Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 60

Skírnir - 01.08.1909, Blaðsíða 60
252 Betur má ef duga skal. »í sjó! Ertu frá þér? Það er alt of kalt.« »Nú væri gaman að koma í knattleik.« »Eg nenni því ekki.r »Líttu á brekkurnar, mjúkar fannir alla leið niður á fjarðarís, svo að hvorki sér á stein né strá. Eigum við ekki að koma á skíði?« »Æ-i nei! Heldurðu að eg nenni að fara að kjaga upp- allar brekkur. Okkur væri nær að leggja okkur, svo að við gefumst ekki upp við dansinn í nótt.« Þetta eru vanasvörin, afsakanirnar leti eða annað þaðan af verra. Slík svör hafa svift fjörmikil ungmenni margri ánægju- og heillastund, varnað þeim að njóta góðs af tómstundum sínum og oft og einatt orðið til þess að beina lífsfjöri þeirra í óholla átt. Leikfimiskennarar og aðrir þeir, er reynt hafa að- halda uppi íþróttafélagsskap, hafa líka fengið að kenna á því, hversu örðugt það er enn sem komíð er hér á landi að fá menn til að stunda æfingar af alúð. Fylkingin þynn- ist óðum, þótt vel hafi áhorfst í fyrstu. Mönnum þykir það skömm að reynast liðléttingar i glímum, klaufar í knattleik eða að stranda tvovega á hestinum. Og svo kjósa þeir það hlutskiftið að hverfa. Það er eins og þeim þyki ekkert að því, þó þeir s é u liðléttingar, en þeir hafa ekki þrek til að þola raun á því á mannamótum. Þeir gæta þess ekki þeir góðu menn, að sá sem er »ónýtur í leikfimi« — eins og komist er að orði — hefir ekki minna gagn af henni en hinn, sem lagnari er, heldur miklu meira að sínu leyti; hann þarfnast hennar að jafnaði frem- ur. Það er þroskinn, sem er markmið leikfiminnar, en ekki hitt að gera menn að fimleikatrúðum. Enginn skilji orð mín svo, að eg vilji halda því fram, að ekki sé til enn hér á landi táp og fjör og frískir rnenn. Fyrr má nú rota en dauðrota. Við eigum meira að segja nokkra ágæta leikfimismenn, svo sem sjá mátti raun á fyrir skemstu. Hitt er það, sem eg vil halda fram, að leikfimina skorti almenna rækt, svo að hún rnegi verða okkur til þjóðþrifa. Það þarf að kveða niður þá óheilla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.