Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Síða 2

Skírnir - 01.08.1916, Síða 2
226 Snorri Sturluson. [Skírnir.- gæzlumaður« (Sturl. II, 31), »hagur á alt það, er hann tók höndum til og hafði inar beztu forsagnir á öllu því,. er gera skyldi« (Sturl. II, 73). Að því skapi var hann heimsmaður. Háttatal sýnir, að hann hefir vel kunnað að meta dýran borðbúnað (»greipum mætir gullin skál«) og þá ekki síður hvers konar ölföng. Sjálfur var hann skartsmaður í klæðaburði og hélt miklar og glæsilegar veizlur. Og hann var eins og Jón Loftsson, fósturfaðir hans, »mjög fenginn fyrir kvennaást«,. og átti börn með mörgum konum. Og þó er sagan enn ekki nema hálfsögð. Snorri var helzta skáld íslands á sinni tíð, og hefir varla nokkur annar maður haft slíkt vald á tungunni til bragþrauta. Hann ritaði kenslubók handa ungum skáldum, Olafs sögu helga, Heimskringlu og ef til vill fleiri sögur. í ritum þessum haldast frásagnarlist og vísindaleg dómgreind fast- ar í hendur en í nokkrum öðrum íslenzkum fornritum, og þau sýna auk þess, að Snorri hefir haft djúptæka þekk- ingu á öllum sviðum þjóðlegra, íslenzkra fræða. Má því vel kalla hann andlegan brennidepil aldar sinnar. Nútíminn metur ekki öll verk Snorra jafn mikiis. Auðvitað hefir hann komið nógu mikið við sögu landsins til þess, að nafns hans yrði getið þar, likt og t. d. Kol- beins unga, en fyrir þau afrek mundi hann lítið þektur utan Islands. Og enginn mundi halda á lofti veizlum hans og búsýslu, ef ekki væri ritfrægðinni til að dreit'a. Því að það eru ritstörf Snorra, sem gert hafa hann frægasta Islendinginn að fornu og nýju. Og þó eru þau líka mis- jafnt metin. Háttatal þykir nú lítill skáldskapur, og er varla lesið nema af fornfræðingum og afvegaleiddum skóla- sveinum. En goðasögurnar í Eddu og Heimskringla eru þýddar á margar tungur og taldar til dýrgripa hins ger- manska þjóðflokks. Ef Snorri mætti líta upp úr gröf sinni, mundi honum koma sumt af þessu heldur á óvart. Hann mundi undr- ast, hve langt nafn hans hefir borist, því að þótt Snorra vafalaust, eins og Harald harðráða, hafi dreymt um það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.