Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 46

Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 46
238 Abraham Lincoln. Og jafnvel Lincoln sjálfur hafði 1848, er Texas brauzt undan Mexico, lýst því yfir á samveldisþinginu, að hver þjóð, sem hefði vilja og orku til þess að rísa gegn stjórn sinni, hefði fulla, heimild til þess. En hvernig sem á þetta er litið, varð samveldishugsjónin og ríkiseiningin yfirsterk- ari hjá Lincoln. Hann var sjálfur borinn og barnfæddur í einu af vestari ríkjunura, sem höfðu eflst og dafnað í skjóli alríkisins, og fyrir því var alríkishugsjónin honum fyrir öllu og liðum hans þar vestra. En honum reis hugur við borgarastyrjöld og afieið- ingum hennar og vildi því komast hjá henni í lengstu lög. Honum var og fullkunnugt um, að Suðurríkin voru miklu betur undir ófriðinn búin en Norðurríkin. Undan- farin ár höfðu menn úr Suðurríkjunum eða þeirra iiðar farið með æðstu stjórnarvöldin og höfðu þeir ekki látið sitt eftir liggja að búa alt sem bezt í haginn fyrir Suður- ríkin, en rýrt sem mest mátti hervarnir og fjárþol Norð- urríkjanna. Þannig var fjárhirzla ríkisins tóm, er Lincolu tók við stjórninni, og lánstraustið engan veginn ábyggilegt. Hermálaráðgjafi hinnar fyrirfarandi stjórnar hafði byrgt Suðurríkjamenn að vopnum og verjum úr hergagnabúrum Norðurrikjanna, og flotamálaráðgjafinn hafði sent herskip Bandamanna út og suður í allar áttir, svo að Lincoln átti að eins fám skipum yfir að ráða, er hann settist að völd- um. I flestum emhættum sátu lýðvaldsmenn, er var miðl- ungi vel treystandi, og loks voru sum stórveldi hér í álfu, sem litu öfundaraugum til uppgangs Bandaríkjanna, þess albúin að skerast í leikinn, ef færi gæfist, og viðurkenna sjálfstæði Suðurríkjanna. Þegar þessa er gætt, verður mönnum skiljanlegt að Lincoln fór að engu óðslega, heldur beið átekta. En styrjöldin varð óumflýjanleg, er Suðurríkjamenn í apríl 1861 réðust á Sumter-virki í Suður-Carolina og unnu það. Hann bauð þegar út 75,000 manna og neytti allrar orku að koma upp hervörnum á sjó og landi og örva þrek og föðurlandsást Norðurríkjamanna. Ráðaneyti sitt skipaði Lincoln ýmsum helztu atkvæða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.