Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 2
2 Sigríðarstaða og Þorfinnstaða og eru eyðihjáleiga frá Hólum. Rústir sjást þar allglöggvar, en eru eigi fornlegar, því byggð hefir haldist þar fram á seinni aldir. Vestrhóp, sem hjer er nefnt, hlýtur að vera Sigríðarstaðavatn, svo munu fornmenn hata kall- að það; en hið syðra vatnið hafa þeir kallað Vestrhópsvatn, sem sjest af Heiðarvígasögu 1. k. Ambáttará er kvisl sú er fellur úr Ambáttardal í Tjarnará á Vatnsnesi. Hún rennur um dal þann, er Þorgrímstaðadalur heitir, og gengur suðaustur í fjallið frá Tjörn, fagur dalur og búsældarlegur; en Ambáttardalur gengur suður úr innri enda hans. Þar gagnvart er Þverá austamegin fjallsins. Inn úr sjálfum botni Þorgrímsstaðadals gengur Ásgarðsdal- ur. Þar var áður bær, er hjet í Ásgarði. Þar var kirkja, og áttu bæirnir í Hlíðardalnum kirkjusókn þangað og fleiri bæir sunnan fjalls. En eitt sinn villtist kirkjufólk á heimleið þaðan i kafaldsbyl, og hröpuðu 18 menn ofan af tjallinu þar sem siðan heitir Bani innanvert við Hlíðardalinn. Lagðist þá niður kirkjan í Ásgarði og síðan bærinn. Sótafell. 3. p. 1. k. «Sóti hét maðr, er nam Vestrhóp ok bjó undir Sótafelli». Sótafell heitir enn hnúkurinu uppyfir Breiða- bólstað í Vesturhópi. Þar fyrir ofan bæinn er hjalli allmikill undir fjallinu og eru þar gamlar rústir hjer og hvar. Þar heitir «í Sótastöðum*. Jeg fór þangað tvívegis að leita bæjarrústanna og var Július læknir og sjera Tlálfdán Guðjónsson með mjer í síðara skiptið. En rústirnar sem við fundum, ?oru svo óglöggv- ar, að eigi var hægt að fullyrða, hvort það voru bæjarrústirnar eða ekki. Ormsdalur. sst. «Ormr hét maðr, er nam Ormsdal ok bjó þar». Ormsdalur er upp frá Klömbrum milli Sótafells að sunn- an og meginfjallsins að norðan. Þar er rúst ákaflega mikil, sem heitir «í Ormstöðum». Á lögun hennar er auðsjeð, að þar hefir byggð haldist fram á seinni aldir. Auðunshóll. sst. «Auðunn skökull . . . nam Víðidal ok bjó á Auðunnarstöðum». Þar í túninu upp með bæjarlæknum er lítill hóll, eða upphækkun, sem kallaður er «Auðunnshóll», og er hald- ið að það kunni að vera haugur Auðunnar skökulls. Jeg fór þangað að skoða hann og þóttist þegar sjá, að þetta væri endi af ákaflega digru garðlagi, sem liggur í hvössum boga upp frá læknum og myndar þríhyrndan reit, sem hallar niður að lækn- um mót suðri; má vera það hafi verið akur. Seinna hafa götur verið lagðar frá bænum gegnum ofanverða þríhyrnuna og við 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.