Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 10
12 fyr verið nokkru hærri, og að frá henni hafi verið þurlendi grasi vaxið vestur með Stóru-Löngu, ÁIfheiðarpolli, Kleifnabergi, Litlu- Löngu, »Eiðinu« og að Hlíðarbrekkum, sem nefnt hafi verið Stóra- brekka eða- flöt, Litla brekka eða- fit, Langa land,-ftöt,- fit, eða grund. Eftir uppblásturinn og sjóganginn hafa örnefnin og eiginnöfnin gleymst þegar undirlendið norðan við voginn var horfið, en fyrri lýsingar- orðin þrjú haldist og verið svo á seinni tímum mynduð tvö örnefni með einu og sama eiginnafni, en tveim lýsingarorðum. Hörgarnir, sem eyrin dregur nafn af, gátu þá vel hafa staðið við svokallaða »Stóru-Löngu« á aflíðandi sléttu þar á fögrum stað. En að hin fyrsta kirkja hafi verið bygð þar, er ólíklegt. Hið svo nefnda Skrúðabyrgi, — eitt lítið grjótbyrgi á berg- hillu austan í standberginu Neðri-Kleifum yfir »Stóru-Löngu«, — sannar lítið i þá átt. Upp á »Kleifar« er að eins eitt einstigi, norðanlega að vestan upp af Eiðinu, sem er stundum ófært, ef mikill klaki og snjór er á því. Þarna hefði orðið að fara tvisvar eða oftar hvern helgan dag til að síga í festi niður í byrgið, til að sækja skrúðann og koma honum þangað aftur. Byrgið er yfir 30 faðma hátt, og til þess að »gefa« manni ofan í byrgið og niður úr þurfti í það minsta tvo menn uppi á brún ; en til þess að draga manninn upp úr byrginu þurfti 5—6. Sjá allir sjálfir að meðhjálp- araverk hafa ekki samrýmst svo löguðum og þéttum fjallaferðum. En hitt hefði getað átt sér stað, að skrúði og ýmsir munir til kirkj- unnar hefði verið látnir í þetta byrgi eða hillu til geymslu, að eins á meðan kirkjan var bygð, fyrir norðan voginn — en ekki oftar, sem gat verið nóg til nafnsins, og aðgreiningar frá öðrum byrgjum, sem eru til og frá sunnan og vestan í Kleifnaberginu. öllu líklegra er, að kirkjan hafi verið bygð vestan við Kleifna- berg og Litlu-Löngu. Hún var þar eins »fyrir norðan voginn«, en í betra skjóli. Undir Litlu-Löngu var um 1882 bygð skipakví, í krik- anum vestan við Kleifnabergið, fyrir 2 þilskip, og þau geymd þar nokkra vetur.1) Þegar skipin voru látin þar inn og tekin út, þurfti ætíð að grafa nokkuð frá þeim, 2—3 fet á dýpt, komu þar þá upp úr allfúin mannabein í hvort skifti, og oftar fyr og seinna hafa mannabein komið þar upp úr sandinum, lengra nokkuð frá berg- inu. Jarðvegur undir sandinum er leir-moldarkendur. Þetta bendir til þess, að einmitt þarna hafi verið grafreitur, þó óvanalegt muni hafa verið að hafa þá þétt upp við standberg, ásamt kirkju. l) Ef til vill skoðast kvi þessi (oftast kölluð Bólverk, þ. e. danska orðið Bol- værk) fornmannaverk, þegar fram líða timar, því grjótið í henni er mjög stórt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.