Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 22
24 Líkur eru til að þessi frásögn sé réttari. Hún er sýnilega rituð af allnákvæmum kunnugleika á Heimaey; höfundi er kunnugt um tvo staði þar, hin fyrstu bæjarstæði, og hversu þar er umhorfs á báðum stöðunum er hann ritar sögu sína. örnefni þessi hafa þá verið til bæði og eru þau stuðningur því að þessir menn báðir, Herjólfr og Ormr, hafi í öndverðu reist þar bæi sína. En að skild- leiki þessara manna hafi verið þessi, sem Haukr segir, og að Ormr hafi verið sonarsonur Bárðar Bárekssonar, en ekki sonur hans eins og Sturla segir, um það er óhægt nú að dæma, sökum þess að þessir menn eru allir svo ókunnir annars, virðast hvergi nefndir á nafn, nema Valla-Brandr einn, en af mægðunum við hann verður ekki ráðið hvor sagan sé réttari. Haukr greinir konu Orms og föður hennar og nefnir Orm »hinn auðga«, en ekki »hinn ánauðga«, og skýrir það viðurnefni með því að segja að hann hafi einn átt allar eyjarnar, — sem jafnframt bendir á að söguritara hafi verið kunn- ugt, að eigendurnir voru orðnir fleiri, er hann ritaði sögu sína. Ekkert af þessu verður hrakið hjá Hauk og verður ættartalan þá þannig: Bárekr. Úlfr hinn hvassi. Bárðr. Ormr hinn auðgi í Húsagarði. i i . I Oddr kaldmunnr. Herjólfr. Hallgrímr sviðbalki. A.skell í Húsagarði. I ) I Þorgerðr. — Ormr hinn auðgi. Valla-Brandr. Halldóra. ===== Eilífr. Flosi. Kolbeinn. Sæmundr prestur d. 1133. = Guðrún. Má af þessu sjá að faðir Herjólfs hefir verið samtímamaður land- námsmanna á Rangárvöllum, og kemur það heim við það er Sturla lögm. segir og Haukr lögm. (líklega eftir bók Sturla) að áður en Herjólfr bygði í eyjunum hafi þar verið að eins veiðistöð og engra manna veturseta, — »lítil vetrseta edr engi« segir Sturla lög- maður. Af örnefnum þeim, sem greind eru í frásögninni, er nú að eins eitt til enn: Herjólfsdalur. Hafa þeir Brynjúlfur frá Minna-Núpi (í Arb. ’07, bls. 5—8),(og nú Sigurður hreppstjóri, ritað glögt um ör- nefni þetta, skriðuna, sem er þar hjá Fjósakletti, og lindina, sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.