Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1916, Side 14

Skírnir - 01.08.1916, Side 14
238 Snorri Starluson. [Skirnir... ustu eiginleikunum til þess að standa í þeirri stöðu, full- nægja kröfum samtímans. Takmark hans og hæfileikar liggja ekki i sömu stefnu. Flestir þeirra manna, sem örðugast er að átta sig á,. hafa einhvern slikan brest að geyma. Og hann myndast ekki alt í einu. Með því að athuga hann vandlega, má oft lesa mikið af’þroskasögu mannsins, eins og jarðfræð- ingar lesa sögu jarðmyndunarinnar í gjám og sprungum. III. Snorri var'»fjöllyndur«, segir Sturla Þórðarson. Hann á þar eingöngu við kvennamál hans. En orðið lýsir Snorra í miklu víðtækari merkingu og betur en nokkurt eitt orð getur gert. Hann væri ekkert yrkisefni fyrir þau skáld, sem 'sífelt láta persónur sínar renna á sömu brautarteinunum, sífelt endurtaka sama brotið af sjálfum sér, og svo er hrósað fyrir samkvæmni í lýsingunni. Sturlungaættin er bezt gefin og margbreyttust ætt landsins á sinni tíð. Hvamm-Sturla er þar i fararbroddi,.. ráðríkur og ásælinn, haldráður og heiftrækinn, slægvitur og þolgóður. Hann virðist lengi vel að eins sækjast eftir auð og völdum og hafa hugann allan við það, sem áþreif- anlegt er, en samt er metorðagirnin rík í honum, og hann er ekki allur í framkvæmdunum, heldur hugsar mál sitt vel og rækilega. Hvorttveggja sést vel á þvi, sem Sturlu saga segir: »einn dag, er menn komu flestir til lögbergs,. þá gekk Sturla fram á virkið fyrir búð sína, því að það var oft háttur hans að setja á langar tölur um málaferli sín, því að maðurinn var bæði vitur og tungumjúkur. Vildi hann og, að það væri jafnan frá borið, að hans virðing væri víðfræg* (Sturl. I, 153). Ráðríki Sturlu er endurborið í mönnum eins og Sighvati, Sturlu, Þórði ka- kala og Þorgilsi skarða. En um leið kennir annars^ straums í ættinni, eru það hófsamir menn og hneigðir fyrir íhugun ogj vísindaiðkanir og virðast eiginleikar þeirra eiga rót sína að rekja til hinnar íhyglu og tungumjúku1 hliðar Sturlu, og sumt lengra fram í ættir. Slíkir mem>
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.