Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 7
7 Vatnsdalshóla og Hnúks »fyrir ofan Hóla«, og er þetta þá rjett. Þar eru nú bæirnir Breiðabólsstaður og Miðhús. Upp með bæjar- læknum á Breiðabólsstað, gildum stekkjarvegi fyrir sunnan og vestan bæinn, heita enn Faxabrandsstaðir. Þar hefir snemma verið lögð niður byggð og færð að Breiðabólsstað — þar hefir ef til vill þótt veðursælla, því þar er lægra. — í Faxabrandsstöðum hefir síðan verið stekkur frá Breiðabólsstað um langan aldur, sem sjá má á hinum mörgu stekkjatóttum frá ýmsum tímum, sem þar eru til og frá um túnstæðið. Þó hefir sú hlifð verið yfir bæjarrústinni, að ekki hefir stekkur verið byggður ofan á hana. Hún heldur sjer enn óhögguð og sjer allglöggt fyrirhenni. En svo er hún fornleg, að eigi er hún grænni en móinn i kring um hana. En stekkjatóptirnar eru flestar meira eða minna græn- ar. Er hún bæði af þessu og einkum af lögun sinni, auðþekkt írá þeim. Tóftin er 12 faðma löng og 4 faðma breið, liggur frá norðri til suðurs og hefir aðaldyr á austurhliðveggnum við norður- gafiinn; miðgafl með dyrum á er 3 töðmum frá suðurgaflinum, og verður við það afhús á þeim enda tóftarinnar; þar eru einnig útidyr á austurhliðveggnum við suðurgafiinn. Stígandahróf. Vatnsd. kap. 16. »Ingimundur kom báðum skipunum í Húnavatnsós . .. þar heitir Stigandahróf, er hann var upp settr«. Það kemur heim, að Stígandahróf er við Húnavatn. Það er á dálitlu nesi, sem gengur út i vatnið litlu sunnar en gegnt bænum Akri. Hrófið er sem hústópt mikil, 10 faðma löng og 5 faðma breið, þó lítið mjórri til endanna. Dyrnar ganga fram að vatninu og virðist norðurkampurinn hafa verið dálítið lengri. Þó er það ekki vel að marka, því dyrnar sýnast að hafa hrunið nokkuð saman. Að öðru leyti er tóftin glögg vel, enda er harðlent á nesinu, þó mýrlent sje þar fyrir ofan. III. Hallfreðarsaga. Hallfreður bundinn hjá holti nolckru. Bærinn Haukagil stend- ur í lágri hvos innst í dalnum að vestan og Saurbær litlu utar. Þar fyrir utan skagar heiðarbrúnin nokkuð inn í dalinn og verð- ur þar dálítið holt niður við láglendið. Frá Haukagili sjer eigi lengra úteftir dalnum þeim megin. Þar rennur Vatnsdalsá, eða kvísl úr henni, vestur við heiðina. Þegar úteftir er farið, þá er farið austur yfir ána fyrir utan holtið, sem nú var getið og svo eftir eyrunum um hríð, en síðan aftur vesturyfir. Hallfreður

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.