur hinum voldugustu stórveldum öðrum. Þeir segja síntt afarvíðlenda ríki ekki óhætt að öðrum kosti, enda styrkur þeirra allur á sjó, en ekki landi. Yfirgang segja þeir vera sér fjarri skapi og ekki hugsa hærra en að halda sínum hlut fyrir hverjum sem er, og þótt fleiri legði saman. Þeir hafa, Bretar, að svo stöddu þrefaldan berskipastól á við Þjóðverja, og telja sér ekki af því veita raunar, en mundu þó ekki um það fást, þótt Þjóðverjar efldu sinn flota það, aö hattn yrði hálfdrættingur á við brezka flotann. — Vér getum ekki, segja þeir, dregið vorn flota allan saman í Englandshafi, eins og Þjóðverjar, vegna þess, að vér eigum lönd út um allan heim. Vér verðum að skifta honum í 7 staöi, hafa hattn á 7 höfum. Bretaveldi er ellefu sinnum víðlendara en þ/zka xíkið, strandlengjur vorar eru tíu sinnum meiri, gufuskipafloti vor

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.