Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 95

Skírnir - 01.01.1908, Side 95
Erlend tíðindi. 95- konungi, lagði niður fjöldamörg óþörf embætti ug skamtaði laun í hófi, kom á sparnaði þar sem hægt var, en bakaði sér fyrir það megnan óþokka þeirra, sem þetta kom niður á, með því líka að hann lét þær ráðstafanir ekki ná til konungs eða hirðarinnar, held- ur rífkaði tekjur konutigs, sem voru áður gegndarlausar, en kon- ungur mesti eyðsluseggur og kominn áður í botnlausar skuldir. Karl konungur var að öðru leyti allvel látinn af þegnum sínum, gegn maður og góður, atgervismaður á marga lund og margt vel um hann. Líklegast þykir, að það hafi verið þjóðveldisvinir, sem gerðu menn til höfuðs konungi, og hafi þeir því viljað koma konungs- fólkinu öllu fyrir ætternisstapa, að þá yrði sjálfgert að koma á þjóðvaldsstjórn í landinu. En þar fór á aðra léið. Landslýð féll allur ketill í eld við hið hryllilega illvirki og þýddist hinn unga konung nær einhuga. En hantt létti óðara af alræðinu, setti saman ráðuneyti af beztu mönnum úr báðum þingflokkum, stefndi saman þingi á skömmum fresti að undangengnum nýjum kosningum og gaf upp sakir öllum stjórnmála-afbrotamöunum. En Franco varð landflótta og má hvergi um frjálst höfuð strjúka. Það er í frásögur fært af morðræðinu, að drotning hafi sýnt af sér frábært hugrekki, enda er viðbrugðið fyrir vaskleik og at- gervi. Eftir Karli konungi er það svar haft, er upp komst um samsæri gegn honum í haust einu sinai, að dauðann léti hatm sig engu skifta af eða á í orðum né gjörðum, enda væri jafn-ókleift að verjast launvígum og sóttargerlum. Hann kunni ekki að hræðast, og fór jafnóvarlega þótt orðfleygt væri um banaráð við hann síð- ustu dægrin, sem hann lifði. Skipaliðsaukinn mikli eða herflota er höfuðviðburður í stjórn þ ý z k a keisaradæmisins í vetnr. Tvenn nýmæli söguleg gengu og fram á þingi Prússa. Annað er um heimild til að taka lögnámí til handa þýzkum mönnum pólskar fasteignir þar í landi, en hitt bannar að mæla á aðrar tungur en þýzka á almennum mannfund- um, nema yfirvaldsleyfi komi til. Það miðar hvorttveggja til að hnekkja annarlegu þjóðerni í landinu: dönsku, pólsku og frönsku m. fl. — Þýzkur blaðamaður nafnkendur, Maximilian v. Harden, var lögsóttur í haust fyrir aðdróttun að nokkrum vildarvinum og leyni- ráðunautum keisara um ógeðslegan saurlifnað, er keisari hafði þó vik- ið úr embættum eða bannað hirðvist þegar er hann varð þess kvitts vísari. Blaðamaðurinn vann það meiðyrðamál. En síðan var höfðað -

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.