Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1916, Side 6

Skírnir - 01.08.1916, Side 6
230 Snorri Stnrluson. [Skírnir. sónunni og skekkir viðleitni hennar. En enginn sakar bóndann eða kaupmanninn, þó að þeir vilji græða fé, því að féð er skilyrði fyrir viðgangi búsins og verzlunarinnar. •Og á sama hátt var féð í bendi íslenzks höfðingja á 13. öld meðal til þess að ná meiri völdura. Snorri fær fé sitt, að svo miklu leyti sem séð verður, á löglegan hátt, en hinu verður ekki neitað, að sinka hans við syni sína, -þegar þeir vilja festa ráð sitt, er nærri óskiljanleg og verður ekki afsökuð. En einu má ekki gleyma. Snorri þurfti fjárins meir ■en flestir aðrir. Hann varð að ríða með fjölmenni til al- þingis, til þess að láta til sín taka. Auðurinn og mann- tjöldinn urðu að vera honum að bakhjalli til þess að bæta upp skort hans á einbeitni og harðfylgi. Því að þó að Snorri framar öllu öðru vildi vera mikill höfðingi, þá skorti hann ýmsa mikilvæga eiginleika til þess að •vera það. II. Fáein dæmi úr æfisögu Snorra munu sýna betur, við 'hvað eg á, en nokkur almenn lýsing. Eftir að Snorri kom aftur frá Noregi árið 1220, ýfðust ■Sunnlendingar mjög við hann og mest Björn Þorvalds- aon, tengdasonur Orms Jónssonar, er Austmenn höfðu vegið. Þótti þeim sem hann mundi standa á móti því, að þeir kæmu fram eftirmáli um víg Orms. Gekk Björn i berhögg við Snorra, og »spurði, hvort hann ætlaði að sitja fyrir sæmdum þeirra um eftirmál Orms. En Snorri duldi þess. Björn lét sér það ekki skiljast, og hélt þar við heitan« (Sturl. II, 88). Og »Sunnlendingar drógu spott rnikið að kvæðum þeim, er Snorri hafði ort um jarlinn«. Það er engin furða, þó að Snorra hafi verið þungt í skapi við Björn. Hann var hér hafður fyrir rangri sök og hafði búist við öðrum viðtökum. Snorra hafa því þótt það góð tíðindi, er fjandskapur hóist með Birni og Lofti, syni Páls biskups, enda »sendi Loftr menn til Snorra og kærði mál sín fyrir honum, og var það sumra manna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.